Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 39 og hver þeirra um sig kostaði ár- lega 300.000 til rúmlega 1.000.000 dollara. Menn á vegum CLA fóru til landa í þriðja heiminum til að veita aðstoð * öryggismálum og komu víða fyrir nýtízku fjarskiptakerfi, efldu vamir embættisbústaða þjóðarleiðtoga og bættu öryggisþjónustu. Aðstoðin vaf ókeypis og CIA-mennimir not- uðu tækifærið til að ráða erindreka og koma fyrir hlustunartækjum í skrifstofum valdamanna og jafnvel þjóðarleiðtoga eins og Hissene Habré í Tsjad, Muhammed Zia ul- Haq í Pakistan, Samuel K. Doe í Líberíu, Gaafar Nimeiri í Súdan, Amin Gemayel í Líbanon og Duarte. Mest lét CIA að sér kveða að þessu leyti í Egyptalandi og Wood- ward segir að þar hafi leyniþjónust- an haft svo marga erindreka á sínum snæmm að engin ákvörðun hafi verið tekin án vitundar Banda- nkjamanna. Svipað varð upp á teningnum í Marokkó. Anwar Sadat forseti átti svo náið samstarf við Casey áður en hann var myrtur að Casey leit á hann stundum eins og starfsmann sinn. Hlustunartæki í skrifstofu Hosni Mubaraks forseta gerðu Bandaríkjamönnum kleift að hafa upp á flugvélinni með hryðjuverka- mönnunum, sem rændu skemmti- ferðaskipinu „Achille Lauro“ í október 1985. CLA komst að því að Sadat neytti eiturlyfja og fengi þunglyndisköst, að Fahd Saudi-Arabíukonungur hefði átt við áfengisvandamál að stríða og að ein bezta skemmtun Gaddafis Líbýuleiðtoga væri að ganga í kvenmannsfötum. Upplýs- ingar um hótanir Líbýumanna um að myrða Reagan haustið 1981 ollu fjaðrafoki í Washington og urðu til þess að forsetinn fyrirskipaði gerð áætlana um hugsanlega árás á Líbýu. Seinna komst CLA að því að heimildimar væru vafasamar. Casey sá til þess að ísraelsmenn fengju upplýsingar frá njósnahnött- um og þær reyndust þeim ómetan- legar þegar þeir gerðu loftárás á kjamakljúf Iraka. Seinna lagði hann hart að íröskum ráðamönnum að fyrirskipa árásir á iðnaðarskot- mörk í íran. Sigrar og svik Þegar Casey tók við stjóm CIA 1981 varð hann fyrir miklum áhrif- um bók eftir blaðakonunna Claire Sterling (The Terror Network) þar sem því var haldið fram að Rússar stæðu á bak við þorra hryðjuverka í heiminum. Það kom ekki alveg heim við upplýsingar CLA, en frá því var aldrei greint opinberlega að sögn Woodwards. Casey hafði stefnt að því að verða utanríkisráðherra, en gerði sér fljótt grein fyrir því að hann gæti alveg eins náð fram markmiðum sínum í utanríkismálum í starfí sínu hjá CLA. Woodward segir hann hafa stjómazt af löngun til að „endur- heimta" a.m.k. eitt ríki, sem Rússar höfðu náð tangarhaldi á. Tregða og andstaða innan CLA ollu honum vonbrigðum og hann taldi þingrann- sóknir Carter-áranna á lejmiþjón- ustunni hafa lamað hana. George Shultz, sem varð utanrík- isráðherra, fékk óbeit á Casey og leit á hann sem utanríkisráðherra eins konar „skuggaráðuneytis", sem mótaði „annars konar utanrík- isstefnu“ og reyndi að hrinda henni í framkvæmd. Að sögn Woodwards telur Shultz að Casey hafi árum saman hagrætt leynilegum upplýs- ingum til að grafa undan samkomu- lagi um takmörkun kjamorkuvíg- búnaðar. Eitt sinn hvatti Casey Reagan til þess í bréfi að reka Shultz. Réðöllu Woodward segir að Casey hafí ráðið lögum og lofum í CLA og ekki haft fyrir að kynna sér nægi- lega vandvirknislega skýrslur raunsærra sérfræðinga, sem hann erfði frá stjóm Carters og vom kjami leyniþjónustunnar. Hann lýsir Casey þannig að han.. hafi verið orðljótur, skapbráður, tuldrað eitthvað sem enginn skildi á stjómarfundum, haft mætur á Woodward viðurkennir að þetta sé ekki „fullgild sönnun" og Casey hafi verið óskýr í hugsun. Fyrrver- andi lögfræðingur CLA, Stanley Sporkin, segir að Casey hafi ekki getað mælt þegar Woodward heim- sótti hann. Ættingjar Caseys og embættismenn segja að öryggis-- verðir hafi gætt hans öllum stund- um, en Woodward neitar því að hafa villt á sér heimildir til að kom- ast inn í sjúkrahúsið og þótzt vera læknir eða CLA-maður. „Þetta er óheiðarleg bók og játn- ingin er lygi,“ sagði Sophia, kona Caseys, og telur fráleitt að maður hennar hafi farið niðrandi orðum um forsetann, sem hannhafi metið mikils. Reagan sagði: „Ég held að það sem hér er sagt um mann, sem gat ekki tjáð sig, sé að miklu leyti tilbúningur." Margir efast um að Casey hafi samþykkt á dánarbeði að bókin yrði gefín út og telja furðu gegna að Woodward hafi ekki skrifað fréttir í Washington Post á sínum tíma með þeim upplýsingum, sem hann birtir nú fyrst 'í bókinni. Ef hann hefði gert það kynnu rann- sóknamefndir þingsins að hafa borið fram beinskeyttari spumingar og samið marktækari skýrslur. Bók Woodwards hefur því leitt til gagn- rýni á hann sjálfan og Washington Post, þótt upplýsingar hans veki athygli. GH S& VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK Eftir árásina á bandaríska sendiráðið í Beirút: „Mútur og morðtilraunir." góðri tónlist og safnað skinnfeldum. Fríum sínum varði hann oft til að rifla upp merka atburði úr frelsis- stríði Bandaríkjanna og hann notaði langar flugferðir til að hlaupa yfír langar bækur á hundavaði. Hann var gagntekinn af ógnuninni frá Sovétríkjunum og nauðsyn þess að bæta upplýsingasöfnun CLA og ýtti miskunnarlaust til hliðar öllum sem hann taldi standa í vegi fyrir mark- miðum sínum. Casey heimilaði víðtækar tilraun- ir til að ráða njósnara í Sovétríkjun- um og þegar hann kvaddi hafði CIA rúmlega 25 menn á sínum snæmm þar, þar á meðal háttsettan mann í flugtæknistofnuninni í Moskvu. Á hinn bóginn var látið undir höfuð leggjast að kanna a.m.k. þrjár ábendingar um að Rússar hefðu gripið til árangursríkra gagnráð- stafana 1984. Málið skýrðist ekki fyrr en árið eftir, þegar upp komst um fv. starfsmann CIA, Edward Lee Howard, sem flýði til Moskvu og seldi svo mikilvægar upplýsingar að Woodward telur að þær kunni að „hafa vegið upp á móti öllum afrekum Caseys". Fyrir tilstuðlan Caseys stórefldi CLA tækni, sem auðveldar njósnir um önnur lönd. Svokölluð „Lac- rosee" -áætlun gerði leyniþjón- ustunni kleift að koma sér upp gervihnöttum, sem sjá í gegnum ský og regn og taka hámákvæmar ljósmyndir. Með svonefndri „Ivy Bells“-áætlun varð unnt að komast inn í sendingar um fjarskiptastrengi Rússa á Okhotsk-hafí og hlera leynileg skilaboð sovézka heraflans. Þessar áætlanir komust upp vegna svika Roberts Pelton, eins nokkurra CLA-manna sem Rússar unnu á sitt band. Þar við bættist að Isaac C. Kidd aðmíráll, yfirmað- ur Atlantshafsflotans, hafði komizt að því um 1980 að viðbrögð Rússa við flotaæfingum Bandaríkjamanna sýndu að þeir gætu lesið dulmáls- skeyti bandaríska sjóhersins, en ekkert var gert í málinu fyrr en njósnahringur Johns Walker var leystur upp 1985. Casey notaði aukin framlög til áróðursmála m.a. til að styrlqa á laun erlend dagblöð, „hugmynda- banka“ og stofnanir. Hann átti m.a. þátt í því að bandarísk stofnun veitti kaþólsku kirkjunni í Nic- aragua 25.000 dollara aðstoð, en hún var stöðvuð þegar í Ijós kom hvemig í pottinn var búið. Eijur við þingið Woodward segir að Casey hafi oft sniðgengið þingið og leikið á eftirlitsnefndir þess til að stunda hulduaðgerðir. Samkomulagið varð stirt og hann varð stundum að betj- ast einn síns lið. Hann kúgaði undirmenn sína og staðgenglar hans sögðu af sér: Bobby Ray Im- man aðmíráll, fv. forstöðumaður Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), 1982, og John McMahon í fyrra. Þeir og fleiri starfsmenn CLA voru á verði gegn laumuaðgerðum þeim, sem Casey og stuðningsmenn hans töldu nauðsynlegar til að hrinda í framkvæmd mikilvægum markmiðum í utanríkismálum án afskipta þingsins. Woodward nefnir dæmi um að þingmenn hafí vitað eitthvað um leynimakk eða haft grun um slíkt, en ekkert gert vegna þagnarskyldu, áhugaleysis og vilja- skorts. Þegar repúblikaninn Barry Gold- water var formaður leyniþjónustu- nefndar öldungadeildarinnar fundust, að sögn Woodwards, hlust- unartæki í skrifstofu hans. Þar hafði alltaf verið leitað tvisvar í viku að slíkum tækjum án þess að nokkuð hefði fundizt og ekki komst upp hveijir hefðu komið þeim fyrir. Goldwater varð æfur og Casey missti mikilvægan bandamann. Fram kemur í bók Woodwards að Reagan hafi verið miklu verr á sig kominn en hingað til hefur ver- ið talið eftir að reynt var að ráða hann af dögum 1981. Starfsmenn Hvíta hússins óttuðust á tímabili að hann gæti ekki tekið aftur við stjómartaumunum. Casey átti bágt með að skilja þá sem voru ekki eins harðákveðnir og hann og í þeim hópi var Reagan forseti. Jafnvel þegar forsetinn hafði náð sér eftir tilræðið taldi Casey hann „áhugalausan... latan og utan við sig... uggvænlega óvirkan og óákveðinn". Harðdug- legum og vinmörgum manni eins og Casey virtist Reagan „einkenni- legur“. Forsetinn virtist eiga fáa aðra vini en Nancy, konu sína, og kjósa helzt að vera hjá henni á kvöldin og snæða með henni fyrir framan sjónvarpstækið. En Casey var alltaf trúr Reagan. Woodward telur að hann hafi viljað „leka“ til hans upplýsingum um a.m.k. sumar leyniaðgerðir CIA til að auka álit fólks á forsetanum. Vel fór á með þeim og Woodward furðaði sig á hreinskilni gamla mannsins, því að hann hafði hom í síðu ijölmiðla, en sagði: „Allir segja meira en til er ætlazt." Casey var sagnfræðingur að mennt og Woodward telur að hann kunni að hafa viljað móta bókina eða honum hafi leikið forvitni á að vita hvað hún mundi hafa að geyma. Þótt Woodward gagnrýni CIA fær leyni- þjónustan allgóða dóma hjá honum, en Casey gaf sér einkunnina „7“. „Játningin“ Woodward ræddi síðast við Casey í janúar, mánuði eftir að hann var skorinn upp við heilaæxli sem dró hann til dauða í maí, og spurði hann þeirrar „lykilspumingar“ hvort hann hefði vitað að hagnaður- inn af vopnasölunni hefði farið til kontra-skæmliða. Casey kinkaði kolli. „Hvers vegna?" spurði Wood- ward. „Ég hélt,“ svaraði Casey og sofnaði. IS9S99 1 t>4snu<pfqoOij|sA|OnD sopiuj
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.