Alþýðublaðið - 13.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1920, Blaðsíða 2
2 Afgreiðsla tslaðsites er í Aiþýðuhúsinu við Ihgóifssíræti og Hverfisgötsi, Sími 988. Auglýsingum sé skilsð þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær tiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein r. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. á bakkann, en hinn stökk út í Tjöraina og varð ekki meira en það undir bifreiðinni, að hann feomst uudan henni hjálparlaust og meiddist mjög lítið. Bráðlega safnaðist múgur manns þarna að, einkum bar mikið á barnaskólabörnunum, sem þótti matur í þessu. Voru nú tæki sótt: tré, kaðlar, blakkir og menn og tekið til að draga upp bifreiðina og ssðan tunnurnar tíu. Tókst það slysaiítið, eftir allíangan tíma. Bif- reiðin var nokkuð skemd, en ekki svo, að steinoiían þurfi mikið að hækka. Slys þetta gefur annars tilefni til þess, að litið verði eftir Tjarn- urbakkanum víðar en á þessum utað. Hann er víða, einkum í Tjarnargötu, farinn að hallast inn imöir sig, og má búast við að fcann steypist þá og þegar, ef svipað kæmi fyrir þar, l\\ jlorganblaisiBS. ,Morgunblaðinu“ sárnaði við mig út af hinni raeinlausu grein minni í „Alþýðubiaðinu" um dag- inn raeð fyrirsögninni: „í þörf er þræll þekkur, en þess í milli þrí- leiður." Eg ætla ekki að fara að rfíast við Mbl. um bannið eða áhrif þess og framkvæmd í þetta sinn, en hitt vildi eg sagt hafa, að mér er vel kunnugt um hvaðan runnar eru sögurnar; sem blaðið flytur ALÞYÐUBLAÐIÐ um áhrif bannsins í Bandaríkjun um; þær eru flestar runnar undan rótum áfengissaianna og bruggar- anna þar vestra og að þeirra til- hlutun birtar í blöðum áfengis- manna í Evrópu, enda eru þær allar keimlíkar. Að Mbl. heflr aldrei annað fiutt en þessar ó- frægðar- og óhróðurssögur um bannið, er nægilegt til þess að álykta, að það sé ekki óvilhallur dómari í þessu máli. Eg hefi í höndum upplýsingar um áhrif bannsins í Bandarikjun- um, eftir þann tiltöiulega stutta tíma, sem það hefir staðið, og segja þær, að í mörgum stærri bæjum hafi sakamálum t. d. fækk- að frá 40 til 60 af hundraði, og er það tekið eftir opinberum skýrslum, sem hvorki Mgbl. eða aðrir geta vefengt. Svo vildi eg leyfa mér að leggja eina spurningu fyrir Morg- unblaðið, sem eg vona að það svari eftir nægilegan umhugsunar- tfma: Hvað mundi vera gert í því landi, þar sem almennileg og á- kveðin lögreglustjórn er og yfir- völd, við þá menn, er leggja það í vana sinn að lítilsvirða la?idslög, kenna m'önnum og hvetja þá til að brjóta þau? y. á. Einsöngur. Ungur maður, G. Sveinn Þor- kelsson að nafni, söng einsöngva í Nýja Bio í vikunni sem leið. Söngmaður þessi hefir fremur laglega rödd, en hún er tæplega nógu miki! til þess að syngja í jafn stóru húsi og Nýja Bio, en óvíst er hvort söngurinn hefði tek- ist nokkuð skár þó f misrai sai hefði verið. Því er sem sé ekki að leyna að söngurinn mistókst algerlega, og skal látið ósagt hvort olli því fjrekar geðleysi söngmanns eða hitt, að honum sé frá náttúrunnar hendi varnað alls sem nefnt er listamannseðli. En víst er að söng- maður söng svo dræmt að hörm- ung var að heyra, og svo ger- sneyddur var söngurinn allri til- finningu, að ólíklegt er að hér hafi nokkurntíma heyrst jafn til- finningarlaus söngur. En ihvað er tilfinningarlaus söng- ur? Hann er vissulega verri en énginn söngur. Eg skal ekki segja hvott herra G. Sveini Þorkelssyni kann að takast síðarmeir að syngja þannig að boðlegt megi heita almenningi, en sennilegast þykir mér að það verði eklci, að hann vahti bæðt skap og listamannseðli til þess, og mundi eg ekki haía farið að skrifa um þetta, ef það hefði ekki verið fyrir það, að hin blöðin hafa bor- ið óhæfilegt lof á þennan söngv- ara, og verður að telja þar sek- astan Árna Thorsteinsson tónskáld. Honum hlýtur þó að hafa ofboð- ið að heyra hið viðkvæma lag sitt: Þess bera menn sár, farið með á þann veg að það minti á þegar rent er hálfstorknuðu sviðafloti milii troga. Þess skal getið að áheyrendur klöppuðu óspart, og mun sumpart vinfengi en surapart kristilegt um- burðarlyndi hafa vaidið, en 10 til 15 manns sem klöppuðu sér- Iega ákaft munu hafa haft frímiða að söngnum og gert lófaklappið í launaskyni. En þetta eru skamm- ir sem þeir eiga, en söngvarinn ekki. Tvo af þessum sem klöpp- uðu svona ákaft hitti eg seinna um kvöldið og spurði þá hvað aðgangur að söngnum hefði kost- að, Hvorugur þeirra vissi þaðl Ó. Dm dagins og Yeginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 53/4 1 kvöld. Bíóin. Nýja bfó sýnir: „Maður frá Wall Street". Gamla bíó sýnir: „Innsigiuð fyrirskipun". Hámarksverð er nú á eftir- töidum vörum, og eru menn á- mintir um að kæra viðstöðulaust til iögreglustjóra ef út af er brugð- ið, eða ef hlutaðeigqudur neita að selja þessar vörur, þó þeir hafi þær: Rúgmél í heilum sekkjum 60 au. kg., í smávigt 66 au. kg- Isa, óslægð 50 eu, kg., slægð. ekki afhöfðuð, 56 au, og slæg® og afhöfðuð 62 au, kg. Þorkur og smáfiskur, óslægður, 46 au. kg-?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.