Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 A Suður-Afríka: Aðskilnaðarstefnan var grein af meiði sósíalismans eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson Allir upplýstir menn hljóta að vera sammála um, að aðskilnaðar- stefna hinna hvítu valdhafa í Suður-Afríku hafi í senn verið heimskuleg og ranglát. Fólki af ólíkum hörundslit var til skamms tíma meinað að eigast, svartir menn máttu ekki reisa sér varanlega bú- staði annars staðar en í afgirtum „heimalöndum", hvítir menn sátu einir að góðum" störfum, og svo framvegis. En nú, þegar stjórnar- herrarnir eru sem óðast að hverfa frá hugmyndinni um algeran að- skilnað kynþátta (þótt mörgum finnist of hægt miða), kann að vera kominn tími til að reyna að greina eðli aðskilnaðarstefnunnar, upphaf hennar og afleiðingar. Eftir fróð- lega ferð um Suður-Afríku þvera og endilanga, óteljandi viðtöl við menn af ólíkum kynþáttum og nokkra tilraun til þess að kanna tiltæk gögn hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að aðskilnaðarstefnan hafi verið grein af meiði sósíal- ismans — enn eitt dæmið um oftrúna á að breyta mætti heimin- um með valdboði. Hér ætla ég að færa nokkur rök fyrir þessari niður- stöðu. M arkmið og leiðir Það fer auðvitað eftir því, hvern- ig við skilgreinum sósíalisma, hvort aðskilnaðarstefnan telst til hans. Eflaust bregðast ráðamenn í Suð- ur-Afríku ókvæða við slíkri kenn- ingu, enda hreykja þeir sér af að vera hörðustu and-kommúnistar í heimi. Og sósíalistar á Vesturlönd- um verða áreiðanlega ekki síður reiðir, því að þeir telja sig keppa að mannúð og jöfnuði. En ég held, að lítið sem ekkert sé unnið við að skilgreina stjórnmálastefnur eftir þeim fögru hugsjónum eða mark- miðum, sem fylgismenn þeirrá hafa á vörunum. Sannleikurinn er sá, að hverfandi ágreiningur er um slík markmið, þótt einstakir menn leggi ef til vill misjafnar áherslur á mál. Sósíalistar og frjálshyggjumenn eru til dæmis allir af vilja gerðir að bæta kjör fátæks fólks, og enginn maður viðurkennir heldur, að hann stefni beinlínis að því að gera öðrum mein. Ágreiningurinn er miklu frekar um leiðir en markmið, og þess vegna er skynsamlegast að skil- greina stjórnmálastefnur eftir þeim leiðum, sem fylgismenn þeirra hyggjast fara að tiltölulega óum- deildum markmiðum. Þótt sósíalist- ar og frjálshyggjumenn vilji allir bæta kjör fátæks fólks er munurinn sá, að sósfalistar krefjast beinna afskipta ríkisins af tekjuskipting- unni, millifærslna frá ríkum til fátækra, en frjálshyggjumenn telja eðlilegast að opna öllum mönnum tækifæri til að bæta kjör sín af eig- in rammleik. Það, sem almennt skilur sósíalista og frjálshyggju- menn samkvæmt þcssu, er að sósíalistar telja ríkisafskipti oftast vænleg til árangurs, en frjáls- hyggjumenn eru hlynntari frjálsum markaðsviðskiptum til lausnar mál- um. Ef sósialismi er best skilinn sem ríkisafskiptastefna, þá leikur eng- inn vafi á því, að aðskilnaðarstefnan er grein á meiði sósfalismans. Til- gangur hennar var tvímælalaust sá að vernda hinn hvíta minnihluta gegn samskiptum við aðra hópa í landinu: svarta menn, sem eru nú rúmlega tuttugu milljónir talsins og skiptast í nokkra óíka ætt- flokka, „litaða" menn eða kynblend- inga, sem eru nú samtals líklega um þrjár milljónir, og að lokum Indverja, sem eru tæp ein milljón. Hvers vegna þurfti að vernda hinn „Aðskilnaðarstefnan var með öðrum orðum tilraun til að hindra frjálsa þróun hins fjöl- breytilega mannlíf s í Suður-Afríku." hvíta minnihluta með lagaboði? Vegna þess að ella hefði hvítt fólk, svart, litað og indverskt vitanlega búið hvert innan um annað, hugsan- lega blandast frekar og áreiðanlega verslað hvert við annað, því að hinn frjálsi markaður er litblindur, eins og ég kem betur að í næstu grein minni frá Suður-Afríku. Aðskilnað- arstefhan var með öðrum orðum tilraun til að hindra frjálsa þróun hins fjölbreytilega mannlífs í Suð- ur-Afríku. Hún miðaði af því að hefta nauðungarlaus samskipti og viðskipti einstaklinga og beina þeim í þær áttir, sem valdhöfunum voru þóknanlegar — eins og allar aðrar greinar sósíalismans. Þótt aðskiln- aðarsinnar hefðu önnur markmið en flestir aðrir sósíalistar vildu þeir fara sömu leiðir. Upphaf aðskilnaðar- stefnunnar Til þess að skilja aðskilnaðar- stefnuna betur skulum við snöggv- ast renna augum yfir sögu Suður-Afríku. Þegar hvítir menn settust fyrst að í Höfðakaupstað árið 1652 voru þar fyrir hottintott- ar, dreifðir um nágrennið. Vald- hafar reyndu árangurslaust að koma í veg fyrir, að hottintottar blönduðust hvítum mönnum, en úr blöndun þessara tveggja kynþátta og malaja, sem síðar bar að garði, urðu „litaðir" menn til. Næstu tvö hundruð árin mynduðu hvítir menn hins vegar smám saman sjálfstæða þjóð, Afrikaners, með eigin tungu, Afrikaans, sem er í meginatriðum einfölduð útgáfa af hollensku. Þar sem þeir lögðu áherslu á að vera óháðir öðrum lentu þeir í útistöðum við Bretastjórn, sem var þá óðum að færa út veldi sitt í Afríku. Þeir unnu það jafnvel til að flytja sig norðar og innar í landið, þar sem þeir stofnuðu tvö lýðveldi, Transva- al og Oranje, eftir blóðuga bardaga við svarta ættbálka, sem voru á sama tíma að fikra sig suður á bóginn. En friðurinn var úti, eftir að gull fannst f Transvaal, og lögðu Bretar lýðveldin tvö undir sig í Búastríðinu, sem lauk árið 1902. Eftir rúmlega tveggja alda lát- lausa baráttu fyrir tilveru sinni höfðu Afrikaners öðlast ákaflega ríka þjóðarvitund. Þeir lögðu því kapp á það, eftir að þeir höfðu nauðugir gerst breskir þegnar, að gæta tungu sinnar og menningar gegn Bretum, og með þeim reis öflug þjóðernishreyfing. En þeim stóð líka stuggur af þeirri iðnþróun, sem átti sér stað í Suður-Afríku, þegar farið var að nýta þar dem- anta, gull og aðra málma. Indverjar og malajar komu úr Austurálfu og svartir menn úr héruðum sínum, allir í leit að tækifærum til að bæta kjör sín. Þessir hópar gátu boðið upp á ódýrara vinnuafl í námum og á plantekrum Suður-Afrfku en hvítir menn, og spratt því upp hreyfing hvítra verkamanna, sem reyndi að sporna við samkeppni frá mönnum með annan hörundslit. Ýmis lög voru sett til þess að tryggja hag hvftra verkamanna á kostnað þeldökkra á þriðja áratug tuttugustu aldar. Einkum munaði þar þó um samstjórn Verkamanna- flokksins og Þjóðernisflokks Suður-Afríku á árunum 1924—1933. Þá var meðal annars mörkuð sú stefha, að einungis skyldu ráðnir „siðaðir" menn í góð störf, en með því átti auðvitað að l.grein tryggja þau hvítum mönnum. Jafn- , framt unnu þjóðernissinnar í hópi Afrikaners að því með margvíslegri lagasetningu að vernda tungu sína og menningu gegn „óæskilegum" áhrifum. En það var ekki fyrr en eftir mikinn kosningasigur og valdatöku Þjóðernisflokksins árið 1948, að aðskilnaðarstefnan varð markviss tilraun til að fella mannlíf- ið í Suður-Afríku f hugmyndafræði- legar skorður. Eftir það var hvítu fólki og þeldökku bannað að eig- ast, ólíkum kynþáttum voru skömmtuð ólík hverfi, kosningarétt- ur var tekinn af kynblendingum og svo framvegis. Aðskilnaðarstefnan hvfldi þannig á ótta við frjálsa samkeppni — ann- ars vegar ótta þjóðernissinnaðra Afrikaners við það, að þeir týndu sjálfum sér í mannhafinu umhverfis þá, hins vegar ótta hvítra launþega við það, að þeldökkir menn tækju frá þeim störf. Aðskilnaðarsinnar skildu það ekki frekar en aðrir sósí- alistar, hvílíkur sköpunarmáttur er fólginn í frjálsu mannlífi. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir, að sú menning er ein lífvænleg, sem ekki þarf að halda uppi með valdi. Þeir áttuðu sig ekki heldur á, að affarasælla er að stefna að fjölgun atvinnutæki- færa en úthlutun þeirra, sem fyrir eru, og að allir græða að lokum á óheftum viðskiptum. Af leiðingar að skilnaðarstefnunnar Svo sem nærri má geta hefur aðskilnaðarstefnan ekki náð til- gangi sfnum. Hinir mörgu ólíku kynþættir Suður-Afríku lifa hver innan um annan. Enginn múr er svo hár, að asni klyfjaður gulli kom- ist ekki yfir hann, sagði Filippus Makedóníukonungur forðum. Þeir hagsmunir, sem sameina Suður- Afríkubúa þrátt fyrir alla kynþátta- fordóma, hafa reynst miklu sterkari en nokkur lagabókstafur. En að- skilnaðarstefnan hefur einnig haft ýmsar slæmar afleiðingar. Eg tel einkum vær alvarlegastar. í fyrsta lagi hafa hvítir menn hrakið frá sér litaða menn og ind- verska, sem standa miklu nær þeim menningarlega heldur en blökku- mönnum. Það getur tekið langan tíma að græða þau sár, sem aðskiln- Gildi góðrar sjómennsku fyrir öryggi skips og áhafnar eftir Benedikt Alfonsson Þegar slys eiga sér stað á sjó, skip farast, sökkva eða stranda, er gjarnan talað um skort á sjó- mennsku eða slæma sjómennsku. Hvað er sjómennska, og hvað er góð sjómennska? „Að kunna að stýra, stýra skipi, stýra því þannig að í stormi og miklum stórsjó komi ólögin þar á skipið sem það þolir best að mæta þeim og brotsjóirnir gera minnstan skaða. Þetta tel ég ásamt mörgu öðru góða sjómennsku," segir Jón Eiríksson, skipstjóri, í bók sinni Rabbað við Lagga. Um Þorstein Þorvaldsson á Há- mundarstöðum er sagt: Sjómaður þótti Þorsteinn ágætur og fórst honum skipstjórn ðll vel úr hendi. Reyndust leiðarreikningar hans og staðarákvarðanir mjög nákvæmar, enda varð hann aldrei fyrir hrakn- ingum á skipstjórnarárum sfnum, þótt úti væri í mannskaðaveðri. Ég held að sjómennska eða góð sjómennska sé auk þess að verja skip áföllum illviðra fólgin í því að verja skipið gegn annarri hættu svo sem yfirísingu. Það er ekki góð sjó- mennska að láta skip yfirísa án þess að reyna að koma í veg fyrir það. Það er heldur ekki góð sjó- mennska að ganga svo illa frá farmi að hann geti kastast til, ef skipið hallast skyndilega, t.d. af völdum sjógangs. Það er heldur ekki goð sjómennska að rýra stöðugleika skips svo í veiðiferð, með afla eða veiðarfærum, að skipinu stafi hætta af. Talið er að rekja megi 90% allra sjóslysa til mannlegra gerða, en þótt viðbrögð á hættustund hafi verið rétt, var i sumum tilvikum útilokað að afstýra slysinu vegna þess sem áður hefur gerst af mannavöldum. Þar gat verið um að ræða smíðagalla, vanrækslu, hirðuleysi, lélegt eftirlit með lestun og fleira. Til að skipstjóri geti sýnt góða sjómennsku þarf hann m.a. að þekkja skip sitt vel. Þá þekkingu fær hann annarsvegar af þeim skjölum sem fylgja skipinu frá skipasmfðastöðinni, svo sem stöð- ugleikalínurit, stærðarhlutföll, skrokkalag o.fl., en hins vegar af því að kynnast skipinu við mismun- andi aðstæður. Skip hegða sér nefnilega misjafnlega eftir því hvort þau eru fullhlaðin, að nokkru hlað- in, eða tóm og hvernig farminum er fyrirkomið, þ.e.a.s. hvar þyngd- arpunktur hans er. Þá hefur hrað- inn ekki lítil áhríf á hegðun og sjóhæfni skipsins og hvernig vindur og sjór stendur á það. Sum skip þola dável siglingu sem önnur þola ekki eða mjög illa. Til að~ góð sjómennska tryggi öryggi skips og áhafnar verður undirbúningur ferðar að vera í góðu lagi, þar má ekki vanrækja neitt er varðar öryggi, til að mynda þuria björgunar- og neyðartæki að vera í fullkomnu lagi og tryggt að áhöfn- in kunni að nota þau. Stöðugleiki skipsins verður að vera jákvæður og nægilega mikill til að mæta ill- viðrum og öðru því sem gæti minnkað hann, svo sem yfirísingu. Ennfremur verður frágangur farms að vera forsvaranlegur svo að hann raskist ekki í ferðinni þótt skipið láti illa í sjó. Öll siglingatæki verða að vera í fullkomnu lagi svo að stað- arákvarðanir verði nákvæmar og skipið Iendi ekki í hrakningum af þeim sökum. Allar nftustu upplýs- ingar um hafsvæðið sem siglt er yfir þurfa að liggja fyrir, t.d. um strauma, illviðri, svo sem fellibylji, og siglingahættu sem gæti til að mynda stafað af ís. Skipstjóra ber ávallt að viðhafa góða sjómennsku, misbrestur á því getur haft alvarlegar afleiðingar. Hann verður að vera fær um að meta allar aðstæður rétt til að geta tekið réttar ákvarðanir. í sama til- gangi verður hann að geta notað öll þau hjálpartæki sem hann hefur og þekkja kosti þeirra og galla. Til að skipstjórinn sé fær um þetta starf þarf hann að hafa mikla þekk- ingu sem byggist á menntun og reynslu. Gildi góðrar sjómennsku er ótví- ræð fyrir öryggi skips og áhafnar. Breytingar á flutningatækni og breyttar veiðiaðferðir og veiðarfæri á síðari árum hafa í för með sér að þekking byggð á reynslu minnk- ar, en þekking byggð á menntun vex að sama skapi, eða öllu heldur að þórf fyrir þekkingu byggðri á góðri menntun hlýtur að vaxa að sama skapi. Því er ekki forsvaranlegt að slaka í neinu á kröfum um menntun skip- • ¦ ¦ ¦ ¦ Benedikt Alf onsson „Talið er að rekja megi 90% allra sjóslysa til mannlegra gerða, en þótt viðbrögð á hættu- stund hafi verið rétt var í sumum tilvikum útilokað að afstýra slys- inu vegna þess sem áður hefur gerst af mannavöldum." stjórnarmanna, allar slfkar tilslak- anir rýra öryggi skips og áhafhar. Hðfundur er kennari rið Stýri- mnnniitikólaiin í Itrykjnvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.