Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 33 Bretland: Markaðsvæðing í heilbrigðiskerfinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Moore heilbrigðisráðherra boðaði það í ræðu á ársþingi íhalds- flokksins í síðustu viku, að koma ættí á markaðsvæðingu í heilbrigð- iskerfinu, þar sem sjúkrahús og heimilislæknar kepptu um sjúklinga. Róttækar tillögur í þessu efni koma fram í greinargerð Skrifstofu heilbrigðishagfræðinga, sem er rannsóknarstofnun á vegum lyfjaiðn- aðarins í Bretlandi. Bæði Margaret Thatcher og John Moore hafa skoðað þessar tillögur gaumgæfilega. Aðalatriði tillagnanna er, að komið verði á samkeppni innan heilbrigðiskerfísins, en það verði áfram meginregla, að skattgreið- endur beri kostnaðinn af heilbrigð- isþjónustu þeirra, sem raunverulega þarfnast hennar. Sjúkrahús yrðu hvött til að sérhæfa sig og leita eftir sjúklingum, sem hefðu frelsi til að fara hvert sem er innanlands til að leita sér lækninga, og sjúkra- samlagið greiddi kostnaðinn. Heimilislæknar yrðu hvattir til að auglýsa þjónustu sína til að fá fleiri sjúklinga. Moore sagði í ræðu sinni síðastliðinn fímmtudag, að hann vildi, að hver heimilislæknir gæti séð á tölvuskjá hjá sér á auga- bragði, hvert væri hentugast að senda sjúkling, sem þyrfti að leggja á sjúkrahús. Það mundi stytta bið- lista mjög verulega. Höfundur skýrslunnar er George Teeling Smith prófessor. Hann seg- ir, að þessar tillögur muni hafa í för með sér aukna hagkvæmni og betri nýtingu á tækjum, auk þess sem skortur á sérstökum tegundum aðgerða og þjónustu muni minnka. Aðalrökin fyrir því að beita sam- keppni séu, að hún bæti frammi- stöðu allra, sem vinna innan heilbrigðiskerfísins. Reuter Sovéskur herforingi sýnir vestrænuin sendimönnum efnavopn f stjómstöðinni í Shikhany fyrir rúmri viku. Viðræður um bann við framleiðslu efnavopna: REIÐUBÚNIR TIL AÐ SKÝRA FRÁ EFNAVOPNABIRGÐUM - segir talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins Moskvu, Reuter. SOVÉTSTJÓRNIN er reiðubú- tíl að skýra frá fjölda ín efnavopna og eiturefnabirgð- um í vopnabúrum sinum geri Tíðindi úr skákheiminum: Miles ákveður að tefla fyrir Bandaríkin ENSKI stórmeistarinn Anthony Miles hefur ákveðið að tefla framvegis fyrir hönd Banda- ríkjanna segir í frétt i breska blaðinu Suaday Telegraph um helgina. Þessi ákvörðun hefur verið aðalumræðuefni skák- áhugamanna i Sevilla þar sem Karpov og Kasparov eigast nú við. Miles er íslendingum að góðu kunnur og hann hefur verið í farar- broddi enskra skákmanna undan- farinn áratug. Hann er 33 ára gamall og átti þátt í stórgóðum árangri ensku sveitarinnar á Ólympíumótinu í Dubai í fyrra. Sveitin varð þá í öðru sæti, einung- is hálfum vinningi á eftir Sovét- mönnum. Óánægja Miles með breska skák- sambandið kom upp á yfírborðið nú í vor þegar Miles tilkynnti fyrir- liða ensku sveitarinnar að hann myndi ekki framar tefla fyrir hönd lands síns í Ólympíumótum og ann- ars konar sveitakeppni. Menn bjuggust þá við að Miles hygðist draga sig í hlé og hætta þátttöku í skákmótum. En mönnum kom stórlega á óvart að Miles skyldi síðan tilkynna að hann væri geng- inn í lið með Bandaríkjamönnum sem ekki eiga síður sterkt skák- landslið. Anderton, fyrirliði ensku sveitarinnar, sagði um helgina að hann harmaði að sjálfsögðu þessa ákvörðun Miles. Aðspurður um ástæðumar sem Miles kynni að hafa fyrir því að snúast á sveif með Bandaríkjamönnum sagði Ander- ton: „Skákmenn eru nú einu sinni viðkvæmir fyrir sveiflum í umhverfí sínu og andrúmslofti. Það verður því að hafa það ef Miles hefur yfir- gefíð okkur af persónulegum ástæðum. Hann var ætíð góður liðs- maður." Mönnum kann að koma á óvari hversu auðveldlega skákmenn getí flust á milli landsliða en sú er raun in að hveijum skákmanni er heimilt að skipta um lið þegar ár er liðið síðan hann tefldi fyrir gömlu sveit- ina. Skák hefur verið í miklum upp- gangi á Englandi að undanfömu og nú em tveir enskir skákmenn, Nigel Short og Jonathan Speelman komnir i áskorendakeppnina. Miles náði ekki sæti í henni og hefði því mátt búast við að tefla á neðri borð- unum fyrir hönd lands síns, á næstunni að minnsta kosti. Bandaríkin og önmir þau ríki sem ráða yf ir þess háttar vopn- um slíkt hið sama. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanrikisráðuneytisins, lýstí yfir þessu í gær og markar þetta, að sögn sérfræðinga, . nokkra stefnubreytingu af hálfu sovéskra ráðamanna. Gerasimov sagði stjómvöld í Sovétríkjunum tilbúin til að skýra frá fjölda efnavopna í eigu herafla þeirra áður en gengið yrði til samn- inga um bann við framleiðslu þess háttar vopna. Sagði hann þetta þó bundið því skilyrði að Bandaríkin og fleiri ríki færu að fordæmi Sov- étríkjanna og að tryggt væri að samið yrði um bann við fram- leiðslu efnavopna. Ónafngreindir sérfræðingar sögðu í viðtali við Reuters-irétta,- stofuna í gær að þessi afstaða ERLENT Sovétmanna kynni að flýta fýrir viðræðum um bann við framleiðslu efnavopna, sem fram hafa farið á afvopnunarráðstefnu 41 þjóðar í Genf. Fram að þessu hafa Sovét- menn sagt að aðeins komi til greina að skýra frá fjölda efnavopna í eigu þeirra mánuði eftir að slíkt samkomulag hefur verið undirrit- að. ítrekuðu talsmenn stjómarinn- ar þessa afstöðu fyrir rúmri viku er vestrænum sérfræðingum var boðið að skoða stjómstöð fyrir efnavopnahemað í Shikhany á Volgubökkum. Vestrænu sendimennimir sögðu þá að borin von væri að samkomu- lag um bann við framleiðslu efnavopna yrði undirritað á meðan Sovétmenn neituðu að veita fyrir- fram upplýsingar um efnavopna- birgðir sínar. „Hvernig getum við undirritað samkomulag þegar við vitum ekki hversu miklar birgðir þeir eiga?“ sagði Max Friedsdorf, formaður sendinefndar Banda- ríkjastjómar í Genf, er hann ræddi við erlenda blaðamenn í Shikhany. Vestrænir sérfræðingar segja Sovétmenn eiga gífurlegar birgðir eiturefna og hefur verið fullyrt að þær séu á bilinu 200.000 til 500.000 tonn. Talsmenn Banda- ríkjahers segja eigin birgðir mun minni en hafa ekki nefnt tölur í því samhengi. Sovéskir herforingj- ar segja á hinn bóginn að risaveldin geymi svipaðar birgðir efnavopna í vopnabúrum sínum. LAUGAVEGI 44 : \ í • ■ ■ 1 Mf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.