Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 40
i- 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Þyrluþjónusta Gæslunnar hefur bjargað mörgum mannslífum eftir læknana Axel F. Sigiirðsson, Friðrik Sigwbergsson og Ragnar Bjarnason Eftir hið hörmulega slys er TF- RÁN fórst í Jökulfjörðum 8. nóvember 1983 og með henni 4 menn fór af stað mikil umræða um þyrlunotkun á íslandi og sýndist þar sitt hverjum. Margir töldu unni við flestar aðstæður á sjó og landi. Markmið vaktarinnar er að koma lækni eins fljótt og auðið er til bráðaveikra og slasaðra svo unnt sé að hefja sérhæfða meðferð sem fyrst og tryggja skjótan og öruggan fíutning. Sérhæfður útbúnaður læknis var í byrjun í lágmarki, en hefur smám saman vaxið að magni og gæðum, mest fyrir velvilja ýmissa aðila og ber þar hæst höfð- inglegt framtak Skipstjórnar- mannafélagsins Vísis á Suðurnesj- VHcMf 6 Sjó \ Vridndiálandi-ömurslys -8V* 4 sjó -Umf#r5*-jly j -Flugslys-( TflvfnlutKolls. —^Af. ¦ ** ¦ 24 3s 2l5 / 1 to 20 30 Mynd 1. 40 90 FJtfVHútkiTb. Allar töflurnar miðast við skiptingu á 117 útköllUm. reynsluna sýna að þyrluflug væri of áhættusamt og töldu rétt að nýta þá þjónustu sem varnarliðið gæti veitt í stað þess að hefja slíkan rekstur aftur. Aðrir töldu þó að til- tölulega stórt og dreifbýlt land sem byggir afkomu sína að miklu leyti á sjósókn gæti með engu móti ver- ið án þess að eiga björgunarþyrlu. Það varð úr sumarið 1984 að fest voru kaup á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Dauphin II og í fyrstu var notast við leiguþyrlu sömu gerð- ar, en sumarið 1985 kom sú þyrla til landsins sem hefur verið notuð síðan. Hlaut hún nafnið TF-SIF. Fljótlega eftir að nýja þyrlan kom fóru læknar af Borgarspítalanum um, sem gaf fullkomna hjartarafsjá sem reynst hefur ómetanlégt hjálp- artæki í flestum sjúkraflutningum. Enn skortir þó talsvert á að búnað- ur sé fullnægjandi en með áfram- haldandi velvilja og áhuga ýmissa samtaka ætti að vera hægt að ráða bót á því. Þyrlan er að jafnaði staðsett á Reykjavíkurflugvelli. Hjálparbeiðni þarf að berast stjórnstöð Land- helgisgæslu íslands, sem kallar út alla áhöfnina samtímis. Viðbragðs- tími hefur að jafnaði verið 15—20 mínútur að degi til en 30—40 mínút- ur utan dagvinnutíma. Tíminn sem fer í undirbúning þyrlunnar fyrir flug er notaður til mats á mikil- Gagnseml byrlu N*u6jynW_ 1 §___ BMtikosiur I ¦ __»3___1___3 .7:223 _________j44 G*gnW. 1 .__j _____ 23 Óþ8rf/ónotharf ¦__-__ ___________ 27 / 0 10 20 30 Mynd 2. 40 50 FjöVH að fara í eitt og eitt sjúkraflug, en þann 1. febrúar 1986 hófust skipu- lagðar vaktir lækna við þyrluna, sem hafa staðið samfellt síðan. Smám saman varð samvinna lækna og annrra áhafnarmeðhma meiri og læknar hófu þátttöku í skipu- lögðum björgunaræfingum þyrl- unnar. Gott skipulag og góður starfsandi var lykillinn að þvf að hlutirnir gengu upp. Hverju sinni starfa við þyrluvakt- ina 5—6 reyndir læknar og hlýtur hver þeirra ákveðna grunnþjálfun þar sem t.d. er lögð áhersla á að hann verði fær um að stíga úr þyri- vægi aðstoðar svo og á ýmsum aðstæðum, svo sem veðurhorfum. Náið samstarf hefur verið við Borg- arspítalann, en þar er þyrlupallur með greiðri leið að slysadeild. Ný- lega var einnig tekinn í notkun þyrlupallur við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri, sem án efa á eftir að koma að góðum notum. Á síðasta haustþingi Læknafé- lags íslands flutti Arnaldur Val- garðsson læknir athyglisvert erindi um gagnsemi þessarar starfsemi frá upphafi. Þar kom fram að frá 1. febrúar 1986 til 31. ágúst 1987 sinnti þyrlu- eaansaml Iffiknlshjólttflr NtuDsynteg H mmWÉ ,3 Þ_6ln_inmWl l.rí'. MtarihíHir 1 M» _§»________€___ " Övlss M . __________________________ 33 / 0 10 20 30 40 nynd 3. 50 60 FjöWi vaktin samtals 117 útköllum. í 91 tilfelli var um slys að ræða og í 26 tilfellum veikindi, en nánari flokkun á eðli útkalla sést á mynd 1. í 6 tilvikum var þyrlan ekki nothæf vegna veðurs eða fíarlægðar og 14 sinnum var hætt við flug að ákvörð- un læknis. í hverju tilviki var lagt mat á gagnsemi þyrlunnar annars vegar og mikilvægi læknis sem áhafnar- meðlims hins vegar. Eins og sést á mynd 2 var þyrla talin nauðsynleg í 44 tilvikum og var þá oft eini mögulegi kosturinn vegna veðurs eða annarra aðstæðna. Þyrlan var talin besti kosturinn í 23 tilvikum að auki og er þá átt við að hugsan- lega hafi verið hægt að notast við önnur flutningstæki, en öryggi sjúklings best borgið með komu þyrlu og læknis. Þyrlan var talin gagnleg en ekki nauðsynleg í 23 tilfellum, en óþörf eða ónothæf í 27 tilvikum. Á sama hátt var lagt mat á gagnsemi læknis sem áhafn- armeðlims (mynd 3). Tilvist læknis var nauðsynleg í 13 'tilfellum og er þá átt við að læknishjálp hafí kom- ið í veg fyrir örkuml eða dauða. Læknishjálp var talin þýðingarmikil í 50 tilvikum og var þar um að ræða tilfelli þar sem návist læknis veitti öryggi við greiningu, meðferð og flutning sjúklings. Gagnsemi læknis var talin lítil í 19 tilfellum, en óviss í 35 tilfellum þegar ekki var hægt að komast til sjúklings vegna ytri aðstæðna eða þegar sjúklingur var látinn áður en þyrlan kom á staðinn. Af framansögðu er ljóst að þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þegar sannað gildi sitt sem fjölhæft björg- unartæki og bjargað mörgum mannslífum. Hún hefur veitt sjó- mönnum og einangruðum byggðum landsins aukið öryggi sem erfitt er að meta til fulls. Menn mega þó ekki gleyma sér í sjálfshóli, það er hægt að gera betur. Af fenginni þessari reynslu er ekki hægt að líta fram hjá því að TF-SIF eru tak- mörk sett og má þar helst nefna flugdrægi, burðargetu og að veður- skilyrði hér við land hamla oft notkun. ísing fremur en veðurhæð hindrar því miður oft að hægt sé að fara stystu leið, sem stórlega getur lengt þann tíma sem björg- unaraðgerð tekur eða jafnvel útilok- að að hægt sé að veita aðstoð. Það er því tímabært að líta í kringum sig eftir stærri og öflugri þyrlu sem tekið getur fleiri farþega og er búin afísingartækjum. Slík tæki eru dýr, en það er líka dýrt að vera fátækur þegar mannslíf eru annarsvegar. Höfuadar hafa unnið með áhöfa Gæsluþyrlunaar. Kirkjuþing: Skorað á f ólk að gef a börnum ekkí striðsleikföng MEÐAL mála sem mesta um- ræðu fengu á Kirkjuþingi á föstudag voru tillögur um stríðsleikföng til gjafa, um stofn- iiii stöðu tónlistarstjóra við Skálholtskirkju og um kristin- fræðikennslu í grunnskólum og starfsréttindi guðfræðinga. Hvað varðar kristinfræðikennsluna, þá hefur það áður komið fram, að guðfræðingar eru ekki á eitt sáttir við að vera kallaðir leiðbeinendur er þeir sjá um kristinfræðikennslu í skólum, á sama tíma og þeir telj- ast fullgildir til að sjá um að uppfræða söfnuðinn. í greinargerð með tillögunni segir að hún sé bor- in fram með fullri virðingu fyrir baráttu kennara fyrir verndun á starfsheiti sínu, en um leið er á það bent hvort ekki sé hægt að sam- ræma þetta lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra. I öðrum kafla laganna, 4. gr., er getið á um að kennarar skuli hafa lokið við ákveðinn einingafjölda í uppeldisfræðum. Einnig að þeir sem lokið hafa B.A.-prófi, B.S.-prófí eða cand.mag.-prófi frá Háskóla ís- lands eða öðrum jafngildum próf- um, asamt námi í uppeldis- og kennslufræði, geti verið ráðnir kennarar. Flutningsmaður tillög- unnar á þinginu sagði að „guð- fræðinámið mætti túlka þannig að þeim sé heimilt að stunda kennslu". í þessari tillögu var einnig rætt um kristinfræðikennsluna almennt, en samkvæmt auglýsingu er birtist í Stjórnartíðindum 1984, skal hún vera 7-8 tímar alls á viku á 1,- 6. ári og 3-4 stundir á 7. - 9. ári grunn- skóla. Taldi flutningsmaður þetta vera fullnægjandi ef eftir þessu væri farið, en þar sem kristinfræðin væri víða felld inn í samfélagsgrein- ar væri hætta á að hallað á kristin- færðina. Tillagan um stríðsleikföng til gjafa, þar sem skorað er á „for- eldra og alla þá er kaupa gjafir fyrir börn, að gefa ekki stríðsleik- föng", hlaut mjög jákvæðar og góðar undirtektir. Margrét K. Jóns- dóttir benti líka á að mörg kvenfé- lög hefðu veitt málinu brautar- gengi. Þriðja málið sem fjallað var um í gær og hlaut mikla umræðu, var tillaga um að stofnuð verði staða tónlistarstjóra við Skálholtsskóla. Öflugt tónlistarlíf er fyrir í Skál- holti og má í því sambandi nefna árleg organista- og kóranámskeið söngmálastjóra þjóðkirjunnar, „Söngdaga" og Sumartónleika í Skálholtskirkju. Sumartónleikarnir hafa verið í umsjá Helgu Ingólfs- dóttur, semballeikara, en hún hefur starfað mjög til eflingar tónlistarlífi staðarins. Önnur umræða um Siðfræði- stofnun Háskóla íslands og Þjóð- kirkjunnar fór einnig fram. Umræðunni var ekki lokið seinni partinn í gær, en búist var við að tillagan yrði samþykkt. Öðrum málum var frestað. Valkostur hef ur innf lutn- ing á óáfengum vínum FYRIRTÆKIÐ Valkostur sf. hef- ur hafið innflutning á óáfengum vínum. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á að kynna vín fra Keller í Vestur-Þýskalandi og er stefnt að þvi að veitingahús og mat- vöruverslanir um allt land geti boðið viðskiptavinum sínum upp á óáfeng vín. í fréttatilkynningu frá Valkosti sf. segir að vinsældir óáfengra vína hafi aukist verulega í nágranna- löndum okkar undanfarin ár og það sama eigi sér nú stað hérlendis. Margir sem kjósi að neyta ekki áfengis vilji samt geta haft á borð- um sínum önnur drykkjarföng en hversdagslega. Óáfeng vín henti vel til matargerðar, þar sem þau séu ódýrari en áfeng vín og innihaldi mun færri hitaeiningar en áfengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.