Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 53 Fyrirspurn sem ekki mátti bera fram eftír Vernharð Bjamason Undirritaður var beðinn að mæta í þátt Boga Ágústssonar í útvarpinu 11. október kl. 16.20-17.10 og mátti ég leggja eina spumingu fyr- ir einn af þeim ijórum sem sátu fyrir svömm og var beðinn um að afhenda afrit af spumingu minni og greinargerð fyrir henni. Aður en útsending hófst til- kynnti stjómandi þáttarins, Bogi Ágústsson, að ákveðið væri að öll- um fjórum þátttakendum væri ætlað að svara öllum spumingum, um leið og hann óskaði eftir góðri hlátursroku og jafnvel lófaklappi, fyrir snjöllum svömm, og varð mér þá ljóst að hér var ekki ætlunin að tala um alvarleg málefni, heldur troða upp með skemmtiþátt í stíl við þætti Svavars Gests; og um leið að koma á framfæri pólitíkusum, sem þó gætu losnað við að svara öðm en meinlausu dægurþrasi. Og eftir því sem gekk á tímann sá ég að það átti að skilja eina spumingu ásamt greinargerð eftir og klippa á umræður svo ég kæmist ekki að með mitt málefni. Þar sem margir kunningjar hafa hringt til mín og beðið um greinar- gerð fyrir spurningu minni, þá vil ég biðja Morgunblaðið að birta þetta um leið og ég vil vara menn við að taka þátt í slíkum farsa sam- komum þar sem menn eiga að reka upp hlátursrokur og klappa ef mögulegt er fyrir brandarasvömm pólitíkusa. Fyrirspumin var svohljóðandi: Eg spyr Jón Sigurðsson við- skipta- og bankamálaráðherra: Er ekki eðlilegt að framboð og eftir- spum ráði skráningu erlends gjaldeyris í stað pólitísks valdboðs? Skýring: Pólitískar geðþótta- ákvarðanir hafa oft valdið útflutn- ingsatvinnuvegum svo stórtækum útgjöldum að líkja má við eignaupp- töku. Eignarrétturinn á þó að vera vemdaður af stjómarskránni. Sem dæmi vísast til bráðabirgðalaga yðar um skattlagningu fyrirtækja af erlendum lánum til tækjakaupa. Slíkar Qárfestingar em stærstum hluta vegna hagræðingar í atvinnu- vegunum og aukinnar gjaldeyrisöfl- unar. Þér beitið þeirri rangsleitni að undanþiggja ríkisfyrirtæki þess- um skatti sem taka erlend lán í stómm stíl til óarðbærra fjárfest- inga, gæluverkefna stjórnmála- manna svo nefnd séu dæmi um saltverksmiðju, steinullarverk- smiðju og fleira sem langt er upp að telja. Yður er það vitandi vits að fyrirtæki í útflutningsfram- leiðslu em þau einu sem geta ekki velt sköttum út í verðlagið því þau em bundin vilja erlendra kaupenda. Það er því útflutningsaðilans neyð- arréttur að mega selja gjaldeyrinn á því verði sem hann vill. Rétt og frjáls skráning gjaldeyris beinir jafnvægi í gjaldeyrisviðskiptum og heftir hemjulausan innflutning oft óþarfa vamings sem stafar af út- sölu á gjaldeyri eftir fyrirskipun stjómmálamanna. Allt tal stjóm- málamanna um þenslu í einkageir- anum em staðleysur því öll þensla myndast af þenslu ríkisumsvifa með peningaprentun, fjáraustri og út- sölu á gjaldeyrinum. Ef ríkið eyddi ekki fyrr en fjár hefur verið aflað Vernharður Bjarnason eins og einstaklingamir verða að gera, þá væri engin þensla. Höfundur er fyrrverandi frysti- húsforstjóriá Húsavík. Margrét Bj örgvinsdóttir skrifar frá Wiimipeg: Loforð sem ekki var svikið Fyrir þremur ámm fór Jóhannes Páll II páfi í fyrstu heimsókn sína til Kanada. Samkvæmt ferðaáætlun átti hann að heimsækja þorpið Fort Simpson íNorthwest Territories, sem liggur 500 kílómetmm sunnan við heimskautsbaug, en íbúar þess em Dene-indíánar. Undirbúningur í Fort Simpson var mikill og fólk fór um langan veg til að vera við þessa fyrstu heimsókn páfa þar á norðurslóð, en þá gerði svo slæmt veður að flugvél hans heilagleika gat ekki lent. Við brottför frá Ottawa sendi páfí kveðjur til indíán- anna í Fort Simpson og lofaði þeim að koma þó síðar yrði. Það loforð efndi hann nú þrem ámm síðar að aflokinni heimsókn til Banda- ríkjanna. Og aftur kom fólk um langn veg. Sumir sögðust hafa eytt aleigunni í það ferðalag án þess að hugsa sig um tvisvar til þess að mega njóta blessunar páfans. Það var úrhellisrigning að morgni hins mikla dags og margir uggandi um að nú færi á sama veg og áður og lending mætti ekki tak- ast. En með hjálp nýjustu radar- tækni norður þar tókst Iending með ágætum og er Jóhannes II páfi hafði dvalið skamma hríð í Fort Simpson var hvert ský burt af himn- inum og sól skein í heiði. Leiðtogar Ðene-indíána bundu miklar vonir við þessa heimsókn, ekki aðeins vegna þess trúarlega Jóhannes Páll II páfi kemur út úr indíánatjaldinu klæddur skrúða þeim er hann var í við messugerðina í Fort Simpson. styrks sem páfi myndi veita þessum kaþólsku indlánum heldur fóru þeir einnig fram á stuðning hans í ver- aldlegum efnum í þeirri sjálfstæðis- baráttu sem indíánar í Kanada heyja nú við stjórnvöld í Ottawa. Jóhannes Páll páfi brást ekki vonum þeirra og lofaði eindregnum stuðn- ingi hinnar rómverskkaþólsku kirlq'u I þessu stórpólitíska máli og lét svo um mælt að hann lýsti yfir stuðningi við indíána í Kanada í þeim málum er varða sjálfstjómar- rétt er byggist á réttsýni og sanngimi og að þeir ættu þau lönd og auðlindir sem væru þeim nauð- synleg til lífsviðurværis, jafnt nú í dag sem og handa komandi kyn- slóðum. Hann sagðist vonast til að réttur indíána yrði ekki fyrir borð borinn í þeim viðræðum um stjómarskrár- breytingar sem nú standa yfir milli fylkisstjóma Kanada og sambands- stjómarinnar í Ottawa. Ymsir frammámenn meðal indí- ána létu í ljósi þá skoðun að þeir efuðust um að orð páfa hefðu mik- il áhrif á stjómmálamenn í Ottawa en yrðu vonandi til þess að stuðn- ingur kaþólsku kirkjunnar í Kanada við innboma hér í landi yrði meiri en áður hefur verið. Fimm klukkustunda dvöl Jó- hannesar Páls II páfa I Fort Simpson lauk með messu sem fór fram í stóm hvítu indíánatjaldi er reist var til helgihalds í tilefni af heimsókn páfa. Að henni lokinni flaug hann aftur heim til Rómar. SKIPADE/LD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A -SIMI 698100 28200 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA Hin nýja ostapökkunarvél. Osturinn í nýjar umbúðir OSTA- og smjörsalan í Reykjavík er að taka í notkun nýja osta- pökkunarvél um þessar mundir. Pökkunarvélin pakkar ostinum með öðmm hætti en tíðkast hefur. Hinar nýju umbúðir em ekki lofttæmdar eins og eldri gerð um- búða heldur loftskiptar og falla því ekki eins þett að ostinum og eldri gerð umbúða. Þær eiga því að fara betur með vömna jafnframt því að vera sterkari og þægilegri, segir I ý fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni. NYJA ELDAVÉLIN FRA vörunierki hvers heimiiis í 50 ár. LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.