Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Pétur (Arnar Jónsson) sem veit allt um bíla, miðlar nokkrum fróð- leikskornum til Magnúsar (Árna Tryggvasonar) á bilaða bílnum Baddi (Bessi Bjarnason) og Raggi (Sigurður Sigurjónsson) reyna að leysa einhverja lífsgátu Alin upp af einstæðum föður, er Sissa (Guðlaug María Bjarnadóttir) nánast hluti af bílaverkstæðinu Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri Ég þekki þetta allt, lyktina og skítinn og í Hvemig er heilsan. í því síðast- nefnda fór fólk að hlægja í fyrstu innkomunni minn, en snarhætti, því það áttaði sig á að það átti ekki við. En það truflaði mig ekkert. Maður er orðinn svo sjóaður í þessu. En fólk má alveg hlægja í þessu leik- riti, því þótt undirtónninn sé alvarleg- ur, er textinn léttur og samræður fyndnar. Svo er annað, ég þekki þetta um- hverfi svo vel. Bróðir minn er með bílaverkstæði og það má segja að ég sé alinn upp í svona skúr og ég þekki þetta út og inn, lyktina og skítinn. Og aldrei má neinu henda, því allt getur komið að gagni seinna. Svo þegar á að nota hlutinn, fínnst hann ekki og maður verður að fara út í búð að kaupa hann. Eina sem vantar upp á er að kalla þetta Bíla- verkstæði Bjögga, afþví bróðir minn heitir Björgvin." En nú er þetta frumraun þín á þessu Látla sviði. Hvemig leggst það í þig? „Eg hlakka alveg voðalega til. Maður er svo nálægt áhorfendunum að maður getur næstum snert þá. Þetta er að vísu dálftið erfitt, þvf maður þarf að smækka allar hreyf- ingar og dempa textann frá því sem maður er vanur. En það er spenn- andi að fást við þetta." ssv Guðlaug María Bjarnadóttir: (Morgunblaðið/Bjarni) BESSI Bjarnason, sem við erum líklega vönust að siá f hlutverkum fyndnu karlanna. I bílaverkstæði Badda er hann þó sá aðili sem er hvað minnst hlægilegur. Baddi virðist hægur, ljúfur náungi sem eldri mundi gera flugu mein, á bara sitt verkstæði f sveit sem er að leggjast í eyði og hefur við sín viðskiptavandamál að efja. Marg- oft hefur verið sagt um Bessa að hann þurfi ekki annað en birtast á sviðinu, þá springi allt úr hlátri. En hvemig leggst þetta alvarlega hlutverk f hann? „Ég hef oft áður leikið svona rull- ur. Til dæmis í Gusti og Villihunangi (Morgunblaðið/Bjami) Bessi Bjaraasón f hlutverki Badda því hún er ekki manneskja til að fara sjálf." Á hún einvhem þátt í að skapa þennan heim, eða er hún alveg á valdi karlanna? „Hún hefur lítið um þetta að segja og er algerlega í sínum heimi. Hún forðast að segja það sem hvílir á henni, þangað til hún neyðist til þess. Pétur, gamall „fjölskyldumeð- limur" sem kemur til baka, er það besta úr hennar fortíð, því hann lék við hana, sagði henni sögur og gaf henni gítar. En um leið er hann sú persóna sem hefur haft mest afger- andi áhrif á það hvemig líf hennar hefur þróast. Hún sér von í Pétri og hann segir við hana: „Það að vera ungur, er að eiga von.“ En vonimar rætast ekki alltaf." ssv Guðlaug María í hlutverki Sissu og Bessi Bjamason sem faðir hennar, Baddi Vonirnar rœtast ekki alltaf BESSI BJARNASON: SISSA, sem Guðlaug María Bjarnadóttir leikur, er eina kon- an f karlaheimi Badda og bíla- verkstæðisins. Hún eldar mat handa körlunum, er þarna, og Raggi ætlar að giftast henni. En hvað mun taka við hjá henni, kemst hún í burtu og á hún ein- hveija von ef hún verður kjur? „Já, þetta er mikill karlaheimur og mikið karlatal," segir Guðlaug. „Sissa á ekki von á þessum stað, þar sem ekkert má breytast, án þess að allt fari úr skorðum. Ef hún fer burt riðlast þessi heimur, sem þau hafa þó getað haldið utan um eða búið sér til. Hinsvegar er ekk- ert fyrir hana þama. Stelpan hangir í voninni um að Raggi fari með hana burt. Henni þykir vænt um Ragga og hann hefur iofað henni að fara með hana burt. Hann er búinn að vera lengi að gera við bflinn og Sissa bíður,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.