Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Heilsugæslu- stöðin í Grindavík eftir Kristmund Herbertsson Eftir að Heilsugæslustöð Grindavíkur er búin að vera í bráða- birgðahúsnæði í 13 ár hefur nú verið ákveðið að byggja nýja stöð. En það eru ekki aJlir á eitt sáttir, hvemig að því skuli staðið. Núverandi staða Heilsugæslustöðin í Grindavík er nokkurs konar útibú frá Heilsu- gæslustöð Suðumesja í Keflavík. Allar endanlegar ákvarðanir um rekstur og byggingu eru teknar af stjóm Heilsugæslustöð Suðumesja í Keflavík, í samráði við bæjarstjóm Grindavíkur. Aðdragandi að núverandi stöðu í þessu máli nær nokkur ár aftur í tímann en þá var hafist handa við byggingu verslunarmiðstöðvar á Víkurbraut 62 með þátttöku nokk- urra einstaklinga, Sparisjóðs Keflavíkur og bæjarins, sem hyggst hafa skrifstofur sínar á hluta af annarri hæð. Jarðhæðin var reist og tekin í notkun. Enn er ekkert þak komið á bygginguna og reynd- ar óljóst hvort byggingin á að vera tvær eða þrjár hæðir. Með því að koma heilsugæslustöðinni fyrir á hluta annarrar hæðarinnar gefur þessi möguleiki gullið tækifæri til að ljúka við húsið þar eð ríkið greið- ir 85% af byggingarkostnaði heiisu- gæslustöðva. Það er eindreginn vilji bæjar- stjómarinnar að koma heilsugæsl- unni fyrir á annarri hæð versiunar- miðstöðvarinnar og væri auðvitað kjörið ef heilsugæslustöðinni væri þar eins vel komið fyrir og á jarð- hæð. Álit sérfróðra manna Nú vaknar sú spuming hveijir eru dómbærir á slíkt? Hefur bæjar- stjómin þekkingu á því? Eða stjóm Heilsugæslustöðvar Suðumesja í Keflavík? Eða heilsugæslunefnd Grindavíkur? Hér kemur álit nokk- urra aðila sem ætla má að hafi vit og þekkingu á þessu máli. Úrdráttur úr álitsgerð heilsu- gæslunefndar Grindavíkur Eftir að nefndin hóf störf kynnti hún sér rekstur og aðstöðu heilsu- gæslustöðva í Hveragerði, Þor- lákshöfn, Hellu og Hvolsvelli. I viðtölum við lækna og starfsfólk þessara stöðva kom í ljós að þar sem heilsugæslustöð hafði verið byggð í húsnæði, þar sem ekki var gert ráð fyrir slíkri starfsemi í upphafi, varð aðstaða óhentug og húsnæðið mun dýrara en ella, vegna mikilla breytinga sem gera þarf á slíku húsnæði. Lokaniðurstaða nefndarinnar er sérhönnuð stöð á jarðhæð. Á Akureyri hefur heilsugæslu- stöðinni verið komið fyrir í húsnæði sem upphaflega var ætlað sem skrifstofiir og hafa stuðningsmenn bæjarstjómarinnar í Grindavík iðu- lega bent á það, máli sínu til stuðnings. Hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvar Akureyrar. Húsnæðið er ekki til fyrirmyndar. Við erum alltaf að reka okkur á ókosti þess að heilsugæslustöðinni hefur verið komið fyrir í óhentugu húsnæði. Ég ráðlegg öðmm, sem ætla að reisa heilsugæslustöð, að byggja hana alla á jarðhæð með stækkunarmöguleikum. Sá arkitekt sem hannað hefur flestar heilsugæslustöðvar hér á landi, bæði nýjar frá gmnni og einn- ig innréttað slíkar stöðvar í húsum sem reist vom fyrir aðra starfsemi en heilsugæslu segir álit sitt um væntanlega byggingu heilsugæslu- stöðvar í verslunarmiðstöðinni: 1. Lögun húsnæðisins er ekki heppileg fyrir heilsugæslustöð. Nýting þess verður slæm og tals- vert af herbergjum verður gluggalaust. 2. Það er slæm aðkoma og erfitt um vik ef sjúkrabfll kemur með slasaðan eða slasaða, vegna staðsetningar á annarri hæð. 3. Kostnaður yrði síst minni við þessa byggingu en við nýja stöð sem reist yrði frá gmnni með lóðarkaupum. 4. Lyftan (eins og nú er gert ráð fyrir) er í það allra minnsta, en þrátt fyrir það mun ein slík kosta frá 3 til 5 milljónum króna. 5. Vafi leikur á því hvort ríkið taki nokkum þátt í kostnaði við lyftu, þar eð hún er alls ekki þörf sé stöðin reist á jarðhæð. Þessi kostnaður einn mundi samsvara hlut bæjarins f stöðinni. 6. Að hans mati og reynslu telur hann að besti kosturinn sé stað- setning við eða í námunda við öldmnarheimili. Því er við að bæta að eins og teikningin er af húsinu er til dæmis kaffistofan ólögleg og mun aldrei fást samþykkt, þar eð staðsetning hennar er bak við fatageymslu starfsfólks í gluggalausu herbergi. Að öðm leyti vildi hann lítið tjá sig um teikningu af innrétting- unni vegna aðstöðu sinnar. Reyndur byggingameistari, sem starfað hefur sem umsjónarmaður opinberra bygginga um nokkurt árabil og hefur innt af hendi eftir- lit með byggingu flestra heilsu- gælsustöðva um land allt, segir: 1. Gmnnur einnar hæðar bygging- ar í Grindavík er trúlega ódýr og hagkvæmur, þar sem byggt yrði á sléttu hrauni. Þetta gildir einnig um bflastæði. 2. Breytingar á húsi, sem upphaf- lega er hannað sem verslunar- miðstöð og skrifstofur þar sem neðsta hæð er þegar tekin f notk- un, hljóta að kosta mikið og vera ýmsum vandkvæðum bundnar. 3. Ef heilsugæslustöð á að full- nægja þeim kröfum sem í dag em gerðar til slíkra bygginga þarf að vera fyrir hendi fijáls og óhindrað aðkoma sjúkrabfls, sem aðeins er hægt að tryggja með sérinngangi eingöngu not- uðum f slíkum tilvikum. 4. Heilsugæslustöðin ein þarfnast bflastæða fyrir um 20 bíla. 5. Það getur á engan hátt farið vel að hafa heilsugæslustöð í sam- býli við verslunarmiðstöð og bæjarskrifstofur vegna allt of mikillar umferðar. Álit héraðslæknis Reykjanes- héraðs: 1. Ljóst er að aðgengileiki er að jafnaði betri ef stöðin er stað- sett á jarðhæð. 2. Að byggja heilsugæslustöð á jarðhæð samræmist betur áætl- unum og hugmyndum heilbrigð- isyfirvalda. 3. Það mæla engin sterk rök á móti því að hún verði staðsett á annarri hæð ef góðar og stórar lyftur em í húsinu, góð bflastæð og stórar dyr við inngang, sem gætu að miklu leyti verið sér fyrir heilsugæslustöðina, amk. þegar um slys er að ræða. Hvorki lyftan né inngangur upp- fyllir þau skilyrði, sem héraðslækn- irinn setur fram, á þeim teikningum sem liggja frammi í dag. Byggingarhraði Bæjarstjórinn heldur fram að hægt sé að koma heilsugæslustöð- inni upp á tveim áram ofan á verslunarmiðstöðinni en á fjóram til sex áram ef byggð yrði stöð á jarðhæð. Fram hefur komið að Sparisjóður Keflavíkur hafi boðið lánafyrirgreiðslu veiði heilsugæsl- unni komið upp ofan á verslunar- miðstöðinni. Það er vert að benda á það, að Sparisjóður Keflavíkur vill aðeins lána ef byggt verður ofan á verslunarmiðstöðinni. Þetta er undirrót þess þrýstings sem við- hafður er til þess að þvinga þetta mál í gegn á þennan hátt. Sparisjóð- inn vantar þak yfir höfiiðið og hætta er á því að það fari að leka inn um loftið hjá honum ef ekkert verður að gert fljótlega. í 13 ár hefur Heilsugæsla Grindavíkur verið í bráðabirgða- húsnæði, svo að tvö ár til eða frá geta varla skipt sköpum. Til stuðn- ings því sjónarmiði gáfu læknir heilsugæslustöðvarinnar, Krist- mundur Ásmundsson, og hjúkmn- arforstjóri stöðvarinnar, Ólafía Sveinsdóttir, þá skriflegu yfirlýs- ingu til heilsugæslunefndar Grindavíkur, að þau væm reiðubúin að starfa í núverandi húsnæði Heilsugæslu Grindavíkur um ein- hver ár ef tryggt yrði að hafín verði nú þegar bygging nýrrar heilsu- gæslustöðvar á jarðhæð, til fram- búðar, fyrir Grindvíkinga. Kristmundur Herbertsson „Þjóðfélagið hefur al- mennt viðurkennt í dag nauðsyn þess að fatlað- ir komist leiðar sinnar hjálparlaust um allar opinberar stofnanir. Þær raddir sem eru annars sinnis heyrast nú orðið æ sjaldnar. Það má segja óhugs- andi í dag að reist sé heilsugæslustöð þar sem ekki er gert ráð fyrir fötluðum, meira að segja þykir það sjálf- sagt að hafa sérstakt salerni fyrir þá.“ Byggingar- og rekstrarkostnaður Gerð hefur verið kostnaðaráætl- un til að Ijúka við byggingu 2. hæðar í verslunarmiðstöðinni. í henni er gert ráð fyrir að hlutur heilsugæslunnar mundi verða rúm- ar 22 millj. króna. Sérfróðir menn á sviði bygginga heilsugæslustöðva telja þessa áætl- un stórlega vanreiknaða. En þrátt fyrir þetta vantar að geta þess í þessari kostnaðaráætlun hvað heilsugæslan þarf að borga fyrir það sem þegar er búið að gera í þessari byggingu eins og t.d. lóðar- verð, gatnagerðargjöld, hluti sameignar á neðri hæð o.s.frv. Þama má reikna með upphæð sem nemur nokkmm millj. króna. Enn- fremur bætist við vaxtarkostnaður lána Sparisjóðs Keflavíkur sem nemur einnig nokkram milljónum. Raunhæft verð er því þessar van- reiknuðu 22 milljónir auk hluta sameignar sem þegar er fyrir hendi og vaxtakostnaðar. Lausleg áætlun sérfróðs manns á sviði bygginga heilsugæslustöðva gerir ráð fyrir að hlutur heilsu- gæslustöðvarðinnar í verslunarmið- stöðinni, mundi aldrei geta orðið minni en 32 millj. króna. Til samanburðar er núvirði stöðv- arinnar á Þórshöfti (stærð um 500 fm) 29 millj. og stöðvarinnar á Vopnafirði (stærð um 390 fm) er 22 millj. króna. Báðar fullbúnar með lóðarkaupum. Það er því augljóslega dýrara kostur að koma heilsugæslunni fyr- ir ofan á verslunarmiðstöðinni. Rekstrarkostnaður heilsugæslu- stöðvarinnar, verði henni komið fyrir í verslunarmiðstöðinni, yrði einnig augljóslega mun meiri en ella. Má þar t.d. nefna rafmagns- kostnað vegna þess að stór hluti heilsugæslunnar yrði gluggalaus, rafmagns- og hitunarkostnað á sameign, ræstingakostnað á sam- eign, viðhalds- og rekstrarkostnað vegna lyftu o.fl. Stærð heilsu- gæslustöðvar Til þess að gera sér nokkra grein fyrir því hversu stór heilsugæslu- stöðin þarf að vera er ekki úr vegi að líta aðeins á þær stöðvar sem nýlega hafa verið byggðar eða em í byggingu. íbúatala er frá árinu 1985. Borgames: H2 stöð, þjónar 3619 manns, flatarmál 980 fm. Talin rúmgóð. Ólafsvík: H2 stöð, þjónar 2029 manns, flatarmál 740 fm. Búðardalur: H2 stöð, þjónar 1432 manns, flatarmái 430 fm. Reykhólar: H stöð, þjónar 359 manns, flatarmál 120 ftn. Bolungarvík: H1 stöð, þjónar 1285 manns, flatarmál 360 fm. Hólmavík: H1 stöð, þjónar 974 manns, flatarmál 360 fm. Ólafsfjörður: H1 stöð, þjónar 1157 manns, flatarmál 540 ftn auk 230 fm sem er sameign stöðvarinn- ar og dvalarheimilsins. Grindavík: H1 stöð, þjónar 1986 manns, flatarmál? Staðsetning heilsugæslustöðvar Þegar öldmnarheimilið var hann- að var einnig gert ráð fyrir heilsu- gæslustöð á sömu lóð. Staðurinn þar sem heilsugæslustöðin á að vera er því fyrir hendi. Á það hefur verið bent að staður- inn sé ekki miðsvæðis í bænum og að það verði nokkuð langt fyrir suma að komast þangað. Þetta er alveg rétt en á það má benda að fjarlægðin frá verslunarmiðstöðinni að öldmnarheimilinu er ekki nema um 800 metrar. Þetta er því ekki nein hindmn fyrir bæjarbúa. Þjóðfélagið hefur almennt viður- kennt í dag nauðsyn þess að fatlaðir komist leiðar sinnar hjálparlaust um allar opinberar stofnanir. Þær radd- ir sem em annars sinnis heyrast nú orðið æ sjaldnar. Það má segja óhugsandi í dag að reist sé heilsu- gæslustöð þar sem ekki er gert ráð fyrir fötluðum, meira að segja þyk- ir það sjálfsagt að hafa sérstakt salemi fýrir þá. Á heilsugæslustöðina koma ár- lega milli 4 og 5 þúsund manns, þar af em fatlaðir svo fáir að það tekur því varla að nefna það. En þrátt fyrir það er það siðferðileg krafa í dag að allur aðbúnaður sé með þeim hætti að þeir geti hjálpar- laust komið og farið um heilsu- gæslustöðina. Í dag em aldraðir orðnir Qöl- 2 O V E R S IM I R Opið í dag frá kl. 1 0-1 6 LÆS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.