Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Neskaupstaður: Vinnueftirlitið inn- siglar lögreglustöðina Ekki sáttur við þessi vinnubrögð, segir skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytis VINNUEFTIRLIT ríkisins innsiglaði lögreglustöðina á Neskaupstað á föstudag. Að sögn Þorsteins Skúlasonar bæjarfógeta er ekki ljóst af athugasemdum vinnueftirlitsins hvaða úrbóta er þörf á lögreglustöð- inni til þess að hún teljist boðlegur vinnustaður. Lögregluþjónarnir hafa til bráðabirgða aðstöðu á skrifstofu fógeta. Engir fangaklefar eru fyrir hendi í bænum og þarf því að flytja meinta sakamenn á Eskifjörð. Dómsmálaráðuneytið auglýsir í dag eftir nýju húsnæði fyr- ir lögregluna. „Það vantar allar upplýsingar um hvað eigi að gera til þess að koma húsnæðinu I lag. Vinnueftirlitið vísar einfaldlega beint í reglugerð um að- búnað á vinnustöðum," sagði Þor- steinn. „Það má vera að einhver frestur fáist á þessari lokun, þannig að við fáum tóm til að bæta aðstöð- una.“ „Ég er ósáttur við þessi vinnubrögð Vinnueftirlitsins, þau eru ekki til fyr- irmyndar hjá ríkisstofnun," sagði Hjalti Zophaníasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu í gær. „Þrengslin á lögreglustöðinni hafa verið þau sömu í 20 ár. Þama er alla jafna einn maður að störfum. Það var gerð athugasemd við raka, en hann mun ekki vera á varðstof- unni heldur í fangaklefa og á baði.“ Stöðin er í gömlu húsi í eigu bæjar- ins. tengdu slökkvistöðinni. Bæjar- stjómin hefur sagt upp leigusamn- ingnum frá og með júní á næsta ári. Að sögn Hjalta hafði ríkið ekki í hyggju að kaupa húsið, þar sem fróð- ir menn töldu of dýrt að gera það upp. „Við höfum ákveðna forgangs- röð á verkefnum og það var ekki að því komið að reisa nýja lögreglustöð á Neskaupstað. Nú hefur verið tekið fram fyrir hendumar á okkur og við unum því illa,“ sagði hann. Ekki náðist í starfsmann Vinnueft- irlitsins á Egilsstöðum í gær. Morgunblaðið/Ágúst Dyrnar á lögreglustöðunni á Neskaupstað innsiglaðar. 4 Morgunblaðið/Júlfus Hluti af kókaininu og peningunum, sem lögreglan lagði hald á á laugardag. Stærsta kókaínmál hérlendis: Lögreglan lagði hald á kókaín fyrir 4 milljónir Brasilísk hjón fluttu efnið til landsins Alþingi: Bjórfrumvarp lagt fram í vikunni FRUMVARPI um heimild til inn- flutnings, framleiðslu og sölu áfengs öls verður dreift til þing- manna seinna í vikunni. Flutn- ingsmenn þess verða Jón Magnússon og Geir Haarde, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hyggjast fá meðflutnings- menn úr öðrum flokkum. Jón segir að margt bendi til þess að frumvarpið eigi stuðning meiri- hluta þingmanna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að haustið 1988 falli úr gildi reglur sem banna framleiðslu, innflutning og sölu áfengs öls. Eftir það gildi sömu reglur um bjór og annað áfengi. Einungis verði heimilað að selja áfengt öl í verslunum ÁTVR. »Ég á von á því að frumvarpið verði tekið til fyrstu umræðu strax eftir næstu helgi," sagði Jón sem situr á þingi fyrir 1. þingmann Reykvíkinga. „Þingmönnum veitir ekkert af því að fá einhver verkefni þessa dagana ef marka má lengd þingfunda undanfama daga. Bjór- frumvarpið er ágætt verkefni fram að jólaönnunum." Mál ÍSÍ gegn Jóni Páli: Hæstiréttur staðfesti keppnisbann GENGINN er dómur Hæstarétt- ar í máli íþróttasambands ís- lands og eftirlitsnefndar með notkun örvunarefna gegn Jóni Páli Sigmarssyni lyftingakappa. Hæstiréttur staðfesti keppnis- bannið, sem nefndin hafði dæmt Jón Pál í, fyrir það að mæta ekki i lyfjaprófun. Málavextir eru með þeim hætti, að eftirlitsnefndin boðaði Jón Pál Sigmarsson á sinn fund til lyflapróf- unar, en hann mætti ekki. Urskurð- aði nefndin hann þá í tveggja ára keppnisbann innan sérsambanda ÍSI frá og með 25. mars. Jón Páll undi ekki þessum úr- skurði; taldi hann nefndina ekki hafa lögsögu yfir sér. Hann hafí sagt sig úr lyftingadeild KR og gengið til liðs við Kraftlyftingasam- bandið, sem sjálft sæi um allar lyQaprófanir, meðan það væri utan ISI. Auk þess hafí úrskurðurinn verið ólögmætur efnislega. Borgardómur taldi Jón Pál vera bundinn af reglugerð ÍSÍ um eftir- lit með örvunarefnum en ógilti úrskurð eftirlitsnefndar á þeirri for- sendu að úrskurðurinn hafi ekki verið byggður á lögmætum grund- velli. Jóni Páli hafi ekki verið gefinn kostur á að skýra mál sitt fyrir nefndinni og að ekki hafi verið hlut- ast til um að ágreiningur um félagsaðild og félagsstofnun væri útkljáður af þar til bærum aðiium, áður en úrskurðarefni væri tekið fyrir í nefndinni. Hæstiréttur var sammála þeirri Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík handtók á laugar- dag brasilísk hjón og lagði hald á um 450 grömm af kókaíni og um 780 þúsund krónur í pening- um, sem fundust í hótelher- bergi þeirra hjóna í Hvera- gerði. Lögreglan hefur aldrei áður lagt hald á svo mikið magn af kókaíni. Hvert gramm af efninu kostar um 8-10 þúsund krónur hérlendis og er heildar- verðmæti þvi um 4 milljónir króna. Hjónin, 40 ára kona og 25 ára karlmaður með lögheimili í Rio de Janeiro, komu hingað til lands frá Lúxemborg þann 1. október. Þau dvöldu fyrstu dagana á höfuð- borgarsvæðinu, en þegar þau voru handtekin höfðu þau tekið herbergi á leigu í gistihúsi í Hveragerði. Kókaínið höfðu þau komið með hingað til lands, en ekki er vitað hvaðan peningamir komu. Rúmur niðurstöðu borgardóms um að Jón Páll væri bundinn af reglugerð ÍSÍ, enda væri ekki sýnt að hann hefði tekið endanlega ákvörðun um úr- sögn úr KR. í dómnum segir: „Samkvæmt 3. gr. þeirra reglna er íþróttamanni, sem valinn er til lyfja- eftirlits, skylt að láta skoða sig í samræmi við gildandi reglur. Neiti hann slíkri skoðun, er hann sam- kvæmt ákvæðum sömu greinar útilokaður frá þátttöku í íþrótta- mótum innan allra sérsambanda íþróttasambands Islands í minnst tvö ár. Af gögnum málsins er ljóst, að stefndi fékk boð um að koma til lyfjaprófs á ákveðnum tíma. Hefur stefndi ekki sýnt fram á, að þeirri boðun hafí verið svo áfátt, að hann hafi ekki verið af henni helmingur þeirra voru Bandaríkja- dalir, en afgangurinn íslenskar krónur. Hjónin hafa verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 1. desember næstkomandi. Efnið hefur verið sent til greiningar hjá rannsóknar- stofu í lyfjafræði, en frumrannsókn lögreglu bendir til að það sé sterkt. Ekki er enn ljóst hvort hjón þessi hafa áður komið við sögu fíkni- efnalögreglu í öðrum löndum. Enginn Islendingur hefur verið handtekinn vegna málsins, en nokkrir hafa verið yfirheyrðir. Lögregla hér á landi hefur aldr- ei áður lagt hald á svo mikið magn áf kókaíni áður í einu máli og þetta er meira magn af efninu en fuud- ist hefur samanlagt frá upphafi. Fyrst varð vart við kókaín hér upp úr 1980 og síðan hafa fundist um 15-25 grömm af efninu árlega. Fyrir tveimur árum lagði lögreglan hald á 20 grömm af kókaíni, sem brasilískt par hafði smyglað til bundinn. Fyrrgreind ákvæði 3. gr. reglna um eftirlit með notkun örv- unarefna geyma einföld og afdrátt- arlaus ákvæði um það, hvaða viðurlögum það valdi, ef íþrótta- maður sinnir ekki kvaðningu til lyfjaprófs. Ákvörðun um að beita stefndu nefndum viðurlögum var tekin af sérstakri nefnd, sem til þess var bær samkvæmt 8. gr. í síðastgreindri reglugerð. Hefur stefndi ekki bent á nein atriði, sem máli gátu skipt, að hann kæmi á framfæri við nefndina, áður en sá úrskurður gekk, sem krafist er ógildingar á í þessu máli. Verður ekki talið, að úrskurðinum hafi af þessum eða öðrum ástæðum verið svo áfátt, að hann verði dæmdur ógildur." iandsins. Að sögn lögreglu eru engin tengsl milli þess fólks og landa þeirra nú. Siglufjörður: Nýr bæjar- ritari KNÚTUR Jónsson fyrrverandi f ramkvæmdastjóri Húseininga h/f hefur verið ráðinn bæjarrit- ari á Siglufirði. Hann tekur við starfí Jóns Pálma Pálssonar sem ráðinn hefur verið bæjarritari á Akranesi. Gengið var frá ráðningu Knúts á bæjarstjómar- fundi síðastliðinn fimmtudag. Auk Knúts voru tveir umsækjendur um stöðuna, þeir Hannes Baldvinsson framkvæmdastjóri saumastofunnar Salínu og Baldur Fjölnisson fulltrúi skattstjóra í Norðurlandsumdæmi vestra. Stofnfundur samtaka krabbameins- sjúklinga í kvöld SAMTÖK krabbameinssjúkl- inga halda stofnfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 i kvöld og hefst hann kl. 20. Samtökin eru ætluð þeim sem hafa fengið krabbamein og vilja leita stuðnings þeirra sem reynt hafa hið sama. Er samtökunum einkum ætl- að að ná til þeirra sjúklinga sem ekki falla innan ramma eldri félaga krabbameinssjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.