Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar að sjúkrahúsi og heilsugæslustöð á Hvammstanga frá 1. janú- ar 1988. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofnanna, annast fjármál, skýrslu- og áætlanagerð, framkvæmd ákvarðana stjórnar o.fl. Allar nánari upplýsingar gefa framkvæmda- stjóri í síma 95-1348, heimasími 95-1629, og formaður stjórnar í síma 95-1353, heima- sími 95-1382. Umsóknir sendist til stjórnar sjúkrahúss Hvammstanga, 530 Hvammstanga. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. októ- ber 1987. Stjórn sjúkrahúss Hvammstanga. R4ÐGJOF OG FAÐNINQNR Viltu vinna á lögmannsstofu? Lögmannsstofa í Kópavogi óskar að ráða ritara í fullt starf frá næstu áramótum eða fyrr. Starfið er fólgið í innheimtu, bókhaldi, bréfaskriftum o.fl. Óskað er eftir starfsmanni með verslunarpróf eða sambærilega mennt- un. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af Opus bókhaldskerfi. Umsóknarfrestur er til 23. október. Ábendi sf., Engjateig 9, sími 689099. Matvælafræðingur meinatæknir Sölustofnun lagmetis óskar eftir að ráða of- angreinda aðila til starfa við nýstofnaða tæknideild sína. 1. Óskað er eftir matvælafræðingi með nokkra starfsreynslu og sem getur unnið sjálfstætt. Helstu störf hans yrðu: - Vöruþróun. - Aðstoð við framleiðendur. - Gæðastýring. í starfi sínu mun matvælafræðingurinn hafa mikil samskipti við ýmsa utanaðkom- andi aðila erlendis sem innanlands. Viðkomandi þyrfti að geta hefið störf fljót- lega a.m.k. að hluta. 2. Óskað er eftir meinatækni, sem getur unnið sjálfstætt. Starfsreynsla æskileg. Helstu störf hans yrðu: - Framkvæmd rannsókna og eftirlit með lagmeti til útflutnings. í starfi sínu mun rannsóknarmaðurinn hafa mikil samkipti við aðrar rannsóknar- stofnanir s.s. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Viðkomandi mun hljóta starfsþjálfun í byrjun. Æskilegt er að hann geti hafið störf eigi síðar en um nk. áramót. Upplýsingar um störfin veitir Garðar Sverris- son, forstöðumaður tæknideildar. Umsókn- um skal skilað fyrir 19. okt. nk. Sölustofnun lagmetis, Síðumúla 37, Reykjavík. ICEL4ND !4ðlTERS Hrafnista í Reykjavík Óskum eftir að ráða: Leiðbeinanda í handavinnu, 50% starf e.h. Sjúkraiiða í 50 og 100% starf. Starfsfólk í borðsal, aðhlynningu og ræstingu. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar í síma 38440 frá kl. 10.00-12.00 virka daga. Skipulagsfræðingur - arkitekt Óskum að ráða háskólamenntaðan starfs- mann til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar frá 1. desember nk. eða eftir samkomulagi. Æskileg menntun í skipulagsfræðum, arki- tektúr eða skildum greinum. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri eða bæjarstjóri í síma 96-21000. Umsóknar- frestur er til 10. nóvember. Bæjarstjórinn á Akureyri. Trésmiðir - verkamenn Óskum eftir að ráða trésmiði og verkamenn í vinnu nú þegar. Næg vinna í allan vetur. Nánari upplýsingar í síma 76747. Eyktsf. Sölustörf á ferðaskrifstofu Þekkt ferðaskrifstofa í Reykjavík ætlar að ráða nokkra sölumenn til starfa á næstu vik- um eða mánuðum. Reynsla í ferðaskrifstofustörfum eða við far- miðasölu hjá flugfélögum er að sjálfsögðu vel þegin en ekki skilyrði. Leitað er að fólki, sem hefur til að bera áhuga á ferðastarfsemi, ríka þjónustulund, vilja og metnað til að ná árangri, að ógleymdum sölu- mannshæfileikum og aðlaðandi framkomu. Sóst er eftir fremur ungu fólki (20-35 ára) sem hefur áhuga á að afla sér reynslu og þekkingar í framtíðarstarfi eða a.m.k. til nokkurra ára. Störfunum fylgja námskeið og þjálfun hér á landi ásamt kynnis- og námsferðum til út- landa. Hér er um spennandi möguleika að ræða fyrirfólk, sem kýs að starfa í lífrænni og sívax- andi atvinnugrein á öflugri og framsækinni ferðaskrifstofu. Málakunnátta er óhjákvæmileg. Verslunar- skólamenntun, stúdentspróf eða hliðstæð menntun/reynsla eru lágmarksskilyrði en reynsla af tölvum er æskileg. Góð laun og hlunnindi eru í boði fyrir trausta og reglusama sölumenn. Umsóknir þurfa að vera ítarlegar. Þær verði sendar afgreiðslu Mbl. fyrir 20. október merktar: „Ferðaskrifstofa - 6120“. Algjörum trúnaði er heitið. Öllum verður svarað. Afgreiðslustarf - Álfheimar Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í Álf- heimabakaríi, Álfheimum 6. Vinnutími frá kl. 7.30-13.00 annan hvern dag en 13.00-19.00 hina. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Brauðs hf., Skeifunni 11, eftir kl. 12. Brauð hf. Sa) FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Fóstru eða starfsmann með uppeldis- menntun vantar í fullt starf. Starfsreynsla á barnaheimili æskileg. Umsækjandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-22100-299. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ritari óskast á lögmannsstofu í Reykjavík. Æskileg menntun er stúdentspróf frá V.í. og einhver reynsla í tölvuvinnu. Góð íslensku- og reikn- ingskunnátta áskilin. \ Umsóknir er greini meðal annars frá starfs- reynslu, menntun og aldri leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. október merkt: „Ritari - 4805“. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi Deildaþroskaþjálfar Tvær stöður deildaþroskaþjálfa á athugunar- deild Greiningarstöðvar eru lausar. Starfið felst í meðferð og greiningu fatlaðra barna á forskólaaldri og ráðgjöf til foreldra og ann- arra fagaðila. Starfið býður upp á fjölþætta reynslu í fötlunum barna með náinni sam- vinnu við aðrar fagstéttir. Upplýsingar gefa deildarstjóri athugunar- deildar og forstöðumaður í síma 611180. Umsóknir ásamt upplýsingum urti menntun og fyrri störf berist Greiningarstöð fyrir 20. október nk. Viltu góð laun? Plastprent hf. sem er nýflutt í glæsileg húsa- kynni, óskar eftir að ráða starfsmenn til verksmiðjustarfa. Við leitum' að kven- og karlmönnum á aldrinum 16-50 ára. Boðið er upp á góða starfsaðstöðu, fastar eða hreyfanlegar vaktir og mjög mikla tekju- möguleika fyrir hæft starfsfólk. Ef þú hefur áhuga komdu þá á morgun eða þriðjudaginn milli kl. 14.00 og 17.00 og ræddu við Einar Þorsteinsson. Sennilega getum við boðið þér vinnu og laun, sem þú getur sætt þig vel við. Piastprent hff. W Fosshálsi 17-25, sími 685600- '—
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.