Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 fltangiitiiMafeife Útgefar.di Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjöm Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Tilboð fjármálaráðherra Ríkisstjórnin hefur lagt 5-6 milljarða í nýjum skatta- álögum á þjóðina frá því, að hún tók við völdum og er þá miðað við heilt ár. Þetta er að sjálfsögðu mikil aukning á sköttum enda hefur þessum ráðstöfunum verið misjafnlega tekið. Þó er væntanlega öllum ljóst, að stjórnin gat ekki setið aðgerðarlaus, svo mikil sem spennan hefur verið í efna- hagslífi okkar. Nú hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, tilkynnt, að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna við verkalýðshreyf- inguna um að falla frá ein- hverjum af þessum nýju sköttum, ef það greiði fyrir skynsamlegri launastefnu á næsta ári. í sjálfu sér getur enginn verið andvígur því, að ráð- herrar leiti leiða til þess að forða nýrri launasprengingu á næsta ári. Og ekki harmar Morgunblaðið það, að ríkis- stjórnin falli frá nýrri skatt- heimtu að einhverju leyti. Hitt er svo annað mál, að það skipt- ir miklu máli, hvenær tilboð af þessu tagi er sett fram. Það eru fordæmi fyrir því, að ríkis- stjórnir, sem hafa ýmist stefnt að ákveðnum aðgerðum eða þegar framkvæmt þær, rétti fram sáttarhönd og falli frá því, sem átti að gera eða dragi úr því, sem búið var að gera. Sennilega er frægasta dæmi um þetta sættir sem tókust í nóvember 1963, milli verka- lýðshreyfingar og Viðreisnar- stjórnar. Sú ríkisstjórn stefndi að mjög hörðum aðgerðum, sem mættu sterkri andstöðu. Frumvarp ríkisstjórnarinnar hafði verið samþykkt í annarri þingdeild og einungis ein um- ræða var eftir í síðari deild. Það hefur aldrei verið upplýst, hvort frumkvæði að sáttum kom frá ríkisstjórn eða verka- lýðshreyfingu. Niðurstaðan var hins vegar sú, að ríkisstjórnin féll frá áformum sínum og lagði með því pólitískan grund- völl að júnísamkomulaginu hálfu ári síðar, sem mótaði samskipti Viðreisnarstjórnar og verkalýðshreyfingar til loka valdatíma þeirrar ríkisstjórnar. Sáttatilboðið kom fram á rétt- um tíma. í febrúar 1978 beitti ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar sér fyrir hörðum efnahagsað- gerðum. Verkalýðshreyfingin brást harkalega við. í maímán- uði sama ári gaf sú ríkisstjórn út bráðabirgðalög, þar sem nokkuð var dregið úr fyrri að- gerðum. Bráðabirgðalögin komu of seint. Spurningin nú er fyrst og fremst sú, hvort tilboð Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, kemur fram of fljótt. I raun og veru liggur ekkert fyrir um það, hver af- staða verkalýðshreyfingarinn- ar er til kjarasamninga á næsta ári. Verkalýðshreyfingin veit það ekki sjálf. Mikill ágreining- ur ríkir í röðum verkalýðsfor- ingjanna um það, hvernig standa eigi að kjarasamning- um fyrir næsta ár. Vinnuveit- endur telja sig komna upp að vegg og að þeir hafi lítið sem ekkert svigrúm til þess að greiða hærra kaup. Það liggur a.m.k. ekki í augum uppi um hvað viðræður nú á næstu dög- um milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar eiga að snúast. Fjármálaráðherrann hefur hins vegar sett fram tilboð um viðræður. Skilja mátti orð hans á Alþingi á þann veg, að hann hefði ekki haft samráð við aðra ráðherra um málið, en hins vegar lýsti hann yfir því, að hann treysti því að forsætisráð- herra væri sammála sér. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra skýrir frá því í Morgunblaðinu í dag að hann hafi fyrst heyrt um tilboð fjár- málaráðherra í útvarpsfrétt- um. Ef sú er raunin, að ekkert samráð hafi verið milli stjórn- arflokkanna um málið, eru það náttúrlega vinnubrögð, sem duga ekki í samstjórn þriggja flokka. Það er nógu erfitt að halda slíkri stjórn saman, þótt menn auki ekki á þá erfiðleika með því að hafa ekki nægilegt samráð sín í milli. Hvað sem því líður blasir það nú við eftir yfirlýsingar fjár- málaráðherra, að viðræður hljóta að hefjast milli ríkis- stjórnar og verkalýðssamtak- anna. Það yrði mikill sigur fyrir þjóðina í heild, ef þær leiddu til jákvæðrar niðurstöðu. Við búum enn við góðæri, en það eru margar blikur á lofti. Við höfum engin efni á stórfelldum átökum á vinnumarkaðnum á næstu mánuðum. Háskóli íslands v< setur rannsókna < eftír Birgi ísleif Gunnarsson Þegar rætt er um opinbera stefnu í málefnum háskólakennslu á ís- landi — „íslenska háskólastefnu" — er ýmist átt við stefnu til langs tíma, hin almennu markmið sem eru grundvöllur háskóla, eða viðfangs- efni, rekstur og skipulag háskóla og háskólamálefna frá ári til árs eða frá einu tímabili til annars. Á milli þessara þátta eru raunar órjúf- anleg bönd. Án þess að gera sér grein fyrir hinum almennu mark- miðum er til lítils að sinna dægur- verkefnum. Og fögur orð um stefnumið eru ekki mikils virði ef þeim er ekki fylgt eftir í fram- kvæmd. Við íslendingar erum svo jarð- bundnir — praktískir í hugsun ef ég má nota það orð — að við höfum ekki talið ástæðu til að efna til mikilla umræðna um langtíma- markmið háskólakennslu. Það þýðir þó ekki að við höfum enga stefnu. Ég held að um það hafi lengi verið almenn samstaða að hin þjóðfé- lagslegu markmið með starfsemi Háskóla Islands séu annars vegar að skapa sér menntað þjóðfélag í víðtækasta skilningi þess hugtaks, og hins vegar að efla íslenska þjóðmenningu og þar með treysta sjálfstæði þjóðarinnar. Það má segja að þetta séu einnig höfuð- markmiðin sem liggja öðrum skólum okkar til grundvallar en Háskóli íslands skipar þó alveg sér- stakan sess í þessu efni. Háskóla- kennslan á sér einnig markmið er lúta að einstaklingunum sem námið stunda. Hún stefnir að því að gera nemendur sjálfstæða og rökvísa í hugsun, agaða í vísinda- legum vinnubrögðum, og upplýsta um sérgreind sem aimenn viðfangs- efni vísinda og fræða. Spurningin er: Hvernig verður þessum markmiðum náð? Um það geta verið og eru skiptar skoðanir eins og ykkur er kunnugt. Hvað Háskóla íslands varðar, þá hafa honum frá upphafi verið falin þrjú höfuðhlutverk: að veita fræðslu í tilteknum greinum, búa menn undir ákveðin störf og vera vettvangur vísindalegra rannsókna. Þetta eru ekki smá hlutverk og stundum get- ur verið erfitt að halda eðlilegu jafnvægi milli þessara þátta. En það er raunar ekki einkavandi Háskóla íslands, heldur vandi háskóla um heim allan. Og þegar við berum Háskóla íslands saman við erlenda háskóla skulum við minnast þess að pótt hann sé nú með elstu skól- um á landinu, varð 75 ára í fyrra, er hann kornungur á mælikvarða háskólanna í nágrannalöndum okk- ar, háskóla sem sumir hverjir eiga sér samfellda sögu frá miðöldum. Háskóli íslands var, sem kunnugt er, stofnaður 1911 og í lok síðari heimsstyrjaldar, þegar hann hafði starfað í rúma þrjá áratugi, voru nemendur aðeins um 320 að tölu. Háskólastúdentar eru að verða 5.000 og þrátt fyrir tímabundna fækkun í vetur er þess að vænta að nemendum haldi áfram að fjölga á næstu árum. Samhliða þessari fjölgun nemenda — og kennara og annars starfsfólks — hefur náms- framboðið í skólanum aukist gífur- lega og stoðum verið hleypt undir víðtækar rannsóknir á ýmsum svið- um fræða, vísinda og tækni. Miklar kröfur til háskólans Það eru miklar kröfur gerðar til Háskóla íslands. Þjóðfélagið — al- menningur í landinu — vill nútíma- lega menntastofnun sem boðið getur upp á sambæriiegt nám og erlendir háskólar. Nemendur og kennarar vilja sem mest valfrelsi og sem flesta möguleika í náminu og sem besta aðstöðu. Og stjórn- endur háskólans vilja þetta allt og að auki aðstöðu til rannsókna og þróunarstarfa. En þótt það sé fjarri mér — og reyndar engin ástæða til — að vera með barióm skulum við gera okkur fulla grein fyrir því að aðstæður okkar allar — fámennið og fjárhagslegur vanmáttur — setja miklum hugsjónum á sviði háskóla- starfs verulegar skorður. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Sannarlega er við hæfi að við séum stórhuga og framsýn, en ef við erum ekki að sama skapi raunsæ og hófstillt er erfiðið til einskis unnið. Það þjónar ekki hags- munum Háskóla Islands að setja fram óraunhæfar fjárkröfur. Þetta hafa stjórnendur skólans fyrir löngu gert sér góða grein fyrir og starfa í samræmi við það. En þeir hafa haft mikinn metnað fyrir hönd skól- ans, og sá metnaður hefur skilað þeim árangri að háskólinn er í höf- uðatriðum fyllilega sambærilegur við erlenda háskóla. Eitt af því sem er til marks um það er velgengni nemenda skólans i framhaldsnámi erlendis, velgengni sem við í menntamálaráðuneytinu fáum oft að heyra um í bréfum sem eriendar menntastofnanir senda okkur. Ein- mitt nú í vikunni var lagt á borð „Ég er í meðf erð vegna krabbameins" Krabbameinssjúklingar stof na samtök Á þriðjudagskvöld, 20. október kl. 20, verður haldinn fundur í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, þar sem stofnuð verða samtök fólks, sem hefur fengið krabbamein og vill leita stuðnings þeirra sem reynt hafa hið sama og til að miðla af eigin reynslu. í tengslum við Krabbameinsfélagið eru nú starf- andi nokkur hliðstæð félög sem bundin eru við ákveðnar tegundir krabbameina, til dæmis brjóst- krabbamein, krabbamein í barka- kýli og krabbamein hjá börnum. Einnig eru starfandi samtök fólks sem gengið hefur undir aðgerðir vegna stóma. Þessum nýju samtök- um krabbameinssjúklinga er eink- um ætlað að ná til þeirra sem ekki falla innan ramma eldri félaganna. Þess má geta að frá því á síðasta ári hefur Krabbameinsfélagið veitt krabbameinssjúklingum þjónustu sem nefnd er heimahlynning og felst í heimsóknum til sjúklinga og stuðningi við þá og aðstandendur þeirra. Jafnframt hefur verið starf- rækt upplýsingaþjónusta og ráðgjöf og getur fólk hringt í síma 21122 milli kl. 9 og 11 alla virka daga og leitað upplýsinga um hvað eina er varðar krabbamein. Einn þeirra sem unnið hafa að undirbúningi stofnunar hinna nýju samtaka krabbameinssjúklinga er Óskar Kjartansson. Hann hefur orð- ið við tilmælum Morgunblaðsins um að gera grein fyrir reynslu sinni af krabbameini og viðhorfum sínum til þessara mála: Eg heiti Óskar Kjartansson, er gullsmiður að mennt, 38 ára að aldri, þriggja barna faðir og vel giftur. Síðustu mánuði hef ég verið í meðferð vegna krabbameins. í þessari grein langar mig annars vegar að segja frá sjúkdómi mínum og hins vegar að benda á nokkur atriði sem ég held að þyrfti að leggja meiri áherslu á í þjónustu við_ krabbameinssjúklinga. í byrjun síðasta árs var ég skor- inn upp við gallsteinum. Á sjúkra- húsinu hugsaði ég mikið um að nú væri kominn timi til að snúa við blaðinu og fara að gera eitthvað fyrir líkamann. Ég var ekki fyrr kominn af sjúkrahúsinu en ég hellti mér út í prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum í Mosfellssveit, sem þá hét, vegna sveitarstjórnakosninga. Þar með vannst lítill tími fyrir heilsuræktina. Kosningaúrslitin urðu okkur hag- stæð, við fengum fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórnina, og ég var einn þeirra. En í þessum sama mánuði, maí í fyrra, varð ég fyrir tveim meiri háttar áföllum. Annars vegar varð ég fyrir gífurlegu fjár- hagslegu tjóni. Hins vegar lagðist þungt á mig mál sem varðaði náið skyldmenni mitt. í lok júnímánaðar fór ég að finna til mikillar þreytu. Skoðun á heilsu- gæslustöðinni leiddi ekki í ljós af hverju þetta stafaði. Með haustinu fór að koma blóð í hægðum og var það talið stafa af gyllinæð. í janúar á þessu ári byrjaði yfir- þyrmandi þreyta. Ég átti erfitt með að koma mér á fætur vegna þreytu og varð að liggja í rúminu í tvo tíma eftir að ég vaknaði. Síðan fór ég í sturtu og varð að leggja mig aftur. Þetta ástand gerði mér erfitt fyrir og ég gat ekki sinnt fyrirtækinu sem skyldi. Snemma í marsmánuði fór ég aftur í ristilspeglun, en ekkert kom út úr henni, sennilega hefur tækið ekki náð nógu langt. Um páskana var ég bókstaflega að leka niður og hringdi strax á þriðjudegi f melt- ingarlækninn minn og bað um hjálp. Daginn eftir fór ég í rannsókn og var lagður inh. Ég átti afmæli á fimmtudeginum, 23. apríl, en þá var lítið um rjómakökur, því ég varð að laxera. Ég bað lækninn um að hraða rannsókninni því að ég átti pantað far til útlanda á laugar- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.