Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 35
MORGUNBIAÐjíÐ, SUNNUDAGUH 11- OKTÓHER 1987 75ára: Sigurður Demetz Fæðingarvottorðið segir okkur þetta, og við samkennarar hans verðum að trúa því, þótt ómögulegt sé að sjá eða finna á honum þessi sjötíu og fimm ár. Síðan Demetz kom til landsins 26. júlí 1955, kl. 11.45, og andaði að séR sama fjallaloftinu og hann þekkti heiman frá Tyrol (hans eigin orð) hefur hann kennt íslendingum að syngja, ekki aðeins í Reykjavík heldur og víða um landið, og stjörn- umar sem Demetz á í barmi sínum og hjarta eru ekki ófáar orðnar. Ekki skal reynt að telja upp alla þá söngvara sem Demetz hefur þjálfað og alið upp, síðan flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli forðum og fyrstu viðbrögð hans, þegar hann sté á íslenzka grund, voru að jóðla til íslensku fjallanna, sem líklega voru of fjarri til þess að svara á sama hátt og fjöllin heima. Þannig heilsaði Demetz landinu og þannig flutti hann kveðjuna frá Ít- alíu, sem hefur dugað okkur svo vel. Spor einstaklings virðast stund- um skráð skýjum ofar og hefði hljóðfæri Sigurðar ekki orðið fyrir áfalli er ekki víst að við hefðum notið hans. Því miður eru fáar hljóð- upptökur til með Demetz frá hans tiltölulega stutta en glæsilega ferli sem óperusöngveiri, en heyrt hefur undirritaður gamlar upptökur með honum á atriðum úr óperum Verdis og Wagners og efast ekki um að hann hefði átt opna leið inn í hvaða óperuhús í heiminum sem væri, svo glæsilegur og stflhreinn er söngur hans á þessum ólíku viðfangsefn- um. En Demetz er kennari, fæddur kennari og sem slíkur fínnst mér hann líkjast góðu vínunum sem batna með árunum. Til þess að verða góður kennari þarf mikla reynslu, skilning og væntumþykju til nemandans, húmor þegar það á við og skap til þess að beita á rétt- um augnablikum. Þessa eiginleika alla á Demetz í ríkum mæli og er ónískur á. Megi enn líða mörg ár þar til Demetz hættir að veita okk- ur af sínum eðalvínum, þá er ég þess fullviss að hann á eftir að skila okkur nokkrum stórsöngvurum í viðbót. Við samkennarar þínir og nemendur í Nýja tónlistarskólanum hyllum þig, og þótt þú verðir að heiman í dag, koma tímar og ráð þegar Eyja nær þér að árum í næsta mánuði. Heill þér. F.h. Nýja tónlistarskólans, Ragnar Björnsson, skólastjóri. Almenna bókafélag- ið gefur út Stríðs- fréttaljósmyndarann JÚNÍBÓK Bókaldúbbs Almenna bókafélagsins var Stríðsfrétta- Ijósmyndarinn eftir A.J. Quinnel i þýðingu Helgu Þórarinsdóttur. Uppistaðan í efni bókarinnar er sprengjuárás, sem ísraelskar her- flugvélar gerðu á írakska kjam- orkuverið í el-Tuwaitha í júní 1981. í bókinni fléttast saman þættir úr sögu samtímans, tilbúnar persónur og raunverulegar, ofbeldi og blóð- hefndir í flóknum hildarleik sem var undanfari árásarinnar. Aðalpersóna bókarinnar er ljósmyndarinn David Munger. Hann hverfur sporlaust, en enginn veit hvert. A.J. Quinnell er höfundamafn. Fyrsta skálsaga hans, Einfarinn, sem kom út hjá Bókaklúbbi AB 1985, vakti mikla athygli beggja vegna Atlandshafsins og var nefnd til meiri háttar verðlauna. Bókin er 271 bls. að stærð. Prent- un annaðis Prentstofa G. Bened- iktssonar, en bókband Félágsbók- bandið hf. (Úr fréttatilkynningu) LUCERNE súkkulaðidrykkurinn er afskaplega bragðgóður hvort sem hann er blandaður í kalda mjólk eða heita. Betra bragð í munninn og góð næring í kroppinn. ATH. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ. ISLEIÐ h/f. HEILDVERSLUN SÍMI 656800 Finest Quality Sumarauki í október 2Ó. október....19 dagar Verd frá kr- 26.300 pr. mann í fvíbýli- Heimferö nóvember um London, Heegt er aö framlengja dvölina þar. Fáiðnánaríupplýsingarum verðog ferðatilhögun hjá okkur. Láttu drauminn rætast. Njóttusóiaroghiýjuá CostaBlancaströndinni íoktóber. Góð greiðslukjör. FERÐA Komdu með til Benidorm Ce+xtcat MIÐSTOÐIIM Tccutd AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK ■ S. 281 33 BJARNI D./SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.