Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 64
fNbtt$mM*faib v- ER VID SKEIFUNA aaaa \ ^^ $ SUZUKI LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Félagsmálastofnun: Helgarvaktír vegna barnaverndarmála BORGARRAÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar félagsmálaráðs um að taka upp bakvaktir vegna barnaverndarmála við fjðl- skyldudeild Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar. Bakvakt- ir þessar verða næstu þrjá >- Úrslit alþjóða- skákmótsins: Jón L. Arnason ef stur í Olafsvík Ólaftvfk. SÍÐASTA umferð alþjóðaskák- móteins í Ólafsvík var tefld í gær. J6n L. Árnason stórmeist- ari sigraði andstœðing sinn, Petter Haugli, og tryggði sér þar með efsta sætið í mótinu. Aðrar skákir fóru þannig að Karl Þorsteins vann Sævar Bjarnason, Lars Schandorff vann Dan Hanson en jafntefli gerðu Ingvar Ásmundsson og Henrik Danielsen, Bjðrgvin Jónsson og Robert Bator, Tóm- as Björnsson og Þrðstur Þórhallsson. í gærkvöldi tapaði Björgvin Jónsson biðskák við Tómas Björnsson. Því skorti hann hálfan vinning að ná afanga að alþjóð- legum meistaratitli. Björgvin kom mest á óvart í mótinu. Hann lagði meðal annars Jón L. og Karl Þorsteins að velli og segja fróðir menn að þessi árangur sé sá besti á ferli hans. Lokastaðan var þessi: Jón L. Árnason hafnaði í efsta sæti með 7V2 vinning, annar varð Henrik Danielssen, Danmörku, með 7 vinninga, í 3.-4. sæti Björgvin Jónsson og Lars Schandorff með 6V2 vinning, 5.-6. sæti Þröstur Þðrhallsson og Karl Þorsteins með 6 vinninga, í sjöunda sæti varð Ingvar Asmundsson með 5 vinninga, 8.-10. sæti Robert Bat- or, Sævar Bjarnason og Tómas Björnsson með 4V2 vinning og 11.-12. Dan Hanson og Peter Haugli með fjóra vinninga. - Helgi mánuði í tilraunaskyni. Að sögn Gunnars Sandholt, yfir- manns fjölskyldudeildar, hefur þegar komið í ljós þörf fyrir slíkar vaktir þessar tvær helgar sem liðn- ar eru frá því þær voru teknar upp. Bakvaktirnar standa frá kl. 16:15 á föstudegi til kl. 8 á mánudags- morgni. A þeim tíma er hægt að ná til starfsmanns fjölskyldudeildar í síma og mun hann geta sinnt al- varlegum barnaverndarmálum. Símanúmerið er gefið upp hverju sinni í símsvara Félagsmálastofn- unar. „Þetta eru fyrst og fremst barna- verndarmál, sem að mati tilvísunar- aðila þarf að sinna strax," sagði Gunnar og nefhdi sem dæmi þegar skyndilega þarf að koma börnum fyrir utan heimilis. „Við höfum kynnt bakvaktirnar lögreglunni í Reykjavík, rannsóknarlögreglu, fíkniefnalögreglu, slysavarðsstofu, kvennaathvarfi, barnadeildum spítalanna, læknavaktinni og hjálp- arstöð Rauða krossins og munu þessir aðilar vita hverjir eru á vakt hverju sinni." Eftir þrjá mánuði verður síðan leitast við að meta árangur af starf- inu áður en ákvörðun er tekin um framhaldið. í síldinni MorgunblaðM/RAX Hún Kristbjörg Guðmundsdóttir kom til Seyðis- f jarðar fyrir víku og réði sig í síldarsöltun hjá Norðursííd en byrjað var að veiða sfld fyrir austan fyrr í mánuðinum. Sfldin hefur haldið sig í Loðmundarfirði og í Seyðisfirði og hefur veiðin gengið þokkalega. Þorsteinn Pálsson f orsætisráðherra: Tílbúnir til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins Heyrði fyrst af þessu í útvarpsfréttunum segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra ÞORSTEINN Pálsson, forsætís- ráðherra, segist fagna því ef fjármálaráðherra sjái sér fært að flýta ekki um tvo mánuði álagningu 10% sðluskatts á mat- væli og að ríkisstjórnin sé tilbúin til viðræðna við aðila vinnumark- aðarins, ef þær viðræður séu í takt við þau markmið sem rikis- stjórnin hefur sett sér í efna- hagsmálum. , Steingrímur Hermannsson, utanrikisráð- herra, segir að ekki hafi verið haft samráð í ríkisstjórninni um tilboð fjármálaráðherra. As- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að næsta skref hljóti að vera að ríkisstjórnin taki ákvörð- un um að fresta gildistöku skattsins. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, segir að það hljóti að vera sameiginlegt takmark ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins að ná verðbólgunni niður. „Ef þess- ir aðilar eru tilbúnir til viðræðna við stjórnvöld í þeim tilgangi að ná settum markmiðum þá er ríkis- stjórnin tilbúin og þá koma fjölmörg önnur atriði en sölskatturinn á matvæli til álita. Það væri mjög ánægjulegt ef vilji aðila vinnumark- aðarins lægi skýr fyrir í þessum mánuði, en enn sem komið er hafa engir talsmanna verkalýðshreyfing- arinnar lýst yfir áhuga á slíku Borgarsjóður: Greiðslustaða hálfum millj- ^arði hagstæðari en áætlað var GREIÐSLUSTAÐA borgarsjóðs er hálfum miUjarði króna hag- stæðari en gert var ráð fyrir f greiðsluáætlun síðastliðið vor. Að sögn Davfðs Oddssonar borgar- stjóra er skýringanna að leita i betrí innheimtu, fleirí lóðaúthlut- unum en reiknað var með auk samdráttar í framkvæmdum á vegum borgarinnar. „Innheimta hefur gengið betur en reiknað var með og áður hefur ver- ið. Væntanlega er það vegna þess að góðærið er meira og menn vilja ef til vill vera með hreint borð, eins og skynsamlegt er þegar stað- greiðslukerfi skatta tekur gildi um áramótin," sagði Davíð. „Þá hafa gatnagerðargjöld verið meiri en menn áttu von á því fleiri lóðir hafa gengið út, bæði iðnaðarlóðir og lóðir undir íbúðarhús. I þriðja lagi hefur borgin orðið að draga úr verkefnum vegna þenslu á vinnumarkaði. Þegar allt er tekið saman er staðan hag- stæðari um hálfan milljarð. Þetta leiðir til þess að mun auð- veldara verður að fara af stað með fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Á hinn bóginn erum við kvíðnir vegna staðgreiðslu skatta því ef hún fer úr skorðum þá bitnar það mjög hart á sveitarfélögunum sem fá helming tekna sinna af sköttum, en við ótt- umst að vegna tímaskorts sé undir- búningurinn ekki nægur." samstarfi," sagði Þorsteinn enn- fremur. „Ég heyrði fyrst af þessu í út- varpsfréttum og er ekkert of ánægður með það," sagði Stein- grímur Hermannsson, utanríkisráð- herra, er hann var spurður hvort samráð hefði verið haft í ríkisstjórn- inni um tilboð fjármálaráðherra. Hann sagðist alltaf hafa verið þeirr- ar skoðunar að það þyrfti samráð við verkalýðshreyfinguna og það ætti að taka upp á breiðum grund- velli. Söluskatturinn á matvæli væri viðkvæmt mál og hefði treglega verið samþykktur í Framsóknar- flokknum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að hann liti á frestun skattsins sem fyrsta skrefið í þá átt að hætt verði við hann. Það sé mikilvægt að ríkisstjórnin taki ákvörðun um frestun skattsins. „Við hljótum að bíða átekta. Það er alveg ljóst að fari þessi hækkun fram mun fólk við gerð kjarasamn- inga fyrir næsta ár gera mjög einarðar kröfur um að fá þessa skattlagningu bætta og viðræður tæpast snúast um annað en kaupið eitt. Þá er rétt að minna á að f áformum Efnahagsbandalagsland- anna um samræmingu á virðisauka- skattkerfiim er alls ekki gert ráð fyrir einni skattprósentu, heldur þvert á móti einni lágri fyrir nauð- synjavörur og annarri hærri fyrir aðrar vörur," sagði Ásmundur. Sjá viðtöl við forsætisráðherra og utanríkisráðherra á bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.