Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÖKTÓBER 1987 Afsögn belgísku stjórnarinnar tekin til greina Reuter Hermenn og björgunarmenn draga fómarlömb lestarslyssins í Indónesíu út úr stórskemmdum lestar- vögnum. Talið er að eitt hundrað manns hafi farist þegar tvær farþegalestir skullu saman í gær. Indónesía: Hundrað manns létu lífið í jámbrautarslysi Brussel, Reuter. BAUDOUIN konungur Belgíu tók í gær til greina afsagnar- beiðni Wilfrieds Martens forsætisráðherra. Baudouin kvaddi Martens á sinn fund I konungshöllina í Brussel og bað um að reyna að mynda bráða- birgðastjóm þar til gengið verður til kosninga, að því er belgíska fréttastofan Belga hafði eftir talsmanni konungs. Sagði talsmaðurinn að Martens, sem lagði fram afsagnarbeiðni fyrir hönd stjómar sinnar vegna tungumáladeilna, hefði samþykkt að reyna myndun bráðabirgða- stjómar. Að hans sögn mun hin nýja stjóm hafa takmarkað vald til þess að gera breytingar á stjómarskrá og sinna mikilvæg- ustu málum ríkisins. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær gengið verður til kosn- inga, en talsmaðurinn sagði að þær yrðu haldnar innan fárra mánaða. „Það er á valdi nýju stjómarinnar. Þegar hún hefur leyst þau verkefni, sem bíða úr- lausnar, verður gengið að kjör- borðinu," sagði talsmaðurinn. Upphaflega áttu kosningar að verða síðla árs 1989. Hermt var að Martens, sem er kristilegur demókrati frá Flandri, mundi ráða því hvemig nýja stjómin yrði mynduð. En líklegt er talið að hún verði að mestu skipuð sömu mönnum og fráfar- andi stjóm kristilegra demókrata og frjálslyndra. Tungumáladeilan snýst um bæj- arstjóramn Jose Happart í fylkinu Flandri. Þar sem Happart er bæj- arstjóri tala flestir hollensku. En Happart talar frönsku og hefur neitað að gangast undir próf í hollensku og hefur það vakið mikla reiði í kjördæminu. Stjómarflokk- amir gátu ekki komið sér saman um málamiðlunarlausn á málinu og þar með var stjómin fallin. Ráðherrar stjómarinnar, sem mynduð var í október árið 1985, sátu á fundi fram á mánudags- morgun, en allt kom fyrir ekki. Jafnvægi hefur ríkt í stjóm- málum í Belgíu undanfarin sex ár, en margir hafa áhyggjur af því að allt hverfi aftur í sama far og áður var. 31 ríkisstjóm hefur setið við völd í Belgíu frá því landið var frelsað úr klóm nasista árið 1944. Martens, sem er einn vinsælasti stjómmálamaður Belgíu, hafði foiystu fyrir fjórum ríkisstjómum á ámnum 1979 til 1981. En mál Happarts hefur verið dragbítur á sjöttu stjóm Martens og höfðu stjómmálaskýrendur varað við því að hún myndi riða til falls. Martens lagði fram af- sagnarbeiðni fyrir stjóm sína fyrir ári, en Baudouin konungur bað hann um að halda ótrauður áfram. Tíu milljónir manna búa í Belgíu og tala 57 prósent hollensku. Aðr- ir tala flestir frönsku. Bilið milli frönskumælandi og hollenskumæl- andi Belga hefur breikkað undan- farin 20 ár vegna þess að pólitískt vald og iðnaður hefur flust frá Vallóníu, þar sem töluð er franska, til Flandurs, þar sem flestir tala hollensku. Yfírréttur í Belgíu fyrir- skipaði að Happart yrði settur af í september á síðasta ári, en hann hefur haldið áfram störfum án þess að láta það á sig fá. Vakti það reiði kristilegra demókrata í Flandri og kom stjómarkreppan nú upp í kjölfar þess að þeir kröfð- ust að Happart yrði rekinn. Frönskumælandi flokkar í stjóm- inni komu í veg fyrir að Happart yrði rekinn og kröfðust þess í stað að sett yrðu lög, sem kvæðu skýrt á um hvaða tungumálakröfur ætti að setja hinum kjömu fulltrúum á svæðum þar sem menn tala tung- um tveimur. Jakarta, Reuter. RÚMLEGA eitt hundrað menn létu lífið og 305 slösuðust þegar tvær jámbrautariestir fullar af rákust saman í Jakarta í Indó- nesíu í gærmorgun. Björgunar- menn sögðu að lestirnar hefðu verið á sama spori og hefði lest- arstjórunum verið gefið rangt merki. Margir þeirra sem biðu bana höfðust við á þaki lestanna og á pöllum milli lestarvagna, að því er haft var eftir sjónarvottum. Meðal fómarlambanna voru böm á leið í skóla. Mörg hundruð hermenn voru kvaddir til að þjarga slösuðum úr braki Iestanna og unnu þeir fram á nótt við að ná tveimur drengjum og tveimur fullorðnum, sem talið var að væra fastir undir járni og glerbrotum. Lestimar rákust saman í út- hverfí í suðurhluta Jakarta snemma í gærmorgun. Tugir sjúkrabifreiða vora notaðar til þess að aka látnum og slösuðum brott af slysstað. Slysavarðstofur sex sjúkrahúsa í borginni vora þéttsetnar slösuðu fólki. Haft var eftir starfsmönnum sjúkrahúsa að 86 lík hefðu fundist í braki lestanna og 16 hefðu látið lífíð á sjúkrahúsi. Björgunarmenn sögðu að enn væra nokkur lík í brakinu. Lestimar vora á mikilli ferð þeg- ar áreksturinn varð. Önnur lestin var á leið út úr Jakarta og hin var á leið inn í borgina. Sjónarvottur einn sagði að aðkoman hefði verið hrikaleg. Afskorin höfuð og útlimir hefðu legið á víð og dreif. Þúsundir bænda söfnuðust saman á slysstað og fylgdust með björgunarstarfinu. Rusmin Nuijadin, samgöngu- málaráðherra Indónesíu, sagði að fyrirskipuð hefði verið rækileg rannsókn á slysinu og yrði meðal annars farið yfír merkjagjafir við jámbrautarteina um landið allt. Þetta er mesta lestarslys í Indó- nesíu síðan árið 1968 þegar 116 menn létu lífið í jámbrautarslysi skammt frá borginni Bogor suður af Jakarta. Sovétríkin: Bandarískur liðhlaupi þráir að komast burt Kjötið reyndist grænt og skriðdýrin óskemmtileg Moskvu, Reuter. ÓBREYTTUR bandarískur her- maður sem flúði til Sovétríkj- anna í aprflmánuði og fékk hæli þar á pólitískum forsendum, lýsti því yfir í Moskvu á föstudag að hann vildi fá leyfi til að ferðast til Austur-Þýskalands. Á sunnu- dag kvaðst hann reiðubúinn til að halda til Bandaríkjanna með þvi skilyrði að mál hans fengi sanngjarna meðferð dómstóla. Wade Roberts, sem er 22 ára að aldri, sagði að sér dauðleiddist að búa í eyðimerkurborginni Ashkba og kvað sovéska fjöl- miðla hafa rangtúlkað ummæli sin. Roberts hvarf frá herstöð Banda- ríkjahers í Giesen i Vestur-Þýska- landi 2. apríl síðastliðinn og skaut hann upp kollinum í Sovétríkjunum ásamt vestur-þýskri unnustu sinni. Þeim var veitt pólitískt hæli og var þeim búið heimili í eyðimerkurborg- inni Ashkbad í Asíuhluta Sovétríkj- anna. Þar fékk Roberts starf við umhirðu skriðdýra. Hann segir þau hafa átt ömurlega daga í Ashkbad. Svo fór að lokum að þau fengu nóg og ákváðu þau í síðasta mánuði að halda til Moskvu þar sem þau tjáðu yfírvöldum að þau vildu flytjast úr landi. Roberts sagði í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna að þau vildu flytjast til Austur-Þýskalands og kvaðst sannfærður um þar biði þeirra betra hlutskipti en kona hans, Petra Neumann, ber undir belti fyrsta bam þeirra hjóna. Hann sagði sovéska ráðamenn hafa tjáð sér að þau gætu haldið úr landi en ekki væri vfst hvort stjómvöld í Austur-Þýskalandi væru reiðubúin til að veita þeim landvistarleyfí. „Helst vildi ég geta snúið aftur til Bandaríkjanna," sagði Roberts. Aðspurður um ástæður flóttans kvaðst hann hafa átt herréttardóm yfír höfði sér. Hann sagðist hins vegar hafa sloppið úr haldi og falið sig í sorptunnu. Hann og unnustan hefðu síðan ráðfært sig við vini hennar sem hefðu lagt til að þau leituðu hælis í Sovétríkjunum. Sové- skir embættismenn í Bonn hefðu sagt að þeim yrði veitt landvistar- leyfi en þau yrðu sjálf að koma sér inn í Austur-Þýskaland. Petra Neu- mann tók þá bfl á leigu og ók inn í Austur-Berlín með unnustann í skottinu. Þar dvöldust þau í þijár vikur en dag einn heyrðu þau í ríkisútvarpinu að bandarískur her- maður hefði hlaupist á brott frá Vestur-Þýskalandi. Daginn eftir héldu þau til Moskvu. Roberts sagði að þeim hefði ver- ið vel tekið og yfírvöld hefðu orðið við þeirri eindregnu ósk hans að fá Reuter Wade Roberts og unnusta hans Petra Neumann ræða við fréttamann Reuters í Moskvu. starf við umhirðu framandi dýra. En við tóku dagar eymdar og volæð- is. „Við lifðum á ávöxtum í sex mánuði samfleytt. Kjötið er grænt. Mjólkurvörar standa ekki til boða og kaupir þú 30 egg era 15 þeirra fúlegg." Hann bætti því við að frétt- ir sem sovéska fréttastofan Tass birti um þau hjónin hefðu verið stór- lega brenglaðar. Haft hefði verið eftir þeim að þau væra „hamingju- samsta fólkið á jarðkúlunni". „Ég hef aldrei á ævi minni verið svo óhamingjusöm," sagði Petra Neu- mann. í ágústmánuði birti Tass frétt þess efnis að parið hefði afráðið að ganga í hjónaband en Petra Neu- mann var þá þegar gift Vestur- Þjóðveija og hafði hún lengi haft í huga að skilja við hann áður en hún kynntist Wade Roberts. Roberts sagði að þau hefðu verið blekkt þegar þau hugðust skrá sig vegna bamsins sem Petra er ófrísk af og ginnt til að ganga í það heilaga. „Allt í einu skaut ljósmyndari upp kollinum og þegar við hugðumst andmæla þessu tóku þeir allt í einu að leika Brúðarmarsinn. Þegar þessi ósköp voru afstaðin urðum við því að fara fram á skilnað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.