Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Félagi Ólafur Ragnar eftir Snorra S. Konráðsson Félagi Ólafur Ragnar. Þú ert sagður lærdómsmaður. Þú hefur mörg próf að baki. Og enginn frýr þér vits. En samt ertu að falla á inntökuprófí í félagsstarfi. Og þú hefur fengið alla mögulega stuðn- ingskennslu frá félögum þínum í Alþýðubandalaginu, frá fólkinu í verkalýðshreyfíngunni, frá þeim sem hafa trúað að hægt væri að koma þér til stjómmálamanns, gera þig að samnefnara fólksins sem trúir og treystir á mátt félags- skaparins. Nú tærist þessi von okkar innan frá. Stjórnmálin skipta ekkimáli Sjáum hvemig vopn tæringarinn- ar vinna á flokknum okkar. í Kópavogi er einn auðmjúkur þjónn látinn bera út nafnalista til útvaldra félagsmanna. Þjónninn auðmjúki var í uppstillingamefnd sem ágrein- ingslaust náði samstöðu um fulltrúa á landsfundinn. Á sama tíma og nefndin starfaði er unnið að listan- um. Nöfnin á honum vom „hinir hreinu," þeir sem koma til með að kjósa rétt á landsfundi flokksins. Stjómmálin, reynsla og farsælt starf skipta ekki máli. Tvo af reynd- ustu og farsælustu sveitarstjóma- mönnum Alþýðubandalagsins, Bjöm Ólafsson og Loga Kristjáns- son, mátti ekki kjósa til landsfund- arsetu. Eftir þetta verður minna að marka það sem Alþýðubandalagið lætur frá sér fara um sveitar- stjómamál. Verða ályktanir lands- fundarins ekki hjóm eitt þegar ráð okkar reyndari félaga liggja hjá borði vegna þess að þeir sitja heima? Er flokkurinn svo ríkur af ráðum að hann geti verið án þessara flokksfélaga? Hvenær verður mál- frelsið tekið af mönnum eftir að þeir hafa tapað kosningaréttinum í flokknum sínum? Auðmjúki þjónn þessi hlaut trún- að Alþýðubandalagsmanna í Kópavogi til setu í bæjarstjóm. Nú er sá trúnaður rofínn. Þjónn tæring- arinnar er búinn að flytja okkur skilaboð frá þér, Ólafur Ragnar. Þau vom: Þar sem ykkur er ekki treystandi til að kjósa mig sem formann, þá verðið þið ekki með. Þegar ÞÍJ býður þig fram Getur þú ætlast til þess, Ólafur Ragnar, að við getum unnið með þér síðar þegar þú ert búinn að lítilsvirða okkur á þennan hátt? Getum við unnið meira með bæjar- fulltrúa sem lítilsvirðir reynda félaga sína á þennan hátt? Nú dug- ir ekki fýrir Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúa að biðjast afsökunar á framferði sínu. Er verið að styrkja stöðu Al- þýðubandalagsins í bæjarmálum í Kópavogi með því að tæra, með því að sá tortryggni á þennan hátt meðal trúnaðarmanna flokksins „Það hriktir í flokks- félögum víða um land vegna þess að metnaður fyrir pólitískri baráttu er látinn víkja fyrir leiðtogadraumi eins manns. Það hriktir í Alþýðubandalaginu öllu af sömu ástæðum.“ þar? Er þetta leið þín, Ólafur Ragn- ar, að leiðtogastöðu flokksins, stöðu samnefnarans? Verður þú dreng- lyndari þar en þú ert núna þegar þú ert að velja þá „hreinu" úr. Verðum við áfram að hlusta á fag- urgala þinn um gildi samstöðunnar í flokknum með brennimark hins óhreina á enninu vegna þess að við erum talin líkleg til að kjósa annan en þig þegar þú býður þig fram? Kannt ekki undir- stöðuatriðin Ólafur Ragnar, þú fellur á inn- tökuprófínu í félagsstarfínu vegna þess að þú kannt ekki undirstöðuat- riðin í mannlegum samskiptum, hvað þá allt stafrófið. Áður hefur þú skilið stjómmálaflokk eftir í sár- um. Nú ert þú með fjöregg miklu mikilvægari flokks í höndunum. Flokksins sem félagar þínir innan verkalýðshreyfíngarinnar hafa talið sóknaraðilann fyrir tryggari lífskjörum á Alþingi. Snorri S. Konráðsson Nú ertu svo blindaður Nú ertu svo blindaður af eigin metnaði að þú lætur lítt þenkjandi þjóna þína stimpla hugsanlega and- stæðinga þína með merkinu „óhreinn". Ohreinir menn þekkja sinn vitjunartíma ekki síður en hreinu faríseamir. Óhreinir menn hafa aldrei í sögunni treyst á hina hreinu sem bjargvætti sína. Ólafur Ragnar, þú ert að segja okkur að við séum óæskilegir. Við getum heldur aldrei orðið traustir banda- menn þínir, liggjandi flatir eftir vinnubrögð þín. Við erum heldur ekki sú manngerð sem lætur vel að vera í hlutverki auðmjúkra þjóna. Þannig er það alltaf með þá sem hafa málstað. Þig vantar tilfinninguna Það hriktir í flokksfélögum víða um land vegna þess að metnaður fyrir pólitískri baráttu er látinn víkja fýrir leiðtogadraumi eins manns. Það hriktir í Alþýðubanda- laginu öllu af sömu ástæðum. Ólafur Ragnar, er það ekki morgun- ljóst að þú finnur það ekki þegar þú gengur of nærri félögum þínum? Og þegar þú þekkir ekki hvað þú mátt ganga langt gagnvart fólkinu, sem hefur unnið með þér í árarað- ir, er þá ekki hætta á því að þú farir að misbjóða landsmönnum yfirleitt? Getur þú nokkum tímann orðið sameiningartákn i stjóm- málum þegar þú ræður ekki við starf í einu flokksfélagi, í einum stjómmálaflokki? Manstu eftir gelt- inum Napoleon í sögunni eftir George Orwell? Hvað kostaði græðgi hans þá sem trúðu á jöfnuð- inn, þurftu lífsnauðsynlega á jöfnuði að halda? Sérðu ekki á þessu, Ólafur Ragnar, hvað þú átt eftir að læra mikið áður en þú reyn- ir á ný við inntökuprófíð í félags- starfí? Taktu þér tíma og lærðu stafrófíð betur. Höfundur er miðstfórimrmaður í Alþýðubandalaginu. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: IBM og „Róm- úlus mikli“ Þorsteinn Hauksson og Áskell Másson tilnefndir eftirÞóriKr. Þórðarson Þjóðleikhúsið hefur tölvuvæðst. Aðgöngumiðar með nákvæmum upplýsingum um verð, sæti, dag- setningu, nafn leikrits og höfundar eru „útprentaðir" í tölvu. IBM leik- ur aðalhlutverkið, skv. auglýsingu aftan á miðanum, en hvorki hefur tekist betur né verr en svo, að tölvu- væðingin hefur leitt til þess að Þjóðleikhúsið kann ekki lengur að skrifa nafn leikritshöfundar rétt. Hann heitir ekki Durrenmatt, eins og stendur á miðanum. Virðist of- viða að fá ffarn þýskt ii á vélina. Svona getur tæknin leikið menn grátt. Ekki bætir það skapið að verða fyrir slíku. En viti menn: Frábær- lega skemmtileg sýning þurrkaði út ergelsið, það hvarf eins og dögg fyrir sólu. Diirrenmatt sýnir fram á í leiknum að heimurinn er eitt hrika- legt ólán, og Brecht telur hann raunar slys, segir í ágætri leikskrá (kannski er hann hálfgert tölvu- slys). Þessi sýning er athyglisvert framlag í umræðu um viðburði samtímans. Diirrenmatt fer hér á kostum, dregur fram persónur úr sögu Rómaveldis og Germana, en fer auðvitað að vild sinni með svo- kallaðar staðreyndir sögunnar eins og skáldum er skylt. Óteljandi spurningar bijótast um í huga áhorfandans um merkingu leiksins, og getur hver og einn feng- ið það út úr leikritinu sem hann eða hún vill. En aðalatriðið er að njóta bráðfyndinnar og skoplegrar at- burðarásar, sem höfðar sterklega til nútímans, og frábærlega velleik- innar sýningar leikaranna, jafnt í grínagtugum tilþrifum sem háal- varlegum og harmrænum skírskot- unum. Leikur allra leikaranna er mjög góðúr, en þó afburðasnjall hjá sum- um, jafnvel svo að varpar skugga á leik dótturinnar ungu. Nefni ég nánast af handahófi leik Baldvins Halldórssonar og Árna Tryggva- sonar, herbergisþjónanna sem vart mæla orð af vörum, en leika svo undurfagran og bráðfyndinn lát- bragðsleik að minnilegt verður! En mestur er leikur Rúriks Haraldsson- ar í hlutverki síðasta Rómarkeisar- ans Rómúlúsar, og vinnur hann hér stóran leiksigur. Enginn ætti að láta þessa sýningu fram hjá sér fara, þótt verkið geri miklar kröfur til áhorfandans um skilning. Að- spurðir felldu neikvæðan dóm um leikinn í Mbl. 15. okt. sl. og er ég mörgum þeirra sem þar tala al- gerlega ósammála. Hér var hvergi ofleikið, fannst mér. Rangt fínnst mér að gera lítið úr leik annarra en Rúriks, leikur Amar Jónssonar, svo ég nefni aðeins eitt dæmi, var með ágætum, og ekki spillir Flosi! Það em blindir áhorfendur sem hlær ekki hugur við að sjá fárán- leikann blandast alvömnni í samspili stórpólitískra augnablika og eggjaframleiðslu. Hitt er svo erfíara hlutverk sem áhorfandanum er fengið að ráða í merkingu hinna einstöku þátta leik- ritsins. Þar getur hver túlkað að vild sinni, og eiginlega er hver áhorfandi gerður þátttakandi leiks- ins. Samspil valds og mennsku er kannski einn fmmþátturinn. Hvemig völdin spilla þeim sem þau hljóta er þeir íyllast hroka, dulbúnum sem föðurlandsást. Margar spumingar vakna um merkingu leiksins, sem skemmtilegt er að glíma við. Er Rómúlus á köfl- um eins konar býsönsk kristsmynd, Pantokrator, heimsdrottnarinn, sem nauðugur viljugur verður að ríkja í vondri veröld og verður því eins konar trúður sannleikans? Glettni höfundar kemur f veg fyrir allar einfaldanir, en margt skýtur upp kollinum. Þegar hinn klassíski heimur mætir hinum villtu, blóð- þyrstu Germönum býst hver áhorf- Dr. Þórir Kr. Þórðarson „En aðalatriðið er að njóta bráðfyndinnar og skoplegrar atburðarás- ar, sem höfðar sterk- lega til nútímans, og frábærlega velleikinn- ar sýningar leikaranna, jafnt í grínagtugum til- þrifum sem háalvarleg- um og harmrænum skírskotunum.“ andi við hinu versta (eins og Rómúlus gerði sjálfur og fólk hans), en atvikin verða allt önnur en búist var við, og er því mikil spenna í leiknum frá upphafi til enda, og leikslokin koma á óvart. í lokasam- tölum koma fyrir hrikalegar setn- ingar sem benda kynnu til þess sem síðar varð í þýskri sögu, en allt slíkt er bundið mati hvers og eins. Þessi sýning er með hinu merkasta sem ég hefi séð (og minnist ég „ Eðlisfræðinganna" hér um árið). Þótt það hafí hent Þjóð- leikhúsið að fara rangt með nafn höfundarins ættu menn ekki að svíkja sjálfa sig um afburða sýningu sem er næg hugarfæða fýrir langar samræður um það, hvert heimurinn stefnir. En skemmtunin er hér í sterkri blöndu við alvöruna. — Með þakklæti til leikaranna fyrir ógleymanlegt kvöld. Höfundur erprófessor t guðfræði við H&skóla fslands. Á 36. ÞINGI Norðurlandaráðs i Osló þann 8. mars nk. verða tónlistarverðlaun Norðurland- aráðs veitt, en þau eru veitt annað hvert ár. Verðlaunaaf- hendingin fer fram í konsert- húsinu í Osló. Verðlaunin voru 75.000 dan- skar krónur árið 1986, en verða væntanlega hækkuð í 125.000 danskar krónur 1988. Árið 1986 fékk Hafliði Hallgrímsson verð- launin. Tónverk eftir þessi tónskáld hafa verið tilnefnd til tónlistar- verðlaunanna 1988: Þorsteinn Þorsteinn Hauksson TAKTUR H.F., hljómdeild Fálkans, hefur gefið út 4 geisla- diska með íslenskri tónlist, en þeir voru framleiddir hjá ICM í Sviss. Einn geisladiskanna heitir Magnús Eiríksson - 20 bestu lögin og inniheldur 20 af þekktustu lög- um Magnúsar frá árunum 1975-86. Annar diskur nefnist Reykjavíkurflugur og er úrval laga Hauksson og Áskell Másson frá Islandi, Gunnar Berg og Ib Nör- holm frá Danmörku, Magnús Lindberg og Einojuhani Rautava- ara frá Finnlandi, Alfred Jansson og Rolf Wallin frá Noregi, Anders Eliasson og Miklos Maros frá Svíþjóð. Dómnefndin um tónlistarverð- launin ákveður á fundi sínum 15. janúar nk. hver muni hljóta verð- launin. í dómnefndinni sitja fyrir hönd íslands Ragnar Bjömsson organ- leikari og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Áskell Másson af tveimur hljómplötum sem komu út árið 1986 í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Þriðji diskurinn heitir Borgarbragur Gunnars Þórðarsonar plús 3 lög af Himni og jörð. Fjórði diskurinn nefnist íslensk alþýðulög og á honum eru lög eins og Á Sprengis- andi, Sofðu unga ástin mín, Hótel Jörð, Suðumesjamenn, Vöggu- kvæði úr Silfurtunglinu og íslenski þjóðsöngurinn. Fjórir geisla- diskar gefnir út 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.