Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 20
GOTT FÖLK / SÍA 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Mikligarður: Rekstrarleyfið framlengt DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri leggur til að rekstrarleyfi fyrir Miklagarð við Holtaveg verði framlengt um tiu ár. Borgarráð samþykkti erindi Miklagarðs og tillögu borgarstjóra og visaði er- indinu til umsagnar hafnarstjóm- ar. í bréfi Miklagarðs til boigarráðs frá 15. september segin „Þann 18. marz 1986 samþykkti borgarráð Reykjavíkur að framlengja rekstrar- lejrfi fyrir Miklagarð s.f. til ársloka 1988. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum að slik takmörkun á starfs- leyfi er eðlilegum rekstri verzlunar- innar mikill fjötur um fót. Takmörkun starfsleyfisins út næsta ár skapar slíka óvissu í rekstri að mannaráðningar, vöruinnkaup sem þurfa langan afgreiðslufrest svo og fjárhagslegar og rekstrarlegar skuldbindingar fram i tímann verða trauðla gerðar meðan þessi óvissa ríkir. Mikligarður er allt of stórt og viðamikið fyrirtæki til að geta þrif- ist og starfað við takmarkandi aðstæður. Stjóm Miklagarðs fer fram á það við borgarráð Reykja- víkur að starfsleyfi Miklagarðs verið framlengt sem allra fyrst í ótiltekin tíma svo rekstur verzlunarinnar og þjónusta okkar við neytendur geti orðið með eðlilegum hætti." Verðlaunahafamir í Höfða (f.v.): Stefán Snæbjörnsson, sem lilaut 2. verðlaun, Grímur Marinó Steindórsson, sem hlaut 1. verðlaun, og Guðmundur R. Guðmundsson, sem hlaut 3. verðlaun. Minjagripur um Höfða: Nú er hollt að muna efdr Skútuvogi 4 Slátur er einstaklega ódýr mat- ur — þú kemst að þvf ef þú heimsækir slátursölu SS. Fimm slátur í poka kosta aðeins 1.285 krónur. Það er ekki til önnur leið betri til að lækka útgjaldaliði heimilisbókhaldsins en taka og borða slátur. Slátursala Skútuvogi 4 Sími 35106 Allt til sláturgerðar á einum stað. VERÐLAUN AFHENT VERÐLAUN í samkeppni um gerð minjagripa, sem Ferðamála- nefnd Reykjavíkur efndi til í tilefni þess að nú er liðið eitt ár frá leiðtogafundinum i Reykjavík, voru afhent síðastliðinn mánu- dag. Fyrstu verðlaun hlaut Grímur Marinó Steindórsson, Kársnesbraut 61, Kópavogi, og afhenti Þórunn Gestsdóttir, vara- formaður Ferðamálaráðs Reykjavíkur, honum verðlaunin, að upphæð kr. 100.000, við athöfn í Höfða í gær. Alls bárust dómnefndinni 26 til- lögur frá 19 höfundum, og varð tillaga Gríms um mynd af tveimur friðardúfum við sólarupprás, gerða úr ryðfríu stáli og graníti, hlutskörp- ust. Dómnefndin taldi að myndina yrði auðvelt að fjöldaframleiða, en það var eitt af skilyrðunum sem nefndin setti um gerð minjagripanna. Önnur verðlaun, að upphæð kr. 50.000, hlaut tillaga Stefáns Snæ- bjömssonar, Heiðarlundi 7, Garðabæ, en hugmynd hans er að útfæra listaverkið „Öndvegissúlur" eftir Sigutjón Ólafsson í smækkaðri mynd, sem nota megi sem bréfa- pressu eða hilluskraut. Þriðju verð- laun, 25.000 krónur, hlaut Guðmundur R. Guðmundsson, Blika- stöðum 1, Mosfellsbæ, fyrir hug- mynd sína um að gera tölvuforrit sem hann kallar „friðarhermi", en á því er að finna upplýsingar um Reykjavík, Höfða, leiðtogafundinn, og þau vandamál sem steðja að friði I heiminum. Verðlaunaafhendingin var í tengslum við ráðstefnuna „Reykjavík - fundarstaður framtíðarinnar", sem haldin var í Holiday Inn á mánudag. Komskurður í fullum gangi. MorgunblaSií/BjömSveinsaon GÓÐ UPPSKERA KORNS Á HÉRAÐI Egilsstöðum. KORN þroskaðist óveqju vel á Fljótsdalshéraði i sumar og þakka bændur það sérlega góðu vori og mildu hausti. Sex bænd- ur sáðu byggi i um 17 hektara og var uppskeran um 4 tonn af þreskjuðu korni á hvera hektara. Fréttaritari leit við á Hjartar- stöðum í Eiðaþinghá í byijun október þegar komskurður var þar í fullum gangi og tók Halldór Sig- urðsson bónda tali. Halldór sagði að þeir sex bænd- ur sem sáðu byggi í vor hefðu allir náð ágætis uppskeru af vel þrosk- uðu komi. Flestir hefðu sáð Maribyggi sem er tveggja raða Kora sekkjað og pokum lokað. bygg og hefði það reynst vel. Einn- ig hefur bóndinn I Vallamesi reynt finnskt sex raða bygg. Það hefði þroskast fyrr og gæfi meiri upp- skem en það væri lausara ( axinu og hættara við að leggjast þannig að það væri áhættusamara ( rækt- un. Halldór sáði í 4 hektara og fékk 15—16 tonn af blautu komi sem hann sekkjar I plastpoka og lætur geijast. Bygginu ætlar hann að blanda saman vð hey ásamt fiskimjöli og láta köggla og fæst þannig mjög kraftmikið fóður sem gefur innfluttri fóðurblöndu lítið eftir hvað fóðurgildi varðar. — Björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.