Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Guðbergnr Bergsson, rithöfundur Hin huglæga ást er undirstaða bókmenntanna Guðbergur BergSSOU (MorgunblaÆð/Einar Falur) ... Ég sneri mér hœgt við og sá að telpan horfði á mig og meðan hún horfði sá ég að hún hafði breyst mikið allan tímann sem ég barðist við að venja mig við hina nýju lífshætti. Ríta var orðin eins og Químet. Augun eins og í apa og með þetta sérstaka sem engin leið var að skilja hvað var, en snerist allt um það að láta mann þjást. Og um leið hófst angistin, og það að ég svaf illa og svaf ekkert og lifði engu lifi. Ef Químet væri ekki dáinn kæmi hann aftur. Hver gat sagt mér að hann hefði séð hann dáinn? Enginn. Vist var satt að hann átti úrið sem ég fékk, en kannski hafði það lent i höndunum á öðrum, og það að haldið var að hann væri dáinn stafaði af því að úrið fannst á handlegg sem var kannski ekki handleggurinn á Quimet. Og hvað svo ef hann væri á lífi einsog pabbi vinkonu Ritu og kæmi sjúkur heim og sæi að ég var gift kaupmanninum sem seldi kornið? Ég hugsaði ekki um annað. Þegar börnin voru að heiman og Antoní afgreiddi í búðinni gekk égf ram og aftur um ganginn eins og hann hefði verið gerður sérstaklega handa mér einni, áður en vitað var að ég þyrfti á honum að halda til að æða fram og aftur: frá svölunum á stofunni að japönsku konunni í borðstofunni, frá þeirri japönsku að svölunum. Ef ég fór inn í svefnherbergið, hvað fann égþá? Vegg. Hvað fann ég ef ég fór inn í geymsl- una, skonsuna? Vegg. Allt var eintómir veggir og gangar og perluhengi með japönskum konum. Veggir og veggir og gangar og veggir og gangar og ég gangandi fram og aftur með hugann við það sama og stundum fór ég inn í annað hvort herbergi barnanna, hamrandi á þessu; og svo enn aftur og aftur á ný, hamrandi fram og aftur og eintómir veggir. Og ég opnaði og lokaði skúffum. Þegar vinnukonan hafði lokið við að þvo upp og fór og sagði mjúkmál: hittumst á morgun, frú Natalía, þá fór ég inn í eldhús. Og veggur þar. Og kraninn. Og ég skrúfaði ögn frá krananum og klauf bununa með fingrinum og sveiflaði henni til og frá, eins og þurrku á bílrúðum þegar rignir, í hálftíma, í þrjú korter, í klukku- tíma ... án þess ég vissi einu sinni i rauninni hvað ég var að gera. Uns mig fór að verkja í handlegginn og hætti þvi að sjá Químet koma úr ferðalagi rakleitt heim til sín, kannski nýsloppinn úr fangelsi og fara upp í íbúðina. Og hann hitti þar nýtt fólk og færi niður til kaupmannsins að spyrja hvað hefði gerst, og kaupmaðurinn niðri segði að ég væri gift komkaupmanninum, vegna þess að við héldum að hann hefði látist í stríðinu og þá kæmi Químet og brenndi allt. Sögusviðið er Spánn, nánar til- tekið Katalónía, tíminn er árin í kringum borgarastyij- öldina á Spáni 1938—1940 og kaflinn er úr „Demantstorginu," eft- ir katalónska höfundinn Rodoreda. Demantstorgið er um þessar mundir að koma út hjá Forlaginu í þýðingu Guðbergs Bergssonar. í bókinni seg- ir frá ungri konu, Natalíu, sem afgreiðir í bakaríi, kynnist sínum ektakarli, Químet, þau fara að búa og eignast tvö böm. Borgarastyij- öldin skellur á og lífíð getur aldrei aftur orðið eins. Demantstorgið er fyrsta bókin sem er þýdd úr katal- ónsku á íslensku og því lá beinast við að spyija þýðandann, Guðberg Bergsson, um sérkenni þess héraðs og hvar nákvæmlega það er. „Katalónía er norð-austurhom Spánar. í Barcelona og héruðunum þar í kring er töluð katalónska. Þar fyrir sunnan, í Valensíu, tekur við annað mál, valenska. Katalónía náði áður fyrr alveg að suður- Frakkl- andi. Þessvegna er katalónskan svo lík máli trúbadoranna. Áhrifa frá þeim gætti fram með strönd Norð- ur-Spánar, í Galisíu og að Miðjarðar- hafsströndinni til Katalóníu. í Galisíu var mikið ritað af trúbadora- kveðskap." Nú er þetta fyrsta katalónska skáldsagan sem þýdd er á íslensku. Eiga Katalóníubúar sér stutta rithefð? „Á tímum Francos var katalónska bönnuð á Spáni og það átti að út- rýma henni. Hún var hvergi kennd nema í Andorra en fólk viðhéltj henni heima hjá sér, svo tungan dæi ekki. En Katalóníumenn eiga ágætar samtímabókmenntir og mjög miklar miðaldabókmenntir. Höfuðverk þeirra er Tirant hvite, sem er ridd- arasaga. Þú mannst kannski eftir því í Don Kíkóta, að þegar bækum- ar em brenndar, varð þessi bók eftir, því hún þótti merkust bóka og slapp við logana og að hún varð metsölubók í Bandaríkjunum fyrir nokkmm árum. Það var bandarískur gyðingur sem fór til Katalóníu og lærði málið, án þess hann héldi að það kæmi honum að gagni. Hann þýddi Tirant hvita og Demantstorgið. Ég held að skýringin á því að riddarasagan um Tirant hafi orðið svo vinsæl í Banda- ríkjunum stafi af því að á síðustu ámm hefur vaknað áhugi á menn- ingu smáþjóða. Það em í rauninni margar smáþjóðir sem eiga sér sér- staka menningu, en hafa mnnið saman við heildina. Nú er verið að þýða Tirant hvita á mörg tungumál. Það er sjálfsagt vegna vinsældanna sem hún naut í Bandaríkjunum, því það er oft að smáþjóðir era svo ósjálfstæðar, að þær þora ekki að ráðast í svona verkefni, nema það hafi borið árang- ur hjá stærri þjóðum. Á íslensku hefur ekkert verið þýtt úr katal- ónsku, nema þegar Álfrún Gunn- laugsdóttir þýddi smásögu eftir Rodoreda sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins 1964 eða 1965. Katalónsk bókmenntahefð er svip- uð þeirri sem ríkti hvarvetna við Miðjarðarhafíð og er miklu ljóðrænni en germanska. Allar ástir em miklu ljúfari en hjá okkur. Það er ekki lit- ið á ástina sem eitthvað sem leggur ok á menn, eða konur, ástin er leik- ur tveggja einstaklinga og annar aðilinn getur auðvitað farið illa út úr leiknum en hann er ekki til þess gerður að annar fari flatt á honum. Ástæðan fyrir samleik líkama og sálar er leit að gleði og unaði. Það er svo skrýtið með þessa þjóð, að þótt getnaður sé mikilvægur vegna þess að bamadauði er mikill, þá er ekki litið á ástina sem aðferð til að geta böm, Ég held að í þessu sé að fínna áhrif frá arabískum skáldskap. Á Spáni varð mikið eftir af arabískum skáldskap þegar Márar vom sigraðir og reknir burt árið 1492. Kristnir menn hafa alltaf litið fram hjá áhrifum frá menningu gyð- inga og araba og það á líka við um Spánveija, því þegar Márar vom sigraðir, upphófst kristin þjóðemis- remba og síðan hafa þeir þráfaldlega átt við einræði að stríða, einræði kirkju eða veraldlegs valds. Það er ekki fyrr en núna, eftir dauða Francos, að vemlegur áhugi hefur vaknað á menningu gyðinga og araba áður en/Spánn laut allur kristinni stjóm, fyrir 1492. En það. hefur samt alltaf verið kennd arabíska og arabísk fræði og til dæmis ekki hægt að komast inn í háskóla á Spáni án þess að hafa lært eitthvað í arabísku, þó það hafí verið afnumið nú. Hún var kennd auk hinna klassísku mála, latínu og grísku. Spánn var eini staðurinn í veröldinni, utan arabalandanna, þar sem arabíska var skyldunámsgrein. Þetta er dálítið eins og með dönsk- una hér. Þótt Spánverjar hafí rekið Mára úr landinu, töldu þeir þá til bræðraþjóða og Israelar, sem vom höfuðandstæðingar kirkjunnar afþví gyðingar deyddu Krist, vom sameig- inlegur fjandvinir þeirra. Spánveijar tóku_ ekki upp stjómmálasamband við ísrael fyrr en fyrir nokkmm mánuðum." En þessi höfundur, Rodoreda, hvað geturðu sagt mér um hana? „Rodoreda varð landflótta eftir að borgarastríðinu lauk, Áður hafði hún unnið við blaðamennsku og starfað eitthvað við menningardeild katalónska þingsins. Katalónía hlaut sjálfstjóm á tíma lýðveldisins. Örlög Rodoreda vom svipuð örlögum ann- arra landflótta Spánveija sem börðust eins og Ijón á ýmsum vígstöðvum, í neðanjarðarhreyfing- um gegn Þjóðveijum um alla Evrópu. Þeir sem fóra til Banda- ríkjanna reyndu að komast í herinn þar, en höfðu ekki bandarískan ríkis- borgararétt svo þeir höfnuðu í „The American fíeld service" eða Rauða krossinum, og þeir sem fóm til Sov- étríkjanna börðust á ýmsum vígstöðvum, í Leningrad, við Stal- ing^rad. Rodoreda komst frá Frakklandi yfír til Sviss og vann þar við sauma. Spænskar flóttakonur gerðu mikið af því að sauma til að sjá fyrir sér. Dóttir heimspekingsins og skáldsins Unamuno, Maria, fór til Banda- ríkjanna og vann fyrir sér með því að sauma kvenfatnað. Þá var að komast í tísku að ganga í handsaum- uðum fötum. Þegar Bandaríkjamenn komust að því að hún var dóttir mikils heimspekings sem hafði lært dönsku til þess eins að geta þýtt Kirkegaard, þá létu þeir hana hætta að sauma og sendu hana í skóla til að geta látið hana kenna spænsku. Hún átti erfítt með að læra, því hún var dóttir prófessors í Sala- manca, sem vildi láta hana lifa eðlilegu lífí en ekki læra, því þá gæti hún lifað á eðlilegan hátt. Unamuno var Baski og mikill þver- haus. En þegar Kanar fóm að róa í henni og láta hana læra, gerði hún það, þótt hún hefði mikla minnimátt- arkennd gagnvart föður sínum, prófessomum. Henni fannst hún ekki eiga að fara inn á svið hans. Hún kenndi þó bömum spænsku í Bandaríkjunum um skeið, en gafst upp og sneri aftur heim. Aftur á móti var Rodoreda ekkert ánægð með að vera í saumaskap. Hún skrifaði mörg bréf sem fjölluðu um hann og ritstörf, og í lokin sá hún lítinn mun á því að sauma flík og að sauma setningar. En hún varð oft að sauma flíkur og hafði lítinn tíma til að sauma saman bækur. Það var vegna þess að hún var snauð.... Á tíma þeim sem Demantstorgið er skrifað, um 1960 og fyrr, var; afar erfítt að fá útgefið á Spáni, þótt Franco kæmi upp sæg af bók- menntasamkeppnum um allt Iandið, (, til að sýnast vera vinur ímyndunar- afls og sköpunar. Rithöfundar voru stöðugt að senda inn verk í sam- keppnir, en það fengu bara viður- ,, kennd skáld verðlaun og þá aðallega karlmenn eins og annars staðar. Þó tókst nokkmm skáldkonum að krækja sér í verðlaun og koma und- ir sig fótunum og þær em allar mjög góðar. Samt urðu þær að lúffa á þann hátt, að þær skrifuðu á kastilíönsku,' það er spænsku, allar nema Rodo- reda. En í lokin mglaðist hún samt þannig í skáldskaparríminu, að þeg- ar hún var orðin mesta skáld Katalóníu, fóm bókmenntafræðing- ar, velgjörðarmenn hennar, að vasast í sögum hennar, svo hún lauk raunar aldrei síðasta verki sínu. Þeir sögðu; „þú verður að fága þetta og endurskrifa hitt, því þú ert svo mikið skáld að þú getur ekki látið þetta frá þér fara.“ Þegar hér kom sögu var hún búin að fá svo mikinn meðbyr að hún hafði glatað sjálf- stæði sínu. En hún tapaði aldrei hæfileikunum og þessvegna er síðasta verkið hennar ákaflega merkilegt. Það er í ætt við það sem nú má kalla „samklippa" eða „col- lage“. Og þetta er dæmi um það að maður getur verið mjög sjálfstæður innra með sér meðan hann er ósjálf- stæður þjóðfélagslega séð, og sá hinn sami getur orðið afar ósjálf- stæður innra með sér eftir að hann hlýtur ytra frelsi til að athafna sig óáreittur. Þetta styður það að menn eiga að vara sig á hrósi og velunnur- um. Upp úr 1956 fara útlægir Spán- veijar að snúa aftur. Þá gerði Franco samning við Sovétríkin um að spæn- skir útlagar fengju að flytja heim og þeim heitið húsi og ömggu starfí þegar heim kæmi. Margir trúðu þessu, en fengu hvorki hús né ör- uggt starf. Demantstorgið gerist að hluta til fyrir Borgarastyijöldina, í henni og eftir hana. Lesandinn er leiddur inn í það hvemig lífíð er fyrir stríðið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.