Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Samningar um bakvaktir á þyrlum Gæslunnar; Vinnum að sameigin- legri lausn málsins - segir forstjóri Landhelgisgæslunnar „ÞAÐ ER verið að reyna að kom- ast að samkomulagi við flug- menn um bakvaktir og við höfum rætt þessi mál innanhúss i dag með það fyrir augum að finna sameiginlegan grundvöll til þess að leysa þetta mál,“ sagði Gunn- ar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður hvað Land- helgisgæslan hygðist gera varðandi bakvaktir á þyrlur gæslunnar, en sem kunnugt er tók nokkurn tíma að finna áhöfn á stærri þyrlu gæslunnar þegar útkall kom vegna neyðarkalls spænsku þotunnar sem hrapaði í sjóinn um 50 mílur vestur af landinu sl. sunnudagskvöld. „Við vinnum að því að samræma okkar sjónarmið," sagði Gunnar, „þannig að sameiginlegur skilning- ur liggi að baki niðurstöðunnar og við verðum að treysta á að stjóm FÍA og vinnumálanefnd ríkisins skilji sérstöðu málsins eins og við innanhússmenn emm sammála um, en það er ljóst að viðræðurnar að undanfömu hefðu mátt ná lengra, því ljóst er að nokkurs misskilnings hefur gætt í meðferð málsins." Bogi Agnarsson, þyrluflugmað- ur, fulltrúi flugmanna í viðræðum um samninga, sagði í samtali við Morgunblaðið að staða málsins lægi þungt á flugmönnum, því það væri til lítils að eiga stórt og öflugt björg- unartæki, en mannskap vantaði þegar neyðartilvik kæmu upp. „Það slitnaði upp úr samningafundi í morgun," sagði Bogi, „en þegar menn fóru að ræða málin innan- húss í dag kom í ljós, að um talsverðan misskilning var að ræða. Málin em nú að skýrast og menn ,eru að reyna að ná lendingu á sama velli. Ef það tekst þá þarf ekki að vera langt í samninga þannig að þyrluþjónustan komist í eðlilegt horf.“ I I/EÐURHORFUR Í DAG, 14.10.87 I YPIRLIT i hádsgi f gær: Allmikið lœgðasvæði auðsuöaustan af landinu an hæð yfir Grænlandi. 8PÁ: f dag verður norðaustanátt á landinu. Skúrir eða slydduél við suður-, austur- og norðurströndina en liklega þurrt að mestu á Vesturlandi. VEBURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Austan- og norðaustanótt og fremur svalt ( veðrl. Þurrt vestanlands en skúrlr eða ól I öðrum landshlutum. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- -j o Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Skúrir * V El GiÉí UéttskýjaA / / / / / / / Rigning = Þoka HáKskýjað / / / * / * — Þokumóða ’, ’ Súld ^^Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur _J- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * |~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl 0 0 veður tnjóél anjókoma Bergen 10 úrkomafgr. Helslnki 10 léttskýjað Jan Mayen + 1 snjókoma Kaupmannah. 10 þokumóða Narsaarssuaq + 3 skýjað Nuuk 0 skýjsð Osló 10 skýjað Stokkhólmur 9 þokumóða Þórshöfn 9 skýjað Atgarve 21 skýjað Amsterdam 12 þokumóða Aþena 23 léttskýjaö Barcelona 20 alskýjað Berifn 12 skýjað Chlcago 1 Wttskýjað Feneyjar 16 hálfskýjað Frankfurt 10 rlgn. ás.klst. Glasgow 10 reykur Hamborg 12 skýjað Las Palmas 26 hálfskýjað London 14 léttakýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lóxemborg 11 skýjað Madrfd 16 mlstur Malaga 22 léttskýjað Mallorca 23 skýjað Montreai + 1 léttskýjað NewYork 6 léttskýjað Paris 16 léttskýjað Róm 21 hélfskýjað Vin 13 skýjað Washington 6 léttskýjað Winnipeg 10 skýjað Strætisvagnar Reykjavíkur: Hækkun á STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur vill að gjaldskrá vagnanna verði hækkuð. Al- mennt fargjald hækki úr 28 krónum í 35 krónur en fargjald fyrir börn hækki úr 8 krónum í 10 krónur. í tillögu stjómar SVR er gert ráð gjaldskrá fyrir að fækka miðum á 200 króna spjaldi úr 7 miðum í 6 og að 26 miða spjöld fullorðinna og barna hækka um 25%. Vegna ágreinings í borgarráði var tillögunni vísað til nánari um- fjöllun í borgarstjórn. Kjarvalsstaðir: Gunnar B. Kvaran ráð inn listráðunautur BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar Kjarvalsstaða að ráða Gunnar B. Kvaran listráðu- naut Kjarvalsstaða til næstu fjögurra ára. Gunnar stundaði nám í listasögu og fomleifafræði við háskólann í Aix en Provence, í Frakklandi og lauk þaðan doktorsgráðu árið 1986. Fjallaði ritgerð hans um list Ás- mundar Sveinssonar myndhöggv- ara. Að námi loknu stundaði hann kennslu og skrifaði listagagnrýni í Dagblaðið. Frá árinu 1983 ár hefur hann gengt störfum forstöðumanns Ásmundarsafn og jafnframt séð um íslenskar listsýningar erlendis. Reykjavík: Hækkun á dagheimilis- og leikskólagjöldum BORGARRÁÐ hefur samþykkt hækkun á gjaldskrá Dagvistar barna. Fyrir barn í forgangshóp á dagheimili verður gjaldið 4.750 krónur á mánuði frá og með 1. nóvember næstkomandi. Dagheimilisgjald fyrir böm giftra foreldra verður kr. 7.250, fyrir 4ra stunda gæslu á leikskóla verður gjaldið, kr. 3.200 og fyrir 5 stundir kr. 4.000. Með þessari hækkun verða gjöld á dagvistarstofnunum Reykajvíkurborgar þau sömu og í Kópavogi að sögn Gunnars Eydal skrifstofustjóra borgarstjóra. Ur umf erðinni í Reykjavík mánudaginn 12. október 1987 Kl. 07.10 varð fullorðin kona fyrir bifreið á Hverfisgötu. Hún lenti uppi á vélarloki bifreiðarinnar, barst með henni nokkum spöl og féll á götuna. Hún lá um 20 metra frá árekstursstað og reyndist fót- og handleggsbrotin. Samtals 56 kærur fyrir brot á umferðarlögum á mánudag. Kl. 23.30 var 18 ára piltur sviptur ökuréttindum á staðnum er hann mældist aka bifreið sinni með 111 km/klst. hraða vestur Sætún. Piltur- inn á heima úti á landi og er eigandi Toyota bifreiðar sem hann ók. Á Sætúni er mestur leyfilegur hraði 50 km/klst. Ökumenn vom kærðir fyrir að aka um Elliðavog með 86-96 km/klst. hraða. Um Kleppsveg með 91 km/klst. hraða. Um Kringlumýrarbraut einnig með 91 km/klst. hraða og um Suðurgötu með 85 km/klst. hraða. Númer voru klippt af 13 ökutækjum vegna vanrækslu á að færa til aðalskoðunar og þrír ökumenn voru færðir með bifreiðir sínar til bif- reiðaeftirlitsmanns. Kranabifreið fjarlægði 15 bfla vegna ólöglegrar og slæmrar stöðu auk 8 sem fengu sektarmiða. Tveir ökumenn voru staðnir að akstri mót rauðu ljósi á götuvita í mánudagsumferðinni. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.