Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 29 Svisslendingar kæra sig ekki um breytt ástand Zttrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Kjósendur í Sviss ganga að kjörborðinu. Ungabörnum er reyndar ekki leyft að kjósa i Sviss, en telpan á myndinni fékk þó að fylgj- ast með þegar móðir hennar greiddi atkvæði. BORGARALEGU flokkamir í Sviss héldu sínum hlut i þing- kosningum á sunnudag þrátt fyrir kosningasigur umhverfis- sinna. Græningjar hlutu 7 sæti i kosningunum á kostnað sósial- demókrata, en þeir hafa ekki Stokkhólml, Reuter. SÆNSKI dómsmálaráðherrann, Sten Wickbom, sagði af sér í gær í kjölfar flótta Stig Bergling fyr- ir tveim vikum. Anna-Greta Leijon jafnréttisráðherra mun taka við embætti hans. Dómsmálaráðherrann hefur verið mikið gagnrýndur, bæði vegna flótta Berglings og vegna rann- sóknarinnar á morði Olofs Palme. Wickbom sagði á blaðamanna- fundi þar sem hann tilkynnti afsögn sína, að hann teldi sig bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem urðu er njósnarinn Stig Bergling hvarf, er hann fékk að fara í gæslulaust hlotið eins lítið fylgi í þingkosn- ingum síðan 1919. Þjóðarflokk- urinn (SVP), sem er minnsti stjórnarflokkurinn, bætti við sig fylgi og Bílaflokkurinn, sem vill aukið frelsi, lægri skatta og er á móti bættu járnbrautakerfi, helgarleyfi. 12 klukkustundir liðu frá því Bergling var saknað þar til landamæravörðum var gert viðvart. Bergling var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir njósnir 1979 eftir að hann viðurkenndi að hafa selt Sov- étmönnum hemaðarleyndarmál. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra hefur samþykkt afsögn Wickboms. Hann sagði á blaða- mannafundinum að hann gæti ekki annað en dáðst að hugrekki Wick- boms. Jafnréttisráðherrann Anna- Greta Leijon mun taka við embætti dómsmálaráðherra en Ingela Thal- en mun taka við embætti hennar. fékk tvo menn kjörna í fyrsta sinn. Rúmlega 45% þjóðarinnar tóku þátt í kosningunum. Sigur Græningja var ekki eins mikill og spáð hafði verið. Um- hverfísmál voru helsta baráttumál kosninganna og allir flokkar nema Bílaflokkurinn lögðu sig fram um að boða umhverfísvemd. Græn- ingjaflokkurinn (GPS), sem er íhaldssamur í samanburði við flokk vestur-þýskra græningja, hlaut megnið af atkvæðum eldheitra umhverfíssinna en græningjar sem buðu fram í nokkmm kantónum í bandalagi við Poch, vinstri sinnað- asta þingflokkinn í Sviss, bætti einu sæti við þingsætafjölda flokksins. Fjórir stærstu þingflokkamir, fíjálslyndir (FDP), kristilegir demó- kratar. (CVP), sósíaldemókratar (SPS) og Þjóðarflokkurinn (SVP) hafa setið í ríkisstjóm síðan 1959. Þeir hlutu samtals 160 sæti af 200 í kosningunum á sunnudag. Ráð- herra SVP tilkynnti fyrir kosning- amar að hann ætlar ekki að gefa kost á sér í ríkisstjómina þegar sameinað þing kýs hana í desem- ber. Það og spár um kosningasigur græningja urðu til þess að umræða um hugsanlega breytingu á „töfra- formúlunni", sem ríkisstjómin er mynduð eftir, hófst. Það var bent á að smærri flokkamir í þinginu ættu rétt á fulltrúa í ríkisstjóminni ef þeir ynnu á en SVP tapaði. Þessi umræða er talin hafa hjálpað SVP í kosningunum. Svisslendingar kæra sig ekki um breytt ástand. Þeir hafa það ágætt undir núver- andi stjóm. Svíþjóð: Ráðherra segir af sér vegna flótta njósnara Evrópubandalagið: Austurríkismenn vilja þátttöku án inngöngu Amsterdam, AP. ALOIS MOCK, utanríkisráð- herra Austurríkis, sagði á miðvikudag að Austurríkismenn vildu þátttöku í fríverslunar- markaði Evrópubandalagsins án þess að ganga formlega i banda- lagið. Mock, sem staddur var í Hol- landi, vísaði til hlutleysis Austurrík- is og sagði að ekki gæti orðið af því að ríkið gengi i Evrópubanda- lagið. Austurríkismenn óttast aftur á móti aukin viðskiptahöft þegar ríki Evrópubandalagsins fella niður alla tolla í viðskiptum innan þess, sem áætlað er að gerist í síðasta lagi árið 1992. Stjómarskrá Aust- urríkis frá 1956 kveður á um að landið gerist ekki aðili að pólitísku bandalági. Mock ræddi við Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, og Hans van den Broek, utanríkisráðherra, á meðan á tveggja daga heimsókn hans stóð. Sagði Mock að stjóm hans hefði hafíð þríþættar aðgerðir til þess að efla tengslin við Evrópu- bandalagið. Ætlunin væri að auka samstarf við Evrópubandalagið og Fríverslunarsamtök Evrópu. Einnig ætluðu Austurríkismenn að taka upp þær reglur Evrópubandalags- ins, sem máli skiptu, til þess að greiða götu fyrir þátttöku í við- skiptakerfí bandalagsins og hefja samningaviðræður við hvert aðild- arríki til að bæta viðskiptin. Noregur: Mörg hundruð millj- óna króna tjón af völdum óveðursins Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓVEÐRIÐ, sem gekk yfir Nor- eg aðfararnótt laugardags, olli mörg hundruð milljóna króna tjóni. Mest tjón varð af völdum hvassviðris og vatnsveðurs í austurhluta landsins. Gífurlegt hvassviðri með hörð- um vindstrengjum gerði, þegar óveðrið gekk norður yfír suður- hluta landsins, m. a. yfír Ósló. Heilu vegimir hurfu í vatnselg og hundrað bíla urðu óökufærir á bíla- stæðum eða á vegum úti. Mörg hundrað báta skemmdust við vesturströndina og mörgum skolaði á land. Rafmagnslaust var klukkustundum saman í mörgum héraðum. Slökkviliðið í Ósló út- býtti ókeypis þurrís, svo að matvörar í frystikistum og kæli- skápum eyðilegðust ekki. Fólk í austurhluta landsins var víða algerlega einangrað frá um- heiminum langt fram á laugardag. Sums staðar varð herinn að bjarga fólki úr húsum, sem flætti hafði í kringum. í gærmorgun var enn ekki vit- að, hversu mikið tjónið varð, en tryggingafélög búast við að þurfa að greiða hundrað milljóna króna í skaðabætur. Á fjallvegi í Lom-sveit fauk malbik af á næstum 100 metra kafja. Á sunnudagskvöld var aðeins vitað um eitt dauðsfall í Noregi af völdum óveðursins. NYJflR V0RUR - FRABÆR FATNADUR M€m 'Vdtiar ni&fjcvi & vdKcOtceÁaéií’iH Laugavegi 45 - Sími 11388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.