Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 mmm * Ast er... ... stundum óvænt uppákoma. TM Reg. U.S. Pat Off.—aU hght* reserved • 1987 Los Angetes Tvnes Syndicate Ef ókunnugur kemur þá urrar þú og fitjar upp á trýnið. En þú mátt ekki fara út úr kofanurn_ Með morgnnkaffínu sem hægt er að tala við ... HÖGNIHREKKVÍSI Heimtufrekja Til Velvakanda. Við erum tveir skotveiðimenn að norðan og getum ómögulega orða bundist yfir þeirri heimtufrekju sem virðist einkenna íslenska bændur. Það er ekki nóg með að þeir skuli blóðmjólka íslenska stangveiðimenn með okurháum gjöldum og gera flestum þeim, sem áhuga hafa á stangveiði, ókleift með öllu að stunda áhugamál sitt, þar sem þeir geta ekki pungað út þeim óheyri- legu fjárhæðum sem bændur heimta, heldur hafa bændumir komist up á lag með að mergsjúga ríkið og lifa góðu lífi á kostnað okkar skattborgaranna vegna fár- ánlegra mistaka þeirra sjálfra, t.d. offramleiðslu á riðuveikum rollum, sem við verðum síðan að borga þegjandi og hljóðalaust. Eftir allt þetta og meira til ætla öðlingamir að eyðileggja fyrir okkur skotveið- ina, þó svo að við ættum sand af seðlum dytti okkur ekki í hug að leggja svo mikið sem eyri meira í vasa þessara heimtufrekju sveita- manna. Þess má til gamans geta að gæsir em skaðvaldar og stór- skemma öll tún, jarðávexti og annað sem fyrir verður, segja fugla- fræðingar, og kalla þær vágesti fyrir bændur. Þrátt fyrir þetta ætla bændur að misnota aðstöðu sína og heimta fé af þeim, sem stíga fæti inn á þeirra jörð, með því hug- arfari að skjóta nokkrar gæsir. Stefnir ekki allt í það að þeir hætti á næstu áratugum, ef þeir fá sínu framgengt eins og venjulega, bú- fjárrækt og snúi sér eingöngu að kúgun og valdníðslu. Sú frétt sem var í ríkissjónvarp- inu þriðjudaginn 6. október síðast- liðinn, að bændur ætli að fara að leggja sérstakt gjald á gæsaveiðar á túnum hefur vakið almenna reiði gæsaskyttna og fyrirlitningu margra annarra gagnvart bændum. Til Velvakanda. „Ef ykkur langar í lítinn og sæt- an hvolp, þá hafið samband við okkur.“ (Velvakandi 1. september 1987.) Slíkar tilkynningar eru ekki óalgengar nú til dags. Þó mun ekki ætlunin vera, að bjóða fólki hvolp- ana til átu, eins og orðalagið bendir þó til, því engan langar í neitt nema það sé matur. Ef um eitthvað annað er að ræða, s.s. kjól, bfl, hús eða Samkvæmt fréttinni munu þeir fara fram á átta hundruð krónur á dag fyrir hvert tún, en þar sem peninga- þorsti þeirra er augljóslega óslökkvanlegur helst þetta verð eflaust ekki lengi. Það er að segja að verðið kemur til með að ijúka upp úr öllu valdi eins og verð á laxveiðileyfunum. Við vonum að þeir sjái að sér og hætti við þetta fáránlega ráðabrugg. Ætli þeim detti ekki næst í hug að setja vega- tálma víðsvegar um landið og krefjast gjalds þar sem vegurinn liggur í jregnum land þeirra, svo okkur Islendingum verði gert ókleift að ferðast líka um landið „okkar". flugvél, þá langar okkur ekki í þá hluti, heldur langar okkur til að eignast þá. Rangnotkun orðasambandsins að langa í e.ð. er orðin leiðinlega algeng í fjölmiðlum (og meðal al- mennings) og þyrftu málfróðir menn að benda opinberlega á þessa hvimleiðu málvillu. Ingvar Agnarsson Guðjón Rúnarsson, Axel Vatnsdal Rafnsson. „Hvern langar í hvolp?“ — ábending um málfar Víkverji skrifar Kratamir í Kópavogi tóku upp á því snjallræði fyrir skemmstu að birta svokallaðan slóðalista í blaðinu sínu. í greinar- gerð þeirra segir meðal annars: „Síðastliðið vor fól bæjarstjóm Kópavogs byggingarfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa að gera lista yfir fasteignir í bænum þar sem frá- gangi utanhúss var stórlega ábóta- vant. Tuttugu og ein fasteign hafnaði á listanunij að stómm hluta atvinnuhúsnæði. I bréfí til eig- enda/forsvarsmanna þessara fast- eigna óskaði bæjarstjóm eftir ákveðnum tilgreindum úrbótum og var gefínn frestur til 31. ágúst. Fimm þeirra sem lentu á „slóðalist- anum" tóku sér tak og bættu ráð sitt áður en fresturinn rann út...“ Blaðið birtir síðan listann yfír þær húseignir þar sem allt situr enn við sama ásamt með örstuttri lýs- ingu á því sem einkum er aðfinnslu- vert. Þar má lesa umsagnir eins og þessa til dæmis: „Steypt gmnnplata að einbýlishúsi og framkvæmdir legið niðri síðastliðin fjögur ár. Ástandi og umhirðu lóðarinnar mjög ábótavant... Veldur ná- grönnum áhyggjum vegna út- breiðslu illgresis." Lofsvert framtak hjá Kópa- vogskrötum. Tími til kominn að svona dmsluháttur og tillitsleysi við samborgarana sé ekki meðhöndlað eins og einhverskonar feimnismál. Annars er það einmitt alltof al- gengt að mengunarvaldar af þessu tagi fái að fara sínu fram óáreittir. Nú er mikið skrifað og skrafað um hávaðamengun og sannarlega ekki að ófyrirsynju. Þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern, eins og haft er eftir aust- firsku kellingunni þegar hún frétti að heimsstyrjöldin væri skollin á. Einhvem veginn er engu líkara en að embættismennimir sem eiga einmitt að taka af skarið þori ekki almennilega til við friðarspillana, séu satt best að segja skíthræddir við þá eins og krakkamir orða það. Hávaðaseggurinn er látinn í friði og þeir sem kvarta em jafnvel kall- aðir nöldurslqoður. . En hvaða hæfa er það til dæmis að borgari sem þarf með lang- ferðabíl landið á enda skuli geta átt von á því að þurfa að hafa þenn- an glymjanda í eyrunum, organdi útvarpstæki, bróðurpart ferðalags- ins eins og lýst var í bréfi hér í blaðinu um daginn? Hafa leyfís- hafar langferðabifreiða alls engar skyldur við viðskiptavininn? Konan sem varð fyrir þessari raun skrifaði reyndar félagi sérleyf- ishafa til og bað forsvarsmenn þeirra ágætu samtaka að upplýsa þetta. Þessu kvabbi hennar, eins og það heitir sjálfsagt, hafði á hinn bóginn ekki verið svarað þegar síðast var vitað. Mottóið á bænum þeim virðist sem sagt vera: Skítt með viðskipta- vininn ef bílstjórinn er bara sáttur við tilvemna. XXX Væri eftir á að hyggja ekki ráð að stofna samtök gegn þessum ófögnuði sem flæðir yfir fólk jafn- vel í „miðbænum okkar" eins og það er nú látið heita? Nokkrir nafn- togaðir menn í New York höfðuðu mál fyrir nokkmm ámm og fengu það staðfest með dómi að þeir ættu rétt á því að vera óhultir fyrir út- varpsorginu á jámbrautarstöðinni þar sem þeir tóku lestina heim til sín á kvöldin. Fyrstu spor andófsmannanna hér heima gætu til dæmis legið inn á teppið til Davíðs þar sem vel mætti spyija hann hvort það væri mark- miðið að borgin hans yrði ekki einasta heimsfræg fyrir leiðtoga- fundi heldur kæmist hún líka á landabréfíð sem einn víðfeðmasti glymskratti veraldar, einn allaheij- ar límkassi ef svo mætti að orði komast. Ennfremur gætu andófsmenn auðvitað líka prófað að setja upp sín eigin gjallarhom vítt og breitt um bæinn og spenna þau til hins ýtrasta að sjálfsögðu. Kannski að einhver mmskaði Ioksins þegar vér borgarskæruliðar byijuðum til dæmis að hella tíbetskri musterismúsík yfír blásak- laust fólk. -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.