Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 61
4-4 1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 61 Athugasemd við skrif um útflutningsbætur Til Velvakanda • Föstudaginn 16. október birtust í Velvakanda tilmæli frá skattgreið- anda þess efnis að útflutningsbætur á landbúnaðarvörum verði afnumdar. Vegna þessara tilmæla er rétt að skýra það, að samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er fjárlagaliðurinn uppbætur á útflutt- ar landbúnaðarafurðir uppá 915 milljónir króna. Hann skiptist þann- ig að útflutningsuppbætur eru 486 milljónir en 429 milljónir renna í framleiðnisjóð landbúnaðarins til að greiða fyrir búháttabreytingum. Þetta er í samræmi við búvörulög sem kveða á um að ríkissjóður skuli leggja fram sem svarar 9 prósent- um af framleiðsluverðmæti land- búnaðarafurða hvert ár og skuli það skiptast með áðurgreindum hætti. Þetta er sú lagaskylda sem hvílir á fjármálaráðherra að framfýlgja. í frumvarpinu er að öðru ieyti gætt mikils aðhalds í framlögum til land- búnaðar eins og kunnugt er en fjármálaráðherra hefur ekki vald til að ganga gegn vilja meirahluta alþingis varðandi búvörulögin. Karl Birgisson upplýsingafulltrúi Fjármála- ráðuneytis Naglarnir auka öryggið í umferðinni HAFÐU ALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR ©TDK Til Velvakanda Mikil umræða hefur skapast um neglda hjólbarða að undanfömu vegna þess að komið hefur í ljós að þeir slíta malbikinu á götum borgarinnar meira en góðu hófí gegnir. Sumir amast mjög við nögl- unum og tala jafnvel um að þá ætti að banna. En þá gleyma menn aðalatriðinu sem er að naglamir auka á öryggið í umferðinni. Ég er sammála því að fækka mætti nöglum í vetrardekkjum og setja strangar reglur þar. Eins væri hægt að stytta þann tíma sem aka mætti á nagladekkjum að vetrinum án þess að miklu væri hætt. En að banna naglana væri glapræði og myndi skapa miklu meira tjón í slys- um en sparaðist í gatnaviðhaldi. G.P. Fyrrverandi sjóliði ósk- ar eftir pennavinum Til ritstjóra Morgunblaðsins Ég skrifa í því skyni að komast í samband við einhvem sem hefur áhuga á að komast i bréfasamband við mig. Ég er fæddur og uppalinn í Cleveland, Ohio í Bandaríkjunum. Þar hef ég búið og starfað alla æfi en er nú kominn á eftirlaun og bý ásamt konu minni í Naples í Florida. í Heimstyijöldinni síðari gengdi ég herþjónustu um borð í U.S.S Williamsburg sem var undir stjóm F.S. Hall kafteins. Við komum til Reykjavíkur hinn 23. desember 1941 og héldum aftur heim til Bandaríkjanna í mars 1943. Við komum aldrei til íslands aftur en þó starfsvettvangur okkar á vemd- árskipi skipalesta væri enginn rósabeður varð ég heillaður af „landi miðnætursólarinnar". Einnig af hinni dásamlegu borg Reykjavík þar sem hin gamla Hótel Borg stóð skammt frá tjöminni og stór kirkja gnæfði á hæð þaðan sem útsýni var yfír höfnina. Það var fyrsta bygg- ingin sem ég heimsótti við komuna til Reykjavíkur. Ég kom einnig til Akureyrar. Þar kom ég í litla skóla- byggingu uppi á hæðardragi við bom fjarðarins. Þar nærri sá ég þau einu tré sem nokkru sinni bám fýrir augu mín á íslandi. Flest þeirra voru ekki lengri en handleg- ur manns. Ég hef jafnan lesið allt sem ég hef komist yfír um landið er ég varð svo heillaður af. Ég hafði bréfasamband við stráka víða um heim þegar ég var strákur og enn held ég reglulegu bréfasambandi við marga vini. Eg velti því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa til Vigdísar Finnbogadóttur forseta eða Davíðs Oddssonar borg- arstjóra en ákvað að skrifa ritstjóra stæðsta blaðs landsins. Gætuð þér komið mér í samband við einhvem sem hefði áhuga á mjög þakklátur ef hægt væri að liðsinna mér í þessu efni. Virðingarfyllst Clarence L. Berkey, Jr. 4301 - 29th Place, S.W. Naples, Florida HJÍIPIÐ BLINDUM r. ///; ISLANOl Merkjasöluhappdrætti Blindravinafélags íslands, Ingólfsstræti 16, er um helgina, 17. og 18. október. Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum: Hafnarfirði: Lækjarskóla og Víðistaðaskóla. Kópavogi: Menntaskólanum og Kársnesskóla. Seltjarnarnesi: Miðbraut 5. Reykavík: Melaskóla, Vogaskóla, KFUM-húsinu, Langa- gerði 1 og skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti 16. bréfasambandi við mig? Ég yrði Furðulegt „veður“-spjall Til Velvakanda. Ég sit sem þmmu lostin eftir skítkast Páls Bergþórssonar, veður- fræðings, í garð rallökumanna, í veðurfregnum sjónvarpsins mið- vikudagskvöldið, 14. október. Algerlega að tilefnislausu talar hann um ákveðinn hóp íþrótta- manna, sem leiki sér að dauðanum í lífshættulegri íþrótt, enda þótt sú staðreynd liggi fýrir, að aðrar íþróttagreinar, s.s. knattspyma og skíðaíþróttir, hafí meiri slysatíðni. Mér er spum: hvað kemur næst í „veður“-spjalli“ Páls? Að knatt- spymumenn eða skíðamenn leiki sér að örkumlum og dauða? Bölbænir yfír siglingamönnum eða sjómönnum? Sleggjudómar um júdómenn? Og hvað átti hálkan frá deginum áður og rall fyrjr tíu dög- um skylt við veður dagsins? Ég hélt að veðurfræðingar væm ráðnir til sjónvarpsins til þess að ijalla um sérsvið sitt, veðrið, en ekki til að hella úr skálum fáfræði sinnar og hleypidóma um alls óskyld efni. Helga Jóhannsdóttir OTDK HREINN HUÓMUR MASTER LEÐURSOFASETT — MÝ SEWPIINIG FJÖLBREYTT ÚRVAL - GOTT VERÐ Opið til kl. 4 BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.