Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 57 Una Thorarensen - Minningarorð Fædd 11. mars 1921 Dáin 2. október 1987 Elskuleg móðursystir mín, Una Thorarensen, lést á heimili sínu föstudaginn 2. október sl. Hún hafði verið heilsuhraust en kenndi lasleika kvöldið áður og dó í svefni um nóttina. Lát hennar bar óvænt að og er hún öllum mönnum harmdauði sem hana þekktu. Una var fædd í Reykjavík 11. mars 1921, dóttir Guðrúnar Mar- grétar Jónsdóttur, f. 1892, d. 1961, og Hans Péturs Petersen kaup- manns, f. 1873, d. 1938. Foreldrar Guðrúnar voru Sigur- björg Frímannsdóttir og Jón Hannesson búfræðingur og bóndi á Höllustöðum og síðar Brún í A-Húnavatnssýslu. Er Jón dó, 1896, fluttist Sigurbjörg til Kanada ásamt tveimur dætrum sínum, en þangað höfðu ættingjar hennar áð- ur flust. Tvær dætur urðu eftir hjá ættingjum á íslandi. Var Guðrún önnur þeirra og ólst hún upp hjá föðurbróður sínum Guðmundi Hannessyni lækni og konu hans Karólínu ísleifsdóttur. Hafa síðan haldist góð vináttutengsl milli fjöl- skyldna Guðrúnar og uppeldissystk- ina hennar. Foreldrar Hans Péturs voru María Ólafsdóttir og Adolf Nicolai Petersen, bókhaldari í Hafnarfirði. Hans Pétur var fímmta bam for- eldra sinna og varð María ekkja tveimur mánuðum eftir fæðingu hans. Nokkurra ára gamall var Hans svo tekinn í fóstur af vina- fólki foreldra sinna, Hans Peter Duus kaupmanni og konu hans. Guðrún og Hans byggðu sér hús á Skólastræti 3, sem Guðmundur fósturfaðir Guðrúnar hafði teiknað, en hann var áhugamaður um húsa- gerðarlist. Þar stóð heimili þeirra, steinsnar frá hjarta bæjarins og þar ólst Una upp í glöðum og samrýnd- um systkinahópi. Systkini hennar voru: Hans Pétur, f. 1916, d. 1977, Bima, móðir mín, f. 1917, d. 1969 og Búi, f. 1919, d. 1973, en eftir lifa systumar Lilja María, f. 1922' og Margrét Lína, f. 1927. Una gekk í Miðbæjarbamaskól- ann og Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur, en vann svo við ljósmyndastofu og verslun föður síns í Banka- stræti. Einnig sótti hún nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur einn vetur. Þann lö. desember 1949 giftist hún Þorsteini S. Thorarensen, borg- arfógeta, f. 1917, syni Ástríðar Kjartansdóttur, f. 1895, d. 1985, Ólafssonar hreppstjóra á Þúfu í Vestur-Landeyjum og konu hans, Kristínar Halldórsdóttur og Skúla Thorarensen bónda á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, f. 1890, d. 1948, sonur Solveigar Guðmunds- dóttur og Þorsteins Thorarensen bónda þar. Þau stofnuðu heimili á Þórsgötu 17a, en þar bjuggu þau í nábýli og góðu samlyndi við Ástríði móður Þorsteins og Ingunni systur henn- ar, sem áttu heimili á hæðunum fyrir neðan. Þar fæddust böm þeirra tvö, Ástríður, f. 1951, og Skúli, f. 1955. Síðar fluttu þau í Stigahlíð og böm- in flugu úr hreiðrinu, Ástríður, sem er hjúkrunarfræðingur, giftist Davíð Oddssyni borgarstjóra og eiga þau einn son, Þorstein, og Skúli, sem er starfsmaður á geð- deild Landspítalans, kvæntist Sigríði Þórarinsdóttur og eiga þau tvö böm, Þorstein og Hildi. Una var í meðallagi hávaxin kona, myndarleg og bar sig vel. Háttvís var hún og tillitssöm og frá henni stafaði jákvæðni og blíðlegt glaðlyndi. Hún hafði næmt auga fyrir því skrítna og skemmtilega, var hláturmild og hafði einstaklega hrífandi bros. Una bar nafn sitt með réttu því fáa vissi ég sem undu eins glaðir við sitt og hún gerði. Hún var sátt við sjálfa sig, bar virðingu fyrir móður- og húsmóðurhlutverkinu og rækti það vel. Hún var mjög næm á þarfir lítilla bama, bæði andlegar og líkamlegar, hafði yndi af blóma- og garðrækt, sinnti öllu lífi vel. Reyndar vann hún öll sín verk af natni og vandvirkni og var afkasta- mikil og listræn handavinnukona. Þær eru orðnar margar ptjónaflík- urnar frá höndum hennar sem hafa glatt og yljað litlum og stómm frænkum og frændum eða þá að útsaumur hennar prýðir heimili þeirra. Þó að Una væri þannig ræktar- söm við annað fólk, þýddi það ekki að hún fómaði sjálfri sér möglunar- laust, heldur ræktaði hún einnig sjálfa sig og áhugamál sín og varð þannig öðmm gjöful. Una var hughraust og staðfost kona og sjálfri sér samkvæm. Hún var skapföst; hafði sterka réttlætis- kennd og var afar trygglynd. Traust var hún sem bjarg og hefði aldrei svikið þann mann eða málstað sem hún tók tryggð við, hvað sem í boði væri. Hún hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir því hvað skipti hana mestu máli í lífinu og sóttist ekki eftir því sem mölur og ryð fá eytt. Hún lagði meira upp úr mann- gildi en metorðum. Trúuð var hún og sótti styrk í trú sína. Þrátt fyrir fastheldni við fornar dyggðir, sem reyndar vom henni í blóð bomar, var hún skilningsrík og umburðar- lynd gagnvart öðmm. Una var alla tíð heilsuhraust og lifði heilbrigðu og hófsömu lífí, stundaði gönguferðir og naut þess að ferðast um landið. Bækur las hún sér til mikillar ánægju og geymdi margvíslegan fróðleik, sem ég sakna nú að hafa ekki fundið tíma til að hlýða á nógu oft. Hjá henni bjó t.d. vitneskja, sem mér fannst merkileg um þá fjölskyldu og það fólk sem á undan var geng- ið, vitneskja sem þarf að feija frá kynslóð til kynslóðar þannig að samhengi glatist ekki við uppmn- ann og það líf sem lifað var í landinu. Við ótímabæran dauða ástkærrar frænku minnar skynja ég hve harð- ur húsbóndi það annríki er sem látið er tefja frá þeim mannlegu sam- skiptum, sem gefa lífinu gildi, er hvergi verða öðm vísi fundin. Ég sakna þess nú sárt að vita ekki af henni, traustri, jákvæðri, hlýrri og skemmtilegri og það var svo óra- margt sem mig langaði að spjalla við hana í góðu tómi. Það hvarflaði ekki að mér að lægi á, en lát henn- ar verður mér áminning um það að ekki má bíða eftir því að góða tómið gefíst til þeirra samskipta sem miklu varða. Þeim þarf að gefa þann tíma og næði sem nauð- synlegt er. Una gaf sér góðan tíma til sam- skipta við fólk en leitaði þó ekki margmennis og var mjög heima- kær. Við systur sína, Lilju, hafði hún dagleg samskipti og vom þær systur mjög samrýmdar allt frá bemsku. Missir Lilju er mikill, því að hún hefur misst bæði ástkæra systur og náinn vin. Velvild Unu til mín og fjölskyldu minnar fæ ég aldrei fullþakkað. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í bemskuminningum okkar systkin- anna sem órjúfanlegur hluti þeirrar stóm, samheldnu fjölskyldu, sem veitti okkur skjól í uppvexti. Við systkinin og önnur bamaböm Guð- rúnar ömmu minnar ólumst upp í nánum samvistum við hana og böm hennar. Ýmist var það í nábýli á sömu slóðum í Skólastrætinu og á næsta leiti eða við sumardvöl um lengri eða skemmri tíma í sumarbú- stað hennar í Fossvogi. í Skólastræti var þá atvinnu- rekstur, sem var hluti þess mannlífs sem þar iðaði og gæddi það fjöl- breytni. Þar ólust upp mörg böm á svipuðum aldri og áttu að kunningj- um og vinum foreldra hvers annars og þá sem unnu í verslun og ljós- myndastofu, smíðaverkstæði, hjól- reiðaverkstæði og hárgreiðslu- og snyrtistofu. Við gengum þar út og inn eins og við ættum þar heima og fannst við vera þar velkomin. Sum okkar unnu þar í jólaleyfum og að sumarlagi strax og við vomm til þess fær. Guðrún amma mín og böm henn- t Sambýlismaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KATARÍNUSSON, varð bráðkvaddur 8. október. Fyrir hönd aðstandenda, Karólína Sigurbergsdóttir. t KRISTINN J. ÁRNASON skipstjóri, andaðist 7. okóber síöastliðinn. Árni Kristinsson, Auðunn Kristinsson Freyja Jónsdóttir, Magnús Árnason, Gunnar Árnason. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Drápuhlíð 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 14. október kl. 13.30. Pótur Jónasson, Guðríður J. Pétursdóttir, Matthias Guðm. Pétursson, Haildóra Gyða Matthfasdóttir, Jóhannes Friðrik Matthíasson. t Systir mín, MÁLFRÍÐUR LÍSÍBET ÞORVARÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju, mánudaginn 12. október kl. 13.30. Fyrir hönd systkinanna, Þórunn Þorvarðardóttir. t MARGRÉT LOUISE THORS, Seljavegi 19, verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. október kl. 13.30. Betty Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Thors, Sigurgeir Jónsson, Sigríður Thors, Stefán Hilmarsson, Jórunn Karlsdóttir, Björn Thors og fjölskyldur. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, UNA THORARENSEN, Stigahlíð 4, sem lést föstudaginn 2. okt. sl., verður jarðsungin fró Fossvogs- kirkju mánudaginn 12. okt. kl. 13.30. Þorsteinn Thorarensen, Ástrfður Thorarensen, Davfð Oddsson, Skúli Thorarensen, Sigrfður Þórarinsdóttir. t Útför sonar okkar, BRAGAJÓNSSONAR framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. okt. kl. 10.30. f.h. Fyrir hönd barna og annara ættingja, Jónfna Magnúsdóttir, Jón Pálsson. t Útför bróður okkar, ÓLAFS BJARNASONAR frá Þorkelsgerði, verðurgerð frá Strandakirkju þriðjudaginn 13. þ.m. klukkan 14.00. Systkinin. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Hringbraut 52, Reykjavfk. Unnur Kristinsdóttir, ValgeirJ. Emilsson, Ásta Eyþórsdóttir, Sigurður Kristinsson, Soffía Thoroddsen, Ásdfs Kristinsdóttir, Magnús Kjærnested, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR frá Hvammstanga, Knarrarbergi 1, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsliði hjúkrunardeildar Vífilsstaða fyrir einstaklega góöa umönnun. Jóhannes Lárusson, Kristrún Guðjónsdóttir, Matthildur Óskarsdóttir, Árni V. Árnason, Jóhanna Óskarsdóttir, Kári Böðvars, Björk Lind Óskarsdóttir, Pálmi Aðalbergsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem á margvíslegan hátt helöruðu minningu föður okkar, ÁGÚSTS B. JÓNSSONAR, Hofi, Vatnsdal, við andlát hans og útför. Vigdfs Ágústsdóttir, Gísli Pálsson, Ragna Ágústsdóttir, Valgerður Ágústsdóttir, Sigurður Þorbjarnarson. Lokað Verslanir okkar og skrifstofa verða lokaðar mánudaginn 12. október frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar frú UNU THORARENSEN. Hans Petersen hf. i a * s * m. a-.s. x i á ájs * * a tms % s-z % s. %*. a it < e í tt jl * ji a uéoiuj a * m-sm atsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.