Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 62 KARATE íslands- mótiðí dagí Laugar- dalshöll Islandsmeistaramótið í karate verður haldið í dag í Laugar- dalshöll og hefst kl. 18.00. Aðaldómari verður Ted Hedlund frá Svíþjóð en hann er meðlimur dómaranefndar Evrópusam- bandsins. Um 40 keppendur eru skráðir á mótið og eru allir bestu karate- menn í karla- og kvennaflokki meðal keppenda. Sjö félög hafa tilkynnt þátttöku. Mótið hefst, sem fyrr greinir, kl. 18.00 og talið er að því ljúki um kl. 21.30. f í \ Karatemynd ársins í fyrra, sem Bjarni Eiríksson, ljósmyndari á Morgunblaðinu tók. Hér eru það Sylvía Gústafsdóttir úr Breiðabliki og Kristín Einarsdóttir úr Gerplu sem eigast við. HANDBOLTI Víkingar leika 1. nóv. í Höllinni Víkingar leika fyrri leik sinn í Evrópukeppni meistara- liða í handknattleik gegn danska liðinu Kolding sunnudaginn 1. nóvember kk 20.30. Seinni leik- ur fer svo fram ytra 8. nóvember ki. 16.00. KEILA Reykjavíkur- mótið hefst Reykjavíkurmótið í keilu hefst kl. 11.00 f.h. í dag með keppni f liðakeilu. Leikið verður baeði í dag og á morgun. A miðvikudaginn hefst svo para- keppnin kl. 19.30, og stendur hún laugardags. Sunnudaginn 25. okt. hefst svo einstaklings- keppnin. Keppnin fer fram í keilusalnum í Öskjuhlíð. HAPPDRÆTTI Drætti frest- að hjá Kefl- víkingum Drætti í happdrætti Hand- knattleiksráðs, sem vera átti í gær, hefurs verið frestað um hálfan mánuð, til 30. októ- ber. ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Mikið um að vera í handboita og körfubolta Morgunblaðið/Bjami Qunnar Belntelnsson er einn hinna ungu og efnilegu leikmanna FH sem leikið hafa mjög vel í vetur. Gunnar hef- ur skorað tíu mörk í leikjunum Qórum. Hér stekkur hann inn úr hominu í leiknum gegn Stjömunni og skorar eitt fjögurra marka sinna. HEIL umferð verður í 1. deild karla í handknattleik um helg- ina. Tveir leikir fara fram í dag, laugardag og þrír á morgun, sunnudag. Þrír leikir verða í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, einn í dag og tveir á morgun. Islandsmeistarar Víkings leika gegn KA frá Akureyri í Laugar- dalshöll í dag kl. 15.15. Víkingar hafa 6 stig og eru í 3. sæti 1. deild- ar en KA hefur aðeins unnið einn leik, gegn Fram í 2. umferð. A Akureyri eigast Þór og Stjaman við kl. 14.00. Stjaman hefur átt misjafna leiki, unnið Víking og KA en tapaði stórt fyrir FH á miðviku- dagskvötdið og UBK í 2. umferð. Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig í deildinni en munu örugglega freista þess að bæta úr því. A morgun verða þrír leikir og hefj- ast þeir allir kl. 20.00. Breiðablik og Valur leika í Digranesi. Breiða- blik hefur unnið síðustu þijá leiki sina og er í 4. sæti. Valur hefur hins vegar ekki tapað leik, hefur gert eitt jafntefli, við Fram í fyrsta leik. FH, sem em í efsta sæti 1. deildar með fullt hús, fær Fram í heimsókn í Hafnarfjörð. FH-ingar hafa sýnt mjög góða leiki og virðast óstöðv- andi um þessar mundir. Það er spuming hvort hinu vængbrotna lið Fram takist að stöðva sigurgöngu þeirra. Loks leika ÍR og KR í Slejaskóla. ÍR er með tvö stig eftir sigur á Þór fyrir norðan. KR-ingar hafa komið á óvart það sem af er og em með markahæsta leimann fyrstu deildar, Konráð Olavson, innanborðs. Tveir leikir verða í 3. deild karla og einn í 2. deild karla á sunnudag- inn. Völsungur og ÍA leika á Husavík kl. 14 og IS og UFHÖ kl. 16.30 í Laugardalshöll. Armann og ÍBV leika í 2. deild í Laugardals- höll kl. 14.00. Fimmta umferð 1. deildar karla verður ekki fyrr en 28. október. Haukar og Þor leika í úrvalsdeild- Um helgina munu lið St. Louis og Minnesota hefja úrslita- keppnina í bandaríska hafnar- boltanum (baseball) eftir að undanúrslitaleikirnir kláruðust í vikunni. Á fimmtudag lauk einnig 24 daga verkfalli at- vinnumanna í ameríska fót- boltanum, eftir að verkalýðs- félag þeirra gafst upp á því að eiga frekar við eigendur lið- anna við samningaborðið. Ihafnarboltanum sigraði Minne- sota lið Detroit nokkuð ömgg- lega í „amerísku" deildinni og St Louis tókst að slá út San Fransico IBBBHi > æsispennandi Gunnar keppni í „national" Valgeirsson deildinni. skrifar Lið Minnesota hefur staðið sig mjög vel á þessu keppnistímabili, en liðið er mestmegnis skipað ungum leik- mönnum. Hafa þeir staðið sig mun betur en flestir sérfræðingar vestra spáðu fyrir keppnistímabilið. Minn- inni í körfuknattleik í dag kl. 14.00 í Hafnarfírði. Á morgun leika svo Valsmenn sinn fyrsta heimaleik í esota sigraði Detroit með fjórum leikjum gegn einum í keppni þeirra og stendur liðið vel að vlgi fyrir „heimsseríuna", eins og lokaúrslitin em kölluð í Bandaríkjunum. Á sama tíma og Minnesota af- greiddi Detroit átti St Louis í miklu basli með San Fransisco. Eftir að hafa verið 3:2 undir í leikjum sínum við San Fransisco, tóku leikmenn St Louis sig til og sigmðu í tveimur síðustu leikjunum 1:0 og 6:0. Unnu þeir því þessa undarúrslitalotu 4:3. St Louis-liðið hefur verið talið sterk- asta liðið í hafnarboltanum nú í ár, en mikil meiðsl hafa þó hijáð nokkra lykilmenn þeirra undanfam- ar vikur. Em margir bandarískir íþróttafréttamenn undrandi á hversu vel liðinu hefur tekist að leika þrátt fyrir þessa erfíðleika. Meira að segja þjálfari liðsins er undrandi yfír því að vera kominn í úrslit. Hann sagði við fréttamenn eftir sigurinn á San Fransisco: „Ég hef ekki hugmynd um hvemig að þeim tókst þetta úti á vellinum. Ég hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi að Hlíðarenda. Gestgjafamir em nýliðamir úr Breiðablik og hefst á varla nógu sterk orð að lýsa keppnisskapinu hjá þessum strák- um.“ Úrslitahrinan hefst nú í dag i Metrodome höllinni í Minneapolis. Veðja flestir sérfræðingar vestra á lið Minnesota vegna meiðsla hjá nokkmm lykilmönnum St Louis. Enginn skildi þó afskrifa lið St Louis, þar sem það hefur staðið sig mjög vel þótt móti hafí blásið. Verkfalllnu loklð Nú í vikunni lauk loks verkfalli at- vinnumanna í amerískum fótbolta sem staðið hafði í 24 daga. Eftir að eigendur liðanna höfnuðu boði verkalýðsfélags leikmanna um að fá sáttasemjara í málið ákvað verkalýðsfélagið að hætta verkfall- inu. Ákváðu leikmenn að stefna eigendum fyrir brot á lögum um einokunarmyndun, en hefja æfíngar og keppni aftur. Ættu því leikir helgarinnar í NFL-deildinni að verða alvömleikir að nýju. leikurinn kl. 20.00. UMFG leika sinn fyrsta úrvalsdeildarleik gegn KR í Grindavík kl. 20.00. Staðan f 1. deild Fj. leikja U J T Mörk Stig FH 4 4 0 0 129:83 8 Valur 4 3 1 0 85: 63 7 Vikingur 4 3 0 1 107: 92 6 UBK 4 3 0 1 82: 78 6 KR 4 2 0 2 97: 97 4 Stjarnan 4 2 0 2 96: 105 4 KA 4 1 0 3 74: 88 2 ÍR 4 1 0 3 82: 97 2 Fram 4 0 1 3 83: 97 1 Þór 4 0 0 4 77: 112 0 Bjarnl Jóhannsson. Bjami áfram með Tindastól BJARNI Jóhannsson hefur ver- ið endurráöinn þjálfari 2. deildarliðs Tindastóls frá Sauðárkróki. Bjami stjómaði liðinu í 3. deild í sumar og vann það sér sæti í 2. deild undur hans stjóm. Tinda- stóll hefur aðeins einu sinni áður leikið í 2. deild í knattspymu það var árið 1984. Konráð hefur gert 31 mark í 4 leikjum Markahæstu leikmenn 1. deildar karla í handknattleik eftir fjórar umferðir: 1. Konráð Olavson, KR....................................................... 31/8 2. Hans Guðmundsson, UBK.....................................................27/10 3. Þorgils Óttar Mathiesen, FH................................................ 27 3. Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni...............................................27 5. Héðinn Gilsson, FH...........................................................22 6. Karl Þráinsson, Víkingi....................................................21/4 7. Óskar Helgason, FH.........................................................21/5 8. Sigurður Gunnarsson, Víkingi...............................................21/6 9. Stefán Kristjánsson, KR.................................................. 21/6 10. Július Jónasson, Val..................................................... 20/6 BANDARÍSKAR ÍÞRÓTTIR Úrslitin í hafnaboitan- um hefjast um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.