Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 44
rt- 44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir FREDERICK KEMPE Kenneth Adelman ráðgjafi Reagans í afvopnunarmálum: Mikilvægi afvopnun- ar viðræðna ofmetið Kenneth Adelman hafdi vonað að í stöðu sinni sem forstððumað- ur bandarísku afvopnunarstofnunarinnar myndi hann geta haft áhrif á það sem hann kallar „ótímabæran áhuga Vesturlanda á afvopnun". Hann viðurkennir nú, þegar hann hverfur úr starfi sínu hjá stofnuninni, að honum hafi mistekist. Adelman er ánægður með að stjórn Ronalds Reagans hef- ur tekið þátt í að semja um skipulagða útrýmingu kjarnorku- vopna í Evrópu, samningur sem hann telur einhvern þann merki- legasta sem gerður hefur verið við Sovétmenn. Þrátt fyrir ánægju sína með árangur af af- vopnunarviðræðum stórveldanna telur Adelman að almenningur, fjölmiðlar og margir háttsettir yfírmenn í Bandaríkjunum mis- skilji þýðingu afvopnunar. Almennt er farið að líta á af- vopnunarviðræður sem friðar- samninga en það er alrangur skilningur á slíkum viðræðum. „Ég hélt að við gætum minnk- að mikilvægi afvopnunar í augum heimsins, en því miður tókst það ekki," segir Adelman. „Almenn- ingur, fjölmiðlar og bandarískir þingmenn halda enn að afvopnun þýði frið. Það er alrangt, þetta eru tveir gjörólikir hlutir." Adel- man óttast að aðrir áhrifaþættir í kapphlaupinu milli austurs og vestur gleymist þegar einblínt er um of á afvopnunarmálin. Stjórn Reagans hefur margsinnis bent á að vera Sovétmanna í Afganist- an og mannréttindabrot í Sov- étríkjunum segi meira um eðli Sovétstjórnarinnar en vilji þeirra til að fjarlægja kjarnorkuvopn geri. Sigur yfir Sovétmönnum Það er hagur Reagans forseta að sem mest sé gert úr samningn- um við Sovétmenn um útrýmingu skammdrægu og meðaldrægu flauganna í Evrópu. Með þessum samningi hafa Sovétmenn gefið meira eftir en nokkru sinni fyrr, þannig að forsetinn getur leyft sér að tala um sigur sinn yfir Kreml. En margir af stuðnings- mðnnum Reagans segja að stjórnin, eins og stjórnir fyrri ára, hafi fallið í þá gildru að nota of mikinn tíma, fé og fyrir- höfn í afvopnunarviðræður, á meðan hægt hefði verið að fjalla um fjölda annarra ekki sfður mikilvægra mála. Stuðnings- menn Reagans óttast að þessi einbeiting að afvopnunarmálum þjóni vel þeim tilgangi Gorbac- hevs að koma inn þeirri hugmynd hjá bandaríska þinginu og al- menningi, að samskipti stórveld- anna séu að færast í betra horf. „AfVopnunarviðræðurnar svæfa ekki bara almenning, held- ur sofnar þú sjálfur líka á verðin- Kenneth Adelman um," segir Dimitri Simes fulltrúi Carnegie-friðarsamtakanna. Hann heldur áfram, „þungamiðja í samskiptum stórveldanna er ekki samvinna heldur sam- keppni. Ef menn telja afvopnun- arviðræður vera forgangsverk- efni í samskiptum stórveldanna þá hafa þeir misskilið mikilvægi þeirra." Utilokað að ræða ann- að en afvopnun Fyrr á þessu ári ráðlagði Adel- man nýráðnum öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, Frank Carlucci, að eyða ekki meira en einum þriðja hluta af tíma sínum í afvopnunarmál. Carlucci kvart- ar nú við samstarfsmenn sína vegna þess að helmingur tíma hans fari í afvopnunarmálin með- an hundruð annarra mála bíði umfjöllunar. Ein aðalástæða þess hversu miklum tíma er eytt í afvopnunarmál er sú að ráðu- neytin, þá sérstaklega varnar- málaráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið, eru ekki sammála um afgreiðslu afvopnunarmála. Iðu- lega hefur þurft að fá úrskurð forsetans um ágreiningsefni milli ráðuneytanna. Adelman segir að fjórum sinnum hafi þurft að kalla forsetann til fundar til að ræða hlutverk flugvéla sem bera kjarn- orkuvopn í tengslum við sam- komulagið um meðaldrægu eldflaugarnar í Evrópu. í ljós kom að flugvélamar komu samkomu- laginu ekkert við. „I sex mánuði snérist líf mitt um þetta eitt," segir Adelman, „við eyddum meiri tíma í að ræða þessar flug- vélar en við höfum eytt í að tala umi framtíð flotans." Önnur ástæða þess að svo miklum tíma er varið í afvopnun- arviðræður er sú að Sovétmenn eru ófáanlegir til að ræða við Bandaríkjamenn um önnur mál- efni svo sem mannréttindamál eða trúmál. Þó Bandaríkin styðji skæruliða í Afganistan sem berj- ast gegn her Sovétmanna hafa þau ekkert í skiptum fyrir brott- flutning sovétskra hermanna frá Afganistan. í umræðum um af- vopnun telja fulltrúar stórveld- anna sig standa jafnfætis hvor öðrum. Fólk ofmetur afvopn- unarviðræðurnar Að sögn Adelmans er það meiri hagur fyrir Sovétríkin að samskipti stórveldanna tveggja beinist eingöngu að afvopnun. „Það gerir þá að jafningjum okk- ar. Og þeir vinna traust almenn- ings sem í gegnum fjölmiðla fær þá hugmynd að Sovétríkin séu friðarsinnuð," segir hann. Hann bendir einnig á að í umræðum um kjarnorkuvopn séu Sovétríkin að semja á sterkari grundvelli vegna yfirburða í hefðbundnum vígbúnaði. Þó stjórn Reagans hafi ekki orðið til þess að breyta áliti heimsins á mikilvægi afvopnun- arviðræðna hefur henni að minnsta kosti tekist að innleiða meira raunsæi hjá almenningi. „Almenningur telur ennþá að mikilvægt sé að afvopnunar- samningar séu undirritaðir milli stórveldanna," segir fyrrum ör- yggisráðgjafi stjórnarinnar, Stephen Sestanovich, „en ég held að fólki sé nú loksins orðið ljóst að mikilvægi slíkra samninga er ekki slíkt að friður í heiminum sé háður því að leiðtogar stór- veldanna skrifí undir samkomu- lag. Slík móðursýki er úr sögunni." Sestanovich segir að Bandaríkjamenn hafi ekki bara áttað sig á því að eftir sex ára tímabil án afvopnunarsáttmála er ekki hafin styrjöld milli stór- veldanna, heldur einnig hinu að Sovétmenn virðast hegða sér betur nú en áður. Hann heldur því fram að einbeitingin að af- vopnunarmálum sé áróðursað- ferð forsetans til að sýna hvers hann er megnugur, og hversu vel honum tekst að ráða fram úr erfiðum málum. Fyrirsjáanlegt er að áhugi ráðamanna og almennings á af- vopnunarmálum mun enn vaxa, allt þar til leiðtogarnir, Reagan og Gorbachev, hafa komið sér saman um nýjan fund. Höfundur er blaðamaður hjá The Wnll Street Journal Afmæliskveðja: GuðrúnH.K. Sigurðardóttir Mig langar til að senda tengda- móður minni og kærri vinkonu, Guðrúnu Helgu Kristínu Sigurðar- dóttur, kveðju á 85 ára afmæli hennar í dag, 17. október. Það er ótrúlegt að þessi fallega kona með hrafhsvarta hárið og unglegu hreyfingarnar skuli vera orðin 85 ára, en það er staðreynd eigi að síður. Allt er jákvætt í fari Guðrúnar. Hún er umburðarlynd, skapgóð og hjálpsöm. Myndarskapurinn á allan hátt er alveg einstakur og allir í þessari stóru fjölskyldu eiga fallega hluti, heklaða eða prjónaða, sem hún hefur unnið af frábærri vand- virkni og nákvæmni. Engri manneskju á ég meira að þakka þau 40 ár, sem við höfum þekkst og aldrei hefur fallið skuggi á vináttu okkar. Hún hefur verið barnabörnum sínum einhver besta amma, sem hugsast getur, enda elska þau hana öll og virða. Guðrún hefur ekki farið varhluta af sorgum og andstreymi í lífinu. Tveir synir hennar fórust, rétt fyrir jólin 1959, þegar þeir reyndu að bjarga báti sínum á Hofsósi í ofsa- veðri og eiginmann sinn, Friðrik Jónsson, útgerðarmann, missti hún í maímánuði 1978. Þeir feðgar voru öllum harmdauði, sem þá þekktu. Hin sterka trú hennar og jákvætt viðhorf til lífs og dauða, hjálpaði henni í þessum raunum. Friðrik tengdafaðir minn var einstakur maður. Dugnaðurinn og snerpan og hinn einstaki „húmor" gleymist engum, sem hann þekktu. Tengdamóðir mín býr ein í sínu litla fallega húsi á Hofsósi og er aldeilis ekki á því að fara á elliheim- ili. Ég vona að hún eigi eftir að búa þar mörg ár enn, taki á móti gest- um, lesi góðar bækur og haldi áfram með sínar fögru hannyrðir. Elsku Guðrún mín. Ég ætla ekki að skrifa ævisögu, aðeins að senda þér hjartanlegar afmæliskveðjur og þakkir. Ég vona að þú eigir eftir mörg góð ár í viðbót við þessi 85 og ég efast ekki um að þú verðir alltaf jafn ung í anda, jákvæð og skemmtileg. Lifðu heil! Þín tengdadóttir og vinkona, Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Fjölmenni var við setningu Grunnskóla Barðastrandarhrepps. Barðaströnd: Grunnskólinn sett- ur með messu Barðaströnd. GRUNNSKÓLI Barðastrandar- hrepps var settur 14. september. Séra Þórarinn Þór prófastur setti skólann með messu og voru um 70 manns við setninguna. I skólanum eru 30 börn í fyrsta til áttunda bekk og er mikill áhugi á að hafa níunda bekk næsta vet- ur. Skólabörnum fjölgaði um þriðj- ung frá því í fyrra. Auk skólastjóra eru tvær heilar stöður auk stunda- kennara. Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að valgreinar verða fyr- ir elstu bekkina. Skólastjóri er Torfi Steinsson. - S.J.Þ. Örstutt athugasemd í Morgunblaðinu laugardaginn 10. október birtist grein eftir Svan- hildi Halldórsdóttur, sem heitir: Áskorun til Ríkisútvarpsins sjón- varps, og fjallar um þær hugmyndir sem komið hafa fram, um að gera kvikmynd um Þingvelli. Innlend dagskrárgerðardeild, sem undirritaður veitir forstöðu, sótti um fjármagn til að gera slíka mynd til Menningarsjóðs útvarps- stoðva þann 9. desember 1986. Sjöðurinn virðist því miður hafa átt erfitt um vik frá því hann tók til starfa og afgreitt færri mál en von- ast var til. Innlend dagskrárgerðar-" deild hefur beðið eftir afgreiðslu þessarar umsóknar og því ekki ver- ið ráðist í gerð Þingvallamyndar fram að þessu. I áætlun fyrir næsta ár hefur innlend dagskrárgerðar- deild hins vegar áætlað að gera slíka mynd, hvað sem úthlutun líður. Myndin um Þingvelli verður því gerð næsta sumar, en útboð vegna hennar mun birtast nú á haustmánuðum. Virðingarfyllst, Hrafn Gunnlaugsson, dagskrársrjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.