Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 51

Morgunblaðið - 17.10.1987, Side 51
51 Friðbertssyni. Þau giftust 25. des- ember 1933. Eignuðust þau tvö böm, Óiaf, sem ungur lést af slys- förum, og Kristínu, sem er búsett á Suðureyri og gift Halldóri Bemód- ussyni frá Bolungarvík. Gissur lést fyrir nokkrum ámm og hafði frá- fall hans mikil áhrif á Jönu. Alltaf fylgdi því sérstök tilfínning að koma á heimili Gissa og Jönu. Þetta fann ég sérstaklega eftir að ég flutti burt úr Súgandafírði. Segja má að tengslin við þau væm svo sterk og samofin Súgandafírði að mér fannst ég ekki kominn heim til Súgandafjarðar fyrr en ég var búinn að heimsækja þau. Þetta veit ég að öðmm fannst líka. Ég minnist þess að móðir mín sagði mér frá fyrstu kynnum sínum af Jönu. Það var þegar hún kom ung í fyrsta sinn til Suðureyrar. Ifyrstu kynnin vom opnir armar Jönu þegar hún bauð hana velkomna í fjörðinn. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 „Það finna þeir best, sem koma bláókunnugir." Það var oft gestkvæmt á heimili Jönu. Þangað vom allir velkomnir, bæði ungir og aldnir. Eftirtektar- vert var hversu Jana lagði sig fram við að hjálpa þeim sem bágt áttu eða veikir vom. Gæska hennar og hjartahlýja var mikil. Alla tíð var Jana mjög virk í fé- lagsmálum. Ekki sóttist hún eftir né vildi vera leiðandi þar, heldur var hún einn af máttarstólpunum, sem hverskonar félagsstarfsemi byggist á. Alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum og óþreytandi að vinna þau störf sem henni vom falin. Mér er það minnisstætt hversu trúin skipaði stóran sess í lífi henn- ar. Þær vom ófáar ferðimar, sem hún fór í kirkjugarðinn til að hlú að og snyrta leiði látinna vina og ættingja. Varla var messað í Suður- eyrarkirkju svo að Jana og Gissi væm þar ekki mætt. Jana var sjómannskona og alla tíð vann hún mikið með heimilinu. Þrátt fyrir það eignaðist hún bæði fagurt og gott heimili, sem bar með sér einkenni myndarlegrar og ein- staklega góðrar móður. Það er eins og Jana hafi alltaf haft tíma til alls. Margir eiga Jönu og Gissa mikið að þakka en þó held ég að enginn standi í meiri þakkarskuld við þau en ég og fjölskylda mín. Elsti bróðir minn fann vel að þar var best að vera. Ég og íjölskylda mín vottum ættingjum og vinum Jönu okkar dýpstu samúð. Haustið er komið, laufín em fallin. Eftir standa minn- ingamar um hlýtt og gott sumar, sumar þar sem ávöxtur ævistarfs tveggja einstaklinga var fagur og góður. Friðbert Pálsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. aymngart/iboa „r., Frábaer samstæða frá AIVI/A Utvarp með LW-M W-<5iA/ mr>; 5 banda tónjafnari. Tvöfalt segulban?0' * a9nari 2x30 W ATH7 09 CR02' ^átaÍ3rar 50W; GeÍRlööniU-: Miðað við rótt verð samstæðunnarkostar kr ifinnllar,nnaðeins .»Æ00'-,Þess“ rH.: TAKMARKAÐ 41.780. varkr. 47.190 - ' MAG N ingartllboð nr. 2 Sýningarverð kr. 3.990, TAKMARKAÐ Stórkostleg sýning á nýju línunni íhljómtækjum AIWA Hliómtæki-ferðatæki-vasadiskó-QeislasDÍIarar-seaulbönd Komið og sjáið hin frábæru tæki frá Al WA AIWA ER BETRA Ferðatæki með geislaspilara, 30 W magnara, lausum hátölurum og tvöföldu kassettutæki. Nýtvöföld segulbönd. Frábærgæði og hljómur. Að sjálfsögðu frá HUÓMUR FRAMTÍÐARINNAR AIWA Söluaðilar: Reykjavík: Hagkaup Skeifunni, Bolungarvik: Versl. Jóns Fr. Einarss. Hagkaup Kringlunni, Sauðárkrókur: Radíólínan. Nesco Laugavegi. Húsavík: Radíóver. Akranes: Skagaradió. Akureyri: Tónabúðin. Borgarnes: Shellstöðin. Egilsstaðir: Verslunarfélag Austurlands Fellabæ. AIWA STJARNAN í HLJÓMTÆKJUM Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-16. Heitt kaffi á könnunni Þetta er einstakt tækifæri til að sjá það nýjasta í hljómtækjum. T.d. spegilsamstæðuna (CX-C27), sem erfullkomnunin sjálf í útliti og gæðum. Sem sagt alveg frábær. SX-1500 samstæðan, sem öll fjölskyldan getur sameinast um. T.d. getur pabbi tekið upp af plötu- spilaranum, mamma hlustað á útvarpið og unglingur- inn tekið upp af geislaspilaranum. Allt á sama tíma. Einnig vasadiskó með útvarpi, digital display, sjálf- virkum stöðvaleitara og föstu stöðvarvali, tónjafnara o.m.fl. 5-10% aukastaðgreiðsluafsláttur meðan á sýningu stendur. Líttu vi Sendum í póstkröfu WSA mm Vlldarkjör. í\aa iooær Ármúla 38 (Selmúlamegin) Símar: 31133 — 83177.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.