Morgunblaðið - 11.10.1987, Side 60

Morgunblaðið - 11.10.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 EITT AR LIÐIÐ FRA LEIÐTOGAFUNDINUM I REYKJAVIK EITT ár er í dag liðið frá því viðræður þeirra Ronalds Re- agan Bandarikjaforseta og Mikhails S. Gorbachev aðal- ritara sovéska kommúnista- flokksins hófust i Höfða í Reykjavík. Þegar þær fréttir bárust að leiðtogarnir hefðu afráðið að eiga óvæntar viðræður hér á landi lögðu talsmenn beggja ríkja áherslu á að ekki væri að vænta sögu- legra afvopnunarsamninga að þessu sinni heldur væri fundurinn fyrst og fremst haldinn til að ræða stöðu af- vopnunarviðræðna fyrir væntanlegan leiðtogafund í Bandaríkjunum. Þegar fundur þeirra 12. október dróst á lang- inn tóku fjölmiðlar ýmsir að gera því skóna að sögulegir atburðir væru að gerast hér á landi sem marka myndu þáttaskil í afvopnunarviðræðum risa- veldanna. Því varð vart þó nokkurra vonbrigða er dyrum Höfða var upp lokið og leiðtogarnir héldu til sín heima án þess að hafa gert með sér nokkurt sam- komulag né heldur ákveðið hvenær þeir ræddust við að nýju. Nú, ári síðar, er hins vegar ljóst að á leiðtogafundinum í Reykjavík var ýmsum hindrunum rutt úr vegi en jafnframt skutu ný vandamál upp kollinum sem enn eru óleyst. Segja má með sanni að gangur afvopnunarvið- ræðna hafi verið með ólíkindum hraður og nú liggur fyrir bráðabirgðasamkomu- lag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuflauga á landi, sem þeir Reagan og Gorbachev munu að öllum líkindum undirrita síðar i haust. Reagan og Gorbachev að störfum i Höfða ásamt aðstoðarmönnum sínum. Brautin rudd í átt að þýð- ingarmiklu samkomulagi eftir Ásgeir Sverrisson „Leiðtogana greinir á um geim- vamir“, sagði á forsíðu Morgun- blaðsins mánudaginn 13. október. Sagði þar ennfremur að leiðtogam- ir hefðu rætt stórfellda fækkun meðaldrægra flauga bæði í Evrópu og Asíu auk þess sem rædd hefði verið fækkun langdrægra kjam- orkuflauga. Mikhail Gorbachev krafðist þess hins vegar að sam- komulag um þennan vopnabúnað yrði tengt samningum um takmark- anir á tilraunum með geimvopn. Þetta gat Reagan forseti ekki fellt sig við og kvaðst telja að slíkt sam- komulag myndi gera Bandaríkja- stjóm með öllu ókleift að vinna áfram að geimvamaráætluninni. Reagan lagði á hinn bóginn til að uppsetningu vamarkerfa í géimn- um yrði frestað um tíu ár á meðan langdrægum kjamorkuflaugum yrði fækkað á ári hverju. Gorbachev krafðist þess á móti að bæði ríkin myndu skuldbinda sig til að virða ákvæði ABM-sáttmálans svonefnda frá árinu 1972 um takmarkanir gagneldflaugakerfa í 15 ár jafn- framt því sem ákvæði hans varðandi tilraunir og rannsóknir yrðu hert. Þessi ágreiningur reyndist óleysan- legur. Fljótlega kom í ljós að leið- togamir höfðu rætt flestallar hliðar vígbúnaðarmála á fundinum í Reykjavík. Höfðu þeir orðið ásáttir um að stefna bæri að upprætingu meðaldrægra kjamorkuflauga í Evrópu og rætt helmingsfækkun langdrægra kjamorkuflauga. „Núlllausnin“ Sovétmenn hófu að setja upp meðaldrægar flaugar árið 1977 og tveimur árum síðar urðu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sammála um að setja upp bandarískar kjarn- orkueldflaugar til að mæta þessari ógnun. Árið 1981 kynnti Reagan forseti fyrst „núlllausnina" svo- nefndu. Sagði hann að hætt yrði við að koma kjamorkueldflaugun- um fyrir ef Sovétmenn fjarlægðu eldflaugar sínar. Þessari tillögu vísaði Leonid Brezhnev þáverandi Sovétleiðtogi á bug. í maímánuði það ár tilkynntu Sovétmenn að nýj- um flaugum yrði komið fyrir í ríkjum Austur-Evrópu féllu NATO-ríkin ekki frá áformum um uppsetningu bandarísku flauganna í Evrópu. Stórveldin héldu áfram að kynna tillögur varðandi meðal- drægu flaugamar en viðræðumar sigldu í raun í strand allt þar til í janúar á síðasta ári er Gorbachev lagði til að öllum bandarískum og sovéskum meðaldrægum flaugum yrði eytt á fímm til átta árum. Til- laga Sovétleiðtogans var bundin því skilyrði að Bretar og Frakkar efldu ekki kjamorkuherafla sinn. Mánuði síðar lögðu Bandaríkjamenn til að allar meðaldrægar flaugar yrðu upprættar og vísuðu á bug kröfum Sovétstjórnarinnar varðandi herafla Breta og Frakka. í september ákvað Sovétstjómin að falla frá þessari kröfu og mánuði síðar var leið- togafundurinn haldinn í Reykjavík. Varðandi meðaldrægu flaugam- ar urðu leiðtogarnir ásáttir um að Evrópuflaugarnar skyldu eyðilagð- ar en hvoru ríkinu skyldi heimilt að halda eftir 100 kjamaoddum utan álfunnar. Þar með höfðu Sov- étmenn efnislega fallist á tillögu Reagans forseta um „núlllausnina" sem miðaði að því að hefta stór- fellda kjamorkuvígvæðingu í Evrópu. Frumkvæði og áróður Ýmsir sérfræðingar um vígbún- aðarmál hafa fullyrt að breytt afstaða Sovétstjómarinnar til Evr- ópuflauganna hafí komið banda- rískum embættismönnum í opna skjöldu á leiðtogafundinum í Reykjavík. Bandarísku sendimenn- imir og Reagan forseti hafi ekki verið nógu vel undirbúnir og þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hversu Viðræður um meðal- og skammdrægar eldflaugar Hér á eftir verða raktar samningaviðræður Bandaríkja- manna og Sovétmanna um meðaldrægar kjarnorkuflaug- ar á landi, sem draga 1000 til 5000 km. Þær hófust árið 1981 og síðar bættust við skammdrægar flaugar, sem draga 500 til 1000 km. Nú hafa risaveldin gert með sér bráðabirgðasamkomulag um að flaugar þessar skuli uppr- ættar. 1977: Sovétríkin hefja uppsetningu SS-20-flauga sinna, sem hver um sig er búin þremur kjarna- oddum, til þess að leysa af hólmi skammdrægari SS-4- og SS-5- flaugar, sem aðeins bera einn kjamaodd hver. Flaugarnar draga 5.000 km og geta þær því hæft hvaða borg í Evrópu sem er. 1979: Atlantshafsbandalagið ákveð- ur að koma fyrir 572 banda- rískum Pershing-2 og stýriflaug- um fyrir í Vestur-Evrópu, sem beint verður að sovéskum skot- mörkum. Um leið er lagt til að samið verði um allar meðaldræg- ar flaugar á meginlandi Evrópu. Sovétríkin hafna viðræðum og krefjast þess að Atlantshafs- bandalagið hætti við áætlun sína um uppsetningu flauganna. Samkomulag næst um viðræður eftir misserislangt þref. 1980: Ifyrstu fundir samninga- nefnda ríkjanna hefjast, en eru árangurslitlir, enda Carter- stjómin að renna sitt skeið. 1981: Reagan-stjómin lætur undan þrýstingi Evrópu-ríkja um samn- ingaviðræður, þrátt fyrir efa- semdir Bandaríkjamanna um árangur slíkra viðræðna. Forseti Sovétríkjanna, Leonid I. Brez- hnev, stingur upp á svonefndri „frystingu" á uppsetningu kjamaflauga í Evrópu. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, stingur í staðinn upp á svokallaðri „núll-lausn“ — að meðaldrægar flaugar NATO í Evrópu verði niður teknar, geri Sovétmenn slíkt hið sama, en Brezhnev hafnar því. Viðræður um meðaldrægar flaugar hefjast í Genf hinn 30. nóvember. Bretar, ítalir og Vestur-Þjóð- verjar fallast á að hefjast handa við uppsetningu síðla árs 1983, en Belgar og Hollendingar halda að sér höndum fyrst um sinn. 1982: I mars tilkynnir Brezhnev um „frystingu" á uppsetningu SS-20 í hinum evrópska hluta Sov- étríkjanna. Ríkisstjórnir Vestur- landa segja hins vegar að ekki sé um mikla fóm af hálfu Sovét- manna að ræða; flytja megi flaugarnar frá Síberíu á nokkr- um klukkustundum. 1983: 14. nóvember koma fyrstu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.