Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 23

Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 23 mennur hópur og fer stækkandi. Sá hópur aldraðra sem mun búa á öldrunarheimilinu, þegar það verður tilbúið, er að jafnaði fólk sem á, á einhvem hátt, orðið erfitt með að sjá um sig sjálft. Heilsugæslustöð staðsett í næsta nágrenni við öldr- unarheimili gerir því fólki kleift að komast af eigin rammleik á heilsu- gæslustöðina þegar það þarfnast þess. Það hefur komið til tals að af- greiða íbúa öldrunarheimilisins með heimsóknartíma læknis þrisvar í viku. En til þess að það dæmi geti gengið upp þyrfti að innrétta aðra heilsugæslustöð í öldrunarheimil- inu, með þeim búnaði sem slík stöð þarf á að halda. Það eru því bæði hagkvæmnis- og réttlætissjónarmið sem mæla með því að heilsugæslustöðinni verði komið fyrir við öldrunar- heimilið. í flestum byggðarlögum landsins em staðsetningar á húsnæði heil- brigðisstofnana í samræmi við þau sjónarmið að samnýta húsnæði, tækjabúnað og mannafla eins og mögulegt er. Það sparar tugi millj. króna í byggingarkostnaði og lækk- ar rekstrarkostnaðinn um milljónir króna á ári. Nærtækasta dæmið er Heilsu- gæslustöð Keflavíkur sem hefur verið byggð í tengslum við spítal- ann. Þar er slysastofa í spítalanum og legudeild fyrir aldraða er þar fyrirhuguð. í Hafnarfirði er heilsugæslustöð í tengslum við Sólvang. A Seltjamamesi eru íbúðir fyrir aldraða í næsta húsi við heilsu- fæslustöðina. Borgamesi eru heilsugæslustöð- in og Dvalarheimili aldraðra undir sama þaki. í Ólafsvík er verið að byggja heilsugæslustöð og hugmyndir um að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða í viðbyggingu eða á sömu lóð. Þannig mætti halda áfram hring- inn í kringum landið. Óhætt er að fullyrða að þessi bæjar- og sveitar- félög hafa kynnt sér þetta mál ýtarlega. Að lokum Ég vil hvetja alla Grindvíkinga að standa saman um að byggð verði heilsugæslustöð sem uppfyllir þær kröfúr sem gerðar eru til slíkrar stofnunar í dag. Komið og sjáið einfalda lausn á útstillingargrind- um í fataverslanir ffff) HF.OFNASMI0JAN mJJ'söludeild HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220 tlöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Haustsýning Asgrímssafns HAUSTSÝNING Ásgrímssafns hefur verið opnuð í vinnustofu málarans að Bergstaðastræti 74. Á sýningunni eru sýndar lands- lagsmyndir málaðar að vetrar- lagi á Þingvöllum og í nágrenni Reykjavíkur. Arlega em settar upp í safninu þijár sýningar og sýndar 30-40 verk í senn, að því er segir j fréttat- ilkynningu frá safninu. Á heimili málarans að neðri hæð hússins em jafnframt til sýnis þjóðsagnamynd- ir, pennateikningar og krítarmynd- ir. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en Ásgrímssafn verður opið í vetur sunnudaga, þriðjudaga Málverk Ásgrims Jónssonar:“Úr Kerlingarfjöllum" og fimmtudaga kl.13.30-16. Ljóðum ísland ÚT er komin ljóðabókin Lyset elsker med havet eftir Jon Hayer hjá bókaforlaginu Attika i Dan- mörku. Bókin hefur meðal annars að geyma ljóð frá íslandi og kápu bók- arinnar prýðir Ijósmynd af högmjmd Einars Jónssonar, Mold frá 1908. Höfundurinn Jon Hoyer hefur gefið út skáldsögur og ljóð. Fyrsta skáldsaga hans Den lukkede vej kom út 1977 og fjallaði um Egil Skallagrímsson. 3JA KYNSLOÐIN SLÆR OLL SOLUMET Eftirspurnin eftir þessum glæsilegu og skemmtilegu bílum frá DAIHATSU hefur nú slegið öll met og sendingin, sem kom um síðustu helgi, um 80 bílar, seldist upp nær samdægurs. Við eigum von á næstu sendingu um mánaðamótin, en getum boðið upp á örfáa bfla á mjög hag- stæðu verði, enda hækkunin á CHARADE sáralítil. DAIHATSU CHARADE hefur síðastliðinn áratug verið fyrirmynd annarra bifreiðaframleiðenda í hönnun sparneytinna, öflugra og hagnýtra fjölskyldubifreiða. DAIHATSU CHARADE er í fremstu röð hátæknibifreiða af minni gerð .\vlvjw v og á einstaklega hagstæðu verði: frá kr. 365.600.- Aldrei glæsilegra úrval af notuðum DAIHATSU til sölu. Vegna mikillar sölu á nýjum bílum fáum við daglega inn sér- lega góða, notaða bíla í skiptum. DAIHATSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, s. 685870 - 681733. DAIHATSU CHARADE: ÚRVALS VARAHLUTA- OG VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA GULLTRYGGIR HAGSTÆÐA FJÁRFESTINGU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.