Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 52
52 nonr antíTOTMri Kt omrMMT'T^TnTrmi' mra* Tín/iTriQri'wr MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 4 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIMON HOGGART Forsetakjör í Bandaríkjunum I viðjum siðgæðisins EFTIR að Joseph Biden neyddist til að hœtta keppni um fram- boð tíl forsetakjörs á næsta ári hafa Bandaríkjamenn beðið spenntir eftir að sjá hver þeirra 13 frambjóðenda, sem enn eru eftir í keppninni, falli næstur út. Til útskýringar skal hér rakinn nokkuð gangur mála eins og þau koma mönnum fyrir sjónir í Washington. Ekki er allt sem hér fer á eftir byggt á óyggjandi staðreyndum, en allt bendir þó til að þetta mat á stöðunni sé rétt. Hér fara á eftir nokkur þeirra hneykslismála, sem buast má við að sagt verði frá í fjölmiðlum á nœstu mánuðum. ETinn frambjóðenda Repúblík ¦ ana á ástkonu í Washington og tekur gjarnan á leigu klám- myndbönd með til að horfa á með henni. Hann varð fyrir árás nýlega þegar hann var á leið frá ástkon- unni, en málið var þaggað niður. Þekkt dagblað veit alla söguna og mun birta hana ef tilefni þykir til. Annar repúblfkani er á mála hjá auðugum kaupsýslumanni er greiðir honum ríflega þóknun fyr- ir að stuðla að auknum framgangi fyrirtækis síns. Einn demókratanna — ekki Gary Hart — á f ástarsamböndum við fjölda kvenna aðrar en eigin- konuna, og er ein þeirra nokkuð þekkt dægurlagasöngkona. Siðgæðisvakning dagblaðanna Bandarísku blöðin virðast nú gripin nýrri siðgæðisvakningu, eða klámvakningu eins og and- stæðingar biaðanna vilja halda fram. Ekki er vitað fyrir víst hvort hneykslissögumar hér að ofan komast á sfður blaðanna eða ekki - tvær þeirra gera það sennilega, ein varla - en frambjóðendurnir mega skjálfa óttaslegnir af til- hugsuninni um að þær geri það. Þeir dagar eru löngu liðnir þeg- ar menn á borð við John Kennedy gátu leyft sér að eiga fjölda ást- kvenna, og nú virðist fokið í flest skjól. Joseph Biden var óheppinn. Misgjörð hans var lítilfjörleg. Bid- en varð það ljóst að leikurinn var úti þegar hann frétti um C-SPAN myndbandið. C-SPAN er sjón- varpsþjónusta um kapalkerfi fyrir áhugasama stjórnmálamenn, og starfsmenn þjónustunnar voru þeir einu sem komu með upptöku- vélar á árdegisfundi í New Hampshire ríki fyrr á árinu, þar sem Joseph Biden var viðstaddur. Hann langaði ekkert til að vera þarna. Fjölskylda hans hafði farið á skíði og Biden vildi helzt fara með. En aðstoðarmenn hans og ráðgjafar töldu honum trú um að árdegisfundurinn hefði mikið að segja fyrir framboðsáform hans. Þeir höfðu á réttu að standa. Skröksögur Biden, sem er öldungadeildar- þingmaður frá Delaware ríki, var f fúlu skapi á fundinum. Einhver viðstaddra spurði hann í hvaða lagaháskóla hann hefði stundað nám, og hvernig námið hefði gengið. Biden virtist telja þetta óþarfa hnýsni, og hreytti út úr sér til fyrirspyrjandans: „Ég held að ég hafí mun hærri greindarvísi- tölu en þú." Svo tók hann að skýra frá því að hann hafi verið ofarlega í sínum bekk, hafí verið bezti nem- andi háskólans í stjórnmálafræð- um og lokið háskólaprófi í þremur greinum. Ekkert af þessu var rétt. Auk þess virtist Biden bæði hrokafullur og taugaveiklaður þegar hann hélt þessu fram. Ef til vill var fýrirspyrjandinn að reyna að slá hann út af laginu með spurningunni. í það minnsta má sjá hæðnisbros á vör hans á myndbandinu meðan Biden lét móðan mása. Þegar þeir fréttu að endursýna átti myndbandið í útsendingu á landskerfi einnar stóru sjónvarps- stöðvanna, varð Biden og aðstoð- armönnum hans ljóst að þáttöku hans í keppninni um framboð var lokið. Málið snerist í raun ekki um ritstuld, heldur skrök. Enginn hefði haft neitt út á það að setja þótt hann gerði orð Neil Kinnocks að sínum. Það sem varð honum að falli var að hann gerði Iffshlaup Kinnocks að sfnu eigin. Það lék einnig sama ógæfan við Biden og við Gary Hart: afbrot hans reynd- ist prýðis sjónvarpsefni og enn betra brandarafóður. Joe Biden brandarar verða lífseigir í út- varpi, sjónvarpi og vínstúkum næstu mánuðina. (Það sýnir bandarísk stjórnmál í nýju ljósi að Biden var svo and- lega fátækur sjálfur að hann þurfti jafhvel að steia mistökum sem fram komu í orðum Kinnocks. Ummæli leiðtoga brezka Verka- mannaflokksins þess efnis að forfeður hans í „þúsund ættliði" hefðu ekki haft tækifæri til há- skólanáms vitna til þess tíma fyrir 30.000 árum þegar allir forfeður okkar studdust við framfæturna sem þá aftari. Hann ætlaði ber- sýnilega að segja „í þúsund ár". Svona mistök eru afsakanleg hjá brezkum stjórnmálamönnum, sem ætlazt er til að geti flutt langtfma ræður án minnisblaða. Biden hef- ur ekki sömu afsökun.) Hann dró sig út úr framboðs- keppninni tíu dðgum eftir að upp komst um yfirsjón hans, og taldi fullvíst að áframhaldandi keppni um framboð gæti aðeins orðið til þess að skaða framtíðarhorfur hans enn meir. Með því að draga sig f hlé nú vonast hann til að geta reynt aftur síðar — árið 1996 ef ekki árið 1992. Fleira kemur til Ekki er víst að hann verði svo lánsamur. í dagblöðunum í Wash- ington hefur farið fram hástemmd umfjöllum um það að þótt yfirsjón Bidens hafi ekki verið jafn alvar- leg og hjá Hart, hafi hún engu að síður dregið persónugerð Bid- ens fram f dagsljósið. Það orðalag heyrist oft notað þegar blaðamað- ur hefur vitneskju um eitthvað slæmt f fari stjórnmálamanns, en veit ekki alveg hvernig á að not- færa sér þá vitneskju. En þetta er ekki allt málið. Washington er undarlega lftið og samtvinnað samfélag, og íbúar þess eru fljótir að mynda sér sam- eiginlega skoðun um aðra. Þar fékk Biden fyrir mörgum árum orð á sig fyrir að vera blaðrari, yfirborðskenndur og innantómur. Svo til allt sem hann gerði — eins og árásir hans á George Shultz utanríkisráðherra og ruglingsleg- ur málflutningur f umræðum á þingi um tilnefningu Roberts Bork í embætti dómara hæstaréttar — En svo er hann einnig með ein- dæmum leiðinlegur. Að sögn heimablaðs hans, „The Boston Globe", þá „gefur hann orðinu leiðinlegur nýja merkingu...hann hefur persónuleika stappaðrar kartöflu. Sumir sem setið hafa kvöldverðarboð hjá Dukakis segj- ast hafa sofnað yfír forréttinum." En í Iowa rfki þar sem fyrstu forkosningarnar verða næsta vor, stendur hann samkvæmt skoð- átti að nota til að skemmta börn- um sendiráðsmanna, ekki kommúnistaleiðtogum f Kína. Þetta má túlka sem hugulsemi og góðlyndi frekar en bjánaskap, en í sumum hugmyndum hennar gætir minni fyrirhyggju. Hún hefur til dæmis lagt til að skylda bæri aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins til að auka fjárframlög til varnarmála upp í sama hlutfall af þjóðartekjum og hjá Bandarfkjamönnum — ella verði þau látin greiða tolla af inn- flutningi sínum til Bandaríkjanna í réttu hlutfalli. Með öðrum orðum vill hún bjóða aðildarríkjunum upp á tvær leiðir til efnahagslegs hruns. Þar sem þessi tillaga henn- ar, næði hún fram að ganga, leiddi til sundrungar NATO auk þess sem hún yrði upphaf að miskunn- arlausu viðskiptastríði, virðist Joe Biden ásamt konu sinui Jill, þegar hann tilkynnti um að hann hygðist draga sig i hlé að þessu sinni. Biden vonast þó til þess að eiga mðguleika siðar. virtist styrkja þessa skoðun. í rauninni höfðu þeir sem stjórna ferðinni í Washington — stjórnmála- og blaðamenn — fyrir löngu ákveðið að Joseph Biden ætti ekki skilið að vera f framboði til forsetakjörs. Svo var bara að bíða eftir því að hann gerði sín fyrstu alvarlegu mistök. Jafhvel eftir að hann var fallinn út úr keppninni gátu gárungarnir ekki látið hann f friði. „Hann stundar enn ritstuld," segir í nýj- asta brandara þeirra. „Þegar hann sagði 'ég er hættur' tók hann ekki fram að þetta væru orð Gary Harts!" Svo grafíð sé enn dýpra í vizku- brunn Washingtonbúa þá er það hald manna að Michael Dukakis ríkisstjóri í Massachusetts hljóti útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, þótt Ifkurnar hafí minnkað nokkuð eftir að í Ijós kom að það var kosninga- stjóri hans, John Sasso, sem skipulagði ófrægingarherferðina gegn Biden. Dukakis er ekki mað- ur til að fylla framtakssama demókrata eldmóði. Hann' er vissulega mjög hæfur og er tal- inn, í það minnsta eins og er, hafa algjörlega hreinan skjöl, eft- ir að hafa unnið að því að binda enda á fjármálamisferli f einu spilltasta ríki landsins. Honum hefur einnig tekizt að safna gffurlegu fjármagni f kosn- ingasjóð sinn — um 7 til 8 milljón- um dollara þegar síðast var vitað — aðallega frá íbúum í Massac- husetts sem, ef trúa má orðum stuðningsmanna Dukakis, ætlast ekki til að fá annað fyrir pening- ana en þá þjóðernislegu ánægju að tryggja svona sómamanni bú- setu f Hvíta húsinu. USIA Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, þykir með sigur- stranglegrí demókrötum, en barátta hans fyrir útnefningu flokksins (sem fleiri) demókrata) þykir ekki hafa verið með öllu drengileg. anakönnunum jafnfætist Richard Gephart frá nágrannaríkinu Miss- ouri, sem ætti að vera öruggur sigurvegari. Og í hans eigin ná- grannaríki, New Hampshire, hefur Dukakis örugga forustu. Að vísu nýtur Ðukakis þar aðeins fylgis 12% aðspurðra demókrata, en þar sem einungis Jesse Jackson (sem ekki er talinn eiga möguleika á útnefningu) nýtur meira fylgis, og Gephart fær aðeins 8%, er þetta góð byrjun. Vinsæl, en ekki í framboði I fjórða sæti í skoðanakönnun- inni (fyrir ofan Biden, jafnvel áður en hann hætti við framboð) lenti Pat Schroeder frá Colorado, sem virtist ætla að verða eina konan sem til greina kæm í framboð á vegum flokkanna tveggja. Hún lýsti því hinsvegar yfír 28. sept- ember, eftir skoðanakönnunina, að hún gæfi ekki kost á sér. Pat Schroeder hefur vakið mikinn áhuga meðal frjálslyndra kjós- enda, karla jafnt sem kvenna. Hún er vel gefin, talar tæpitungulaust og kemur vel fyrir sig orði. Það var hún sem fyrst nefndi Ronald Reagan „Teflon forsetann", en Teflon er froðuefhi notað til ein- angrunar og húðunar. En Washingtonhyskið var ekki sátt við framboð frúarinnar. Vitr- ingarnir í höfuðborginni komust að þeirri niðurstöðu að hún væri „flygsa" sem merkir að hún sé skrýtin, óútreiknanleg og fari sínac eigin leiðir. Sagan sem oftast er sögð af henni er á þá leið að hún hafí tekið með sér kanínubúning þegar hún fór í opinbera heimsókn til Kína árið 1979. En búninginn fáránlegt að nokkrum hugsanleg- um forsetaframbjóðanda skuli detta í hug að bera hana fram. Pat Schroeder hafði eitt sinn orð á því að ástæðulaust væri að bjóða sig fram í kosningum þar sem hún gæti ekki fari með sigur af hólmi. Hún hefur nú séð að sigurlíkur voru nánast engar, og þessvegna hætt við framboð. En maðurinn sem flestir telja líklegastan til sigurs ef hann færi í framboð er Mario Cuomo ríkis- stjóri í New York. Hann lýsti því yfir í febrúar s.l. að hann hefði ákveðið að vera ekki f framboði. Áður en sú yfírlýsing var birt hafði hann ráðgert ferð til Sov- étríkjanna til að fá betri yfirsýn í utanríkismálum. Og þótt hann segðist hættur við framboð fór hann í þessa heimsókn í septem- ber. Árangur heimsóknarinnar varð ekkert sérstakur. í för með Cuomo var fjöldi tortrygginna blaða- manna sem fylgdust með mörgum klaufalegum skyssum og mistök- um ríkisstjórans - eins og þegar hann sagði sovézkum andófs- mönnum að þeir gættu bætt stöðu sína með því að „sýna ekki virð- ingarleysi" S samskiptum við yfírvöld. Bandarískum stjórnmálamönn- um færi betur að forðast að taka sér í munn svona innantóm orð. En ef til vill skiptir þetta ekki tnáli. Eins og einn trúnaðarmanna Cuomos komst að orði nýlega: „Mario ætlar enn ekki að taka þátt í kapphlaupinu um forseta- embættið - en hann er kominn á hæga ferð." Höfundur er blaðamaður hjá brezka bladinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.