Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Stigið á bremsuraar Efnahagsstarfsemi ein- kennist af sveiflum. Á eftir lægðum kemur hæð eins og á veðurkortinu. Spumingin nú er sú sama og jafnan áð- ur, hvort menn noti góðu árin nægilega vel til að búa sig undir þau slæmu. Undanfarið hefur ríkt góðæri í landinu. Uppsveiflan hefur verið óvenjulega mikil. Hagvöxtur hér hefur verið meiri en í flest- um löndum. Kaupmáttur hefur aukist vemlega og einnig neyslan. Áhyggjuefnið hefur einkum verið, hvemig brúa eigi bilið í afkomu ríkissjóðs. Skyndilega í síðustu viku spurðist á hinn bóginn að horf- umar fyrir næsta ár væru miklu verri en stjómmála- menn og skari sérfræðinga þeirra hafði séð fyrir. Bmgðist var hart við. Fmmvarp til fjár- laga fyrir næsta ár var endurskoðað í skjmdi og ráð- stafanir gerðar til að treysta stöðu ríkissjóðs enn frekar með hækkun skatta og opin- berra gjalda. Þegar á fram- vindu síðustu daga er litið, kemur meira á óvart, hversu skyndilega og að því er virðist fyrirvaralaust það rann upp fyrir mönnum, að góðærið var á enda. Hefði mátt ætla, að í stjómkerfí, þar sem tugir manna hafa glímt við það um langt skeið að horfa fram á næstu öld, sæju menn sæmi- lega fram á næsta ár fyrr en í byrjun október. Kann auðvit- að margt að breytast enn og á jafn skömmum tíma, áður en þetta ár er á enda, svo að ekki sé rætt um hið næsta, enda mikil óvissa í kjaramál- um. Ráðstafanir þær, sem ríkis- stjómin hefur gripið til, era í megindráttum tvíþættar. Ann- ars vegar er leitast við að auka tekjur ríkissjóðs. Hins vegar era skapaðar nýjar að- stæður fyrir spamaði í því skyni, að frekar leggi menn fé sitt fyrir en eyði því til dæmis í bíla. Umdeildust er sú ákvörðun, að leggja 10% söluskatt á matvæli, hún var að vísu tekin á liðnu sumri. Nú er ákveðið að hefja inn- heimtu á þessum skatti 1. nóvember nk. en ekki um ára- mót, eins og gera átti. Hækkun innflutningsgjalda á bflum gengur þvert á ákvarð- anir, sem teknar vora snemma árs 1986 til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Pin- klamir, sem hafa verið lagðir á hinn almenna borgara til að treysta stöðu ríkissjóðs síðan stjómin var mynduð, era vissulega orðnir margir og flölbreytilegir. Er þess að vænta, að í meðföram þingsins verði fremur litið á spamað og lækkun útgjalda en frekari hækkun skatta og opinberra gjalda. Skattar og opinber gjöld breytast ár frá ári eftir því hvemig vindamir blása í fjár- málum og efnahagsmálum. Að því leyti era síðustu að- gerðir ríkissljómarinnar ekkert nýnæmi. Hitt er nýtt og athyglisvert, að okkur verður heimilað að kaupa er- lend verðbréf, þar með talin hlutabréf í erlendum fyrir- tækjum. Þá hefur einnig náðst samstaða um það innan ríkis- stjómarinnar að afíiema skattalegan mismun milli hlutabréfaeignar og annarra spamaðarforma. Morgunblað- ið hefur lengi hvatt til þess, að íslendingum verði heimilað að fjárfesta í útlöndum, að ávaxta fé sitt á þeim mörkuð- um, þar sem það skilar mestum arði. Nú hefur þessi leið verið opnuð. Morgunblaðið hefur einnig barist lengi fyrir því, að fjárfesting manna í atvinnurekstri verði ekki sett skör lægra en fé, sem þeir leggja á banka eða nota til að kaupa verðbréf. Nú hefur verið ákveðið að eyða þessum mismun. Þegar til lengri tíma er litið eiga þessar ráðstafanir eftir að hafa meiri áhrif á íslensk efnahagsmál en skattapinklamir og vonandi valda því, að sveiflumar á milli góðu áranna og hinna mögra verði ekki jafíi miklar og nú er. Ríkisstjómin hefur stigið á bremsumar. Þensluna á að hemja og gengisskráningunni verður ekki breytt. Ætlunin er að eyða óvissu og setja efnahagsstarfseminni ramma, sem aðrir verða að miða við í ákvörðunum sínum. Efna- hagsstarfsemin ræðst að veralegu leyti af staðfestu ríkisstjómarinnar. Nú verður þess beðið með eftirvæntingu, hvort hún stendur föst fyrir og heldur fram stefnu sinni á þeim granni, sem lagður hefur verið síðustu sólarhringa. Fríverslunarsamningnr Bandaríkjaniia og Kanada — sýndarmennska eða veruleiki? eftír Sigmar Þormar og Halldór Pétur Pálsson Dagskrá viðræðnanna 3. október 1987: Drög að samningi sögð liggja fyrir. Bandaríkjaforseti upplýsir þingið um að ætlunin sé að undirrita fríverslunarsamkomulag. Tímann fram að áramótum á að nota til að ganga endanlega frá samkomulaginu. 3. janúar 1988: Leggja á fríverslunarsamkomulagið fyrir bandaríska þingið þar sem það fær tveggja mánaða umræður. Apríl 1988: Reagan og Mulroney eiga að undirrita fríverslunarsamkomulag. Simon Riesman aðalsamninga- maður Kanadamanna í fríverslun- arviðræðum við Bandaríkin rauk á dyr um daginn í miðjum samninga- klíðunum. Hann taldi að risinn í suðri vildi lítið fara að tillögum Kanadamanna. Viðræðumar virtust hafa farið í strand rétt fyrir þriðja október sl. sem var lokadagur til að skila inn drögum að samkomu- lagi. Þann þriðja október kom hins- vegar tilkynning um að komin væru drög að samkomulagi er „skyldu afnema allar hindranir á verslun milli landanna". Líkt og þessi at- burðarás ber með sér hafa fríversl- unarviðræður Bandaríkjanna og Kanada verið nokkuð sérkennileg- ar. Þó er e.t.v. ekki að furða að á ýmsu hafi gengið því viðræðumar tengjast meginþáttum samskipta Bandarfkjanna og Kanada. Við skulum athuga um hvað málið snýst. Fríverslun Hugmyndin að fríverslunarsam- komulagi Bandaríkjanna og Kanada á rót sína að rekja til leið- togafundar rfkjanna í Quebec-borg árið 1985. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Brian Mulroney sem þá var nýkjörinn forsætisráðherra Kanada, virðast báðir hafa séð sér hag í fríverslunarsamkomulagi milli landanna. Þjóðarleiðtogamir telja sig stuðningsmenn hindrunarlausra viðskipta. Þeir vilja vinna gegn „truflunum hins opinbera" á starf- semi efnahagslífsins, en tollar og höft á viðskiptum milii landa hljóta að flokkast þar undir. Viðskipti landanna eru mjög umfangsmikil. Bandaríkjamenn versla ekki við neina þjóð eins mik- ið og Kanada. Fýrir Kanadamenn er árangur í viðskipti við Banda- ríkin oft spuming um lff eða dauða fyrirtækja, atvinnugreina og heilla héraða í Kanada. Um þrír fjórðu utanríkisviðskipta Kanda er við Bandaríkin. Óbeinar við- skiptahindranir Með fríverslun var ekki eingöngu ætlunin að semja um tollalækkanir sem þessar þjóðir leggja á innflutn- ingsvömr hver annarrar. Stór hluti þeirra vara sem fara á milli land- anna em þegar tollfijálsar eða með mjög litlum tolli, oftast ekki hærri en 5—10%. Hinsvegar ríkja víða svokallaðar tollalausar hindranir (á ensku „non-tariffs barriers") á við- skiptum landanna. Fjölmörg ákvæði em t.d. í gildi í Kanada sem segja til um að opinberir aðilar verði að taka kanadfska framleiðslu fram yfír erlenda við vörainnkaup. Bandarískar vömr, líkt og áfengi, eiga ekki greiða leið að kanadfska markaðnum. Bjór er t.d. aðeins seldur í gegnum einkasölu í stærsta fylki Kanada, Ontario. í bjórversl- unum einkasölunnar er eingöngu boðið upp á kanadíska framleiðslu. Einkasalan selur bandarísk léttvín með 66% álagningu en kanadfsk léttvín með aðeins 1% álagningu. Við samningagerðina stóðu deil- umar því um ýmsar „óbeinar hindranir" á viðsiptum landanna. Hér verður greint frá þeim hindrun- um sem mestur styr stóð um; annars vegar kröfu Kanadamanna um að þeir skyldu fá sérmeðferö f bandarískum kæmm varðandi „óheiöarlega viðskiptahætti" og hinsvegar kröfu Bandarfkjamanna um að engar hömlur yrðu lagðar á fíárfestingar þeirra í Kanada. Óeðlilegir viðskipta- hættir og gerðardómur Bandaríkjamönnum þykir nóg um opinber afskipti af atvinnulífí Kanada. Til dæmis hafa kanadísk yfirvöld hvatt fyrirtæki til að fjár- festa í olíu- og gasleit á hijóstmg- um norðursvæðum landsins. Stuðningur þessi, sem hefur reynd- ar verið minnkaður f valdatíð Mulroneys forsætisráðherra, var eingöngu bundinn við kanadísk fyr- irtæki, en bandarísk olíufyrirtæki em einnig umsvifamikil í Kanada. Þá hefur ávallt tfðkast mikill opin- ber ijárstuðningur við „vanþróunar- svæði" Kanada, þ.e. sjávarútvegs- svæði austurstrandarinnar. Þar er atvinnuleysi mikið, fólk hefur ekki að mörgu að hverfa og sambands- stjómin í Ottawa vill styðja við efíiahag þessara svæða. Bandaríkjamenn kalla þetta „óeðlilega viðskiptahætti". Vegna opinbers stuðnings verði kanadískar olíu-, tijávömr og sjávarafli ódýrari og fái óeðlilegt forskot fram yfír heimavörar við innflutning til Bandaríkjanna. í slíkum tilvikum má leggja fram kæm hjá banda- rískum yfírvöldum gegn erlendri innflutningsvöm. Ef erlendir fram- leiðendur teljast hafa hlotið „óeðli- lega opinbera aðstoð" við fram- leiðslu vöm sinnar má leggja refsitoll (countervailing duty) á vör- una. Refsitollurinn skal þá sam- svara upphæð hins „óeðlilega fíárstuðnings". Kanadastjóm hefur mótmælt þessu og sagt að Bandaríkjamönn- um komi ekki við þótt gerðar séu byggða- og þróunaráætlanir fyrir einstök landsvæði Kanada. Slíkt hljóti að vera eðlilegur þáttur í stjómsýslu hvers lands. Kanada- sýóm telur kæmr og málarekstur í Bandarfkjunum reyndar aðeins vera fyrirslátt og eiga að fela vemd- arstefnutilhneigingar þar f Iandi. Hagsmunaaðilar f bandarísku at- vinnulífi vilji setja á tollmúra því þeir óttist samkeppni frá kanadfsk- um vömm. Hér sé eingöngu um að ræða pólitfskan þrýsting frá banda- rísku atvinnulffí er geti illa keppt við innfluttar vörur, en ekki óeðli- lega viðskiptahætti f Kanada. Gerðardómur í tollamálum Þessa dagana er til meðferðar hjá bandarískum yfirvöldum sægur af kæmm vegna innflutnings á hendur kanadískum vöram. Refsi- tollur hefur þegar verið lagður á nokkrar mikilvægar kanadískar af- urðir, þar á meðal viöarafurðir. Þessar nýju tollaálögur hafa þegar farið illa með efnahag vesturfylkja Kanada. Ein helsta krafa Kanadamanna í fríverslunarviðræðunum hefur verið sú að Kanada fái sérmeðferð í bandarískum málarekstri vegna óheiðarlegra viðskiptahátta. Þeir settu fram þá kröfu að stofnaður yrði gerðardómur þar sem fjallað yrði um hvort kanadfsk atvinnu- grein hlyti „óeðlilega" fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. Með því mætti koma í veg fyrir að sjónarmið vemdarstefnu og pólitískur þrýst- ingur blönduðust inn í ákvarðanir um hvort leggja ætti refsitolla á kanadískar vörur. Samkvæmt nýjustu fréttum sam- þykktu Bandaríkjamenn að stofnuð yrði nefnd beggja aðila sem gæti tekið til athugunar mál vegna óheiðarlegra viðskiptahátta. Nefnd þessi á að athuga hvort pólitfk frek- ar en fagleg sjónarmið hafí fengið að ráða þegar refsitollar em lagðir á kanadískar vömr. Nefndin fær þó aðeins málin til umsagnar eftir að úrskurður liggur fyrir hjá banda- rískum yfírvöldum um refsitolla. Almennt virðist þessi nefnd vera mun valdaminni en sá gerðardómur er Kanadamenn óskuðu eftir. Erlendar fjárfest- ingarí Kanada Þá vilja Bandaríkjamenn að eng- ar hömlur séu á því að þeir geti stofnað fyrirtæki f Kanada. Slfkar hindranir em að vísu ekki veiga- miklar. Til dæmis er mun auðveld- ara fyrir erlenda aðila að stoftia fyrirtæki f Kanada en hér á landi. Þessar smávægilegu hindranir vilja Bandarfkjamenn þó á brott og að bandarískir aðilar geti fjárfest þar til jafns við heimamenn. Erlendar fjárfestingar em miklar í kanadískum framleiðsluiðnaði. Um tveir þriðju hlutar iðnaðar Kanada em í erlendri eigu og em bandarísk fyrirtæki atkvæðamest. Hinsvegar em bankar og lánastofn- anir flestar í innlendri eigu. Bandaríkjamenn virðast vilja kom- ast þar meira að. Þjóðemissinnuðum Kanada- mönnum finnst hinsvegar nóg til um bandarísk áhrif í atvinnulífí landsins. Ef auka á þessi áhrif enn frekar óttast þeir að tilvera Kanada sem sjálfstæðrar þjóðar sé ógnað. Þeir telja ekki koma til greina að erlendar fjárfestingar verði óháðar öllu eftirliti. Skoðana af þessu tagi gætir mjög hjá stjómarandstöðu- flokkunum, FVjálslynda flokknum og Nýja demókrataflokknum. Samkvæmt niðurstöðunni frá 3. október er hinsvegar gert ráð fyrir að farið verði að vilja Bandaríkja- manna. Takmörkunum á erlendri eignaraðild að kanadískum bönkum og fjármálastofnunum skal þar á meðal að mestu aflétt. Ýmis samkomu- lag'satriði Þrátt fyrir yfirlýsingamar 3. október hefur enginn sameiginlegur texti að samkomulagi verið birtur. Hefur aðeins verið skýrt frá ýmsum atriðum og skulu nokkur þeirra nefnd hér: Kanadamenn vilja koma til móts við Bandaríkjamenn með því að leggja niður sem mest af beinum opinbemm fjárframlögum til fyrir- tækja. Undanskilin er þó almenn byggða- og þróunaraðstoð. Gert er ráð fyrir að mismunur í álagningu á víni, er áður var minnst á, hverfí á nokkmm ámm. Ekki verður hinsvegar hreyft við skipan kanadískra bjórsölumála. Kanadamenn ætla að mestu að hætta að hefta olíu- og raftnagnsút- flutning til Bandaríkjanna. Hingað til hefur hið opinbera í Kanada lagt áherslu á að orkuþörf kanadískra fyrirtækja og annarra notenda væri fullnægt áður en olía og rafmagn em flutt út. Fylgistap Mulroneys Nú er svo komið að Brían Mul- roney virðist eiga allt sitt undir þvf að endanlegt samkomulag náist. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi lagt „höfuð sitt að veði“ til að samkomulag næðist. Flokkur hans, Framsækni íhaldsflokkurinn (Pro- gressive Conservatives), tók við stjómartaumunum af FVjálslynda flokki TVudeaus með það sem eitt aðalstefnumálið að auka viðskipti og samvinnu við Bandarflqn. Fylgi Mulroneys hefur hinsvegar dalað ótrúlega hratt frá kosningunum 1984 er Framsækni íhaldsflokkur- inn tók við stjóm með meirihluta á þingi. Niðurstöður nýjustu skoðana- kannana em ekki glæsilegar. Framsækni íhaldsflokkurinn hefur nú minnst fylgi af þeim þremur flokkum sem sitja á kanadíska þing- inu. Ein ástæða fylgistapsins er sú að Brian Mulroney þykir mjög und- anlátssamur í öllum stjómarathöfn- um og virðist víkja sér undan að taka fast á málum. Margir í Kanada óttast að þessi galli forsætisráð- herrans hafi haft áhrif í samninga- viðræðunum við Bandaríkjamenn og hann hafí samið af sér. Bandaríska þingið og kanadísku fylkin Ekki má gleyma í þessari um- ræðu að forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Kanada em ekki einráðir í þessum málum. í Banda- ríkjunum hefur þingið mikil völd varðandi viðskiptamál landsins. í Kanada liggur mikið ákvörðunar- vald hjá fylkjunum sjálfum. Bandaríska þingið er með það sem eitt aðalmál sitt þessa dagana að reyna allt til að draga úr við- skiptahalla landsins við önnur ríki. Bandaríkin hafa neikvasðan vöm- skiptajöfnuð við Kanada og þingið virðist alls ekki á þeim buxunum að samþykkja gerðardóm eða nefnd er tmflað geti viðleitni Bandaríkja- manna við að leggja refsitolla á kanadfskar vömr. Hinum megin við víglínuna urðu fylkisstjórar í Kanada mjög reiðir nýlega er Bandarfkjamenn settu háan refsitoll á kanadfska pottösku sem er viðarafurð og mikilvæg út- flutningsvara. Þessi tollur var sá síðasti í röð bandarískra tolla á kanadísk hráefni og iðnaðarvömr. Efnahagur Bresku Kólumbíu og annarra vesturfylkja Kanada er far- inn að bíða vemlegan skaða af refsitollum Bandaríkjamanna. Kanadfsku fylkisstjómir gáfu út yfirlýsingu þann 27. ágúst sfðastlið- inn um að þeir myndu standa í vegi fyrir fríverslunarsamkomulagi nema í því fælist ákvæði um gerðar- dóm er leysa skyldi ósætti um verslunarmál milli landanna. Ólík- legt er að kanadfsku fylkisstjóramir geri sig ánægða með þá valdalitlu nefnd sem samkomulagsdrögin gera ráð fyrir að taki á þessu mál- um. David Peterson fylkisstjóri Ont- ario, sem er lang fjölmennast og öflugast fylki Kanada, hefur opin- berlega lýst sig andvígann sam- komulagsdrögunum. Þetta skiptir vemlegu máli því fylkisstjórinn hef- ur í hendi sér hvort hann virðir mikilvæga þætti samkomulagsins Ifkt og afnám mismunar f álagningu á kanadfskum og bandarískum vínum. í Kanada em áfengissölu- mál f höndum fylkjanna. Hefur náðst árangnr? Það er þvf alls óljóst hvort yfir- leitt verður af frfverslunarsam- komulagi milli Bandaríkjanna og Kanada. Atburðarás næstu mánaða verður að leiða það í ljós. í raun er aðeins fyrsta stigi viðræðnanna lokið með nokkuð óljósum sam- komulagsdrögum sem virðast hafa náðst í miklum flýti. Alls ekki er ljóst hvort yfirleitt er vilji til að leysa úr stóm ágreiningsmálunum varð- andi gerðardóm vegna óheiðarlegra viðskiptahátta og aflétting hafta á erlendri §árfestingu f Kanada. Þeirri spumingu er þvf ekki unnt að svara hvort samkomulagsdrögin sem svo mikið hafa verið í fréttum séu sýndarmennska ein og aðeins tilraun til að koma f veg fyrir al- gera upplausn viðræðnanna. Ef svo er ekki er hér um að ræða áfanga í verslunarsögu heimsins sem mun hafa mikii áhrif á kanadískt þjóðlff og samskipti Bandaríkjanna við aðrar þjóðir. HálUUr Pétur Pilason emðtfúka doktoranámi ihMg*rœði við Carle- ton-biskól* i Qttawa. — Sigmar Þormar stundaði nám iþjóðfélaga- fræðum í Ottawa, en starfar nú Jyá Veralunarráði íalands. Ronald Reagan Bandaríkj aforseti og Brian Mulroney forsætisráð herra Kanada. 35 Morgunblaðið/Júllus Frá fyrsta fundi nefndar til undirbúnings þjóðarátaki f umferðaröryggi. Frá vinstri: Ólafur W. Stefáns- son skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, Valgarð Briem formaður Umferðarráðs, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra, Eiður Guðnason alþingismaður og formaður nefndarinnar, Böðvar Bragason lögreglustjóri og Kristín Þorkelsdóttir auglýsingateikn- ari. Á myndina vantar Salome Þorkelsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur alþingismenn og Olaf B. Thors forstjóra. Verðum að rífa umferðar- mál úr viðjum vanans segir Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra SJÖ manna nefnd, sem skipuð var til að vinna að undirbúningi þjóðarátaks í umferðaröryggi, kom saman tíl fyrsta fundar í gær. Jón Sigurðsson dómsmála- ráðherra ávarpaði nefndarmenn og sagði meðal annars, að um- ferðarmál þyrfti að rífa úr viðjum vanans og vonandi tækist nefndinni það. Nefndin var skipuð af dómsmála- ráðherra í samræmi við ályktun Alþingis í vor. Formaður neftidar- innar er Eiður Guðnason alþingis- maður en aðrir í nefndinni em Böðvar Bragason lögreglustjóri, Kristín Þorkelsdóttir auglýsinga- teiknari, Ólafur B. Thors forstjóri Almennra trygginga, Salome Þor- kelsdóttir alþingismaður, Valgarð Briem formEiður Umferðarráðs og Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður. Tveir menn munu starfa með nefndinni, þeir Óli H. Þórðar- son framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs og Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Jón Sigurðsson sagði, að mjög mikilvægt væri að menn sættu sig ekki við ástandið í umferðarmálum, heldur reyndu að bæta það. „Við verðum að rífa þessi mál úr viðjum vanans, þvf annars næst enginn árangur," sagði ráðherra. „Nú hef- ur verið ákveðið að veija fímm milljónum króna til þessa þjóðar- átaks og það er vel við hæfi að átakið verði í tengslum við gildis- töku nýrra umferðarlaga, þann 1. mars á næsta ári.“ Dómsmálaráðherra varpaði fram ýmsum hugmyndum sem hann taldi brýnt að nefndarmenn ræddu til dæmis hvort rétt væri að menn héldu ökuréttindum ævilangt að loknum tveggja ára reynslutíma, eins og gert er ráð fyrir í nýjum umferðarlögum. Þá kvað hann einn- ig umhugsunarvert hvort taka ætti upp sama háttinn hér og f Bret- landi, að þeir sem nýlega hafa fengið ökuréttindi skuli auðkenna bifreiðir sínar. Loks sagði hann nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvort nýjar reglur um hraðatak- markanir væm af hinu góða. Kirkjuþing: Tillaga samþykkt um Sið- fræðistofnun Háskóla Is- lands og Þjóðkirkjunnar Á KIRKJUÞINGI f gær voru sam- þykktar tillögur um Siðfræði- stofnun Háskóla íslands og Þjóðkirlguimar, aðgang fatlaðra að kirkjum landsins og upp- byggingu Skálholts. í samþykktinni um Siðfræði- stofnun Háskóla íslands og þjóð- kirkjunnar segir meðal annars að stoftiunin skuli vera vettvangur rannsókna í siðfræði og jafnframt til ráðuneytis um siðferðisvanda- mál. Stofnunin gegni hlutverki sfnu einkum með því að veita starfs- mönnum stofnunarinnar og gestum fyrirgreiðslu við rannsóknir og út- búa fræðslueftii um siðfræði sem nota megi í skólum landsins. Svo og með því að gangast fyrir nám- skeiðum, umræðufundum og fyrir- lestram um siðfræði fyrir almenning og starfshópa svo sem hjúkmnarfræðinga, lækna, kenn- ara, blaðamenn og presta. Átjánda kirkjuþingið beinir þeirri áskomn til safnaða landsins að fötl- uðum verði auðveldaður aðgangur að kirkjum þannig að þeim verði gerð möguleg full þátttaka í kirkju- legum athöftium. Fatlaðir í hjóla- stólum verði sérstaklega hafðir f huga f þessum efnum. Söfnuðum er bent á að hafa samráð við ferli- nefnd fatlaðra vegna þessara mála. Jafnframt vill kirkjuþing minna á það að nauðsynlegt sé að hafa það hugfast að kirkjur eigi að vera heimili „lifandi safnaða" enda þótt vemdunarsjónarmið beri jafnframt að virða. Því geti verið nausynlegt að breyta því sem fyrr þótti hæfa. Kirkjuþing skorar á Alþingi að veita á næsta ári vemlegu framlagi til Skálholtsstaðar þannig að halda megi áfram uppbyggingu staðarins. Igreinargerð með samþykktinni segir að á næsta ári verði 25 ár liðin frá vígslu Skálholtskirkju. Á vori komanda verði einnig liðin 80 ár frá fæðingu dr. Bjama Bene- diktssonar sem beitt hafí sér fyrir setningu laga er heimiluðu ríkis- Keflatvfk. TVÖ fjórþjól voru tekin úr um- ferð af lögreglunni í Keflavík í landi Vatnsleysustrandarhrepps um helgina. Þá gómaði lögreglan ökumann á torfæruþjóli þar sem hann var að vinna spjöll i landi Keflavfkur. stjóminni að afhenda þjóðkirlg'u íslands Skálholtsstað. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga skuli ríkissjóður greiða árlega eina milljón króna í sjóð sem nota eigi meðal annars til áframhaldandi uppbyggingar f Skálholti. Vilji þeirra, sem samþykkt hafí þessi lög, hafí tvímælalaust verið sá að ofangreind upphæð yrði eigi minni að raungildi en hún var f upphafi. Sú hafí ekki orðið raunin og kirkjuþing væntir þess að á af- mælis- og minningarári fáist á þessu leiðrétting svo að vilji þeirra sem lögin settu og staðinn aflientu megi ná fram að ganga. Einnig var annasamt þjá lög- reglilmönnum við að taka óskoðuð ökutæki úr umferð og vora númer tekin af 26 bílum um helgina þar sem eigendur þeirra höfðu vanrækt að færa þá til skoðunar. - BB 2 fjórhjól og 26 bílar úr umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.