Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Hver er sjálfum sér næstur LeiklSst Hávar Sigurjónsson Þjóðleikhúsið — Litla sviðið Bílaverkstæði Badda Höfundur: Ólafur Haukur Simonarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikendur: Bessi Bjarnason, Jó- hann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Arnar Jónsson, Árni Tryggvason Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Þjóðleikhúsið frumsýndi á sunnudagskvöldið nýtt leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar á Litla svið- inu; Bílaverkstæði Badda. Leikur- inn gerist á bílaverkstæði í deyjandi byggðarlagi sem lent hefur utan þjóðbrautar. Þama býr Baddi ásamt bömum sínum tveimur upp- komnum, Haffa og Sissu, og flórði heimilismaðurinn er Raggi, ungur bifvélavirki sem haldist hefur um kyrrt vegna ástar á Sissu. Ólafur Haukur opnar hér lítinn og lokaðan heim og fer æfðum höndum um efnivið sinn. Hann spinnur saman spennu og dramatísk átök og gæð- ir þetta kaldranalegri gamansemi svo úr verður afskaplega fagmann- lega unnið verk. Misskilningur væri þó að leggja of þunga og djúp- stæða merkingu í þessa smáheims lýsingu Ólafs og leita að yfirfærðri túlkun á hinum stóra heimi. Verkið gefur ekki tilefni til þess og kannski var það aldrei tilgangurinn. Ólafur stillir í upphafi verks upp Qórum persónum, sem hver um sig er heil og trúverðug, og allar gegna þær hnitmiðuðu hlutverki í framvindu leiksins. Það er enginn vafí að einn af helstu kostum Ólafs sem leik- skálds er kunnátta hans við að skrifa raunsæisleg og eðlileg sam- töl. Þau eru fimagóð og skemmti- lega knöpp, þar sem hver setning er aukinheldur leiðarmerking fyrir leikarana að sjálfstæðri persónu- túlkun; raunsæisleg og eðlileg í þeim skilningi að samtölin eiga heima í þessu umhverfi og varpa jafnframt ljósi á persónumar. Gæti hljómað sjálfsagt en er það alls ekki. Með slíkan efnivið í höndunum fara góðir leikarar á kostum. Og það gera þau sem hér eiga í hlut. Bessi Bjamason er Baddi, hægur, rólegur, sáttasemjarinn, vill allt gera fyrir alla — halda friðinn. Hann er „fínn“ einsog Raggi segir. En ljúfmennskan á sér orsakir, með henni gerir Baddi yfirbót fyrir for- tíðina, reynir að öðlast fyrirgefn- ingu kannski, fyrirgefa sjálfum sér. Ljúfmennskan á sér þó aðra hlið, hún er aðferð Badda til að halda í horfínu, hún leyfir ekki frá- vik, upprifjanir eða breytingar. Dramatískur c útgangspunktur verksins liggur síðan í þeirri röskun sem verður á þessu falska logni sem Baddi hefur skapað sér. Falska logni, því strax í upphafi er ljóst að kraumar undir niðri. Slíkur skilningur á persónu lægi ekki fyr- ir ef leikarinn risi ekki undir hlutverki sínu. Bessi Bjamason nær fullri hæð í þessari sýningu. Jóhann Sigurðarson í hlutverki Haffa hefur unnið hlutverk sitt vel. Óánægja Haffa með hlutskipti sitt, viðkvæmni ásamt undirtón innbyrgðs ofbeldis skilar sér strax í upphafi, skapar rétta spennu í framvindunni og leiðir til þess að verknaður hans í lokin er vel undir- búinn og kemur ekki beinlínis á óvart. Sigurði Sigurjónssyni tekst blessunarlega að sneiða hjá fígúm- leik í hlutverki Ragga — sem er alls ekki sjálfsagður hlutur — því einfeldningurinn Raggi gæti svo auðveldlega gefíð tilefni til þess. Hann er engu að síður fyndinn og á köflum hlægilegur, en það á fuli- an rétt á sér þegar mannleg reisn persónunnar er ekki fyrir borð bor- in. Þeirri reisn nær Sigurður og um leið vekur hann samúð áhorf- enda í garð Ragga. Guðlaug María Bjamadóttir leik- ur Sissu, konuna I þessum karla- heimi, daufa, áhugalausa og vonlausa. Erfitt hlutverk og í fyrstu verður manni fyrir að líta á þessa kvenlýsingu sem klisjukennda, sér- staklega þegar gefið er sterklega í skyn að ófullnægð ástarþrá og kynhvöt séu helstu orsakirnar fyrir dauflegu ástandi stúlkunnar. Hald- betri sálfræðiiegar skýringar komu þó á daginn, atburðir í fortíðinni hafa sett mark sitt á hana og með þetta veganesti nær Guðlaug Maria tökum á hlutverki sínu. Amar Jónsson leikur Pétur, áhrifavaidinn í verkinu. Pétur hefur snúið til baka eftir langa fjarvist, hann tengist fortíðinni, vekur upp óþægilegar spumingar, raskar logninu hans Badda. Endurkoma Péturs leiðir til átaka og áhrifamik- ils uppgjörs. Þetta hlutverk persón- unnar Péturs er alveg ljóst, en persónan sjálf er öllu óljósari, hvað Pétri gengur til, hvers vegna hann snéri aftur og hvað hann ætlar sér. Ólafur Haukur ýtir enn frekar undir þetta með því að leggja Pétri í munn skáldlegar einræður — stuttar þó — sem brjóta bæði upp hraða verksins og stinga í stúf við það jarðbundna umhverfi sem áður er lýst. Táknrænt gildi sögunnar um riddarann og prinsessuna miss- ir t.d. þunga sinn þar sem áhorf- endur hafa á því stigi verksins ekki fengið nægilegar upplýsingar Hávar Sigurjónsson hefur tekið að sér að skrifa leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið, og birtist hér fyrsta umfjöll- un hans. Hávar lauk MA-prófi í leikhúsfræðum frá há- skólanum / Leeds árið 1983. Hann hefur starfað við leikstjórn og fjallað um leikhús á vegum Ríkisútvarpsins og DV á undanförnum árum auk annarra starfa. T Hávar Sigurjónsson Bretland og Taiwan fara í undanúrslit á HM1 brids Martial Nardeau. Martial Nardeau á fyrstu háskólatónleikunum _________Brids______________ GuðmundurSv. Hermannsson TAIWAN og Bretland urðu ( tveimur efstu sætum undanúr- slita heimsmeistaramótsins í brids, sem nú fer fram á Jam- aíka, en fyrir síðustu umferð áttu tvær aðrar þjóðir til við- bótar möguleika á undanúrslita- sætum. I kvennaflokki komust B-sveit Bandaríkjanna og ítalir auðveldlega áfram í undanúrslit- in sem hófust í gær. Taiwan spilaði undankeppnina af miklu öryggi, tók snemma for- ustuna og hélt henni til loka. Það kom nokkuð á óvart því þótt Taiw- anmenn væru liðtækir bridsspilarar fyrir tæpum tveimur áratugum þeg- ar Precisionkerfið var að koma til sögunnar, hafa þeir ekki gert mikl- ar rósir síðustu ár. Liðsskipan Taiwanliðsins hefur ekki borist hingað til lands enn. Bretar áttu mjög góðan enda- sprett og unnu meðal annars fímm síðustu ieiki sína f undankeppninni. Þessi árangur breska liðsins hlýtur að vera bridsáhugamönnum þar í landi mikill léttir eftir frekar slæ- lega frammistöðu breskra landsliða á undanfömum árum. Bretar kom- ust að vísu í heimsmeistarakeppn- ina árið 1981 og þá leiddi breska liðið eftir fyrri umferð undankeppn- innar en í seinni umferðinni stóð ekki steinn yfír steini og liðið end- aði í 5. sæti. Liðið nú er óbreytt frá Evrópuótinu í Brighton, skipað Flint, Sheehan, Armstrong, Kirby, Forrester og Brock. Pakistan og Kanada áttu mögu- leika á undanúrslitasætum fyrir síðustu umferðina en bæði liðin töp- uðu síðasta leiknum, Pakistan 13-17 fyrir Taiwan og Kanada með sama mun fyrir Venezuela en Bret- ar unnu Brasilíumenn 17-13. Lokaröðin í opna flokknum varð þessi: Taiwan 258, Bretland 249, Pakistan, 239, Kanada 230V2, Venezuela 225V2, Brasilfa 175, Nýja Sjáland 170V2, Jamaíka 104V2. I kvennaflokki varð loka- staðan þessi: Bandarikin B 285, Ítalía 271, Ástralía 239, Kína 212, Egyptaland 193, Argentína 174, Venezuela 163, Jamaika 113. Undanúrslitin byijuðu í gær en þar eru spilaður 128 spila útsláttar- leikir. í opna flokknum spila saman Bretar og Svíar annarsvegar og Bandaríkjamenn og Taiwanmenn hinsvegar. Evrópumeistarar Svía eru með óbreytt lið frá Brighton, Sundelin, Flodqvist, Gullbert, Göt- he, Lindqvist og Fallenius. Heims- meistarar Bandarikjanna eru með nær óbreytt lið frá heimsmeistara- mótinu 1985, Martel, Stansby, Hamman, Wolff og Ross. Peter Pender átti að vera í liðinu en vegna vanheilsu varð hann að halda sig heima og Mike Lawrence kom í staðinn. í kvennaflokki mætast lið Banda- ríkjanna í öðrum leiknum og Frakkar og ítalir í hinum. Mótið er spilað á flottasta hótel- inu í Ocho Rios á Jamaíka, Mallards Beach Hotel. Það dugði þó ekki öllum sem þar eru til að fylgjast með. Jamie Ortiz-Patio fyrrverandi forseti Alþjóðabridssambandsins, sem hefur grafið talsvert margar milljónir úr tinnámum Bólivíu, leigði til dæmis listisnekkju sem var áður í eigu Henry Ford II, þar býr hann og nokkrir útvaldir vinir hans, með- an á mótinu stendur. Háskólatónleikar hefjast að nýju miðvikudaginn 21. október nk. Þá leikur Martial Nardeau á þverflautu Sex fantasíur eftir Telemann. Háskólatónleikamir em haldnir vikulega og em fyrirhugaðir níu tónleikar á haustmisseri. Verkin sem verða flutt em frá ýmsum tímum og flytjendur bæði innlendir og erlendir. Fyrstu tónleikamir em í Nor- ræna húsinu og heíjast kl. 12.30. Þeir standa í u.þ.b. hálftíma og em öllum opnir. Tilvalið er að fá sér hádegissnarl í kaffistofu hússins í leiðinni, segir m.a. í frétt frá Tón- leikanefnd Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.