Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 i RÉTTI KODDINN - fyrirfólká öllum aldri - SIDSEL koddinn gefur fullan stuðn- Rangt Venjulegur koddi Rétt Sidsel koddi ing við hálsliðina. • SIDSEL koddinn fyrirbyggir og dreg- ur úr stirðleika í herðum og hálsi. • . SIDSEL koddann má handþvo í volgu vatni. • SIDSEL koddanum fylgir koddaver. • SIDSEL koddinn hefur fengið afar góðar viðtökur hjá sjúkraþjálfurum hérlendis sem erlendis. • SIDSEL koddinn ersérhönnuð sænsk gæðavara. Sendum í póstkröfu um allt land. Sendingarkostnaður innifalinn. Verðkr. 2.1 00." Ég óska eftir aðfá send.stk. SIDSEL kodda Hrefna Eggertsdóttir pianóleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleik- ari og Kjartan Óskarsson klarinettuleikari leika á tónleikum í Selfosskirkju nk. sunnudag. Tónleikar í Selfosskirkju | NAFN Pantlð tímanlega. Finnbogi Karlsson I he.m l sfang Pósthólf 9145,129 Reykjavík, sími 91-76731. j PÓSTNR PÓSTSTÖÐ ÖRUGG OG ARÐBÆR ÁVÖXTUNARLEIÐ Bankabréf Verzlunarbankans eru verðtryggð skuldabréf útgefin af veðdeild Verzlunarbanka íslands hf. Bréfin eru seld með afföllum er gefa kaupanda 9,5% ávöxtun umfram verðbólgu. Nafnverð bréfa er kr. 100.000,- og kr. 250.000,- Öruggur greiðandi; veðdeild Verzlunarbankans. Bréfin eru greidd út í einu lagi á gjalddaga eftir 1,2,3,4 eða 5 ár. Sölustaðir eru í Verzlunarbankanum Bankastræti 5 og Húsi verzlunarinnar. HAFÐU FJÁRMÁL ÞÍN Á HREINU OG SKIPTU VIÐ ÖRUGGAN AÐILA. VŒZLUNflRBRNKINN 1 -vúttuvi ateð þ&i! o o HREFNA Eggertsdóttir píanó- Ieikari, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Kjartan Óskars- son klarinettuleikari halda tónleika í Selfosskirkju sunnu- daginn 18. október. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Debussy, Fauré og Johannes Brahms. Þau Hrefna, Inga Rós og Kjartan hafa leikið saman um alllangt skeið og tekið þátt í tónleikum hérlendis og erlendis. Tónleikamir á sunnudaginn eru haldnir að tilstuðlan Félags íslenskra tónlistarmanna og hefjast kl. 20.30. Orðstöðulykill að Biblíunni FRÆÐIMENN frá fjórum há- skólastofnunum undirbúa nú tölvuvinnslu svonefnds orðstöðu- lykils að allri Biblíunni sem út kom 1981. Orðstöðulykill er orðaskrá, þannig gerð að hverju orði fylg- ir nákvæm textatilvísun og fáein næstu orð lesmálsins bæði á und- an og eftir. í orðstöðulykli má þvi sjá stöðu hvers orðs, sem upp er tekið, eða í hvaða sambandi það er. Slíkur lykill er mikilsvert hjálpartæki við allar biblíurann- sóknir og athuganir, en Biblían er mest lesin allra bóka og meira rýnt í þann texta en nokkum annan. Áður en tölvur komu til sögunnar voru lyklar af þessu tagi gerðir í höndunum. Bjöm Magnússon pró- fessor gerði tvo lykla að íslensku Biblíuútgáfunni frá 1912. Annar hefur verið gefinn út á prenti, Orða- lykill að Nýja testamentinu (1951), en lykillinn að Gamla testamentinu er aðeins til í vélriti. Nú em allar aðstæður breyttar. Með vaxandi tölvunotkun hefur gerð hvers konar orðstöðulykla stóraukist um allan heim, einnig hér á landi. Biblían 1981 var á sínum tíma sett á gataræmur í Prentstofu G. Benediktssonar. Baldur Jónsson prófessor fékk leyfi Biblíufélagsins til að hirða ræmumar úr prent- smiðjunni, lét síðan lesa af þeim í tölvu og taka textann á segulband, sem hann hefur síðan varðveitt í textasafni sínu í íslenskri málstöð. Á útmánuðum 1986 lét Baldur Pálsson forritari í ljós áhuga á að tölvuvinna orðstöðulykil að þessum texta. Var þá farið að kanna áhuga fræðimanna og háskólastofnana á slíku verkefni, og upp úr því var sett á laggimar fímm manna sam- starfsnefnd til að vinna að því. Hana skipa: Baldur Jónsson pró- fessor, íslenskri málstöð, formaður, Baldur Pálsson forritari, Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Orðabók háskólans, Svavar Sigmundsson dósent, Málvísindastofun háskól- ans. Nefndin hóf störf í apríl 1986. Hinn véltæki texti, sem varð- veittur hefur verið í málstöðinni, jafngildir fyrstu próförk ólesinni, þar sem hann var tekinn beint af setningarræmum prentsmiðjunnar. Fyrst varð því að fara yfír textann og leiðrétta hann að fullu til sam- ræmis við hina prentuðu útgáfu. Því verki er nú að mestu lokið. Tveir nefndarmanna hafa unnið að því, Baldur Pálsson og Guðrún Kvaran, og að auki séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur á Melstað í Miðfírði. Arbók hins íslenska forn- leifafélags komin út ÁRBÓK hins íslenska fomleifa- félags fyrir árið 1986 er komin út. Arbókin er að þessu sinni helguð minningu Gísla Gestsson- ar, safnvarðar, og er meginefni hennar skýrslur frá fomleif- auppgreftri við Kúagerði í Álftaveri sem Gísli hafði umsjón með. Fomleifarannsóknimar í Kúabót fóru fram á árunum 1972-76, og eru í bókinni skýrslur, ljósmyndir og teikningar frá þeim rannsókn- um. Meðal annars efnis má nefna greinar um fomleifarannsóknir að Suðurgötu 7 í Reykjavík, foma reikningspeninga, og sögu laufa- brauðs. Ritstjóri árbókarinnar er Inga Lára Baldvinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.