Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 10

Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 íbúðar- og versluriarhús í Hafnarfirði til sölu Vandað steinhús, byggt um 1960, með góðri 800 fm lóð á fallegum útsýnisstað. Tvær hæðir samtals 280 fm. Á efri hæð eru 5-6 herb. íb. með tvennum svölum, en á neðri hæð verslunarhúsnæði og lítil íbúð. 50 fm útihús (bílsk. o.fl.). - Skipti á minni eign koma til greina. Einkasala. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., kl. 13—17 Austurgötu 10, sími: 50764. Húseign í Hafnarfirði Nýkomið til sölu vandað og velhirt steinhús á góðum stað við Austurgötu, tvær hæðir samtals 192 fm. Á efri hæð eru 6 herb. og eldhús en á neðri hæð 3 herb., baðherb., þvottahús og geymslur. Bílskúr. Falleg 600 fm baklóð. Laust fljótlega. Einkasala. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., kl. 13—17 Austurgötu 10, sími: 50764. SIMAR 21150-21370 Vorum að fá i sölu moðal annarra eigna: SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Stór og góð við Alfheima 4ra herbergja íbúð á 4. hæð, 107,4 fm nettó. Nýlr gluggar. Nýl. eld- hús. Sólsvalir. Gott kjherb. með wc. Endurnýjuð sameign. 3ja herb. íbúð við Hraunbæ á 3. hæð, ekki stór, vel skipulögö. Gott bað. Vélaþvhús. Góð sameign. Verð aöeins 3,1 mlllj. Parhús í Smáíbúðahverfi Efri hæð: 3 góö svefnh., baö og svalir. Neðri hœð: Stofa, eldh., forst. og snyrting. Kj.: 2 rúmg. herb., sturtub., þvhús og geymsla. Bflskúr 24 fm nettó. Grunnflötur hússins er tæpir 60 fm nettó. Langtímalán kr. 1,9 millj. fylgir. Skipti æskil. á góðri 4ra herb. íb. miðsvæðis í borginni. Úrvalsíbúðir í smíðum 3ja og 4ra herb. við Jöklafold i Grafarvogi. Fokh. á næstunni, fullb. u. trév. næsta sumar. Sameign fullgerð. Byggjandi: Húni sf. Tveir bílsk. óseldir. Kynnið ykkur nánar skipuiag, teikningar og frágangsskil- mála. Frábær grkjör. 8 ára úrvalsíbúð við Dalsel á 2. hæð, 89,9 fm nettó, 3ja herb. Ágæt sameign. Suð- ursv. Öll eins og ný (innréttingar, tæki og teppi). 2ja herb. íbúðir í Vesturborginni við Boðagranda (öll eins og ný). Sérinng. af svölum. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Við Sólvallagötu (úrvals góð einstaklíb., ekki stór, í 15 ára reislul. steinh. Sér hiti. Skuld- laus. Ákv. sala). í Árbæjarhverfi eða nágrenni Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbhúsi eða raðh. aö meöalstærö. Miklar og góðar greiðslur. Fjöldi fjársterkra kaupanda. Margskonar eignaskipti. Opið í dag laugardag kl. 11 -16. AIMENNA FASTEI6NASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 HAFÐU ALLT Á HREINU FÁÐU ÞÉR ^rTDK Morgunblaðið/BAR Að loknum frumflutningi píanókonserts Áskels Mássonar, frá vinstri: Guðný Guðmundsdóttir, kon- sertmeistari, Simon Kuran, 2. konsertmeistari, Roger Woodward, píanóleikari, Áskell Másson, tónskáld, og Diego Masson, hljómsveitarstjóri. Sínfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Mozart: Parísarsin- fónían K.297, Áskell Másson: Píanókonsert, Mussorgskí: Myndir á sýningn. Parísarsinfónían eftir Mozart er yndisleg tónsmíð og var að mörgu leyti vel leikin, þó stjóm- andinn hætti ekki á að spenna verkið upp í verulegan hraða og héldi því þar með í góðu jafn- vægi, sem vissulega á vel við Mozart, þó hann hins vegar sjalf- ur hafi oft á tíðum haft mestu ánægju af því að tefla á tvær hættur og því sé tónlist hans, sém margir telja að sé yfirborðsleg, gædd dýpri og margslungnari til- fínningasemi en hjá mörgum þeim sem slá um sig miklum tilþrifum og vel merkjanlegri tilfínninga- semi. Aðaltíðindi kvöldsins voru frumflutningur á píanókonsert eftir Áskel Másson. Roger Wood- ward flutti verkið ágæta vel og trúlega í góðu samspili við hljóm- sveitina undir stjóm Diego Masson, þó undirritaðan gruni að einleikari og hljómsveit hafí átt að enda einn þáttinn „akkúrat" samtímis. Konsertinn er á köflum töluvert viðfangsefni fyrir einleik- arann en einnig er píanóið notað sem samleiksaðili t.d. þar sem einleikslínan er „dúplemð" í hljómsveitinni nokkuð oft. Kafla- skipan verksins er eilítið ójöfn, t.d. mjög löng einleiks „kadensa" í viðamiklum fyrsta kafla, allt of stuttur hægur þáttur og inn í þáttunum nokkuð lengi dvalið við einstaka hugmyndir. Hvað sem líður lengd hvers kafía og verksins í heild hefur Áskell Másson samið alvarlegt og áhrifamikið tónverk og er tónmál hans mjög að færast frá „effekta- leik“ í átt við tónrænni íhugun, sem gefur þessu verki hans stórl- átan og áhrifamikinn svip. í efnisskrá er sérkennilegt dæmi um sambandsleysi þeirra sem sjá um efnisskrána við þá sem halda tónleikana, því þar er marg- ritað að hljómsveitargerðin á verki Mussorgskís sé eftir Ravel. Rétt mun vera og leiðrétt er með sér- kennilegum hætti á lausum fylgi- miða, að umritun verksins fyrir hljómsveit sé gerð af Ashkenazy, sem fylgir frumgerð tónskáldsins af meiri nákvæmni en Ravel. Það má endalaust deila um þessar umritanir og gera samanburð hvort saxófónn eigi verr við en enskt hom í Gamla kastalanum og hvort fíðlueinleikurinn í gyð- ingadúettinum sé eins áhrifamikill og trompettleikurinn hjá Ravel. Hvað sem þessi munur hefur að segja, þá er verkið svo sterkt og sérkennilegt að munurinn á rit- hætti hverfur á köflum og þá er það Mussorgskí sem hefur orðið. Að slepptum samanburði við Ra- vel má Ashkenazy vel við una, því verk Mussorgskís hljómaði mjög vel í gerð hans og var á köflum prýðilega flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands undir ágætri stjóm Diego Masson. Tónskáldínu færð blóm að loknum frumflutningnum. Upplýsingabanki Ríkisútvarpsins Upplýsingabanki Ríkisútvarps- ins var tekinn í notkun 1. október sl. að sögn Helga S. Helgasonar auglýsingasljóra Rikisútvarpsins. Bankinn hefur að geyma upplýs- ingar um auglýsendur, vörur þeirra og þjónustu. í upplýsingabankanum verða geymdar i eitt ár allar auglýsingar sem fram hafa komið í Ríkissjón- varpinu, Rás 1 og Rás 2. Um 100 þúsund auglýsingar eru komnar inn í bankann en nú eru elstu auglýsing- amar í honum frá því í maí sl. „Tilgangurinn með þessum tölvuvædda gagnabanka er sá að veita neytendum, á einfaldan hátt og þeim að kostnaðarlausu, aðgang að nýjustu upplýsingum um ákveðna vöm eða þjónustu, vömmerki eða fyrirtæki. Þessi nýjung hefur gengið mjög vel. Fólk hefur hringt og spurst fyrir um hefílbekki og kart- öfluútsölur, svo dæmi séu tekin. Upplýsingabankinn er einnig mikilvægur fyrir auglýsendur, því hann lengir líftíma auglýsinganna og bætir þar með nýtingu auglýs- ingafjár", sagði Helgi. Símanúmer upplýsingabankans er 693060.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.