Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 63 Þessir taringdu ... Selkjöt - hvar fæst það? Strandamaður hringdi:- „Nú er svo komið, þrátt fyrir allar niðurgreiðslumar, að lamba- kjöt er orðið dýrara en svo að almenningur geti keypt það. Um verðsamkeppni er heldur ekki að ræða og er þar að líkindum kom- in skýringin á hinu háa fram- leiðsluverði kjötsins. Þó væri hægt að hafa ódýrt kjöt á boðstólnum hér á landi og nóg er til af því. Til skamms tíma þótti selkjöt fyr- irtaks matur enda er kjötið mjög gott sé það matreitt rétt. Væri ekki tilvalið að koma selkjötinu á markaðinn. Þannig gæti fólk fengið ódýrt og gott kjöt. Að lok- um vil ég spyija hvort selkjöt fáist í einnhverri matvöruverslun hér í borginni." Fyrirtæki eiga að bera íslensk nöfn M.E. hringdi: „Fyrir skömmu birtist grein í Velvakanda þar sem höfundurinn hafði á orði að hann verslaði ekki að nauðsynjalausu við fyrirtæki sem bera erlend nöfn. Ég hef lengi haft þennan hátt á, að versla síður við fyrirtæki með erlendum nöfn- um, því ég tel að íslensk fyrirtæki eigi að bera íslensk nöfn.“ Gleraugri Gleraugu í ljósu hulstri fundust fyrir skömmu. Eigandinn getur hringt 1 síma 671114. Lyklar Leðuról af tegundinni Et egner með fjórum húslyklum fannst í miðbænum fyrir skömmu. Eig- andinn getur vitjað hennar í pósthúsinu í Umferðarmiðstöð- inni. Gullarmband Breitt kvengullarmband með múrsteinamynstri tapaðist í Reykjavík að öllum líkindum í ágúst. Finnandi vinsamlegast hringi í Bergljótu í síma 35433. Gullhringur Guilhringur merktur „Þín Gyða“ fannst fyrir skömmu. Eig- andinn getur hringt í síma 72758 eftir kl. 19. Dagur vonar: Einstæður listviðburður Kæri Velvakandi. Mig langar til að fá að koma á framfæri innilegu þakklæti til Leik- félags Reykjavíkur, Birgis Sigurðs- sonar og allra aðstandenda sýningarinnar Dagur vonar, sem ég sá í gærkvöldi. Ég var lengi að sofna þegar heim kom og þetta leik- rit kom meira róti á huga minn en mig hefði órað fyrir. Hér er um einstæðan listviðburð að ræða. Með þessu verki hefur Birgir skipað sér í hóp okkar fremstu leikritaskálda. Ég veit ekki hvort menn hafa gert sér ljóst að með Degi vonar er Birg- ir orðinn okkar mesta leikritaskáld síðan Jóhann Siguijónsson og Guð- mundur Kamban hurfu af sjónar- sviðinu. Til hamingju Birgir. Leikritið Dagur vonar er bæði mis- kunnarlaust og grimmt og á stundum er orðkyngi slík, að áhorf- andinn má hafa sig allan við að meðtaka innihaldið — en þvílíkt skáld! í sýningunni eru mörg falleg- ustu atriði sem ég minnist að hafa séð á leiksviði. Sýning leikfélagsins er þrekvirki og markar á vissan hátt tímamót lfka, þótt við höfum löngum fengið að sjá þar marga góða sýningu. Leikstjórn Stefáns Baldurssonar og hin sérkennilega en fallega leik- mynd Þórunnar Þorgrímsdóttur mynda samtvinnaðan snilldar- ramma utan um leikinn, sem mér fannst í heildina allt að því óað- finnanlegur. Þama er valinn maður í hveiju hlutverki; Margrét Helga Jóhannsdóttir verður ógleymanleg móðir, sem í lokin stendur eftir í harmrænni reisn, Guðrún Gísladótt- ir, sem með tærum sársauka geðsjúklingsins smaug inn að hjartarótum, Sigríður Hagalín, virðuleg, hlý og sönn, Sigurður Karisson svo ógeðfelldur að með ólíkindum var og loks tveir ungir menn, sem ég hef ekki séð á sviði áður en unnu báðir leiksigur að þessu sinni, Þröstur Leó Gunnars- son og Valdimar Flygenring. Allur leikurinn var svo sannur — ég stóð mig að því hvað eftir annað að gleyma því að ég var að horfa á persónur í leikriti, ég var nefnilega að horfa á lifandi fólk af holdi og blóði sem snart mig sjálfa til tilfinn- ingalegrar þátttöku í örlögum þess. Það er ekki oft sem ég hef fund- ið mig knúna til að setjast niður eftir leiksýningu og þakka fyrir mig, en upplifun eins og þessa hrist- ir maður ekki auðveldlega af sér og hverfur á vit hversdagsleikans heldur er auðugri og vonandi betri manneskja á eftir. Á slfkum sýning- um eru við minnt á mátt listarinnar og leikhússins. Af einhverjum ástæðum dró ég að sjá þessa sýn- ingu í fyrravetur, þótt margir hefðu hælt henni í mín eyru og þess vegna langar mig til þess að segja við hugsanlega lesendur þessa bréfs, sem áhuga hafa á fjölbreytni mannlífsins og mannskepnunni í öllum sinum hrikalega margbreyti- leika — missið ekki af þessari einstæðu leikhúsreynslu. Elfsabet Bjamadóttir Ííh LniGíBvaiii^ítxlOiíAon u i,»n Uat»i HEILRÆÐI Slysavamafélag íslands vekur athygli á því að á morgun, 15. október, er alþjóðadagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er tákn blindra og sjónskertra og er þeim lífsnauðsynlegt hjálpartæki til þess að komast áfram í umferðinni. Sýnum blindum og sjónskertum tillitssemi og réttum þeim hjálp- arhönd á ferðum þeirra. .nlU.-iu O! tUJL (V^ \ FUSAR Lagerkerfi Tyrir vönibretti ogfleira Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 % 0DEXION IMPEX-hillukerfi án boltunar Útsöiustaðin LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 • Sfmi (91)20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. RÁÐSTEFNU Félags viðskipta- og hagfræð- inga, sem vera átti fimmtudag- inn 15. okt. nk., er frestað til fimmtudagsins 29. okt. nk., sök- um þess hve fjárlögin eru seint tilbúin. Nánar auglýst síðar. Félag viðskipta- og hagfræðinga IÐNTÆKNISTOFNUN Stofnun og reksturfyrirtækja fyrir konur Rekstrartæknideild ITÍ gengst enn einu sinni (17. skipti) fyrir námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja fyrir konur. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á rekstri, hvað eigin atvinnurekstur útheimtir og hvað þurfi að at- huga og varast. Efni: Stofnáætlun, frumkvöðull, viðskiptahug- mynd, fjármál, félagsform og fleira. Þátttakendur: Ætlað öllum konum, sem hafa hug á að stofna fyrirtæki, vinna í eigin fyrirtæki, vinna við stjórnun og þeim, sem hafa áhuga á rekstri. Tími: 19.-24. október kl. 19.00-22.00 og 09.00- 12.00 (laugardag), frí á föstudag. Staður: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Þátttökugjald: Kr. 7800. Innifaldar eru veitingar og kennslugögn, þar með talin bókin Fyrirtækið mitt. , Skráning í síma 687000. Takmarkaður fjöldi þátt- takenda. Rekstrartæknideild ITÍ. L -4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.