Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 4 HULDUSTRÍÐ Þegar William Casey, fv. yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), lézt í vor höf ðu þingnefndir, sem rannsökuðu vopnasöluna til Irans, ekki átt þess kost að yfirheyra hann. En skömmu fyrir andlátið játaði hann að hafa vitað að hagnaðurinn af sölunni hefði verið notaður til að styrkja „kontra"-skæruliða í Nicaragua, ef trúa má bók eftir Bob Woodward, frægasta ¦„rannsóknarblaðamann" Bandaríkjanna, sem kom upp um Watergate-málið á sínum tíma ásamt félaga sínum á Washington Poat. Prentuð hafa verið 600.000 eintök af bókinni, sem _hefur þegar vakið deilur, og telja má að hún verði fljótlega söluhæsta bók Bandaríkjanna í flokki bóka sem ekki teljast til skáldsagna í stað „Njósnaveiðara" (Spycatcher) Peters Wright um brezku leyniþjónustuna. > Bók Woodwards varpar nýju ljósi á störf Caseys fyrir CIA. Höf- undurinn kveðst hafa rætt við gamla manninn í alls rúma tvo sól- arhringa og við 250 aðra heimildar- menn. Mesta athygli vekur sú | staðhæfing Woodwards, að Casey hafi tekið miklu meiri þátt í vopna- sölumálinu en hingað til hefur verið . talið. Hann segir að Casey hafi „nánast samið" áætlun Olivers L. North undirofursta um leynilegar vopnasendingar til kontra-manna 1984, „gefið honum fyrirmæli um að koma á fót einkastofnun undir stjórn óbreytts borgara utan ríkis- stjórnarinnar" og mælt með Ric- hard Secord, fv. ftughershöfðingja, í það starf. Woodward fullyrðir ekki að Casey hafi sagt Ronald Reagan forseta allt af létta og að forsetinn ? hafi vitað hvernig í öllu lá, en sýn- ir að Casey hafði greiðan aðgang að honum. Casey var afkastamikill yfirmað- ur og bjargaði CIA úr talsverðri lægð. í bók Woodwards, sem heitir „Hula: Huldustríð CIA" („hula" er _ dulnefni um leyniaðgerðir CIA á síðari árum), segir að undir stjórn WILLIAM CASEY: „AÐALMAÐUR LEYNIAÐGERÐANNA." SADAT: „NEYTTI EITURLYFJA." GADDAFI: BRUGGUÐ LAUNRÁÐ. REAGAN: ILLA Á SIG KOMINN EFTIR TILRÆÐIÐ. ¦MM M0HM -¦- 11 ¦ . « ¦ . ¦ ¦ Caseys hafi leyniþjónustan hafizt handa um viðamiklar njósna- og leyniaðgerðir og m.a. staðið fyrir morðtilraunum og reynt að múta erlendum ríkisstjórnum. Mesta athygli vekur að Casey er sagður hafa fengið stjórn Saudi- Arabíu til að veita Tsjadverjum 15 milljarða dollara aðstoð í stríði þeirra við Líbýumenn, aðstoða hópa andstæðinga kommúnista í þing- kosningunum á ítalíu í maí 1985 og standa straum af kostnaði við tilraun til að myrða Múhameð Fad- lallah, leiðtoga Hizbollah-samtaka sjfta í Líbanon, sem höfðu ráðizt á bandaríska sendiráðið í Beirút, við- byggingu þess og búðir bandarískra landgönguliða. Starfsmenn CIA yfirheyrðu ýmsa menn, sem voru grunaðir um að hafa tekið þátt í árásinni á sendiráðið, en rannsókn þeirra var hætt þegar einn hinna grunuðu lézt eftir raflostsmeðferð í yfirheyrslu. Misheppnað tilræði Fyrrverandi foringi í SAS, sér- þjáifuðum víkingasveitum Breta, skipulagði tilræðið við Fadlallah í Beirút 8. marz 1985. Sprengja ætl- uð honum varð 80 að bana, 200 særðust, en hann sakaði ekki. Síðan veittu Saudi-Arabar Fadlallah tveggja millj. dala aðstoð gegn lof- orði um að fleiri árásir yrðu ekki gerðar á bandarísk eða saudi- arabísk skotmörk og hann stóð við það. Casey varð „gáttaður" á því að „hægt væri að leysa svona tröll- aukið vandamál með jafnlítilli fjárupphæð". Samstarfið við Saudi-Araba virð- ist hafa hvatt Casey til að komast að samkomulagi við írana um skipti á hergögnum og gíslum. Þar með gafst færi á að koma fyrir fé á banka í Sviss til að fjármagna fleiri leyniaðgerðir með „vinveittri að- stoð" Saudi-Araba, Israelsmanna o.fl. án vitundar Bandaríkjaþings og jafnvel CIA, sem Casey taldi að hefði orðið of svifasein og varkár stofnun þegar framlög til leyniþjón- ustumála voru skert á stjórnarárum Jimmy Carter forseta. Casey varð æ fráhverfari „venjulegum leiðum" og mun hafa sagt við embættis- mann í einkasamtali: „Okkur gefst kostur á að móta okkar eigin ut- anríkisstefnu." Casey virðist hafa snúið sér til gamalla samherja úr CIA frá fyrri tíð, þeirra á meðal Johns Shaheen, sem var vinur fjármálamannsins Adnans Khashoggi. Þeir þekktu báðir hergagnasalann Manucher Ghorbanifar, skuggalegasta milli- göngumann vopnasölumálsins. I bók Woodwards er í fyrsta sinn sagt frá þeim mönnum, sem milli- göngumennirnir sneru sér til í Teheran. Þeir voru frændi Rafsanj- anis þingforseta og forstöðumaður leyniþjónustíTforsætisráðherrans. Mútur og hleranir Áður en Bashir Gemayel var kjörinn forseti Líbanons 1982 mút- aði CIA honum með 10 milljóna dollara aðstoð við vopnaðar sveitir kristinna manna. CIA hafði fengið Gemayel, sem var ráðinn af dögum áður en hann tók við embætti í þjón- ustu sína þegar hann starfaði hjá lögfræðifyrirtæki í Washington laust eftir 1970. Jose Napoleon Duarte, forseti El Salvadors, var einnig í þjónustu CIA, þótt hann væri talinn óáreið- anlegur að sögn Woodwards. CIA lagði fram stórfé til stuðnings hon- um, en e.t.v. án vitundar hans. Eugenia Charles, forsætisráðherra eyjunnar Dominica á Karíbahafi, fékk 100.000 dollara frá CIA áður en hún hvatti til innrásarinnar í Grenada, ef trúa má Woodward (leyniþjónustan neitar því). CIA stóð fyrir leynilegum að- gerðum til að styðja við bakið á stjórnum Filippseyja (í tíð Ferdin- ands Marcosar forseta) Súdans og Tsjads og reyndi að grafa undan stjórnum Líbýu, Angola, Eþíópíu, Kambódíu, Afghanistans og Nic- aragua. Á árinu 1983 voru áðgerðir á vegum stofnunarinnar 12 talsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.