Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 t ÓLÍNA ÉERQSVEINSDÓTTIR, Hvarflsgötu 17, Hafnarflröl, andaðist f St. Jósefsspítala Hafnarfirði þriðjudaginn 13. október. Böm, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON fyrrum yflrverkstjóri, Austurbrún 4, andaöist mánudaginn 12. október í Hrafnistu Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÁGÚST JÓNSSON, Helöarhrauni 30C, Grindavík, andaðist í Borgarspítaianum þriðjudaginn 13. október. Elvar Jónsson, Jenný Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir, Dagmar Árnadóttir, Margrót Guðmundsdóttir, Reynlr Jóhannsson, Benóný Þórhallsson og barnabörn. Faðir okkar. t ÁGÚST JAKOB ORMSSON, er látinn. HJalti Ágústsson, Særún Ágústsdóttir, Þór Ágústsson. t Ástkær mágkona mín og föðursystir okkar, JÓNA SIGURBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR, lést að kvöldi hins 12. október í Landspítalanum. Camllla Sandholt, Jenný Guölaugsdóttir Gröttem, Katrfn Þ. Guðlaugsdóttir, Hildur Björg Guölaugsdóttir, Pótur Guðlaugsson. t Eiginkona mfn, móðir okkar, dóttir og systir, HULDA MARKÚSDÓTTIR frá Borgareyrum, lést í Landspítalanum 12. október. Pótur Árnason, Höröur Jón Árnason, Smári Árnason, Markús Jónsson, Hrefna Markúsdóttir, Eygló Markúsdóttlr, Grfmur Bjarni Markússon, Þorsteinn Ólafur Markússon, Ólafur Jónsson, Guörún Einarsdóttir, Lóra Tómasdóttir, Inga Ólafsdóttir, Sigrfður Magnúsdóttir, Magnús Sigurður Markússon, Erla Markúsdóttlr Ester Markúsdóttir, Erna Markúsdóttir. t JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Æðey, verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni fimmtudaginn 15. október kl. 10.30. Helena G. Zoega, Ernst Pálsson. t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og afa, ADOLFS ANDERSEN, önundarhorni, Austur-Eyjafjallahreppi. Kristjana Einarsdóttir, Óli Einar Adolfsson, Mæja Jónsdóttir, Már Adolfsson, Svanlaug Adolfsdóttlr, Marinó Adolfsson, Guðmundur Helgi Adolfsson, Guöni Adolfsson, Sigrún Adolfsdóttir, Erna Adoifsdóttir, GuArún Magnúsdóttir, Ingvar Magnússon, Jónfna Sigurjónsdóttir, og barnabörn. Bóra Kjartansdóttir, Helgi Friðþjófsson, Þorbjörn Helgi Magnússon Halldóra Guðmunds- dóttir—Minning Fædd 7. október 1909 Dáin 2. október 1987 í dag, miðvikudaginn 14. októ- ber, verður Halldóra Guðmunds- dóttir, Drápuhlíð 23, Reykjavík, jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, en hún lést á Droplaug- arstöðum 2. þ.m. Halldóra fæddistí Reykjavík 7. október 1909. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Guðnason og Mattína Helgadóttir. Guðmundur fæddist 17. júní 1878 í Traðarkoti á Stokkseyri, en ólst upp frá fjögurra ára aldri að Miðfelli í Hrunamannahreppi. Guðmundur stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri. Hann var 21 ár á skútum, þar af mörg ár skip- stjóri og á togurum var hann í 34 ár, ýmist sem skipstjóri eða stýri- maður. Guðmundur var skipstjóri á togaranum Nirði, sem skotinn var niður í lok fyrri heimsstyijald- arinnar. Hann lést 26. apríl 1962. Mattína fæddist á Miðfelli Hrunamannahreppi 9. ágúst 1873, en lést 11. apríl 1964 eftir að hafa verið rúmföst í 13 ár. Guðmundur og Mattína giftust 21. febrúar 1903 og eignuðust átta böm, en eitt lést í æsku. Bömin vom í aldursröð: Ólafur Helgi stýri- maður, sem drukknaði með togar- anum Apríl 1. desember 1930; Rósa sem giftist Einari Magnús- syni rektor, en hann lést 1986; Gyða sem giftist Einari Pálssyni deildarfulltrúa, en hann lést í apríl sl.; Guðbjörg sem er látin en hún var gift Bimi Bjömssyni borgar- hagfræðingi, sem einnig er látinn; Halldóra sem hér er kvödd; Hulda sem er látin, en hún var gift Jó- hanni Hannessyni brunaverði, en þau skildu; Sigurður málarameist- ari, sem er kvæntur Ingunni Jónsdóttur. Halldóra fæddist í Reykjavík 7. október 1909. Hún fæddist á Grettisgötu 20, en þriggja ára fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum á Bergstaðastræti 26b, og átti þar heima til ársloka 1965. Halldóra giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Pétri G. Jónassyni, 27. maí 1939. Pétur er sonur hjón- anna Guðríðar J. Jónsdóttur, f. 29. júlí 1889 í Hafnarfírði, d. 8. sept- ember 1951 og Jónasar Þorsteins- sonar, verkstjóra, f. 22. júlí 1880 í Vallarhjáleigu, Hvolhreppi, en hann lést í spönsku veikinni 20. nóvember 1918. Pétur var sjómaður eins og tengdafaðir hans og var orðinn skipstjóri hjá Landhelgisgæslunni þegar hann varð að hætta sjó- mennsku árið 1948 vegna heilsu- leysis, en frá þeim tíma vann hann við skrifstofustörf hjá Landhelgis- gæslunni, þar til hann hætti störfum þar vegna aldurs. Eftir það vann Pétur sem þingvörður í nokkur ár. Halldóra og Pétur eignuðust þijú böm, dreng sem fæddist 30. april 1939 en lést 23. maí sama ár; Guðríði Jónu, f. 7. ágúst 1940, ógift, fulltrúi hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Guðríður hefur búið alla tíð hjá foreldrum sínum og verið þeim stoð og stytta í erfíðum veikindum þeirra; Matthías Guð- mund f. 18. nóvember 1948, deildarstjóra hjá Brunabótafélagi íslands, búsettan í Garðabæ. Matt- hías var giftur Fríðu Proppé en þau eru skilin. Matthías og Fríða eiga tvö böm, Halldóru Gyðu, f. 20. júní 1969 og Jóhannes Friðrik f. 26. ágúst 1974. Halldóra og Pétur hófu búskap á Bergstaðastræti 26b í sama húsi og foreldrar Halldóru bjuggu. Samheldnin var mikil í húsinu og gestrisnin í fyrirrúmi. Halldóra sá um heimili foreldra sinna í þrett- án ár vegna veikinda móður sinnar, en allan þann tíma var Mattína rúmliggjandi. Þá var oft gest- kvæmt á Bergstaðastrætinu en móttökumar alltaf hlýjar og rausn- arlegar. Innan fjölskyldunnar var Hall- dóra yfírleitt kölluð Halla. Pétur og Halla voru í hugum okkar eitt- hvað sem var óaðskiljanlegt. Glæsileg hjón sem alltaf var gaman að heimsækja. Leiðin úr vestur- bænum upp á Bergstaðastræti var eitthvað lengri í þá daga en hún er í dag, en heimsóknimar voru þeim mun ánægjulegri. Eftir lát Mattínu fluttu Halla og Pétur af Bergstaðastrætinu í Drápuhlíð 23, þar sem þau hafa búið síðan. Hún vann við ýmis verslunar- störf frá árinu 1964 og síðan hjá Búnaðarbanka íslands frá árínu 1967 til 1980. Halldóra veiktist í febrúar 1982 og reyndist sá sjúkdómur alvar- legri en í upphafí var ætlað. Hún dvaldist á Droplaugarstöðum frá 14. október 1982, þar sem hún lést 2. október sl. í hennar miklu veikindum heim- sótti Guðríður móður sína nær daglega og Pétur sömuleiðis nema þegar hann dvaldist á sjúkrahús- um. Matthías og böm hans komu einnig oft til hennar. Einkar kært var á milli allra systkina Halldóru en þó einkum á milli Halldóru og Gyðu. Gyða sýndi systur sinni mikla umhyggju í veik- indum hennar. Ég og fjölskylda mín sendum Pétri, Guðríði, Matthíasi og fjöl- skyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum vil ég þakka Halldóru samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Hafsteinn Hafsteinsson Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar og nöfnu, sem ætíð var mér svo góð og blíð. Hún hafði alltaf tíma til að sinna mér og bróður mínum, og ófáar nætumar fengum við að gista hjá ömmu og afa og ávallt var mikil tilhlökkun að fara í „Drápó". Amma mín var af gamla skólanum, þar sem hraði og spenna þekktust ekki, heldur hafði hún alltaf tíma til að tala við okkur, stijúka vangann og þerra tárin ef eitthvað var að. Einnig kenndi hún mér bænimar og örvaði mig i námi. Amma mín hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra, hún var mjög gjöf- ul og hafði gaman af að gleðja. Hún hafði stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá, þá var hún fljót til að rétta þeim sem minna máttu sín hjálparhönd. Amma Halla var alin upp í stór- um systkinahópi, dóttir hjónanna Mattínu Helgadóttur og Guðmund- ar Guðnasonar skipstjóra, en þau voru Ámesingar, bæði alin upp í Hreppunum. Amma Halla hafði líka góðan 'stuðning, sem er afí minn, Pétur, en þau giftu sig 27. maí 1939, og voru þau afar sam- rýnd og samstíga alla ævi. Amma Halla tók að sér heimili foreldra sinna þegar móðir hennar veiktist og sá hún um hana og heimilið í þrettán ár. Eftir að foreldrar henn- ar féllu frá fór hún út að vinna, fyrst við verslunarstörf og síðan við símavörslu í Búnaðarbanka ís- lands á annan áratug. Um sama leyti reistu amma og afí sér fallegt heimili í Drápuhlíð 23. Þau voru ekki fá skiptin sem við amma fór- um saman í bæinn að versla og þá var alltaf einhveiju gaukað að ömmubömunum. En ský dró fyrir sólu. Fyrir fímm árum fór amma að kenna sér meins, hún sem ávallt hafði verið svo heilsuhraust, og reyndist það vera það alvarlegt, að hún varð að fara á hjúkrunardeild Droplaug- arstaða. Þegar amma mín fór á Droplaugarstaði kom það best í ljós hversu samrýnd og góð afí og amma voru hvort við annað, því ávallt kom elsku afí minn í heim- sókn, hvem einasta dag sem hann gat, heilsu sinnar vegna, en sjálfur er hann búinn að vera heilsulítill síðustu sjö ár. Nú hefur elsku afí minn mikið misst, og bið ég Guð að styrkja hann á þessum erfíðu tímum. Ég vil færa þakkir starfsfólki hjúkmnardeildar Droplaugarstaða fyrir góða umönnun og hlýlegt við- mót alla tíð. Ég kveð elsku ömmu mína og bið henni Guðs blessunar á þeim stað sem við eigum öll vísan. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Yndisleg móðursystir mín hefur kvatt okkur að sinni. Halldóra Guð- mundsdóttir fæddist 7. október 1909 inn í glaðan, stóran systkina- hóp, dóttir hjónanna Mattínu Helgadóttur og Guðmundar Guðna- sonar skipstjóra. Það sem var höfuðeinkenni Höllu, móðursystur minnar, var endalaus fómfysi við aðra sem lýsti sér allra best í um- hyggju og umönnun hennar fyrir foreldmm sínum alla tíð. Þegar amma okkar, Mattína, missti heils- una, tók Halia við húsmóðurhlut- verkinu á Bergstaðastræti, sem var stórt hlutverk og nutum við öll í Ijölskyldunni þess innilega. En Halla stóð ekki ein. Ung að ámm kvæntist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Pétri Jónassyni, glæsilegum og góðum manni sem sannarlega kunni að meta Höllu sína. Og man ég vel, þá unglingur og daglega inni á heimilinu, hversu fallegt samband var milli þeirra og má með sanni segja að þau hafí ætíð verið nýtrúiofuð. í lífínu skipt- ast á skin og skúrir. Fyrsta bamið sitt, dreng, sem skírður var Matt- hías Guðmundur, misstu þau hjón 1939 þegar hann var á öðmm mán- uði og hefur það verið sár lífs- reynsla ungum hjónum. En lífið var þeim líka gjöfult og gott. Tvö góð böm eignuðust þau, Guðríði Jónu og Matthías Guðmund, sem komu eins og sólargeislar inn í líf þeirra. Og seinna á ævinni þegar veikindi heijuðu á hafa þau reynst foreldmm sínum einstaklega vel. Halla móður- systur var glöð og kát að eðlisfari, full af lífí og krafti, kona sem var gaman að vera nálægt. Þegar ég nú fullorðin lít til baka á æskuminn- ingamar em ótal margar myndir þeirra tengdar Höllu sem var ein- stök bamagæla. Hún elskaði að hafa böm í kringum sig, gleðja þau og umveija. Hún varðveitti líka bamið í sér alla tíð sem kom fram í opnu hugarfari hennar og léttri lund. í dag þakka ég Höllu allar þessar stundir birtu og gleði, ég þakka henni fyrir hvað hún var mér alltaf góð. Spámaðurinn segir: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ Ég trúi því að Halldóra, móð- ursystir mín, sé nú ftjáls og ég óska heni góðrar ferðar. Helga Mattína Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.