Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 37 Nokkrir þátttakenda á námskeiði nemendaráðanna. Fundur um ástandið í miðbæ Reykjavíkur á f östudagskvöldum FUNDUR verður haldinn með fulltrúum nemendaráða í grunn- skólum Reykjavíkur í Tónabæ fimmtudaginn 15. október. Fundarefnið er: Unglingamir og miðbærinn á föstudagskvöldum. Dagana 5.-7. október sl. voru haldin námskeið fyrir fulltrúa nem- endaráða í grunnskólum Reykjavík- ur. Námskeiðin voru skipulögð af íþrótta- og tómstundaráði og Skóla- skrifstofu Reykjavíkur. A nám- skeiðunum voru nemendumir fræddir um hlutverk og viðfangs- efni nemendaráða í skólum, um undirbúning nemendaráðsfunda og lög og reglugerðir sem snerta fé- lagsmálafræðslu í skólum. í lok námskeiðisins gerðu fulltrúar nem- endaráðanna grein fyrir skiptingu félagsstarfsins, í hveijum skóla fyr- ir sig, um leið og þeir afhentu starfsáætlun fyrir félagsstarf á haustönn 1987. Á námskeiðunum voru ýmis mál- efni rædd. Sem dæmi má nefna lengd skemmtana í skólum, reyk- ingar, áfengisneysla og vasapening- ar. Það sem hæst bar í umræðunum var umfjöllun í fjölmiðlum um ástandið í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldum. í kjölfar þeirra umræðna var ákveðið að eftia til fundarins í Tónabæ. Frummælendur á fundinum verða eftirtaldir fulltrúar nemenda- ráðanna: Bjami Ström, Langholts- skóla, Sveinbjörg B. Sveinbjamar- dóttir, Álftamýrarskóla og Sæunn Þórðardóttir, Seljaskóla. Fundarstjórar verða Guðrún Þórðardóttir, Hagaskóla, og Dagur Eggertsson, Árbæjarskóla. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. Fundurinn sem hefst ld. 14.00 er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. FEF: Fundur um fjöl- skyldu og fjöbniðla „FJÖLSKYLDAN og fjölmiðlar“ er yfirskrift næsta fundar Félags einstæðra foreldra sem verður fimmtudagskvöld 15. október í Skeljahelli, Skeþ’anesi 6, og hefst kl. 21. Þorbjörn Broddason lekt- or hefur framsögu og síðan verða umræður. í fréttatilkynn- ingu FEF segir, að á þessum síðustu tímum fjölmiðlafárs og ítarlegrar umræðna um stöðu fjölskyldunnar, hljóti þetta efni að höfða til fólks nú. Það er kunnara en frá þurfí að segja, að á rösku ári hefur steypst yfír þetta fámenna þjóðfélag hver útvarpsstöðin af annarri og ein sjónvarpsstöð, segir $ fréttatilkynn- ingu FEF. Spumingar hljóti að vakna um hvers lags áhrif þetta ofurframboð ljósvakamiðla hafí á bömin og fjölskylduna í heild, hvort böm séu ef til vill að éta yfír sig af sérhönnuðu efni eða hvort þeim sé hjálpað til að velja og hafna. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega og gestir og nýir félag- ar eru velkomnir meðan húsrúm leyfír. Nokkrir umræðuhópar vom sett- ir á laggimar eftir sfðasta FEF- fund, þar sem rætt var efnið „Vilja einstæðir foreldrar vera einir?" Enn geta félagar bæst f hópana og ættu að tilkynna þátttöku. Á fundinum á fimmtudagskvöldið verður skipað f kjömefnd, en aðalfundur FEF verður 6. nóvember nk. Jólakort FEF, flórar nýjar gerðir, koma út alveg á næstunni, tvær með teikningum Þorbjargar Hös- kuldsdóttur og tvær bamateikning- ar. Vitm vantar LÖGREGLAN í Kópavogi óskar að hafa tal af þeim sem urðu vitni að árekstri á mótum Ný- býlavegar og Þverbrekku þar í bæ þann 8. október. Á gatnamótum þessum em um- ferðarljós, en um kl. 15 þennan dag skullu þar saman ljósdrapplituð Lada-station bifreið og svört Toy- ota. Lögreglan þiggur allar upplýs- ingar um áreksturinn með þökkum. Stjóm SH: Kaupmáttur atvinnutekna eykst um 16% í reynd - segir Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, um bréf forseta Alþýðusambandsins „Vinnubrögð hafa breytst hjá Alþýðusambandinu. Mér þykir það slæm latfna að senda þetta bréf fyrst í fjölmiðla og að forseti Alþýðusambandsins ræði það þar, áður en viðtak- andi fær það í hendur. Svona vinnubrögð þekktust ekki á Alþýðusambandinu meðan ég þekkti þar til,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, er Morgunblaðið leitaði umsagnar hans um bréf forseta Alþýðu- sambandsins til hans, þar sem nýjum skattaálögum er mót- mælt og bent á fyrirheit ríkis- stjórnarinnar frá því í samningunum í desember um að hækkanir opinberrar þjón- ustu og skattlagning verði ekki í heild umfram almenna verð- lagsþróun. „Efnislega er þetta um bréfíð að segja. Þegar kjarasamningam- ir voru gerðir þá var gengið út frá því að kaupmáttur atvinnu- tekna gæti aukist um 7%, sem er gífurleg aukning. Að mati Þjóð- hagsstofnunar hefur kaupmáttar- aukningin í reynd orðið 16% eða miklu meiri en menn gerður ráð fyrir þegar kjarasamningamir voru gerðir. Þar að auki er það mat Þjóðhagsstofnunar að greiðslubyrði tekjuskatta sé minni en reiknað var með og ráðstöfun- artekjur því enn meiri en þessar tölur segja til um. Fullyrðingar um að ríkisstjómin hafí svikist aftan að launþegum em því úr lausu lofti gripnar," sagði Þor- steinn. Um þau orð forseta Alþýðu- sambandsins í bréfínu, að vegna aðgerðanna og brigða ríkisstjóm- arinnar eigi verkalýðshreyfíngin ekki annan kost en leggja áherslu á beinar kauphækkanir og sjálf- virkt vísitölukerfí, sagði Þort- seinn: „Þetta em tölur um kaupmáttarþróunina. Ríkisstjóm- in gerir ekki kjarasamninga fyrir verkalýðshreyfinguna og hún fell- ir ekki gengið eftir pöntun at- vinnurekenda. Kjami málsins er sá að þessir aðilar leysi sfn mál á þeim gmndvelli sem nú hefur ver- ið lagður. Eftir einhveija mestu uppsveiflu, sem við höfum þekkt, em ekki horfur á hagvexti á næsta ári. Ríkisstjómin hefur lagt línumar í samræmi við það og sent aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um á hvaða gmndvelli þeir geti tekið ákvarðanir sínar. Sjálfvirkt vísitölukerfi er að mínu mati fráleitt. Reynslan af því er sú að það festir okkur í vítahring verðbólgu, sem hindrar framfarir og rýrir lífskjör," sagði Þorsteinn Pálsson. Hallalaus ríkissjóður er for- sendaþess að dragi úr þenslunni - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI „Þeirri stefnumarkandi ákvörðun ríkisstjórnarinnar að láta tekjur og gjöld ríkisins standast á og reka ríkissjóð hallalaust á næsta ári ber að fagna. Það er frumforsenda þess að takist að draga úr þenslunni í efnahagslífinu, en ríkissjóðshallinn á þessu ári samfara einu mesta hagvaxtar- skeiði í sögu þjóðarinnar er ein meginástæða þenslunar,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, er leitað var álits hans á aðgerðum rikis- stjórnarinnar. Hann sagði sð sér litist hins vegar illa á hugmyndir um að leggja kostnaðarskatta á útflutn- ingsatvinnuvegina, hætta greiðslu uppsafnaðas söluskatts, sem næmi um 1,4% af tekjum og leggja á 1% launaskatt, eins og boðað er í fjárlagafmmvarpi. Það samrýmdist illa þeim orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, að fískvinnslufólk hefði fengið minna í sinn hlut en aðrir og sýnu torskildara þegar það væri haft í huga að launa- skattur hefði verið afnuminn í tengslum við kjarasamningana í febrúar 1986 til þess að greiða fyrir því að fískvinnslan gæti tek- ið á sig launahækkanir án þess að það leiddi til gengisfellingar. „Mér finnst að þessi ummæli feli í sér fullkomið ábyrgðarleysi," sagði Þórarinn er hann var spurð- ur álits á þeim orðum forseta Alþýðusambands íslands, að verkalýðshreyfíngin eigi ekki ann- ars kost en leggja áherslu á beinar kauphækkanir og sjálfvirkt vísi- tölukerfí. „Við vitum hvaða áhrif sjálfvirkt vísitölukerfí hefði og það er hreint með ólíkindum hvað for- ysta Alþýðusambandsins endist til þess að stinga höfðinu í sandinn. Forsendur hafa breytst frá því í samningunum í desember og kaupmáttur nú er miklu meiri en að var stefnt. Hlutfall launa af hreinum þáttatekjum hefur ekki um mjög langt skeið verið hærra, en 'við teljum að það sé nú á bil- inu 71-72%,“ sagði Þórarinn. „Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að þessar ráðstafanir sýnast ekki með neinu móti geta komið í veg fyrir halla f viðskipt- um okkar við önnur lönd á næsta ári og á meðan við treystum okk- ur ekki til að lifa á því sem aflað er og tökum eyðslulán f útlöndum er ekki von til þess að viðunandi jafnvægi komist á í okkar efna- hagslífi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Dæmigerður skætíng- ur rökþrota manna - segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI um gagnrýni Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra „Svona skætingur er kannski nokkuð dæmigerður fyrir menn sem skortir rök fyrir máli sínu,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands er Morgunblaðið bar undir hann gagnrýni Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, i blaðinu í dag og í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins f gær, á þau vinnubrögð að ræða bréf ASÍ til forsætisráðherra í fjölmiðlum áður en við- takanda barst það i hendur. í viðtalinu í Ríkisútvarpinu sagði forsætisráðherra að forseti Alþýðusambandsins hefði sýnt dóna- skap með þessum vinnubrögðum. „Sú einfalda staðreynd blasir forsætisráðherra var sent með við að ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar hefur í gegnum fjölmiðla tilkynnt verkalýðshreyfingunni að hún ætli sér að ganga þvert á þá yfírlýsingu sem hún gaf samn- ingsaðilum í desember á síðasta ári og ennþá hefur Alþýðusam- bandið ekki fengið sendan staf- krók um málið. Bréf mitt til leigubifreið til forsætisráðuneytis- ins áður en það fór til fjölmiðla. Mér þykir það miður að Þorsteinn skuli kjósa skæting f stað rökræðu um efni málsins, en geri mér auð- vitað grein fyrir því að hann hefur erfiða aðstöðu til máleftialegra tilsvara," sagði Ásmundur Stef- ánsson ennfremur. Tryggja þarf jafnræði veiða og vinnslu HÉR FER á eftir í heild sam- þykkt sú, sem stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna gerði í gær um fiskveiðistefnuna: „Á undanfömum misserum hefur stöðugt vaxandi óróa gætt vegna þess fyrirkomulags við stjómun fiskveiða, að öllum kvótanum er nú úthlutað til útgerðar. Skapast hefur ójafnvægi milli veiða og vinnslu, sem m.a. kemur fram í vaxandi átökum um ráðstöf- un afla og eykur launamismun sjómanna og fískvinnslufólks. Sú mikla hagkvæmni, sem að var stefnt með því að taka upp stjómun fískveiða, hefur ekki náðst sem skyldi og enn fer fiskiskipafiotinn stækkandi. Brýna nauðsyn ber til að ná sam- stöðu um fiskveiðistefnu, sem taki fullt tillit til hagsmuna fiskvinnslu og fiskvinnslufólks ekki síður en útgerðar og sjómanna. Ný fiskveiðistefna tiyggi jafn- framt að hagsmuna þjóðarinnar verði gætt f samskiptum við erlend- ar þjóðir og að steftit verði heils hugar að þvf að vinnsla sjávarafla færist ekki úr landi. Innlend físk- vinnsla verði þannig efld. Stjóm SH skorar á alla hlutað- eigandi hagsmunaaðila að láta nú þegar af innbyrðis togstreitu og snúa bökum saman um að tryggja jafnræði veiða og vinnslu, enda verður með þeim hætti betur tryggð sú hagkvæmni f sjávarútvegi, sem þjóðinni er nauðsynleg til að við- halda viðunandi lífskjörum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.