Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 65 BANDARÍSKA KNATTSPYRNAN Verkfall bandarískra knattspymumanna dregst á langinn - hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur Allt útlit var fyrir aö verkfall atvinnumanna í bandarískri knattspyrnu myndi dragast mjög á langinn eftir að viðrœð- ur milli leikmanna og eigenda félaganna strönduðu nú um helgina, en á mánudag gerði verkalýðsfélag leikmanna hins- vegar lokatilraun til að leysa verkfallið. Verkfallið, sem staðið hefur í rúmar þijár vikur, virtist ætla að verða langt og strangt eftir að sex daga viðræðum deiluaðila lauk um sl. helgi. Þrátt Gunnar fyrir að fulltrúar Valgeirsson leikmanna hafi gefið skrifar eftir í erfiðasta þrætumálinu, þ.e. frelsi leikmanna til að skipta um félag eftir að hafa uppfyllt samn- ing, stóðu eigendur félaganna fast á því að ekki yrði samið um neinar grundvallarbreytingar á fyrra sam- komulagi deiluaðila. A mánudag bauðst verkalýðsfélag leikmanna að leysa málin í hvelli ef eigendur væru tilbúnir að reyna samninga með sáttasemjara eða gerðardómi. Eftir langan fund á mánudag buðust leikmenn til að mæta strax til starfa, til að koma í veg fyrir fleiri leiki með varamönn- um. Tilboð verkalýðsfélags leikmanna er í tveim liðum. Leikmenn bjóðast til að he§a störf um leið og eigend- ur eru tilbúnir að fallast á að reyna að leysa deilumálin með sáttasemj- ara í sex vikur. Takist samkomulag ekki á þessum tíma, er verkalýðs- félag þeirra tilbúið að senda málið í gerðardóm. A meðan eru leikmenn tilbúnir að leika á sömu kjörum og fyrri samningurinn hljóðaði upp á. Boltinn er því nú í höndunum á eigendum hinna 28 liða í NFL- deildinni. Yfirlýsingar sumra þéirra á mánudag gáfu ekki í skyn að þeir væru tilbúnir að gefa neitt eft- ir í þessum efnum. Eigendur ætluðu að funda um þessar tillögur í gær og búast flestir við því að eigendur standi harðir á því að engar veiga- miklar breytingar verði gerðar á fyrri samningum. Formaður verkalýðsfélags leik- manna, Gene Upshaw, sagði að ef þessu boði leikmanna yrði hafnað af eigendum myndi verkfallið næsta örugglega standa allt þetta keppn- istímabil. „Við gætum leyst þetta mál á örfáum klukkutímum ef að eigendur vilja raunverulega leysa málið", sagði Upshaw. Hann bætti við, „eigendumir geta varla verið ánægðir með þessa leiki sem við höfum séð nú undanfarnar tvær vikur." Þrátt fyrir verkfallið, hafa eigendur náð að skrapa saman í lið með vara- mönnum og leikið þannig síðustu tvær helgar. U.þ.b. 130-150 leik- menn af þeim 1600’ sem em í verkalýðsfélaginu ákváðu að leika um sl. helgi. Eins og áhorfendur á stöð 2 sáu um helgina var lítill áhugi á leikjunum í NFL-deildinni. Sárafáir áhorfendur mættur á leik- ina (þrátt fyrir að eigendur reyndu að fá fólk á leikina með margskon- ar gylliboðum) og tölur sjónvarp- stöðvanna sýna að mjög fáir horfa á leiki í sjónvarpi miðað við venju- lega. Af atvikum undanfarinna daga er ljóst að það veltur á eigendum fé- laganna að leysa verkfallið. Margir sérfræðingar f málefnum NFL- deildarinnar em hinsvegar á þeirri skoðun að eigendur séu í raun að reyna að bijóta niður einingu í verkalýsfélagi leikmanna og að ná- ist ekki samkomulag nú í vikunni um þetta tilboð leikmanna muni næsta helgi skera úr um hvort leik- menn muni halda saman eða ekki. Beðið eftir leikmönnum! Verkfall bandariskra atvinnumanna í knattspymu hefur nú staðið í rúmar þijár vikur og óvfst hvort þeir semji á næstunni. Þessi þjálfari hefur haft náðugfS? ' daga að undanfömu. íslandsmótið 1. deild Laugardalshöll kl. 21.30 í kvöld Fram - Víkingur VCRZIUNRRBRNKINN styður Fram gegnum súrt og sætt. ÆteiTIHT? „ . _ . ^ tryggingar tryggja Atla! Hvað með ykkur hin? esi» Fram leikur í hummél íþróttabúningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.