Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Hvað er hægt að gera við kartöflumar? eftir Irek Klonowski Inngangur Offramleiðsla síðustu tveggja ára á kartöflum hefur leitt hugi manna hérlendis að því, hvemig auka megi nýtingu þeirra. Bæði kartöflubændur og þjóðarbúið tapa miklum flármunum við það að henda þeim verðmætum sem í kart- öfluframleiðslunni eru fólgin. Því hljóta ýmsar spumingar að vakna. Hvemig má auka kartöfluneyslu landsmanna? Hvemig má nýta kartöflur til annarra nota, en gert er í dag? Hvað gera aðrar þjóðir, sem rækta of mikið af kartöflum? Mig langar til þess að segja les- endum þessarar greinar frá því sem er gert í Póllandi, en Pólverjar era meðal 5 mestu kartöfluframleið- enda f heimi og rækta um 40 milljónir tonna á ári (sem er 3.000 sinnum meira en ársuppskera ís- lendinga). Ræktun kartaflna skiptir miklu máli fyrir landbúnað Póllands og era kartöflur ræktaðar til skiptis við kom eða grænfóður. Til era mörg afbrigði af kartöflum, sem hægt er að velja á milli með tilliti til ræktunarskilyrða á hveijum stað og væntanlegrar nýtingar þeirra. Önnur afbrigði era notuð til al- mennrar neyslu en þau, sem henta best til iðnaðarframleiðslu. Pólskar kartöflur hafa yfírleitt hærra þurrefnisinnihald en hér þekkist, eða 18—28% á móti 17—21% í íslenskum kartöflum, og sterkjuinnihald pólskra kartaflna er 13-24% á móti 11-15% í íslenskum kartöflum. Snemmsprottin afbrigði era ein- ungis ræktuð til aimennrar neyslu, en era ekki geymd til lengri tfma. Ræktun seinsprottinna afbrigða af kartöflum er algengust og þar á meðal era ræktuð afbrigði með sérlega hátt þurrefna- og sterkju- innihald, sem era heppilegar til iðnaðarnota og til fóðurs fyrir bú- pening. Era þessi afbrigði stundum köllu einu nafíii „iðnaðarkartöflur". Ég ætla hér að fjalla um þrenns konar nýtingu kartaflna í Póllandi, þ.e. til iðnaðamota, til fóðurs og til framleiðslu á ýmsum réttum fyrir almenning. Iðnaðarframleiðsla Iðnaðarkartöflur era mikið not- aðar til framleiðslu á etanóli (vínanda), kartöflumjöli, kartöflu- sýrópi o.fl. í Póllandi era rúmlega 60 verk- smiðjur, sem framleiða etanól úr kartöflum og í þeim minnstu era unnin um 25 tonn af kartöflum á dag. Yfírleitt era kartöflur notaðar sem hráefni í etanól 4—6 mánuði á ári, en vegna erfíðleika við geymslu hafa þær forgang fram yfír önnur hráefni, sem auðveldara er að varðveita óskemmd. Þegar „kartöflutímanum" lýkur, taka verksmiðjumar að nota fleiri hrá- efni til framleiðslu sinnar, svo sem kom, maís, bygg, mysu, mólassa og fleiri landbúnaðarafurðir, sem henta í þessu skyni. Etanólið er framleitt með geijun, sem um- breytir hráefninu í sykur og síðan í alkóhól. Nýting kartaflna til etanólfram- leiðslu fer eftir sterkjuinnihaldi þeirra, en einfalt er að mæla sterkjuinnihald kartaflna með því að vigta þær í lofti og síðan í vatni, en út frá hlutfallinu milli þyngd- anna má síðan fínna út sterkjuinni- haldið. Úr 100 kílóum kartaflna með 17% sterkjuinnihaldi fást um 10 lítrar af etanóli. Kartöflur til fram- leiðslunnar era geymdar í haugum undir yfírbreiðslum í nágrenni verksmiðjanna og era þær þannig geymdar sem nothæft hráefni í 4—6 mánuði eins og að framan segir. Hráetanól frá verksmiðjunum er síðan hreinsað og endureimað með sérstökum búnaði til þess að ná 96% styrkleika og jafnvel er það í sumum tilvikum eimað í 99,8% styrkleika. Úrgangurinn frá etanólverk- smiðjunum er eftirsóttur sem fóður fyrir búpening. En er hagkvæmt að framleiða etanól úr offramleiðslu kartaflna til notkunar hér á landi, ef áfengis- löggjöf stæði þar ekki í vegi? Notkun etanóls hérlendis á síðustu árum hefur verið um 280 þús. lítrar á ári til framleiðslu áfengis og á að giska 70—100 þús. lítrar til iðn- aðarframleiðslu (I málningar- og hreinlætisiðnaði). Til þessarar framleiðslu þyrfti tæplega 3.000 tonn á ári og hægt væri að borga um það bil 3 krónur fyrir kílóið komið að verksmiðjuvegg miðað við heimsmarkaðsverð á etanóli, sem er lágt, eða 22—27 krónur pr. lítra. Önnur tegund iðnaðarfram- leiðslu úr kartöflum er framleiðsla á kartöflumjöli eða kartöflusterkju. Kartöflumjöl er framleitt með því að raspa hreinsaðar kartöflur og er síðan unnið úr kartöflumylsn- unni með því að skola hana í vatni og þurrka hana í skilvindu í sér- stökum lofttæmdum þurrkara við lágt hitastig. Mjölið er síðan sigtað og malað. Til þessarar framleiðslu er æskilegt að nota ekki kartöflur með minna en 16% sterkjuinnihaldi að meðaltali. Úrgangur frá kart- öflumjölsverksmiðjunum er notað- ur sem fóður fyrir nautpening. Pólveijar flytja út til annarra landa verksmiður til framleiðslu á kartöflumjöli og era þær minnstu gerðar fyrir framleiðslu úr 200 tonnum kartaflna á degi hveijum. Kartöflur era einnig notaðar til framleiðslu á kartöflusýrópi, sem notað er í sælgætisiðnaði, sultu- gerð, líkjöraframleiðslu o.fl., en kartöflusýrópið kemur í veg fyrir kristallamyndun í framleiðslunni. Einnig er framleiddur þrúgusykur úr kartöflum og er hann notaður í vefjariðnaði, límframleiðslu og efnaiðnaði. Einnig má framleiða glukósa úr kartöflusterkju og er hann notaður til matvæla- og efna- iðnaðar. Sameiginlegt þeim iðnaðar- möguleikum, sem hér hafa verið taldir, er að íslenskar kartöflur hafa yfírleitt lágt sterkjuinnihald xog verðmæti þeirra til iðnaðarfram- leiðslu er því lítið. Ef menn vilja hins vegar selja offramleiðslu sína fyrir 2—3 krónur kflóið í stað þess að henda henni, kæmu hugsanlega einhveijir þessara möguleika til álita. Kartöflur sem fóður Mjög stór hluti af kartöflufram- leiðslu Pólveija fer til fóðurs eða nær helmingur hennar, þ.e. um 20 milljónir tonna. Sérstaklega era kartöflumar notaðar til fóðurs fyr- ir svín. Kartöflur era orkuríkar og hafa hátt fóðurgildi, en nota þarf þær með öðram fóðurefnum til þess að jafnvægi ríki milli eggja- hvítu og kolvetnis í fóðrinu. Þær meltast vel hjá svínum eftir suðu, en ekki þarf að sjóða þær fyrir jórturdýr, nema hætta sé á svokall- aðri „solanin“-eitran í kartöflunum. Ef bændur hafa góðar geymslur fyrir kartöfluuppskera sína er að sjálfsögðu hægt að geyma kartöfl- umar ferskar, en sjóða hæfílegan fóðurskammt fyrir búpeninginn daglega og blanda í annað fóður. En bændur á meginlandinu hafa yfírleitt ekki slíkar geymslur og nota því frá fomu fari sérstaka aðferð til geymslu fóðurkartaflna. Kartöflumar eru verkaðar „í súr". Sé um að ræða geymslu á kartöflum, sem á að sjóða fyrir notkun, era þær soðnar fljótlega eftir uppskera og er yfírleitt í Pól- landi notaður til þess sérstakur færanlegur og afkastamikill suðu- búnaður, sem bændur geta leigt hjá viðkomandi ræktunarsambandi í nokkra daga hver um sig. Eftir suðu era kartöflumar pressaðar í stæður og geymdar utandyra undir loftþéttu fargi. Súrgerlum fjölgar þá í stæðunni og að nokkram vikum liðnum er hér um hið besta fóður að ræða, sem geymist vel. Ef ekki á að sjóða kartöflumar fyrir notkun era þær saxaðar niður Irek Klonowski „Hvernig má auka kart- öfluneyslu lands- manna? Hvernig má nýta kartöflur til ann- arra nota, en gert er í dag? Hvað gera aðrar þjóðir, sem rækta of mikið af kartöflum?“ og settar í sérstaka „súrkartöflu- tuma“ eða kartöflugejmia ásamt maurasýra, sem virkar á kartöfl- umar á sama veg og við súrheys- verkun. Súrkartöflur þykja ágætt fóður og þær era sérstaklega mikið not- aðar við svínarækt, en einnig við nautgriparækt. Þá má nefna þukkran kartaflna. Auðvelt er að þurrka kartöflur í þar til gerðum búnaði og í Póllandi era graskögglaverksmiður einnig notaðir til þessarar framleiðslu. Þurrkaðar kartöflur era góður orkugjafí í fóðri, en þær era frem- ur dýrar. Þurrkunin er orkufrek og um 4—5 kíló af hráum kartöflum þarf til framleiðslu á 1 kílói þurrk- aðra kartaflna. íslenskar gras- kögglaverksmiðjur gætu þrátt fyrir það notað verðlitlar kartöflur, t.d. smælki, sem efni í fóðurblöndur, t.d. með því að saxa þær og pressa úr þeim vatnið með mekanískum aðferðum og þurrka þær síðan. Best næringargildi hafa kartöfl- ur sem fyrst era gufusoðnar en síðan þurrkkaðar. Era þær notaðar í dýrar fóðurblöndur, t.d. fyrir kyn- bótasvín. Ræktun kartaflna til fóðurs kemur vel til álita hér á landi. Uppskera í fóðureiningum á hekt- ara getur verið meiri en af öðram jarðargróða, ef rétt er að staðið. Fóður úr kartöflum getur sparað mikinn innflutning á erlendum fóð- urbæti og í stað þess að fleygja offramleiðslu kartaflna er hér um fundið fé að ræða. Ef 4.000 tonnum af kartöflum er fleygt jafngildir það 1.000 tonnum af innfluttu komi að fóðurgildi. Þetta nægir til eldis á 4.000 grísum, sem leggja sig á 100 kg hver. Kartöflur til al- mennrar neyslu Um framleiðslu á ýmsum neyslu- vöram úr kartöflum mætti skrifa þykka bók. Svo ég vitni í reynslu mína frá Póllandi, þá era kartöflur í margvíslegu formi þar dijúgur hluti af daglegri fæðu. Húsmæður sýna mikla hugkvæmni við notkun kartaflna á heimilum sínum, en vinsælir kartöflurréttir era einnig framleiddir í sérhæfðum verksmiðj- um og seldir til verslana og mötuneyta í stóram stíl. Til framleiðslu kartöflurétta er mikilvægt að velja rétt afbrigði af kartöflum sem hentar viðkomandi framleiðslu. Kartöflunar þurfa að vera bragðgóðar og æskilegt þurr- efnisinnihald er 22—25%, Mikið er framleitt af þurrkaðri kartöflustöppu, sem seld er í pökk- um. Einnig er mikið framleitt af „frönskum" kartöflum, en báðar þessar vörategundir era vel þekkt- ar hér og síðamefnda tegundin framleidd hér í tveimur verksmiðj- um. Af annarri framleiðslu má nefna „kartöflulummur", sem era mjög vinsæll réttur á skyndibitastöðum í Póllandi. Þær era pönnusteiktar og borðaðar með sykri eða kryddi. Einng er rétt að minnast á „kart- öfluskonsur", „kartöflubökur", „kartöflubúðing“, „kartöflukrók- ettur", „kartöflupíróga“ og margt fleira. Um er að ræða rétti sem ýmist era framreiddir soðnir í vatni, steiktir f olíu, bakaðir í venjulegum ofni eða í örbylgjuofni. Þótt kartöfl- ur séu uppistaðan í réttunum era einnig notaðir í þá egg, hveiti og annað hráefni. í matvæladeild Iðntæknistofnun- ar hefur verið unnið nokkuð að vöraþróun á þessu sviði og er þar veitt aðstoð þeim aðilum, sem áhuga kynnu að hafa á aukinni noktun kartaflna í matvæla- eða iðnaðarframleiðslu hér á landi. Niðurlag Með þekkingu og framtaki er hægt að auka mikið kartöfluneyslu hér á landi og ekki ætti að fleygja kartöflum á hauga eða skilja þær eftir óuppteknar eins og vera mun í reynd á þessu hausti. Bændur þurfa að tileinka sér notkun kart- aflna til skepnufóðurs og söluaðilar kartaflna þurfa að auka kartöflu- neyslu almennings með sýni- kennslu í matreiðslu þeirra. Loks geta iðnfyrirtæki nýtt sér kartöflur til margvíslegrar arðbærrar fram- leiðslu, ef verðlagning hráefnisins er nægilega sveigjanleg til þess að framleiðslan verði samkeppnisfær við innflutta vöra. Höfundurer verkfræðingvr við Iðntæknistofnun. Hann fluttist upphaflega hingað til lands sem flóttamaður fri Póllandi. HVERS VEGNA EKKI MINNA EITUR? eftir Bjarna Jakobsson Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins hefur í áratugi haft einkaleyfí á sölu áfengis og tóbaks hér á landi. Slíku einkaleyfí fylgir mikil ábyrgð. Séu forráðamenn fyrir- tækisin8 ekki árvökulir, er komið í veg fyrir eðlilega samkeppni um þjónustu við viðskiptavini og því þurfa stjómendur einkaleyfisfyrir- tækis eins og ÁTVR sífellt að vera á verði gagnvart því, að hagsmun- ír viðskiptavina þess séu ekki fyrir borð bomir. Fyrir nokkra rakst ég á vindl- inga í erlendri borg, sem aðeins innihalda 1 milligramm tjöra og 0,2 milligrömm nikotíns. Þessir vindlingar bera heitið Barclay og era framleiddir í Hollandi með einkaleyfí frá Brown & Williamson Tobacco Corporation í Louisville í Kentucy í Bandaríkjunum. Þeir fást ekki á íslandi, þrátt fyrir að þeir séu minna eitraðir en aðrir vindlingar, sem hér era á markaði. Einkaleyfí eins og ÁTVR hefur hlýtur einnig að fylgja skylda. Skylda gagnvart neytendum þeirra vara, sem fyrirtækið flytur inn. Það hlýtur því að vera skylda ÁTVR að halda uppi sem mestri fjölbreytni í tóbaksvörum og að fluttar séu inn þær nýjungar, sem á markað berast erlendis. Það geta ekki verið haldbær rök fyrir því að ekki megi flytja inn til landsins vindlinga með minni tjöra og minna nikótíni en nú fást hér. Mér fínnst það því vera skylda ÁTVR að flytja inn slíka vöra. Barcleys-vindlingamir, sem ég hefí hér gert að umræðuefni, era Bjarni Jakobsson langtum heilsusamlegri en þeir sterku vindlingar, sem hér era á boðstólum, en menn geta_ ekki fengið þá keypta af því að ÁTVR þóknazt ekki að flytja þá jnn. Sam- kvæmt upplýsingum ÁTVR er minnsta tjöramagn í Kent Light- vindlingum af þeim tegundum, sem fyrirtækið flytur inn, 8,5 milligrömm, og mest í frönsku vindlingunum Gauloises, 22,8 milligrömm. Nikótínið er á bilinu 0,75 til 1,44 milligrömm eftir teg- undum. Eg skora á stjómendur ÁTVR að sjá nú að sér í þessu máli, svo að ég og aðrir, sem vilja reykja vindlinga á borð við Barc- leys, geti fengið þá í næstu verzlun. Höfundur er fyrrverandi formað- urlðju, félags vcrksmiðjufólks í Rcykjavík, ogrekurnú skóbúði Laugavegi 1001 fíeykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.