Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 36
Maður agar þann sem maður elsk- ar segir gamall málsháttur og vinur er sá, er til vamms segir. Mér er annt um þennan bæ okkar, þvi að hér langar mig að framíðin, niðjar okkar, búi vel. Ég á hér líka rætur, sem ég vil skila óskertum til framtíð- arinnar. Ég bý sjálfur í Tjamargötu og það er ekki einber tilviljun. Þar sem nú er sviðið í Tjamarbæ stóð áður eitt af elstu húsum bæjarins, Bmnnhús, reist upp úr 1830. Þar fæddist hún móðir mín um aldamót- iii, þar fæddist hún amma mín og þar bjó hún langamma mín, hún Maddama Guðbrandsen i Bmnn- húsum, og saumaði hatta og danska búninga á kaupstaðarlýðinn. Faðir hennar var einnig Reykvikingur, Sigurður Benediktsson vefari, og hafði lært hjá þeim, sem ófu hjá Skúla fógeta í Innréttingunum. Saga þessa bæjar er því í æðum mínum og vitnin em þau hús sem lifðu þessi tvö hundmð ár, eftir að mennimir gengu. Nú, ég sagði þessa sögu hér áðan líka af öðmm orsökum — það sakar kannski ekki að geta þess að hún er sönn, ég bar hana upp á þá báða, Pétur heitinn og Svein Skorra, og hvomgur vísaði henni frá. Mér þyk- ir að visu ósennilegt, að ferðalangur- inn okkar á skipinu, sem ég vík nú að aftur, fari annað en lofsamlegum orðum um Esjuna, en hins vegar óttast ég, að hann gæti farið að spyrja óþægilegra spuminga, þegar í land er komið. Hann gæti til dæmis sagt: Mikið er fallegt útsýnið hér yfir Kollafjörð- inn. Þið byggið náttúmlega hótelin ykkar héma við Skúlagötuna og Laugamesið. Ha, segjum við. Ha, jú, Eimskip ætlar einmitt að fara að byggja héma hótel. En allar hinar lóðimar? Hvaða byggingar em þetta? Ja, svona verksmiðjur og geymsluport, og bílasölur, segjum við flóttalega. Líka í Örfirisey. Já, segjum við, einhvers staðar verða nú olíutankamir að vera. „Hvílík perla“ segir ferðalangur- inn, þegar hann sér Tjömina. Þið farið náttúmlega með hana eins og sjáaldur auga ykkar. Ekki skerðið þið af henni millimetra. Ja, segjum við og ræskjum okkur, okkur vantar ráðhús. Það gerir ekki svo mikið til að setja það þama í norð-vestur- homið, það em svo ljót hús þama á bakvið í Tjamargötu tíu og þau verða hvort eð er ekki rifín, því að við íslendingar bijótum aldrei niður steinhús, við höldum að þau eigi skilið eilíft líf.“ „Ja, það verður þá að vera lítið og fara lítið fyrir því,“ segir ferðalagnur. „Ja, það er þann- ig, að okkur finnst viðeigandi að hafa borgaralegan gosbmnn úti í óspilltri náttúm tjamarinnar, svo að við höfum bara ráðhúsið líka í gos- bmnns stíl eða öllu heldur svona eins og eilífan foss. Þið ætlið von- andi ekki að raska fuglalífinu?" segir maðurinn, og af því að hann er út- lendingur, emm við kurteis við hann, en hvem fjandann kemur honum þetta allt við. „Það á ekki að byggja fleiri brýr yfír tjömina, ef það er það, sem þú átt við, þó að við þurf- um auðvitað að koma fjölda bíla að ráðhúsinu. Við gröfum bara bíla- geymslu fyrir 300 bíla á þremur hæðum ofan í lífríki tjamarinnar og hver tekur eftir því? „Mikið er gaman að þessum mörgu mislitu bámjámshúsum ykk- ar,“ segir maðurinn til að vera jákvæður. „Þau hlýtur ykkur að vera annt um. Og við, sem vomm svo heppin að fá Buckminster Fuller í heimsókn fyrir nokkmm ámm til að segja okkur að bámjárn væri fallegt og hann var svo heimsfrægur að við meira að segja tókum mark á hon- um, svömm kotroskin: „Já, við emm löngu hætt að rífa þau öll. Einu sinni ætluðum við til dæmis að rífa alla Tjamargötulengjuna og Torfuna og Gijótaþorpið — ja, núna rífum við svona einn og einn Fjalakött á nokk- urra mánaða fresti, þá ber minna á tanntökunni." „En finnst ykkur fallegt að blanda svona saman ólíkum stíltegundum frá ólíkum tímum? Hafíð þið ekkert heyrt, að ýmsar aðrar þjóðir em' að keppast um að halda gömlu byggða- kjömunum sínum óskertum?" Nú fykur í okkur, eins og við fylgj- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Vísindalegar kannanir hafa leitt í \jós, að við erum sú þjóð, sem ekki þolir að drekka bjór. OKKAR NÁNASTA Við skulum hugsa okkur að við séum á skemmtisiglingu. Inn flóann og inn sundin. Sennilega með er- lendu skemmtiferðaskipi, en þó væri það enn meira gaman, ef Éimskip væri búið að koma sér upp nýju flaggskipi, nýjum Gullfossi. Það er sólbjart og heiðríkt, ofurlítið köld birta, sem greypir inn línur og liti. Esjan er blá og græn og skiptir stöð- ugt litum og lögun, svona eins og til að skemmta okkur og sunnan fjarðar blasir við Reykjavík og hlær við okkur. Hjá okkur stendur erlend- ur ferðamaður og segir Reykjavík, en skrítið nafn á svona heiðri borg. Er það út af þessari gulu móður sem dreifir sér þama frá Gufunesi, sem nafnið er til komið? Nei, segjum við: Það er búið að breiða yfir gufu- reykinn, sem einu sinni var héma. Hann er inni í húsunum og hitar þau upp. Ákaflega ódýrt (og fömm þó í laumi að rifja upp síðasta hitaveitu- reikninginn, sem var nú reyndar svona og svona). Svo lítur gesturinn okkar aftur á Esjuna og lætur sjón- ir líða um minni Mosfellsdals, um Elliðaárvoginn, Rauðárvíkina, Kvos- ina, vestur naustin og út á nes. Og hann spyr, eins og ferðalangur, sem siglir í fyrsta sinn inn til Genúu eða Napólí: Þetta hlýtur að vera feg- ursta borg í heimi. Fyrir margt Iöngu var mér sögð saga, sem var eitthvað á þessa leið: Prófessor Sveinn Skorri Höskulds- son, nú prófessor, þá námsmaður, þurfti að fara til Kanada til að kanna vem Gests skálds Pálssonar. Skorri var orðinn fjölskyldufaðir og þurfti að afla fjár með ýmsu móti, meðal annars hafði hann verið vinsæll út- varpsmaður á þessum ámm, og í einu erindi þama varð honum það á, að bera saman Esjuna og tignar- ijöll norðlensk, Esjunni ekki til framdráttar; vondir menn segja beinlínis að hann hafi líkt Esjunni við fjóshaug. Slíkt komast menn að sjálfsögðu ekki upp með mótmæla- laust og í velvakendum næstu daga var honum heldur betur sendur tónn- inn. — Svo kom það að Skorri þurfti að ganga á fuud bankastjóra og slá víxillán. Hann spyr, hver taki á móti honum og fætsvar, að.það sé. Pétur Benediktsson. Skorra fellur óðar allur ketill í eld og sér sína sæng uppreidda, Pétur var þó aldrei nema af sjálfri Éngeyjarætt og þar- með lögboðinn forsvarsmaður Esjunnar. Trúlegt hann hafi hugsað sem svo inn á mottuna til bankastjór- ans: Þar fór það. Sveinn Skorri stynur nú upp er- indinu, en Pétur horfir á komumann nokkuð lengi þegjandi og segir svo: „Vomð það ekki þér, sem töluðuð um Esjuna?“ Skorri gat ekki nema gengist við því. „Og hvað vilduð þér fá mikið?" Sveinn Skorri endurtók. „Mikið er gaman að þessum mörgu mislitu bárujárnshúsum ykkar,“ segir maðurinn til að verajákvæður. upphæðina: „200 þúsund krónur." „Og hvað haldið þér að þér getið verið lengi í burtu héðan fyrir það fé?“ spurði Pétur. Skorri nefndi tvö ár. „Já, viljið þér þá ekki fá fjögur hundmð?" sagði Pétur Benedikts- son. Því segi ég þessa sögu hér, að þeir sem vorri borg ráða em stund- um einkennilega hvumpnir og viðkvæmir fyrir því, þegar ólíkar skoðanir koma fram um skipulag Reykjavíkur og umhverfísmál. En það hlýtur að vera einn homsteinn lýðræðis, að fólk fái a,ð .tjá sig um sitt nánasta umhverfí; að lýsa því hvað manni líður vel og af hveiju, og ef ekki, þá af hveiju manni líður ekki vel. Alkunn er tryggð bóndans við jörð sína og hafa verið sagðar af því margar og hugnæmar sögur. Þó mun það fátítt, að einn og einn klettur í fjallahringnum hans eða hólar og stapar við túnfótinn hafí verið afnumdir, vegna þess að þar þurfi að koma eitthvað annað og nýrra og fínna og meira í tísku, eða arðbærara, til dæmis sölutum við hlið hraundranga í Öxnadal, eða misliturgosbmnnur í Þingvallavatn. UMHVERFI eftír Svein Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.