Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 53 Sesselja Eysteins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 20. mars 1914 Dáin 5. október 1987 Hún Setta er dáin, snöggt og óvænt, okkur setur hljóð. Hún sem var svo dugleg, kjarkmikil og minn- ug, einhver minnugasta manneskja sem ég hef þekkt. Aldrei þurfti að segja Settu fæðingardag, ný eða breytt símanúmer eða heimilisföng nema einu sinni, þá mundi hún það. Hún visssi alla afmælisdaga systkinabarna og systkinabarna- bama og fylgdist með aldri hvers og eins. Þetta góða minni var henni ómetanlegt, því hún missti sjónina rúmlega tvítug. Hún var félagslynd og jákvæð, hún beið ekki við símann eftir að einhver hringdi í hana, hún hringdi sjálf í ættingja og vini og treysti böndin. Hún naut þess að vera í veislum og boðum innan um fólk og hafði gaman að ferðast. Hún talaði um að skoða. Á 200 ára afmælisdegi Reykjavíkurborgar komum við til Settu seinnihluta dags. Þá sagðist hún hafa farið í bæinn um morgun- inn og skoðað borðin, sem afmælis- tertan var höfð á og annað sem sett var upp í tilefni dagsins. Á góðviðrisdegi í sumar brá ég mér í bæinn, og þar sem erindið var fljótrekið og tíminn nógur, ákvað ég að heimsækja Settu. Hún sat á bekk fyrir utan heimili sitt og vinnustað, Ingólfsstræti 16, og naut sólarinnar. Seinna þennan dag ætlaði hún vestur í sveitina sína, Breiðabólstað á Skógarströnd, með Einari, bróður sínum. Og sem við sátum og spjölluðum þama saman á bekknum, sagði hún mér að Ein- ar hefði spurt sig hvað hann ætti helst að kaupa til að fara með, leggja á borð með sér. Hún taldi enga þörf á neinu, en ef hann endi- lega vildi hafa eitthvað með sér skyldi hann koma við í bakaríi og kaupa með kaffinu. Það væri til- breyting fyrir sveitafólkið. Þetta var Settu líkt, hún hitti alltaf á rétta svarið. Þegar sólin náði ekki að skína á bekkinn fvrir húsinu, fórum við upp og fengum okkur kaffi. Það var alltaf gott að koma til Settu. Hún sá algjörlega um sig sjálf og á henni sást aldrei blettur eða hrukka. Hún bjó til þann besta plokkfisk, sem sögur fara af og í honum fannst aldrei bein. í haust bjó hún til blá- beijasultu. Hún var hetja í daglegu lífi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim, hún var trygglynd, úrræða- góð og sjálfri sér samkvæm. Hún giftist ekki og eignaðist ekki börn, en þau sem áttu ömmu-Settu að, hafa misst mikið. Hún kvaddi lífið eins og hún lifði því, hljóðlega og án þess að vera upp á aðra komin. Hennar minning lifír. Didda og Gestur t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall og útför bróöur okkar, ÓLAFS BJARNASONAR frá Þorkelsgerði f Selvogi. Systkinin. SVAR MITT eftir Billy Graham Tengslin við for- eldrana Við hjónin erum í vandræðum með einkason okkar. Hann gifti sig og fór að heiman en síðan hafa hann og konan hans varla haft nokkurt samband við okkur. Þau gefa greinilega í skyn að þau kæri sig ekki um að við komum í heimsókn, skrifum eða hringjum. Þau hafa meira -að segja eignast son sem við höfum aldrei séð. Líklega er ekki til nein lausn á þessu máli en hvað viltu ráðleggja okkur? Það er rangt af syni ykkar að slíta gjörsamlega sambandið við ykkur, hver svo sem ástæðan kann að vera. Einhvem tíma gæti komið að því þegar bömin hans eru vaxin úr grasi og haga sér eins og hann, skipta sér ekkert af foreldrum sínum, að augu hans opnist fyrir því hversu hann fer illa að ráði sínu. Reynið nú að halda einhveijum tengslum við ungu hjónin, jafnvel þó að það virðist koma að litlu haldi eins og er. Enda þótt hann skrifí ekki ættuð þið að skrifa þeim og segja þeim frá einu og öðm sem er að gerast í fjölskyldunni og jafnvel hringja til þeirra stöku sinnum. Munið eftir afmælisdögum og slíkum tímamótum. Sendið þeim þá kort eða gjafír, bæði syni, tengdadóttur og baminu. En skrifíð ekki eða hringið til þess að kvarta yfír framkomu þeirra við ykkur, það verður einungis til að breikka bilið á milli ykkar. Ef þið þurfið að biðjast afsökunar á einhveiju sem þið hafíð sagt eða gert og kann að hafa sett málið í enn meiri hnút — þá hikið ekki við að gera það. Biblían segir: „Gjaldið engum illt fyrir illt ... ef mögulegt er aðþvíertilyðarkemurþáhafíðfrið viðallamenn." (Róm. 12,17—18.) Biðjið líka fyrir syni yðar og fjölskyldu hans. Hegðun hans bendir til þess að hann sé eigingjam, já, að hann hafí ýtt Guði til hliðar í lífí sínu. Viðleitni hans til þess að verða óháð ykkur gæti bent til þess að hann ætti í baráttu — baráttu um að verða óháður Guði. En Guð getur verkað í hjarta hans og sýnt honum þörf hans á Guði, og snúi hann sér til Krists mun hann jafnframt gera sér grein fyrir því að honum ber skylda til að sýna ykkur meiri kærleika en raun ber vitni. Gefíst ekki upp þó að breyting verði ekki í bráð. Þegar sonarson- ur ykkar stækkar fínnur hann út að hann á ekki eins gott samband við afa og ömmu og reyndin er um önnur böm, og vera má að hann fái foreldra sína til að bindast ykkur nánarí böndum. Guðbjörg E. Steins- dóttir - Minning Sesselja er dáin. Hún var okkur mikill harmdauði, sem kynntumst henni. Mikil hetja hversdagsleikans er fallin í valinn og enginn verður ósnortinn, sem komst í kynni við hana. Við systkinin minnumst hennar fyrst og fremst vegna þess að við áttum því láni að fagna að kynnast henni, þegar móðursystir okkar, Jónína Þorleifsdóttir, var henni samtíða á blindraheimili um nærri þriðjungs áratugar skeið, í Ingólfsstræti 16 í Reykjavík. Sesselja fæddist að Litla-Laug- ardal á Skógarströnd 20. mars 1914. Hún var áttunda bam af þrettán, en um tvítugsaldur tók hún að kenna þess sjúkdóms, sem síðar varð til þess að hún varð blind. Þá leitaði hún til heimilis Blindravina- félagsins í Ingólfsstræti 16 í Reykjavík árið 1945. Skömmu fyrr hafði þá einnig komið þangað móð- ursystir okkar, Jónína Þorleifsdótt- ir, en báðar voru þær að leita vinnustaðar og heimilis, þar sem þær gætu orðið sér og þjóðfélaginu að liði þrátt fyrir fötlun sína. Skemmst er frá því að segja, að Sesselja og Jónína áttu saman heimili í Ingólfsstræti 16, einmitt á þeim ámm, sem við systkinin vom í skóla í nágrenni Ingólfsstrætis. Þar nutum við athvarfs og um- hyggju, sem engu var lík, þeirra móðursystur okkar og Sesselju, og þar áttum við þeim stöllum svo gott að gjalda, að aldrei verður metið. Okkur vom þar bomar góð- gerðir, veitt ráð og atlæti ævinlega hvenær sem við þurftum á að halda og þar var Sesselja okkur eins og hún væri úr fjölskyldunni. Sesselja Eysteinsdóttir var svip- mikil kona, aðsópsmikill persónu- leiki og fylgin sér. Hún ólst upp við kröpp kjör og varð blind um tvítugsaldur. Á þeim örlögum sigr- aðist hún með aðdáunarverðri reisn. Þess vegna verður hennar minnst en ekki síður vegna þeirrar hlýju og mannkærleika, sem hún átti og miðlaði okkur hinum. Blessuð sé minning Sesselju Ey- steinsdóttur. Við fæmm aðstand- endum hennar innilegar samúðar- kveðjur. Lárus, Guðrún, Þorleifur. Fædd 20. aprU 1886 Dáin 9. október 1987 Hún amma mín var 101 árs þeg- ar hún lést föstudaginn 9. október sl. Hún hét Guðbjörg Efemía Steinsdóttir, fædd í Hálshúsum í Reykjafjarðarhreppi 20. apríl árið 1886. Hálshúsabærinn brann þegar amma var á sjötta ári og var hún þá tekin í fóstur til séra Stefáns Stephensen í Vatnsfírði. Þar dvald- ist hún fram að fermingu. Árið 1910 giftist hún Jóni Óla- syni söðlasmið og þremur ámm síðar hófu þau búskap á Galtar- hrygg í Reykjafjarðarhreppi. Ekki var jörðin stór né kostamik- il. Engu að síður tókst þeim ömmu og afa að framfleyta ört stækkandi íjölskyldunni. Fyrsta bam þeirra fæddist andvana og annað lést í bemsku en árið 1926, þegar yngsta bamið fæðist, em systkinin orðin níu á lífí. Það þykir tíðindum sæta nú ef böm em svo mörg í fjölskyldu og fullyrða má að á okkar dögum sé meiri aðstoðar að vænta frá sam- félaginu ef eitthvað bregður út af. Árið 1930, þegar afí fellur skyndi- lega frá, átti amma mín ekki margra kosta völ. Hún stóð uppi ein með níu böm, það elsta 17 ára og það yngsta á íjórða ári. Heimil- ið leystist upp. Það má fara nærri um það hversu þungbært það hefur verið að sjá á eftir bömunum til annarra og geta aðeins haldið einu þeirra hjá sér í vinnumennsku sem nú tók við á ýmsum stöðum. Og enda þótt systk- inin fæm á góð heimili til góðs fólks sem þau ávallt bera vel söguna, hlýtur sundmn fjölskyldunnar að hafa markað sín spor í hugi þeirra. Kannski það hafí verið þessir af- drifaríku atburðir /sem mótuðu viðmót ömmu gagnvart bömunum. Þá væntumþykju, alúð og um- hyggju sem örlögin leyfðu henni ekki að veita sínum eigin bömum í bemsku gaf hún bamabömunum margfalda. Eg man fyrst eftir ömmu þegar hún flutti til foreldra minna í Eyr- ardal í Súðavík haustið 1953. Þessar fyrstu minningar em allar tengdar hlýju og umhyggjusemi. Ég sé fyrir mér smávaxna og fíngerða konu, kvika og létta á fæti og sívinnandi. Mér finnst ég ennþá fínna ylinn af nýjum vettling- um eða sokkum sem virtust vaxa á pijónunum hennar í rökkrinu með undraverðum hraða. Og í gamla, blámálaða skápnum undir súðinni var jafnan góðgæti sem útdeiit var næstum því hátíðlega og þess vand- lega gætt að allir fengju jafnt og enginn yrði útundan. Tveimur ámm síðar fluttist amma að Miðhúsum og gerðist ráðskona hjá Pétri Jónssyni. Hún var þá tæplega sjötug. í þessu agn- arlitla húsi sem var í raun ekki nema lítið eldhús og eitt lítið her- bergi, undu þau Pétur og amma hag sínum vel. Hvomgt þeirra gerði meiri kröfur en þær að eiga til hnífs og skeiðar og vera skuldlaus við guð og menn. Hvomgt þeirra gerði sér grein fyrir því hversu rik þau vom á öðmm sviðum né heldur hversu aðrir vom þeim skuldugir fyrir það eitt að fá að njóta sam- vista við þau. Amma varð aldrei rík af verald- legum auði en því meira átti hún af öðmm verðmætum. Og hún hafði einhvemveginn lag á að gefa og veita á báðar hendur þótt hún ætti í raun ekkert. Hjá henni var merk- ing máltækisins að sælla er að gefa en þiggja, hrein og tær og sjálf- sögð. Hjálpsemi, gjafmildi og hlýja em tengd öllum minningum mínum um ömmu og ég veit að svo er um alla aðra sem kynntust henni. Það var töluverður spölur á milli Eyrardals og Miðhúsa. Eyrardalur er innst en Miðhús úti á Nesjum, alveg yst í þorpinu. Við systkinin lögðum þó gjaman á okkur umtals- vert ferðalag til að heimsækja ömmu og Pétur. Og þá breyttist litla húsið í höll. Gestum, háum sem lágum, vom bomar veitingar eins og um stórhöfðingja væri að ræða. Þegar ekki var lengur rúm fyrir krásimar á litla borðinu undir glugganum, var raðað í gluggakist- una. Enginn mátti fara burtu nema saddur og sæli. Þegar Pétur féll frá höfðu þau amma búið saman í Miðhúsum í 19 ár. Þá var hún komin hátt á níræðisaldur og enn ótrúlega létt í spori. Næstu ár dvaldi amma hjá bömum sínum til skiptis en síðustu sjö árin var hún á elliheimilinu á ísafírði. Nú er langri ævi lokið. Á kveðju- stund er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem hún amma mín kenndi mér. Sumt af því á ég enn eftir að skilja eða sjá í nýju ljósi en allt sem hún gaf var veganesti til lífstíðar. Hrólfur Kjartansson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGGEIRS ÓLAFSSONAR húsasmiðameistara, Digranesvegi 121, Kópavogi. Fanney Tómasdóttir, Jóhannes Kr. Siggeirsson, Díana F. Arthúrsdóttir, Kristín Hanna Siggeirsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Hafsteinn Már, Guðrún Ingólfsdóttir og barnabörn. Minjagripir Tillögur sem bárust í samkeppni um minjagripi veröa til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 17. okt. til 22. okt. n.k. Ferðamálanefd Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.