Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 27 Morgunblaðið/Jóhann Guðmundason. Fljúgandi skýdiskur yfir Apavatni SKÝIN taka stundum á sig skemmtilegar myndir, eins og þetta sem minnir einna helst á „fljúgandi disk“. Myndina tók Jóhann Guðmundsson í Grimsnesi við Apavatn nú nýlega, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hér um að ræða vindskafin netjuský, sem stundum myndast yfir eða hlémegin við fjöll og mishæðir. Loftöldur myndast út frá fjöllunum og skýin myndast í öldutoppunum. Stundum myndast röð af slíkum skýjum með nokkurra kUómetra millibili hlémegin við fjallið og fyrir kemur að skýjaraðir vindskafinna skýja, sem einnig nefnast oddaský, eru í mismunandi hæð. Á þessari mynd hafa oddaskýin hins vegar myndast hvert yfir öðru. Diego Masson stjórnandi. Roger Woodward einleikari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Píanókonsert eftir Áskel Más- son framfluttur PÍANÓKONSERT eftir Áskel Másson verður frumfluttur á öðrum áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands fimmtudaginn 15. október. Áskell samdi konsertinn sérstaklega fyrir pianóleikarann Roger Woodward sem leikur á tónleikunum. I frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni Lundúna. segir að sjö ár séu liðin síðan Áskell kvaddi sér fyrst hljóðs á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar með Klarínettukonsert sínum og síðar voru flutt Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit og víólu- konsert. Auk þessa verks Áskels verða Parísarsinfónían eftir Mozart og „Myndir á sýningu" eftir Mussorgsky á efnisskránni. Stjómandi á tónleikunum verður franski hljómsveitarstjórinn Diego Masson. Hann var áður vel þekktur sem slaghljóðfæraleikari en hefur undanfarin ár stjómað hljómsveit- um. Hann er stofnandi og stjórnandi Musique Vivante, sem einbeitir sér að flutningi nútímatónlistar. Mas- son var um tíma tónlistarstjóri óperunnar í Marseilles og stjómandi Sinfóníuhljómsveitarinnar þar. Að undanfömu hefur hann þó í ríkari mæli snúið sér að stjóm hljómsveita víða um Evrópu, þ.á m. hefur hann stjómað BBC Sinfóníuhljómsveit- inni og Fflharmóníuhljómsveit Einleikari á tónleikunum er ástr- alski píanóleikarinn Roger Wood- ward. Woodward hefur búið í Lundúnum í rúm 20 ár og getið sér gott orð sem túlkandi sígildra og nýrra píanóverka. Hann hefur t.d. verið talinn besti Chopin túlkandinn í dag og einnig frumflutt tónverk eftir tónskáld, sem síðar urðu vel þekkt, s.s. japanska tónskáldið Ta- kemitsu og Frakkann Martin Feldman. En þrátt fyrir að Roger Woodward sé í dag einn besti kon- sertpíanisti heims spilar hann gjaman í minni hljómsveitum og slær á léttari strengi. í tilefni af 200 ára afmæli Ástralíu á næsta ári mun hann halda tónleika víða í Ástralíu en einnig taka þátt í djass- tónieikaferð með djasstónlistar- manninum Cecil Taylor. Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar verða f Há- skólabíói eins og venjulega og heflast kl. 20.30. EINKAREIKNINGUR Einkareikningur er nýr og betri tékkareikningur fyrir einstaklinga. 17% vextir Ársvextir eru nú 17% jafnt á háa sem lága innstæðu Og það sem meira er; þeir eru reiknaðir daglega af innstæðunni en ekkiaflægstu innstæðu á 10 daga tímabili eins og á venjulegum tékkareikningum. Þessi ástæða ein ernægileg til þess að skipta yfir í Einkareikning. 30.000 kr. yfirdráttur Einkareikningshafar geta sótt um allt að 30 þúsund króna yfirdrátt til þess að mæta tímabundinni þörf fyriraukið reiðufé. 150.000 kr. lán Einkareikningshafar geta fengið lán með einföldum hætti. Lánið er í formi skuldabréfs til allt að 24 mánaða að upphæð allt að 150 þúsund krónur. Slík lánveiting er þó að sjálfsögðu háð öðrum lánveitingum bankans til viðkomandi. Hraðbanki Einkareikningnum fylgir bankakort sem veitir ókeypis aðgang að hraðbönkunum allan sólarhringinn. Q 5 1 Einkareikningurinn þinn ® í Landsbankanum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.