Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 13 Angist Artúrs Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Elsa Morante: Arturos öy Útg. Norsk Gyldendal 1987 Norsk þýðing: Hans Braarvig Titill á itölsku: Lisola di Arturo Á ítalskri smáeyju Procida býr drengurinn Arthuro. Hann er sögu- maður bókarinnar og rekur í upphafi aðdraganda þess, að fjöl- skylda hans settist þar að. Þrátt fyrir auðlegð og þar af leiðandi nokkur áhrif á eynni hefur lánið ekki leikið við fjölskylduna. Móðir Arthuros dó, þegar drengurinn fæddist og hann elzt upp í umkomu- leysi og afskiptaleysi af hálfu föðurins, sem drengurinn bæði el- skar og óttast. Faðirinn er tilfínn- ingalega brenglaður hnútamaður og það lítur út fyrir að rekja megi það til óeðlilegra bemskuára. Hann er ekki fær um að veita drengnum ástúð, frekar en hann virðist geta látið í ljósi hlýjar tilfínningar til eins né neins. Faðirinn er eirðarlaus og unir ekki á eyjunni lengi í senn. Hann er einlægt að fara í burtu og skilur drenginn eftir í umsjá starfsliðsins og drengurinn býr sér til sinn eigin heim, þar sem alúðin ríkir og mynd hans af föðumum er eins og hann vildi að hún hefði verið. I hvert skipti sem faðirinn snýr heim, oft- ast illur viðskiptis og argur í meira lagi, leggur drengurinn sig í fram- króka við að geðjast honum og vinna hylli hans. Og þótt það takist ekki reynir hann á allan hátt að vera nálægt honum og missir aldrei alveg kjarkinn þrátt fyrir kuldalegt viðmót. Einn góðan veðurdag dregur til tíðinda, þegar faðirinn kemur með brúði sína Nunz til eyjarinnar. Nunz er aðeins lítið eitt eldri en Arthuro og það liggur ekki ljóst fyrir af hverju faðirinn ákvað að ganga að Lífsvon fagnar ályktun Kirlguþmgs FJÖLMENNUR félagsfundur samtakanna Lífsvonar sem hald- inn var í fundarsal Hallgrims- kirkju 15. október samþykkti svohljóðandi: „Fundurinn fagnar eftirfarandi þingsályktunartillögu Kirkjuþings varðandi lög um fóstureyðingar og almannatryggingar: Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það vemdi mannlegt líf og efli meðal almenn- ings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda iíf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristin- dómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viður- kennd. Félagið Lífsvon telur að hér sé stigið stórt skref til vemdunar lífsins hér á landi og marki tíma- mót í baráttunni gegn fóstureyðing- um á íslandi. Fundurinn hvetur því háttvirt Alþingi íslendinga til að setja hið fyrsta á lög um friðhelgi mannlegs lífs.“ eiga hana. Hann sýnir henni sama rustaskapinn og öðmm og drengur- inn vill umfram allt vera í náðinni hjá föður sfnum og telur sig gera það helzt með því að vera eins stirð- busalegur í umgengni við stúlkuna og honum er framast unnt. Þótt faðirinn hafí fest ráð sitt hvarflar ekki að honum að setjast um kyrrt með brúði sinni. Áfram er hann rekinn af ókyrmm og kyn- legum hvötum, fer og kemur þó alltaf aftur. En óhjákvæmilegt er að kynni takist með þeim Arthuro og Nunz. Hún er auðmjúk og bljúg, en hann sýnir henni kaldhæðni og illgimi. Þá sömu eiginleika tileinkar hann sér í framkomu við hana og honum hefur mest sámað í háttemi föðurins gagnvart sér. Sem sagt, sagan virðist endurtaka sig. Samt er föðumum ekki alls vam- að. Smátt og smátt fær maður tilfínningu fyrir þessum manni, sem er settur upp sem alvondur harð- stjóri í upphafí. Skynjar kreppuna sem hann er í og viðleitni hans til að komast út úr henni og sýna Nunz það viðmót, sem hann þráir* hjá henni. Nunz verður bamshaf- andi og nóttina sem hún fæðir er faðirinn í burtu og Arthuro verður að koma henni til hjálpar. Eftir þann dag hefur allt breyzt í huga hans og tekur nú ekki betra við, þar sem em margslungnar og heit- ar tilfínningar hans til Nunz, stjúpmóður sinnar. Þetta er myrk bók og öfgakennd, en hún vinnur á við kynni og þau grimmu sannindi, sem höfundur setur fram em um margt verð allr- ar athygli. VERÐLAUNA- SAMKEPPNI í tilefni 75 ára afmælis Læknablaðsins hafa læknafélögin ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni er fjalli um ( viðfangsefnið „MANNVIST í ÞÉTTBÝLI". Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og umhverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlífi og bættu andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóða. Eins og nafn keppninnar „mannvist í þéttbýli" ber með sér, er viðfangsefnið víðfeðmt og efnisval innan ramma þess nokkuð frjálst. Keppendum er frjálst að taka fyrir skipulagsmál, húsnæðismál, umhverfismál eða einhverja þætti þessara málaflokka, svo sem uppeldismál, skólamál, íþrótta- og útivistarmál, húsnæðismál og félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, tómstunda- og menningarmál svo fátt eitt sé nefnt. Frjálst er að taka á þessu viðfangsefni á fjölbreytilegan hátt og koma til greina ritgerðir, uppdrættir, myndbönd, myndir, ljóð og hvaðeina sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform. Þátttaka er öllum heimil. Verðlaunafé er samtals kr. 500.000. Skilafrestur er til 29. febrúar 1988. Samkeppnisskilmála er hægt að fá á skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík, sími 91-18331. Dómnefndin. I Vinningstölurnar 17. október 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.066.643,- 1. vinningur var kr. 2.542.189,- Aöeins einn þátttakandi var með 5 tölur réttar. 2. vinningur var kr. 757.704,- og skiptist hann á milli 262 vinningshafa, kr. 2.892,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.766.750,- og skiptist á milli 9.550,- vinn- ingshafa, sem fá 185 krónur hver. Mött áferð með Kópal Dýrotóni Kópal Dýrótón innimálningin hefur gljástig 4, sem gefur matta áferð. Þessi mjúka áferð heldur endurkasti í lágmarki og hentar því vel þar sem veggirnir eru baksvið í leik og starfi. Viljir þú meiri gljáa á veggi sem meira mæðir á skaltu velja Kópal innimálningu með hærra gljástigi, s.s. Kópal Glitru, Kópal Flos eða Kópal Geisla. málningh sópal DVROTON SiUfW IRf MAlWIOH WWmASmAlNING VAfNS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.