Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 29 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vegurínn liggnr í gegnum hæðir og ása norðan í Henglinum. Þriðjungi hita- veituvegaríns frá Nesjavöllum lokið Selfossi. FRÁ ÞVÍ í júlí í sumar hefur verið unnið að því að leggja veg frá Nesjavöllum í Grafningi áleiðis til Reykjavíkur, þá leið sem heitu vatni verður veitt frá Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum. Nú er lokið við að leggja þriðjung vegarins. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem er aðalverktaki í vegagerðinni, en auk hennar er einnig komið fyrir festum fyrir væntanlega hitalögn. Ræktunar- sambandsmenn leggja veginn frá Nesjavöllum að Hafravatni en aðrir verktakar annast spölinn þaðan. Vegurinn frá Nesjavöllum að Hafravatni er um 20 kílómetra langur og liggur fyrst um mjög úfið landslag norðan í Henglinum. Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við verkið og ruddu leiðina í gegnum hæðir og ása. Tilboð Ræktunarsam- bandsins hljóðaði upp á 121 milljón króna, samkvæmt verðlagi í apríl. Undirverktaki við steyptar festur fyrir hitalögnina er Smiður hf. á Selfossi. Vegurinn fer hæst upp í 400 metra hæð, þar sem komið verður fyrir söfnunartönkum. Nú eru vega- gerðarmenn Ræktunarsambandsins komnir yfír erfíðustu hjallana og hafa lokið við þriðjung verksins. Vel má sjá til þeirra af Suðurlands- vegi í Svínahrauni, ofan við Litlu kaffístofuna. Þeir Ræktunarsambandsmenn fengu á sig snjókomu og skafrenn- ing í síðustu viku. sem gerði þeim erfitt fyrir, en Olafur Snorrason framkvæmdastjóri sagði að þeir héldu ótrauðir áfram þrátt fyrir smá hríðargusur. sig. Jóns. Kóranámskeið í Stykkishólmi NÁMSSKEIÐ fyrir kórsöngvara og söngstjóra verður haldið á vegum Landssambands bland- aðra kóra dagana 23.-25. októ- ber. Leiðbeinendur á námskeið- inu verða Bo Johansson frá Svíþjóð og Jón Stefánsson söng- stjóri, en það verður haldið á Hótel Stykkishólmi. Bo Johansson er skólastjóri tón- listarskóla í Stokkhólmi og er kórstjóri stúlknakórs og Bromme kammarkör, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Landssambandi blandaðra kóra. Hann hefur einnig verið leiðbeinandi á söngnámskeið- um fyrir söngfólk í kórum á Norðurlöndum. Jón Stefánsson er organisti og söngstjóri kórs Lang- Jón Stefánsson Bo Johansson holtskirkju, og hefur leiðbeint á norrænum kóramótum og nám- skeiðum. Námskeiðið er opið öllum sem starfa í kórum, en landssambandið hefur áður haldið námskeið fyrir söngvara og stjómendur kóra. Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 27% á ári og leggjast þeir við höfuðstói tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 28,4% og í 29% eftir 24 mánuði Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun erþví allt að 31,1% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrir háa vextiog verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknastþó ekki af vöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.