Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 B 3 •ílk. Ragnheiður Tryggva- dóttir, leikkona Leikritið um Kaj Munk aftur í Hallgrimskirkju Það var ólýsanleg tilfinning að leika í kirkju Kaj Munb -segir Ragnheiður Tryggvadóttir, leikkona, um heimsókn leikhópsins til Vedersö á Jótlandi í sumar Leikhúsið í kirkjunni hefur nú hafið sýningar að nýju á „Leikritinu um Kaj Munk“ í Hallgrímskirkju. Sem kunnugt er var leikritið frum- sýnt á dánardægri Munks, 4. janúar síðastliðinn og var sýnt um 40 sinnum á síðasta leikári. Auk þess fór leikhópurinn í leikferð til Danmerkur og Svíþjóðar í sumar og sýndi verkið tvisvar í Vartovkirkju í Kaupmannahöfn, einu sinni í Malmö og um það ieiti sem þau voru að leggja upp í leikferðina fengu þau boð um að koma til Vedersö á Jótlandi, þar sem Kaj Munk bjó og starfaði. Þar var leikritið sýnt einu sinni i kirkju hans og voru það ætt- ingjar Kaj Munks og sóknar- nefnd kirkju hans sem buðu hópnum til Vedersö. Eins og í fyrra verður Leikri- tið um Kaj Munk nú sýnt í kapellu Hallgrímskirkju á sunnudagseftirmiðdögum, klukkan 16.00 og á mánudags- kvöldum, klukkan 20.30. í tilefni af frumsýningunni í janúar bauð leikhópurinn ekkju Kaj Munks, Lísu, og syni henn- ar Arne til íslands og þekktust þau það boð. í leikritinu er það Ragnheiður Tryggvadóttir, leikkona, sem fer með hlutverk Lísu og spurði ég hana hvernig það hefði verið að hitta lifandi þá manneskju sem hún var að leika. „Heist vildi ég ekki hitta hana fyrir sýningu. Hún kom upp í kirkju daginn fyrir frumsýningu, strax eftir að hún kom til landsins og ég faldi mig frammi í eldhúsi, því ég vissi ekki hvað ég ætti að segja við þessa konu. Ég vissi að mér yrði stillt upp fyrir framan hana og sagt: „Lísa, gjörðusvo- vel, hér er Lísa.“ En svo bað hún um að fá að hitta mig, svo það varð ekki undan því vikist. En sem betur fer hefur henni sennilega liðið jafnilla og mér, þannig að við bara föðmuðumst. Sögðum ekki eitt einasta orð. Hún bara tók utan um mig og faðmaði mig og mér fannst einhvemveginn að það sem ég hefði við þessa konu að segja, myndi ég segja á sviðinu. Maður segir ekki við mann- eskju, „svona og svona upplifi ég þínar tilfinningar." Ef maður heldur að maður sé að gera það í einhverri alvöru, þá er það spum- ing um hvemig áhorfandinn skynjar hvað maður er að upplifa. Það þýðir ekkert að segja það við fólk í orðum. Nú, það mætti kannski halda, að eftir að hafa hitt hana, væri það versta búið. En það er í raun- inni ekki hægt að lýsa tilfinning- unni sem heltók mig á frumsýn- ingu, með hana sitjandi á fremsta bekk. Það var ekki bara venjuleg- ur frumsýningarskjálfti, með titringi í hnjáliðunum, heldur beinlínis nötmðu í mér innyfling og ég vissi, eins og Herra Sigur- bjöm Einarsson reyndar sagði við mig á eftir, að það var ekki bara spuming um hvað frú Lísu finnd- ist, heldur vegna þess að hún var þama viðstödd myndu allir fylgj- ast með hveiju augnatilliti, hverri tilfinningu sem ég gæfí frá mér og spyija sjálfan sig, „finnst Lísu þetta rétt?" Hafí mér einhvem tímann, sem leikara, fundist ég standa berstrípuð frammi fyrir áhorfendum, þá var það þama. Það var líka ólýsanleg tilfínning að leika í sóknarkirkju Kaj Munks, að ættingjum hans og fjölmörgum gömlum vinum og samstarfs- mönnum viðstöddum. En þar vom kannski aðrir en ég sem upplifðu þessa tilfinningu sem ég hafði fundið fyrir hér heima í Hallgrí- mskirkju. Á sjálfrí sýningunni fannst mér skipta svo miklu mkáli að hið sterka samband Kaj Munks við konu sína, og sú ást sem á milli þeirra hefur verið, miðlaðist yfir til ættingja og sóknarbama, því mér fannst skipta máli að fólk skynjaði harmleik þssarar konu, sem innan við þrítugt missti mann sinn frá fimm bömum. Þar af var eitt vangefið." Ragnheiður útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands vorið 1982. Veturinn þar á eftir var hún á samningi hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hún lék Aldinblóð í „Atómstöðinni," Móðurina í barnaleikritinu „Siggi var úti,“ hóruna Gabý í „Bréfberanum frá Arl“ og Rósu í „Spékoppum." „Næsta vetur þar á eftir, 1983—84, varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu," segir Ragnheiður, „að æfa mitt stærsta hlutverk fram að þeim tíma, Dísu í „Galdra—Lofti," einnig á Akur- eyri, en frumsýningin varð aldrei, vegna þess að sýningin komst ekki í húsið fyrir „My fair lady.“ Þann sama vetur lék ég Dúllu í „Súkkulaði handa Silju," sem var sýnt í Sjallanum. Haustið 1984 flyt ég alfarin suður og leik í „Dagbók Önnu Frank“ hjá Leikfélagi Reykjavfk- ur og verð fyrir því „ó—happi" sem stundum vill henda ungar leikkonur, að verða bamshafandi. Og því olli einn leikarinn í sýning- unni. Má segja að ýmsum brögð- um sé beitt til að bola fólki út af vinnumarkaðnum," segir Ragn- heiður kímin. „Ég hætti að leika um vorið, komin sjö mánuði á leið og í fyrsta skipti síðan ég útskrifaðist sá ég fyrir mér að bið gæti orðið á því að ég kæmist á svið aftur. Sem dæmi um þann ótta sem hijáir ungar leikkonur um að þær „detti út af atvinnumarkaðnum," tók ég að mér hlutverk hjá Alþýðuleik- húsinu frá baminu minu tveggja mánaða gömlu. Setti drenginn á vergang og missti mjólkina. En ekki þorði maður að segja nei. Síðan hef ég eingöngu unnið með frjálsum leikhópum.“ Er ekki erfitt að vinna með frjálsum leikhópum til lengdar? „Það að vera leikari sem ekki hefur samning við þessi þijú at- vinnuleikhús í landinu, getur þýtt það að maður þurfi að velja á milli þess að fá sér vinnu við eitt- hvað allt annað en leiklist, ellegar að nýta starfskrafta sína til fijálsrar leikstarfsemi. Það þýðir, í fyrsta lagi, að það er mjög hæp- ið að þú fáir mannsæmandi laun, og í öðru lagi, býrðu við það óör- yggi að það er ekki einu sinni víst að af sýningu geti orðið vegna húsnæðisleysis. Það, að vita aldrei fyrirfram hvort von er á launum fyrir vinn- una, hefur auðvitað í för með sér fyrir leikarann, að hann vinnur hlutastörf hér og þar um bæinn, er á sífelldum hlaupum og oft spuming um hvort hæfíleikar við- komandi fá notið sín þegar hann æfir og leikur undir þessari stöð- ugu pressu." En þú ert þó enn einu sinni byijuð að æfa með frjálsum leikhóp. „Já, vinnuheitið á því er „Farðu ekki...“ eftir norska höfundinn Margaret Johansen og leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Það er gott dæmi um það sem ég sagði hér áðan um húsnæði, því við æfum nú á Galdraloftinu og um tíma stóð til að sýna í myndlistarsal Hlaðvarpans, einnig höfum við velt fyrir okkur kjallara Hlaðvarp- ans, en þetta er enn allt í óvissu." Ér hlutverk þitt þar eitthvað líkt Lísu í Leikritinu um Kaj Munk? „Nei. Leikritið sem hlotið hefur vinnuheitið „Farðu ekki...“ fjallar um Andrés og Maríu sem elskast ofurheitt, en einhverra hluta vegna kemur það vandamál upp í sambandi þeirra að Andrés beit- ir Maríu ofbeldi. En Andrés er ekki bara karlpungur sem lemur konuna sína af illmennsku og María er ekki „hallærisleg lumma sem á skilið að vera lamin. “ Mun- urinn á Lísu og Maríu er kannski helst sá, að María hefur lágt sjálfsmat og á erfitt með að ráða fram úr þeim vandamálum sem upp koma. Þar sem Lísa, aftur á móti, bognar en brotnar aldrei. Annars er kannski ekki ástæða til að fara mikið út í þessa sálma, þar sem æfingar eru nýhafnar og frumsýning ekki fyrirhuguð fyrr en um miðjan janúar." En fyrir utan þessa frjálsu leikhópa, er þá ekki algengt að ungir leikarar séu um allt land að leikstýra? „Jú, það er mjög algengt. Sjálf hef ég sett upp hjá Litla leik- félaginu í Garði, Fjölbrautaskól- „Ragnheiður í hlutverki Lísu og Arnar Jónsson í hlutverki Kaj Munks í samnefndu leikriti anum í Breiðholti og í fyrra setti ég upp „Svört sólskin" hjá Leik- félagi Kópavogs. Þá sýningu er fyrirhugað að endurvinna og opna með nýuppgert Félagsheimili Kópavogs um miðjan febrúar. Ætlunin var að æfa upp sýning- una í október og opnunin átti að fara fram um næstu mánaðarmót. Einhverra hluta vegna varð að fresta opnuninni og kemur þar enn og aftur fjárhagslegt óöryggi þeirra sem starfa á hinum fijálsa markaði. Þessi frestun getur haft í för með sér 100.000 króna tekj- utap fyrir mig. Ég var búin að taka þennan tíma frá og hef neit- að öðrum verkefnum sem hefðu gefið mér sambærilegar tekjur." Hefur þú þá meiri áhuga á að leikstýra en að leika? „Nei. Ég er menntaður leikari og hef auðvitað alltaf ætlað mér að starfa sem slíkur. Þrátt fyrir að það er óskaplega gaman að leikstýra, held ég það sé fyrst og fremst af illri nauðsyn sem ungir leikarar leggja það á sig að dvelja, jafnvel vikum saman, úti á landi. Menn kasta ekki svo auðveldlega frá sér fjögurra ára leiklistar- menntun og fara að skúra gólf eða eitthvað. Auðvitað vill maður vera í tengslum við leiklist og leikstjóm er í sjálfu sér mjög skapandi starf, þó svo að á annan hátt sé. Það getur svo auðvitað alltaf gerst að þegar maður er einu sinni byij- aður að leikstýra og tækifærin til að leika eru kannski færri en maður vonaði, þá taki maður þá ákvörðun að þroska betur með sér hæfileikann til leikstjómar. Kom- ist jafnvel að því að hæfileikar manns njóti sín betur þar en í einu leikhlutverki á tveggja ára fresti. En þetta er auðvitað spuming sem hver og einn leikari sem legg- ur leikstjóm fyrir sig, verður að gera upp við sig sjálfur. Hvað sjálfa mig varðar held ég þó að leikarinn sé og verði ofan á í framtíðinni." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.