Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 1
MENNING LIST1R PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 11. OKTOBER 1987 BLAÐ Jóhann Sigurðarson í hlutverki Haffa, sonar Badda bifvélavirkja (Morgunblaðið/Bjami) Bílavemtœði Badda Fyrsta frumsýning vetrarins á Litla sviði Þjðleikhússins verður sunnudaginn 18. október, en þá verður sýnt nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Sínionarson, /f//a verkstæði Badda. Bílaverkstæði Badda er ellefta leikrit Ólafs Hauks, en á síðustu árum hefur hann snúið sér æ meir að þeirri tegund ritstarfa. Á meðal leikverka hans eru Blómarósir (1979), Söngleikurinn Grettir (1980), sem hann samdi ásamt Þórarni Eldjárn og Agli Ólafssyni, Milli skinns og hörunds (1984), Astin sigrar (1985) og Kötturinn sem fer sínar eigin leið- ir (1985). Bílaverkstæði Badda er spennuverk sem gerist í af- skekktri sveit. Sögusviðið er litla bílaverkstæðið þar sem Baddi bif- vélavirki ræður ríkjum. Verk- stæði þetta lenti utan þjóðbrautar þegar nýi vegurinn var lagður i gegnum sveitina. Verkefnin eru orðin stopul hjá Badda og starfs- mönnum hans, svo ekki sé meira sagt, lifið hefur breytt um svip, tilveran orðin fáfengileg. Enda er sveitin nálægt því að leggjast í eyði, ábúendum hefur fækkað og skólahald í héraðsskólanum er að leggjast niður. Þegar Pétur, fyrrum nemi í bifvélavirkjun hjá Badda, birtist óvænt eftir langa fjarveru skýtur óþægilegum minningum upp á yfirborðið. Fortíðin holdi klædd er komin inn á autt verkstæðis- gólfið og nú á að afhjúpa sann- leikann. í sýningunni eru sex leikarar og fer Bessi Bjarnason með hlut- verk Badda, Arnar Jónsson leikur Pétur, Jóhann Sigurðarson er Haffi, sonur Badda, Guðlaug Maria Bjarnadóttir er Sissa, dótt- ir Badda, Sigurður Siguijónsson leikur Ragga, starfsmann Badda og vonbiðil Sissu og Árni Tryggvason fer með hlutverk við- skiptavinarins Magnúsar, sem á síbilaðan bíl. Grétar Reynisson gerir leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson annast lýsingu. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson sem svaraði spurningunni um hvort Litla svið- ið væri réttur staður fyrir svo viðamikið verk: „Við Grétar Reynisson fórum þá leið að fela aldrei að við erum í leik- húsi. Leiksviðið er í mikilli nálægð við áhorfandann og er ekki raunsönn mynd af verkstæði. Við ásettum okk- ur líka að reyna svolítið á þetta litla leikhús héma og þessvegna er leikið á allt öðru svæði en gert var hér í fyrra." Er þessi mikla nálægð við áhorf- andann galli eða kostur? „Það er náttúmlega svo, að þegar mikil átök eru í leikriti, verður mað- ur að passa að sprengja ekki þennan ramma sem maður hefur. Mitt hlut- verk er að stilla þessa krafta, sem á leiksviðinu eru, saman. Ég vona að það takist. Ég held raunar að ná- lægðin við áhorfendur auki þá spennu sem er í verkinu. En auðvitað væri hægt að hugsa sér þetta á miklu stærra sviði." Er þetta bara leikrit um bfla- verkstæði og dægurmál karlanna sem þar vinna? „Nei, við komum auðvitað þama inn í heim sem gæti verið miklu stærri í hnotskum. Eins og öll leik- verk. Þau verða að takmarka sig í rúminu, en hafa miklu víðari skírskotun. Nú, þetta verk hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar á æfingatímanum, með höfundi. Kannski var í því miklu meiri heims endir en varð svo ofan á í endanlegi gerð. Við vorum svo heppin að f góðan aðlögunartíma með þetta, þa er að segja ég og Ólafur. Við gátur reynt á verkið strax í vor með leikur unum og vorum reyndar áður búni að skoða það heilmikið saman. Eftir þessa vinnu með leikurunun í vor, var það skrifað enn einu sinr og þá gerð emm við að setja up; núna. Þetta er ákaflega mikils vir£ með ný leikrit. En þrátt fyrir allar víðari skírskot anir, sem hver finnur fyrir sig verkinu, þá er þetta fyrst og frems spennandi saga. Að þvi leiti held é, að það sé mjög skylt síðasta leikril Ólafs Hauks sem var sýnt hér í Þjóð ieikhúsinu, Milli skinns og hörunds. Það verk tj'allar um föður og s}m: eins og þetta verk gerir að vissi leiti, og þann harða heim sem kven fólkið í kringum þá þarf að lifa í. Það eru margir þættir í Bílaverk stæði Badda sem mætti heimfær upp á klassfska harmleiki, en þa óvenjulega er, að leikurinn gerist bflaverkstæði og fær þessvegna mjö, spennandi og leikhúslegar víddir." ssv NÝTT LEIKRIT EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON FRUMSÝNT í Þ JÓÐLEIKHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.