Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Geimvarnaráætlunin og stuðningur við kontra-skæru- liða hverfur með Reagan Frank Mankiewicz aðstoðarmaður Ro- berts Kennedy og George McGovern leysir frá skjóðunni Frank Mankiewicz var blaðafulltrúi Roberts Kennedys þegar hann barðist fyrir útnefningn demókrataflokksins til framboðs í forsetakosningunum árið 1968 og hægri hönd Georges McGovem í forsetakosningunum 1972. Árið 1974 bauð hann sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en féll naumlega í forkosningu. Þótt Mankiewicz sé ekki í fremstu víglínu nú fylgist hann grannt með bandarískum stjómmálum og hef- ur einstaka yfirsýn yfir merkilegt tímabil í sögu Bandaríkjanna. Hann starfar nú á vegum fyrirtækisins HiU and Knowlton, sem er stærsta kynning- arfyrirtæki í heimi og hefur rúmlega 50 skrifstofur i 32 löndum. Mankiewicz var viðriðinn leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mik- hails Gorbachev Sovétleiðtoga fyrir ári síðan. Hill and Knowlton fyrirtækið var fengið til að setja upp þjónustumiðstöð fyr- ir fjölmiðla þegar fundurinn var haldinn, sjá til þess að upplýsingar um ísland kæ- must í hendur fréttamanna og láta þá hafa skírteini til að komast á blaðamannafundi. Þið gerðuð betur en Reagan og Gorbachev Mankiewicz er aðstoðarstjómarformaður Hill and Knowlton: „Ég tel að íslendingar hafi staðið sig frábærlega þegar Reykjavík- urfundurinn var haldinn. Þið stóðuð ykkur að minnsta kosti betur en Reagan og Gorbachev," segir Mankiewicz og hlær. Mankiewicz kom hingað til lands um helg- ina til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu, sem flallar um það hvort Reykjavík sé vænlegur vettvangur fyrir alþjóðlegar ráðstefnur. Vissulega tilefni til ráðstefnu. Frá því að fundurinn var haldinn í Reykjavík hefur samningaviðræðum stór- veldanna fleygt áfram og nú hefur verið undirritað bráðabirgðasamkomulag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuflauga. Bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að skuldbinding Bandarílq'a- manna til að koma Vestur-Evrópurflqum til hjálpar ef Sovétmenn sýna klæmar verði ómarktæk við brottflutning flauganna: „Svona tai fer I taugaraar á mér. Það tefur fyrir," segir Mankiewicz. „Ef við skuld- bindum okkur til að veija Vestur-Evrópu, þá veijum við Vestur-Evrópu. Annars mynd- um við ekki skuldbinda okkur til þess. Auk þess er nóg til af vopnum til þess að svara árásum Sovétmanna þótt flaugamar verði flarlægðar. Spumingin er sú hvort vopnin virka." Geímvamaráætlun óraunhæf Hann telur geimvamaráætlun Reagans aftur á móti ekki raunhæfa: „Stjömustríðsá- ætlunin hefur dregið mjög úr jafnvægi í samskiptum stórveldanna og þegar Reagan hverfur úr Hvíta húsinu verður hætt að veita fé til geimvama, hvort sem demó- krati eða repúblikani kemst til valda. Hvað eiga Sovétmenn að halda þegar helstu and- stæðingar þeirra reyna að koma upp full- komnu vamarkerfi gegn kjamorkuárás? Þeir álykta sem svo að Bandarílq'amenn ætli sér að greiða fyrsta höggið og þá ligg- ur næst við að Sovétmenn reyni sjálfir að verða fyrri til.“ í ágúst undirrituðu forsetar fimm Mið- Ameríkuríkja friðaráætlun í Guatemala. Oscar Arias, forseti Costa Rica og ftiðar- verðlaunahafi Nóbels, átti heiðurinn af áætluninni og eru miklar vonir bundnar við hana. Þar kveður á um að reynt skulli að stilla til fríðar með skæruliðahreyfingum og stjómvöldum í viðkomandi ríkjum. „Víst er að skæruliðar í Nicaragua munu ekki fá frekari stuðning Bandaríkjamanna eftir að Reagan fer frá og gildir þá einu hvort demó- krati eða repúblikani verður forseti," segir Mankiewicz. „Við söfnuðum kontra-skæru- liðunum saman, þjálfuðum þá, fæddum og klæddum og nú ætlum við að snúa við þeim baki. Við það mun kontra-hreyfingin logn- ast út af. Þetta er sorglegur kapituli í sögu Bandaríkjanna. Við höfum valdið íbúm Nic- aragua miklum hörmungum og glatað trausti í rómönsku Ameríku, nema ef til vill í Chile og Paraguay. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, vill ræða beint við Bandaríkja- stjóm, sem segir aftur á móti að sandinist- amir eigi að ræða við kontrana. Ég spyr: Hvers vegna ætti Ortega að ræða við brúðu búktalarans þegar búktalarinn er í herberg- inu.“ Forkosningar á villigötum? Forsetakosningar verða í Bandaríkjunum á næsta ári og það hefur ekki farið fram hjá neinum að kosningabaráttan er þegar hafin og frambjóðendur famir að heltast úr lestinm. Demókrötum hefur verið líkt við höfuðlausan her og blaðamaður vikuritsins Time sagði að baráttan milli frambjóðenda flokksins væri eins og „klessukappakstur og að lokum mun aðeins einn aðframkominn sigurvegari standa uppi": „Blaðamenn geta slegið um sig með fjálglegum samlíkingum. Aftur á móti ber að gæta þess að þeir tveir 11 George Bush minnir hverja konu á fyrsta manninn sem hún giftist sem hafa dregið sig til baka gerðu ekki vegna þess að Demókrataflokkurinn hefur slæman málstað. Það er nauðsynlegt að hafa hugfast að fyrsta sinni síðan John F. Kennedy varð forseti 1961 verður kosninga- baráttan ekki milli forseta og mótframbjóð- anda hans og því horfa málin öðruvfsi við,“ segir Mankiewicz. Gary Hart og Manki- ewicz stjómuðu kosningabaráttu McGo- vems 1972. „Þá þegar var augljóst að Hart ætlaði sér langt og tveimur árum síðar fór hann á þing. Hart ögraði blaðamönnum þegar upp komst að hann hefði átt vingott við fyrirsætuna Donnu Rice. Hann skoraði á þá að fylgja sér eftir og svo fór að hann dró sig til baka. En Joseph Biden gerði sig sekan um ritstuld, vitnaði í menn í ræðum sínum án þess að geta heimildar. Hann sló sjálfan sig út með því að vitna í Neil Kinnock, leiðtoga breska verkamanna- flokksins. Biden gumaði af því að vera mikill ræðumaður. Það er slæmt þegar menn verða berir að því að standa ekki undir nafni." Myndbönd af Biden og Kinnock bámst til flölmiðla úr herbúðum demókratafram- bjóðandans Michaels Dukakis: „Hann státar af því að hafa vakandi auga með öllu sem gerist innan hans vébanda og kveðst ekki munu missa stjóm á sínum mönnum eins og Reagan er sagður hafa gert í vopnasölu- málinu. Síðan kemur í ljós að kosningastjóri Dukakis hefur notað tækifærið til að koma höggi á Biden án vitundar yfírmanns síns, mannsins, sem lætur ekkert fram hjá sér fara. Aftur á móti tel ég að Dukakis muni standa þetta af sér, enda gerðu undirmenn hans ekki annað en að benda á staðreynd- ir. Þeir gerðust ekki sekir um falsanir," segir Mankiewicz og kveður fráleitt að þessi frambjóðendamál eigi að skaða þann, sem endanlega verður í framboði fyrir Demó- krataflokkinn á næsta ári. Því hefur verið haldið fram að baráttan um útnefningu til forsetaframbjóðanda sé orðin svo hörð og Qölmiðlar það ófyrirleitn- ir að hæfustu menn fiokkanna þori einfald- lega ekki að bjóða sig fram. Þar hefur ýmis nöfn borið á góma: Mario Cuomo, borgarstjóra New York, og Bill Bradley og Edward Kennedy, öldungadeildarþingmenn. Mankiewicz: „Eg tel ólíklegt að Cuomo, Bradley og Kennedy gefi kost á sér úr Morgunblaðið/Bj ami Frank Mankiewicz, aðstoðarstjómar- formaður kynningarfyrirtækisins Hill and Knowlton. 11 Gordon Liddy ætlaði alltaf að koma fyrir hljóðnema á skrifstofu minni en ég vann of lengi frameftir u þessu. Það er erfitt að koma inn í kosninga- baráttuna svona seint. Hvað Kennedy varðar þá hygg ég að Chappaquidick-slysið myndi ekki standa honum fyrir þrifum nú enda em tuttugu ár liðin frá því. Aftur á móti sýndu skoðanakannanir að barátta hans fyrir útnenfningu yrði mjög tvísýn." Hann játar því að verið geti að hæfileika- fólkið þori ekki að taka af skaríð: „Ef til vill verður að gera breytingu á því hvemig farið er með frambjóðendur, annars munu færri gefa kost á sér.“ Hann segir að árið 1972 hafí verið síðasta árið sem dagblöðin höfðu í fullu tré við sjónvarpið. Það ár tók sjónvarpið öll völd. Bandaríski blaðamaðurínn Hunter S. Thompson, sem alræmdur er fyrir bækumar „Angist og viðbjóður í kosningaslagnum" (Fear and Loathing on the Campaign Tra- il) og „Angist og viðbjóður í Las Vegas“ (Fear and Loathing in Las Vegas) fylgdist með kosningabaráttu McGovems. Hann lýs- ir því þegar hann kom í kosningamiðstöð McGovems fyrir fyrstu forkosningamar í New Hampshire. Þegar hann kom inn voru aðeins örfáir menn fyrir í herberginu. Thompson sótti sér samloku og bjór og sett- ist niður með dagblað. Eftir stutta stund tekur hann eftir því hvar maður einn kemur inn, gengur að hlaðborðinu og virðist gera sér far um að snúa baki í viðstadda. Allt í einu rennur upp fyrir Thompson að hér er frambjóðandinn kominn og enginn í her- berginu þekkir hann. McGovem er aleinn og hvergi bólar á lífvörðum hans: „Þú vitn- ar í Thompson. Hann er góður vinur minn. En þetta breyttist þegar leið á kosningabar- áttuna," segir Mankiewicz. „Nú fylgja fjölmiðlar frambjóðendum við hvert fótmál. Þetta gæti aldrei gerst á okkar dögum. Frambjóðandi myndi undantekningarlaust þekkjast. Sjónvarpið sér til þess.“ Manki- ewicz pírir augun bak við gleraugun: „Veistu hvers vegna þeir láta frambjóðend- uma aldrei úr augsýn? Það er eins og þeir séu að vaka yfir fanga sem bíður aftöku,“ hvfslar hann. Dole eða Bush frambjóðandi repúblikana Repúblikanar hafa ekki farið varhluta af hneykslismálum og þess er skemmst að minnast að sjónvarpsklerkurinn Pat Robert- son reyndi að falsa brúðkaupsdag sinn til að hylma yfir að sonur hans var getinn áður en hann gekk í það heilaga: „Mál af þessu tagi myndi ekki skaða flesta fram- bjóðendur. Pat Robertson boðar aftur á móti skírlífi fyrir hjónaband og þess vegna er þetta slæmt fyrir hann. En víst er að Robertson verður ekki framlega í forkosn- ingum repúblikana, hann fær hvergi meira en tíu prósent atkvæða." Mankiewicz segir að annað hvort Bob Dole öldungadeildar- þingmaður eða George Bush varaforseti hljóti útnefningu Repúblikanaflokksins. En Bush virðist ekki vera Mankiewicz að skapi: „Hann minnir hveija konu á fyrsta mann- inn, sem hún giftist." Mankiewicz hefur komið víða við frá því hann var í fremstu víglínu í kosningabar- áttu McGovems. Hann var útvarpsstjóri ríkisreknu útvarsstöðvarinnar National Public Radio, sem útvarpar ekki tilkynning- um. í stjómartíð hans fjölgaði hlustendum um sex milljónir að meðaltali, úr tveimur milljónum í átta. Um tíma skrifaði hann fastan dálk, sem birtist í blöðum víða um Bandaríkin. Hann hefur einnig skrifað nokkrar bækur, þar af tvær um Richard Nixon og Watergate-hneykslið, sem hann fór ekki varhluta af. Vélabrögð Nixons „George McGovem tapaði kosningunum 1972 fyrir Richard Nixon vegna þess að hann ætlaði að gera Thomas Eagleton að varaforsetaefni sínu,“ segir Mankiewicz. í ljós kom að Eagleton hafði sætt meðferð á geðveikrahæli vegna þunglyndis og varð hann að draga sig til baka. Eagleton var helsta umfjöllunarefni fjölmiðla sumarið og haustið 1972. „En fyrst og fremst vélabrögð Nixons gegn andstæðingnum urðu McGo- vem að falli," segir Mankiewicz. „Þá var Watergate-hneykslið ekki komið í hámæli. Dagblaðið The Washington Post skrifaði reyndar hvað eftir annað um ódrengileg vinnubrögð stjómar Nixons, en aðrir fjöl- miðlar áræddu ekki að fylgja því eftir. 11 Hvers vegna ætti Or- tega að tala við brúðu búktalarans þegar búk- talarinn er inni í herberginu? u Dagblaðið The New York Times vildi ekki sffellt vitna í fréttir The Washington Post, það þykir ekki við hæfí á dagblaði að hafa allt sitt vit úr öðmm blöðum." Hann minnist þess að Nixon lét útsend- ara sfna hvað eftir annað afboða kosninga- fund eins frambjóðanda og dreifa tilkynn- ingum um að annar frambjóðandi ætlaði að halda kosningafund, þegar engar ráða- gerðir vom uppi um slíkt. „Þegar lands- fundur demókrata, þar sem forsetaefni flokksins var útnefnt, var haldinn í Miami fyrir kosningamar 1972 fengu þeir til dæm- is hóp manna til að klæðast eins og hippar og valda glundroða í móttökusal eins hótels- ins, sem við vomm með. Þeir beittu svika- brögðum," segir Mankiewicz. „Gordon Liddy, sem fór fyrir stuðningsmannaliði Nixons, sagði einhvem tíma að hann hefði hvað eftir annað ætlað að koma fyrir hljóð- nema í skrifstofu minni, en hann hefði aldrei getað það vegna þess að ég vann alltaf frameftir. Ég get nú bent honum á þótt seint sé að hann hefði einfaldlega get- að sent mann til að gera við loftræstinguna án þess að mig hefði gmnað neitt." Robert Kennedy Fjómm ámm áður, árið 1968, var Manki- ewicz blaðafulltrúi Roberts Kennedy þegar hann sóttist eftir útnefningu Demókrata- flokksins til forsetaffamboðs. „Það var mjög spennandi að vinna fyrir Robert Kennedy, þar beittum við byltingarkenndum vinnu- brögðum. Lyndon B. Johnson dró sig til baka og við unnum Hubert Humphrey. Þetta var líkast byltingu f stjómmálum. Við beitt- um nýjum aðferðum í kosningabaráttunni og áttum stuðning svartra og hvítra verka- manna visan. Á þessum tíma var mikið að gerast og má þar nefna mótmæli gegn stríðinu í Víetnam, sem setti reyndar einnig mikinn svip á kosningamar 1972,“ segir Mankiewicz. En framboð Roberts Kennedy fékk sviplegan endi: „Hann var myrtur kvöldið, sem forkosningamar í Kalifomíu fóm ffarn. Þetta voru síðustu eða næst síðustu forkosningamar og Kennedy hafði f raun tryggt sér útnefningu. Svo fór að Humphrey fór ffam fyrir demókrata og beið lægri hlut fyrir Nixon." Viðtal: Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.