Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 33 I- erði höfuð- og vísinda mitt eitt slíkt bréf frá virtum og viðurkenndum læknaskóla í Connecticut í Bandaríkjunum, þar sem er að fínna mikið hrós um frammistöðu íslensks læknastúd- ents. í bréfínu er tekið fram að fjöldi íslenskra háskólanema hafi stundað framhaldsnám við skólann og allir staðið sig með ágætum. Þessi íslenski stúdentahópur hafí vakið svo mikla athygli að nýlega hafi sérstök sendinefnd frá banda- ríska heilbrigðisráðuneytinu sótt skólann heim. Óneitanlega er það uppörvandi fyrir menntamálaráð- herra íslands að lesa slíkt bréfl Rannsóknir efldar Á síðustu árum hafa augu manna beinst æ meir að nauðsyn þess að efla rannsóknarþáttinn í starfí Há- skóla íslands og tengja skólastarfíð þjóðlífínu, ekki síst atvinnulífinu, nánarí böndum. Mikið starf hefur verið unnið á þessu sviði og það hefur fært skólanum ný viðfangs- efni, nýja reynslu og fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar. Á afmæli skólans í fyrra gaf ríkis- stjómin fýrirheit um fjórfoldun á framlögum til Rannsóknarsjóðs há- skólans á næstu fjórum áram. I fjárlagaframvarpinu fyrir árið 1988 er þessi upphæð samtals 25 milljón- ir og 460 þúsund kr., þar af 5 milljónir vegna fyrirheita stjóm- valda. Með þessa ijármuni verður farið í samræmi við þá stefnu um rannsóknir og nýsköpun sem stjóm- endur háskólans hafa markað. Þar er bæði um að ræða grandvallar- rannsóknir, þekkingarleit með almennt gildi, og hagnýtar rann- sóknir sem fljótlega geta nýst almenningi og til nýsköpunar í at- vinnulífínu. ' Á fjárlögum er ekki gert ráð fyr- ir sérstöku nýju framlagi til nýbygginga. Rökin fyrir því era þau að Happdrætti háskólans hefur tek- ist að afla mikils fjár á undanföm- um mánuðum, einkum fyrir tilstilli svonefndrar Happaþrennu, en venj- an er að happdrættisarðurinn renni til nýbygginga háskólans. Tekjur háskólahappdrættisins á árinu 1988 era áætlaðar 172 milljónir króna. Þegar haft er í huga að nú er verið að reyna að draga úr þenslu og mörgum brýnum opinberam fram- kvæmdum slegið á frest getur þessi ráðstöfun naumast talist mjög ósanngjöm. Háskólinn er partur af þjóðfélaginu og gengi hans hlýtur ætíð í megindráttum að ráðast af aðstæðum í þjóðlífinu hveíju sinni. Um fjárveitingar til háskólans á næsta ári er það annars að segja yað þær nema rúmum 906 milljón- um króna, sem er 45% hækkun frá síðasta ári. Meðal þess sem ráð er fyrir gert er fjölgun starfsmanna skólans, einkum á sviði stjómsýslu, og til háskólabókasafns er veitt auknu fé til kaupa á bókum og tíma- ritum, alls 3 millj. og 600 þús. kr. Þá er bókasafnið eflt með fjölgun starfsmanna, Á fjárlagalið háskól- ans er ennfremur gert ráð fyrir 6,3 milljónum króna til fjarkennslu. Þótt þessi liður sé færður á háskól- ann mun fjarkennslan ekki síður beinast að öðram skólastigum sam- kvæmt nánari ákvörðun síðar. Þessar fjárveitingar til háskólans era minni en við hefðum kosið og tillögur vora gerðar um í mennta- málaráðuneytinu í samvinnu við yfírstjóm háskólans, en við skulum Birgir ísleifur Gunnarsson „Ég held að um það hafi lengi verið almenn samstaða að hin þjóð- félagslegu markmið með starfsemi Háskóla Islands séu annars veg- ar að skapa sér mennt- að þjóðfélag í víðtækasta skilningi þess hugtaks, og hins vegar að efla íslenska þjóðmenningu og þar með treysta sjálfstæði þjóðarinnar. Það má segja að þetta séu einn- ig höfuðmarkmiðin sem liggja öðrum skólum okkar til grundvallar en Háskóli Islands skip- ar þó alveg sérstakan sess í þessu efni.“ þó ekki vanmeta þá þætti þeirra þar sem aukning hefur orðið við erfið skilyrði. Nýjar aðstæður á háskólastigi Fjárveiting til háskóla á Akur- eyri nemur tæpum 25 milljónum á næsta ári. Þar er þegar hafín kennsla á iðnrekstrarbraut og hjúkranarbraut og stefnt að aukinni ijölbreytni á næstu áram. Ég hef orðið var við það að ýmsir sem tengjast Háskóla Islands eða bera hag hans fyrir bijósti gagnrýna að á sama tíma og skólann vantar fjár- magn til margvíslegra nota sé stofnaður nýr háskóli á landsbyggð- inni. Spurt er: Ef við höfum ekki efni á því að gera myndarlega við Háskóla íslands, höfum við þá efni á því að setja annan háskóla á stofn? Um Jietta efni mætti hafa mörg orð. Ég held að þessi gagn- rýni byggi á skammsýni og minni á sögulegar hliðstæður: aðfinnslur í þessa vera komu fram þegar Menntaskólinn á Akureyri var stofnaður og Menntaskólinn í Reykjavík fékk ekki allar þær fjár- veitingar sem hann taldi sig þurfa. Nú efast enginn lengur um gildi Menntaskólans á Akureyri, hvorki sem menntastofnunar né fyrir byggðaþróunina í landinu. Fram- vindan á undanförnum áram, hér og erlendis, er sú að upp rísa ýmiss konar sérskólar á háskólastigi sam- hliða hinum gömlu almennu háskólum: listaskólar, tækniskólar og skólar sem miða starf sitt mjög við þarfír atvinnulífsins. Ég veit ekki hvort þið hafíð gert ykkur grein fyrir því að auk Háskóla ís- lands, Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri fer þegar fram nokkur kennsla á háskólastigi í Tækniskólanum, Bændaskólanum á Hvanneyri, Samvinnuskólanum, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskólanum. Og nú er Verslunarskólinn að stofna tölvuskóla sem hugmyndin er að verði á háskólastigi. Þessi þróun er að minni hyggju eðlileg og ég mun beita mér fyrir þvf að hún komist í skynsamlegan farveg á næstu áram. Liður í því er undir- búningur rammalöggjafar um háskólastigið sem nú er hafínn í menntamálaráðuneytinu í samræmi við starfsáætlun ríkisstjómarinnar og stofnun samstarfsnefndar há- skólastigsins sem ég hef nýverið beitt mér fyrir. Það heyrist fundið að því að hin- ir nýju sérgreindu háskólar sinna vísindalegum rannsóknum á miklu takmarkaðri hátt en hinir almennu háskólar eða jafnvel alls ekkert. Þessi gagnrýni byggist held ég að hluta til á misskilningi um hlutverk hinna nýju skóla. Þeir era ekki háskólar í nákvæmlega sama skiln- ingi og Háskóli íslands og skólar sem heita university á erlendum málum. Við notum hér sama orðið, „háskóli", um skóla sem era mis- munandi. Erlendis er gerður grein- armunur á þessum skólategundum með mismunandi hugtökum yfír þá: talað um community college, poly- technics, högskola eða fachhoch- schule eftir þjóðerni. Sú stefna sem ég tel eðlilegt að marka er að Há- skóli íslands verði höfuðsetur rannsókna og vísinda í landinu. Þar fari fram meginþungi hinna vís- indalegu rannsókna á háskólastigi. Öðrum skólum á þessu skólastigi þarf að gera kleift að hafa rann- sóknarstörf innan sinna vébanda að einhveiju marki en þær verða miklu mun takmarkaðri en í Há- skóla íslands. í þessari stefnumörk- un felst ekkert vanmat á öðram skólum, þeir era ekkert síður mikil- vægar og góðar menntastofnanir vegna þessarar skipunar, heldur er hér um að ræða skynsamlega ha- græðingu og verkaskiptingu. Ég á þá ósk að Háskóli íslands og aðrir skólar á háskólastigi megi vaxa og dafna á komandi áram til heilla fyrir land og þjóð. Að því mun ég vinna sem menntamálaráð- herra og heiti á liðsinni ykkar sem sama hug berið til æðstu mennta- stofnana okkar. Okkur kann að greina á um ýmsar leiðir og hafa mismunandi mat og skoðanir á framkvæmdum hveiju sinni, en um markmiðið ættum við ekki að þurfa að deila. Öll rökræða um málefni háskólans er af hinu góða og þjón- ar hinu mikilvæga menntunarmark- miði sem ég nefndi í upphafi. Grein þeasi er samhfjóða eríndi sem menntamálaráðherra fluttí á fundiFélags vinstrimanna íHá- skóla íslands um islenska háskóla- stefnu, miðvikudaginn 14. október. Óskar Kjartansson fyrir framan hús Krabbameinsfélagsins. Hundrað ára artið Stefáns frá Hvítadal deginum. En á föstudeginum fékk ég þau tíðindi að það væri æxli í ristlinum og mín ferð yrði upp á skurðarborðið næsta mánudag. Eftir skurðaðgerðina fékk ég staðfestingu á að þetta æxli hefði verið illkynjað og að það hefðu ver- ið komnir blettir í lifrina. Þá varð ég fyrir verulegu áfalli og hélt að ég mundi deyja fljótlega. Næstu daga var ég hreinlega að grafa mína gröf. Eg kastaði upp á nokk- urra stunda fresti og mér leið mjög illa. Þetta var tímabil vonleysis sem margir ganga í gegnum. A fjórða degi fór að draga úr ógleðinni og mér var þvegið hátt og lágt í rúm- inu. Það var alveg ótrúlegt hvað þessi þvottur gerði mér. Ég lifnaði allur við og fékk lífslöngunina aftur. Nú hófst hjá mér tímabil upp- byggingar með baráttugleði og jafnaðargeði. Ég gekk hart eftir því við heilsugæslulækninn minn að komast í endurhæfíngu á Reykja- lundi. Það fékkst og ég hef verið í æfíngum þar nær óslitið síðan 20. maí. Sú þjálfun sem ég hef fengið þar er stórkostleg. Ég hef séð mik- inn mun á vöðvabyggingu minni og þreki, þó ég sé enn ekki nema um sextíu kíló að þyngd. Ég hef verið í lyfjameðferð vegna sjúkdóms míns. Það sem hefur einkum háð mér er að mig langar að vinna en ég hef ekki getað það síðan um páska. Það er þó mikil bót í máli að ég hef getað treyst á samstarfs- fólkið sem hefur reynst mér sér- staklega vel. Ég er forlagatrúar og tel að mér hafí verið ætlað að ganga í gegnum þessa miklu lífsreynslu. Viðhorf mitt til lífsins hefur gjörbreyst. í þessum veikindum hef ég mikið hugsað um það hvemig hægt sé að búa betur að krabbameinssjúkl- ingum og hjálpa þeim að komast yfír veikindi sín. Reynsla mín kennir mér að fólk þarf að þekkja þau einkenni sem geta bent til krabbameins. Fólk þarf að vita hvenær ástæða er til að leita til Iækna til að fá skorið úr um veikindi. Vinna þarf að skipu- lega því að koma upplýsingum‘um þessi einkenni á framfæri við al- menning. Reynsla mín kennir mér einnig að opna þarf umræður um krabba- mein. Þegar ég er spurður að því hvað sé að mér og ég segi að ég sé með krabbamein þá hrekkur fólk við. Sýna þarf fólki fram á að þetta er sjúkdómur sem þarf ekki að vera dauðadómur. Nú era á lífi þúsundir íslendinga sem hafa læknast af krabbameini. Reynsla mín af endurhæfíngu er slík að ég tel það brýnasta baráttu- mál krabbameinssjúklinga að komið verði upp endurhæfingu fyrir þá, til dæmis á Reykjalundi, í nýju húsi ef ekki er hægt öðra vísi. Þjálf- unin þarf að standa í nokkrar vikur í beinu framhaldi af dvöl á sjúkra- húsi. Að lokinni slíkri þjálfun þurfa sjúklingamir að geta haldið við þreki sínu, til dæmis í litlum æfinga- sal sem mætti koma fyrir í húsi Krabbameinsfélagsins. Reynsla mín er einnig sú að auka þurfí andlega og félagslega aðstoð við þá sem era í meðferð vegna krabbameins. Ég er sannfærður um að baráttuvilji og lífslöngun geta skipt sköpum um að meðferð heppnist. I þeim tilgangi þarf að útbúa fræðsluefni fyrir sjúklinga þar sem þessi sjónarmið era höfð að leiðarljósi. Síðast en ekki síst þurfa kabbameinssjúklingar að geta komið saman og fengið stuðn- ing hver frá öðram og frá sérfróðu fólki. Þess vegna er boðað til stofn- fundar nýrra samtaka krabba- meinssjúklinga næsta þriðjudag. Ég vii hvetja sem flesta sjúklinga og aðstandendur þeirra til að mæta. Óskar Kjartansson Athöfn í Hólma- víkurkirkju Laugarhóli Bjarnarfirði UM ÞESSAR mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu skáldsins Stef- áns frá Hvítadal. Verður þess minnst í kirkjunni á Hólmavik laugardaginn 17. október en Stefán er fæddur á Hólmavík árið 1887. Stefán Sigurðsson er talinn fæddur þann 11. október eftir kirkjubókum, en sjálfur taldi hann sig vera fæddan þann 16. október. Er því farið eftir því við hátíðar- höld af þessu tilefni. Hins vegar var föstudagurinn 16. október óhentug- ur til hátíðarhaldsins og því verður athöfnin í kirkjunni á Hólmavík haldin laugardaginn 17. október. Stefán var sonur Sigurðar Sig- urðssonar kirkjusmiðs frá Felli í Kollafirði og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Afí hans, Sigurður Bjömsson, bjó á Broddanesi. Ólst Stefán upp hjá Jóni Þórðarssyni bræðrangi sínum frá Stóra Fjarðar- homi til ársins 1903 en síðan í Hvítadal, sem hann síðan kennir sig við. Eftir það ólst hann upp í Tjaldanesi og loks í Búðardal. Sjálf- ur gerðist hann bóndi í Bessatungu í Saurbæ. Var hann þekkt skáld og rithöfundur á fyrri hluta aldar- innar og fram yfír miðja þessa öld. Hann gerðist rómversk-kaþólsk- úr en meðal ljóða hans er sextug drápa er nefnist Heilög kirkja og kom út árið 1924. Aðrar bækur hans voru meðal annars Söngvar föramannsins 1916 Stefán frá Hvítadal. og Óður einyrkjans 1921. Þá hefur margt af ljóðum hans verið þýdd á erlend mál. Hefur ívar Orgland þýdd mörg þeirra á norsku og komu þau út í Noregi ásamt langri grein hans um skáldið. Kona Stefáns var Sigriður Guð- björg Jónsdóttir dóttir Jóns E. Jónssonar bónda á Ballará. Samkoman í Hólmavíkurkirkju á laugardaginn hefst kl. 16.00 en þar verða flutt erindi um skáldið auk þess sem lesið verður úr verkum hans og munu bræðumir Gunnar og Sigmundur Jónssynir frá Ein- fætingsgili syngja lög við ljóð hans. Stefán frá Hvítadal á mikinn ættboga í Strandasýslu og munu meðal annarra sonur hans Marteinn og tengdadóttir verða viðstödd at- höfnina. — SHÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.