Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 39 Fyrstu þíngmálín lögð fram á AJþíngí FYRSTU þingm&lin, aUs 21, voru lögð fram á Alþingi i gær. Stærsta og viðamesta þingmálið var fjárlög fyrir árið 1988 en einnig voru lagðar fram fyrirspumir til ráðherra, beiðnir um skýrslur, frumvörp til laga og þingsályktunartiilög- ur. Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) lagði fram fjórar fyrir- spumir til ráðherra. Forsætisráð- herra er spurður hvemig ríkis- stjómin hyggst undirbúa framkvæmd á þeirri stefnu sinni „að sett verði almenn lög um umhverfísmál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti". Spyr Hjörleifur hvenær gert sé ráð fyr- ir að leggja frumvarp um umhverfismál fyrir Alþingi og hvaða ráðuneyti muni fá það hlut- verk. að samræma stjóm umhverf- ismála innan stjómkerfísins. Einnig er Hjörleifur með fyrir- spum til samgöngumálaráðherra um undirbúning framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll, til utanríkis- ráðherra um kjamorkuvopnalaust ísland og til menntamálaráðherra um leiðbeinendur við kennslu- störf. Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) lagði fram fyrirspum til iðnaðar- ráðherra um nýtt álver við Straumsvík. Spyr Kristín meðal annars hversu stórri verksmiðju sé gert ráð fyrir, hvers konar eignaraðild sé fyrirhuguð og hvaða áætlanir hafí verið gerðar um byggingu raforkuvera í tengslum við nýtt álver. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.-VL) beinir fyrirspum til menntamálaráðherra um leiðbein- endur og stundakennara í grunn- skólum og framhaldsskólum og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) lagði fram fyrirspum til utanríkisráðherra varðandi við- skipti við Suður-Afríku. Einnig lagði Steingrímur, ásamt Guðrúnu Helgadóttur (Abl.-Rvk.), fram fyrirspum til viðskiptaráðherra um erlend nöfn á íslenskum fyrir- tækjum. Tvær beiðnir um skýrslur vom lagðar fram. Níu þingmenn Al- þýðubandalagsins biðja fjármála- ráðherra um skýrslu um kaup og sölu fasteigna á vegum ríkisins síðan 26. maí 1983. Einnig er fjár- málaráðherra beðinn, af níu þingkonum Alþýðubandalags og Kvennalista, um skýrslu um út- gjöld og kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Tvær þingsályktunartillögur vom lagðar fram. Fimm þing- menn Kvennalista, þær Kristín Halldórsdóttir (Kvl.-Rn.), Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.-Vl.), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.-Rvk.), Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.), Málmfríður Sigurðar- dóttir (Kvl.-Ne.) og Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl.-Rvk.), leggja til að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að efla og samræma fræðslu um umhverfís- mál í gmnnskólum og framhalds- skólum landsins og á meðal almennings. Síðari þingsályktunartillagan er frá Guðrúnu Helgadóttur (Abl.-Rvk.), Skúla Alexanders- syni (Abl.-Vl.) og Steingrími J. Sigfússyni (Abl.-Ne.). Er hún um undirbúning notkunar á blýlausu bensíni hér á landi. Nefndakjör á Alþingi KOSIÐ var f nefndir Alþingis f öilum deildum f gær. Hér á eftir fara úrslit í nefndakosn- ingum f sameinuðu þingi: Fjárveitinganefnd Pálmi Jónsson (S.-Nv.) Egill Jónsson (S.-Al.) Margrét Frímannsdóttir (Abl.-Sl.) Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) Málmfríður Sigurðardóttir (Kvl.- Ne.) Ólaífur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) Sighvatur Björgvinsson (A.-Vf.) Alexander Stefánsson (F.-Vl.) Friðjón Þórðarson (S.-Vl.) Utanrfkismálanefnd Aðalmenn Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Rvk.) Páll Pétursson (F.-Nv.) Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) Ragnhildur Helgadóttir (S.-Rvk.) Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) Guðmundur G. Þórarinsson (F.- Rvk.) Varamenn Ólafur G. Einarsson (S.-Rn.) Jóhann Einvarðsson (F.-Rn.) Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) Guðmundur H. Garðarson (S,- Rvk.) Jón Kristjánsson (F.-Al.) Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) Atvinnumálanefnd Guðmundur H. Garðarsson (S.- Rvk.) Valgerður Sverrisdóttir (F.-Ne.) Eggert Haukdal (S.-Sl.) Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (B.- Rvk.) Jón Sæm. Siguijónsson (A.-Nv.) Allsheijarnefnd Sverrir Hermannsson (S.-Al.) Pálmi Jónsson (S.-Nv.) Jón Kristjánsson (F.-Al.) Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) Kristín Halldórsdóttir (Kvl.-Rn.) Guðni Ágústsson (F.-Sl.) Ámi Gunnarsson (A.-Ne.) Félagsmálanefnd Salóme Þorkelsdóttir (S.-Rn.) Guðni Ágústsson (F.-Sl.) Eiður Guðnason (Á.-Vl.) Ólafur G. Einarsson (S.-Rn.) Alexander Stefánsson (F.-Vl.) Guðmundur Ágústsson (B.-Rvk.) Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl,- Rvk.) Lagabreytingatillaga frá Salome Þorkelsdóttur: Kynferðisafbrot gegn bömum hafi sérstakan - forgang í dómskerfinu SALOME Þorkelsdóttir (S.-Rn.) lagði f gær fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. f breytingunni felst að sifskapar- og skírlíf isbrot skulu hafa sérstakan forgang fram yfir önnur hegningarlagabrot hvað varðar rannsókn og með- ferð. Lagt er til að dómur f undirrétti skuli ganga innan átta mánaða frá ákæru nema sérstakar ástæður hamli. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að mikil um- ræða hafí verið allt sfðastliðið ár um kynferðisafbrot gegn bömum. Brot þessi hafí verið það gróf og eðli þeirra slíkt að þau hljóti að setja mark sitt óafmáanlega á þá sem fyrir þeim verða og aðstand- endur þeirra. í greinargerðinni segir: „Það verður að bregðast strax við af- brotum af þessu tagi, rannsaka þau tii hlftar og ljúka allri með- ferð þeirra á sem skemmstum tíma. Skjót málsmeðferð er sérs- taklega nauðsynleg þegar böm eiga hlut að máli en á auðvitað við um öll mál sama eðlis. Bömin þurfa á öllu sfnu að halda til þess að þroskast og komast til vits og ára. Eigi þau hins vegar um lengri tíma stöðugt jrfir höfði sér upprifj- un á þeim voðaatburði sem hratt þeim úr öruggri og áhyggjulausri bamæsku yfír í kvalafulla veröld er næsta víst að sá þroski verður ekki áfallalaus." Salome Þorkelsdóttir Landbúnaðarráðherra með fyrirvara um niðurskurðinn Treystir á að þingmannanefnd leysi ágreining við fjármálaráðherra FRAMLÖG til Iandbúnaðarmála verða skorin niður á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram f gær. Við afgreiðslu frumvarpsins f rfkis- stjóminni hafði Jón Helgason landbúnaðarráðherra fyrirvara um nokkra liði, sem hann taldi að ekki væri hægt að skera jafn mikið niður og fyrirhugað er. Til að fjalla um ágreiningsmál fjármálaráðherra og landbúnað- arráðherra samþykkti rfkis- sfjómin að skipa þriggja manna nefnd. Jón Helgason sagðist hafa fallist á að ná þyrfti ríkissjóðshallanum niður en nefndinni væri ætlað að skoða eftirfarandi atriði varðandi landbúnaðarmálin: Spamað með hagræðingu í rekstri viðkomandi stofnana. Aukin eigin telquöflun þeirra. Og telquöflun fyrir ríkissjóð að því marki sem ekki er hægt að draga úr framlögum hans. í nefnd- ina hafa verið skipaðir þingmenn- imir Páll Pétursson Framsóknar- flokki, Egill Jónsson Sjálfstæðis- flokki og Eiður Guðnason Alþýðuflokki. I frumvarpinu er meðal annars dregið úr framlögum til ráðunauta- þjónustu Búnaðarfélags íslands um fjórðung, j arðræktarframlög eru minnkuð, framlag til Áburðarverk- smiðjunnar er fellt niður svo og framlög tii launagreiðslna ríkis- starfsmanna á öllum tilraunastöðv- um landbúnaðarins nema tilrauna- stöðvarinnar á Sámsstöðum. Þá er lagt til að Veiðimálastofnun verði gerð að sjálfstæðri stofnun. Jón Helgason sagðist ekki sjá hvemig hægt væri að skera svona mikið niður og sagði ekki tfmabært að vera með spádóma um hvað gert yrði, bfða yrði eftir niðurstöðu þingmannanefndarinnar. Aðspurð- ur um hvort hægt væri að láta bændur greiða meira fyrir þjónustu ráðunauta sagði Jón að það væri ef til vill hægt á sumum sviðum. Nefndi hann sem dæmi að margir bændur hefðu greitt einstaklings- fyrirtækjum fyrir aðstoð við gerð skattframtala og þeir ættu alveg eins að geta greitt búnaðarsam- böndunum fyrir þá þjónustu eftir að hún væri komin þangað. Hann sagði í þessu sambandi að nauðsyn- legt væri að bændur sýndu að þeim þætti sú þjónusta sem þeim stæði til boða einhvers virði. Ekki taldi landbúnaðarráðherra að tilraunastöðvar landbúnaðarins væm orðnar ónauðsynlegar en sagðist vera opinn fyrir öllum hug- myndum um skipulagsbreytingar sem væm til bóta. Enda hefðu ver- ið gerðar töluverðar breytingar með yfirtöku búnaðarsambandanda á nokkmm stöðvum. Hann sagði að rannsóknir væm nauðsynlegar fyrir landbúnaðinn eins og allar aðrar atvinnugreinar og án þeirra væri hann dauðadæmdur. En sjálfsagt mætti deila um gagnsemi einstakra verkefna. Hann sagði að sum verk- efni væm bráðnauðsynleg. Til dæmis nefndi hann að augljós þörf væri fyrir tilraunir með að minnka fítu á kindakjöti, án þess að minnka gæði kjötsins. Það yiði að gera með tilraunum á tilraunastöðvum úti á landi. Jón sagðist ekki hafa upplýsingar um hvað áburðarverð myndi hækka mikið til bænda við niðurfellingu á framlagi ríkisins til Áburðarverk- smiðju ríkisins. Unnið væri að hagræðingu í fyrirtækinu með góð- um árangri og því ekki víst hvaða afleiðingamar yiðu alvarlegar. Ráðherra kvaðst vera opinn fyrir hugmundum um að gera skipulags- SKUTTOGARINN Barði NK 120 liggur bundinn við bryggju í Neskaupstað vegna deilu áhafn- arinnar og Síldarvinnslunnar hf. um gæðamat á afla skipsins. Áhöfnin felldi samkomulag sem viðræðunefnd áhafna þriggja tog- ara Síldarvinnslunnar gerði við breytingar á Veiðimálastofnun. Það kynni að verða til þess að stofnunin yrði sjálfstæðari f mannaráðningum og verkefnavali og væri það af hinu góða. Jón sagði að það væri miklum vandkvæmum bundið að minnka jaiðræktarframlögin á næsta ári. Framiögin væru greidd eftirá og því búið að framkvæma fyrir þá peninga sem greiða á með jarðrækt- arframlögum næsta árs. Menn hefðu farið út í þessar framkvæmd- ir samkvæmt gildandi lögum og væri erfítt að gera breytinguna með þessum hætti. Hins vegar væri sjálfsagt að breyta fyrirkomulaginu þannig að menn verði skyldaðir ti' að sælqa um styrkina áður en byij- að er á framkvæmdum. Almennt vildi Jón ekki vera með of mikla svartsýni, sagðist bíða eft- ir niðurstöðum þingmannanefndar- innar áður en byijað yrði að undirbúa niðurskurðinn. fyrirtækið um 11,3% hækkun þorskerðs og 10% hækkun ýsu- verðs. Áhöfnin á Bjarti NK 121 samþykkti samkomulagið er skipið farið til veiða. Þriðji togarinn, Birt- ingur NK119, er á veiðum og hefur ekki reynt á samkomulagið gagn- vart áhöfn hans. Neskaupstaður Deila um gæðamat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.