Morgunblaðið - 17.10.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.10.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Tveir auðræktaðir laukar í stofuna! Sumum fínnst töluvert umstang fylgja því að koma túlípönum og hýasintum til að blómstra fyrir jólin. Laukar þeirra þurfa að vera á köldum stað á meðan þeir ræta sig — og svo eru þau ekkert yfír sig hrifín af stofuhitanum þegar á reynir. Öðru máli gegnir með jólaliljur og riddarastjömur, öðrum nöfnum Jónsmessulilja eða tassetta og amaryllis. Þeim fylgir ekkert ves- en með kælingu og vitjun á afskekkta staði fasteignarinnar! Það eina sem þarf að gera er að setja laukana í mold, stilla pottun- um út í stofuglugga og sjá til þess að vökva í hófí. En til að allir fái nú rétta útkomu skal ég skrifa dæmið niður lið fyrir lið: ar ekki. Það er líka hægt að láta jólaliljur blómstra á þann hátt að skorða laukana í grófan sand í vansheldu íláti og láta vatnsborðið ná upp undir laukana allan tímann. Jólaliljur blómstra 6—8 vikum eft- ir að farið er að vökva laukana. Það er hægt að geyma laukana þurra í nokkra mánuði og setja þá í ræktun í umgöngum með hálfs- mánaðar millibili til að lengja það tímabil sem við getum notið bló- manna. Ræktunartíminn styttist þegar líður á veturinn, t.d. blómg- ast jólaliljulaukar sem settir eru í ræktun í byijun janúar um það bil fjórum vikum seinna. Það borg- ar sig ekki að halda upp á iaukana að aflokinni blómgun. Öruggara er að fá nýja lauka á hverju ári. Jólalilja, Narcissus „Paperwhite" Grandiflorus. Jólalilja Fimm til tíu laukar eru settir saman í skál eða pott með mold eins þétt og ílátið leyfir. Betra er að hafa ílátin nokkuð djúp (15 sm eða meir) til þess að rótamassinn fái pláss og festi plöntumar al- mennilega. Plöntumar njóta sín líka betur í íláti sem er í þessu samræmi við hæð þeirra. Það þarf varla að taka það fram að mjói endinn á lauknum á að visa upp og þeir em skorðaðir vel og huldir til hálfs með mold. Síðan er vök- vað vel og pottamir hafðir úti í glugga. Birtan og rakinn skipta máli. Sé jólaliljan í mjög daufri birtu teygir hún mjög úr sér og þá verður oftast að styðja við plön- tumar með bandlykkjum og priki. Þomi moldin upp, eyðileggjast blómvísamir og jólaliljan blómstr- Riddarastjama, Hippeastrum X Cultorum. Þeir sem eiga frostlausa eða upp- hitaða gróðurskála geta þó plantað jólaliljulaukunum þar niður í beð og sinnt þeim með vökvun og áburði út veturinn og fram eftir sumri þangað til blöðin sölna niður af sjálfsdáðum. Þá er von um að þeir geti blómstrað þar aftur seinnipart næsta vetrar. Jólaliljan, tassettan eða Jóns- messuliljan, Narcissus tazetta, er líklega sú „Narsissa á Saronsvöll- um“ sem kemur við sögu í Ljóða- ljóðum Biblíunnar. Víst er um það að obbinn af þeim hollensku lauka- sölum sem dreifa laukum um heiminn láta ísraelsmenn rækta jólaliljumar fyrir sig. Tegundin er háð heittempruðu veðurfari og á afar víðfeðmt útbreiðslusvæði, allt frá Kanaríeyjum til austurs um Norður-Afríku, Litlu Asíu að suð- urhluta Japanseyja. Tegundin skiptir sér í nokkur afbrigði sem aftur hafa orðið upphaf að íjölda „sorta" eins og garðyrkjumenn kalla útvalin og sémefnd ræktun- arafbrigði gerð af mannahöndum. Vinsælasta sortin er „Paperwhit- es“ með hreinhvítum blómstjöm- um, oft 5—7 saman á stilk. Aðrar sortir em „Grand Soleil d’or“, með gulum blómum, og „Zhiva" með hvítum bikarblöðum og gulri krónu. Blóm jólaliljunnar hafa sterka angan, sem fólk er ekki sammála um hvort að sé þægileg eða óþægileg. Sumum fínnst hún INNRÖMMUN Alhliða innrömmun, smellu- rammar, tilbúnir álrammar. Sérverslun með innrömmunarvörur RAMMA MIÐSTOÐIN Sigtún 10, 105 Reykjavík, sfmi 25054. Næg bílastæði v/dyrnar. OPIÐ LAUGARDAGA KL.9-16 Plaköt og myndir Fjölbreytt úrval Iðnþing haldið á Akureyri Landssamband iðnaðarmanna heldur 42. Iðnþing íslendinga á Akureyri í næstu viku. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1977 að þingið er haldið utan Reykjavikur. Þingið hefst á fímmtudaginn, 22. október, með setningu forseta Landssambandsins, Haraldar Sum- arliðasonar og ávarpi menntamála- ráðherra, Birgis ísleifs Gunnarsson- ar. Að því loknu verður hádegisverður í boði bæjarstjómar Akureyrar og þá flytur Ingi Bjöms- son, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, erindi um tengsl nýrrar tækni og byggðaþróunar. Fjallað verður um starfsemi Landssambands iðnaðarmanna og stefnu f iðnaðar- og atvinnumálum. Föstudagurinr er skipulagður sem sjálfstæð ráðstefna, þar sem um- ræðuefnið verður „Ný tækni í iðnaði - aukin framleiðni". Frummælendur verða ýmsir sérsfræðingar á þessu sviði, bæði frá tækni- og þjónustu- stofnunum iðnaðarins og eins forráðamenn fyrirtækja innan Landssambandsins. Þinginu lýkur laugardaginn 24. UFSVON landssamtök til verndar ófæddum börnum. Sími 15111, pósthólf 5003,125 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.