Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 ar höfðu mikil samskipti og hittust reglulega. Á hverjum morgni var framborið morgunkaffi á heimili hennar klukkan tíu og þangað komu margir þeirra sem unnu í veslúninni eða ljósmyndastofunni, böm hennar úr næstu húsum eða þeir sem áttu leið hjá. Daglegt líf þessarar stóru fjölskyldu varð okkur að bakhjarli og samofið bemsku okkar. í Fossvogi dvöldust Guðrún og dætur hennar oft á sumrin í sumar- bústað, einkum meðan bömin voru ung, en þá þótti Fossvogur vera langt út úr bænum, eiginlega uppi í sveit. Man ég eftir myndum frá þeim dögum, þar sem varla sést nokkur byggð í Kópavogi þar sem nú er Nýbýlavegur og umhverfí hans. Þannig ólust systkinabömin upp saman að hluta næstum eins og systkin og kynntust jafnframt móð- ur- og föðursystkinum sínum sem nákomnum ættingjum. Una lét sér einnig annt um okk- ur eftir að við urðum fullorðin og sinnti bömum okkar af alúð og áhuga, var greiðvikin og góð. Öll emm við miklu fátækari við lát hennar, söknum hennar og fínnst að með henni hverfí hluti af okkar Ávöxtunarbréfín vínna fyrír tnig! ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF: Ávöxtunarbréfin eru í fjórum verðflokkum: Kr. 1.000,-, kr. 10.000,-, kr. 50.000,-, og kr. 100.000,- Tima- Akv. umfr. Ar»- lengd verðb,- vextir Ar ■pá 20% 1. 8,00 85,5 2. 9,00 79,8 3. 10,00 78,8 4. 11,00 69,0 Enginn aukakostnaður er dreginn frá andvirði bréfanna við innlausn. Innlausn getur að jafnaði farið fram samdægurs. 38% á ársgrundvefíí. í dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum 38% ávöxtum á ársgrundvelli, sem er 14% umfram verðbólgu. ÁVftXTUNSf^ Fjármálaráðgjöf - Avöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - StMI 621660 Gengi Ávöxtunarbréfa 11.10.1987 er 1.2642 Gengi Spariskírteina Ríkissjóðs 2. fl. 1987 10.000 að nafnverði Söluverð 11.10.1987: til2jaára 10.437.33 til 4ra ára 10.430.07 til 6 ára 10.418.39 Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf óskast i sölu. Ath.: . . Innleysum Spariskírteini ríkissjóðs fynr viðskiptavini okkar. eigin lífí. Mestur er þó missir Þorsteins, bama hennar og fjölskyldna þeirra, og harður er sá vetur sem hefst með dauða svo vænnar konu sem virtist enn eiga langt og gott líf framundan. Við getum þó þakkað að hún þurfti hvorki að þola erfíð veikindi, þjáningu eða ellihrumleika. Einnig má gleðjast yfír minningum um góða konu sem var sátt og glöð við líf sitt, guð og menn, konu, sem hafði bætandi áhrif á umhverfí sit. Hún mun lifa áfram meðal þeirra sem tileinka sér lífsgildi hennar og virða þau. Ástvinum hennar flyt ég innileg- ar samúðarkveðjur frá föður mínum, mér og systkinum mínum og fjölskyldum okkar. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Agnarsdóttir Á morgun, mánudaginn 12. októ- ber, verður kvödd frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík Una Thoraren- sen. Una var fædd í Reykjavík 11. marz 1921, dóttir hjónanna Guð- rúnar Jónsdóttur Petersen og Hans Petersen kaupmanns í Reykjavík. Hún ól allan sinn aldur í Reykjavík, var því sannkallað Reykjavíkur- bam. Á yngri árum stundaði hún verzlunarstörf eða þar til hún gift- ist 10. desember 1949 Þorsteini Thorarensen borgarfógeta. Þor- steinn er ættaður frá Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Þar í grennd áttu þau Una og Þorsteinn sumarbústað og fóru þau mikið þangað á sumrin og frameftir hausti, ef veður leyfði. Una og Þorsteinn eignuðust 2 böm, Ástríði hjúkrunarfræðing, gifta Davíð Oddssyni borgarstjóra og eiga þau einn son, Þorstein, og Skúla verzlunarmann og er hans kona Sigríður Þórarinsdóttir kenn- ari, þau eiga 2 böm, Þorstein og Hildi. Una hafði mikla ánægju af að vera samvistum með bamaböm- unum. Una var heilsteypt kona. Manni leið vel í návist hennar. Hún var glaðlynd að eðlisfari, hafði létta kímnigáfu, án þess að nokkum tímann væri broddur í. Hún leitaði eftir því jákvæða í fari hvers og eins, þó hafði hún fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Það er mannbætandi að hafa átt vin i slíkri konu. Áhugamál Unu vom mörg. Hún var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana margir fallegir munir. Hún hafði líka gaman af að taka í spil og höfum við spilað saman brids í mörg ár, ásamt Lilju systur henn- ar og Nínu Hjaltadóttur, frænku þeirra. Við spiluðum ýmist heima hver hjá annarri eða í bridsfélagi kvenna. Þær Una og Lilja vom óvenju samiýndar systur og var vart annarrar getið svo hin væri ekki nefnd um leið. Una átti hlýlegt og fallegt heimili í Stigahlíð 4, þangað var gott að koma. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta þess- ar góðu konur. Þetta eru aðeins nokkur kveðju- orð til þess að þakka henni vináttu hennar og allar gleðistundimar, sem við áttum saman. Hún var mér ómetanleg, því hún er einhver elskulegasta kona, sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. Hún dó í svefni á heimili sínu aðfaranótt 2. október. Manni hennar, bömum, tengda- bömum og bamabömum og systr- um hennar og öllum hennar ástvinum, votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Anna S. Lúðvíksdóttir Hún Una móðursystir mín er dáin. Ein af mínum fyrstu minningum er sú þegar mamma og pabbi fóra í siglingu með Bimu og Sigga, tvö elstu systkini min, og ég var hjá Unu á meðan. Ég hef ekki verið nema 2—3 ára en samt er mér í fersku minni hversu vel mér leið hjá Unu og Þorsteini. Svo vel, að ég stóð á því fastar en fótunum í lok dvalar að Una væri mamma mín. Eftir að ég fór sjálf að stjóma ferðum mínum og gerðum lá leið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.